Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 32
LISTIR
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í HAUST kom út í
Danmörku bókin Min
fars smukke land sem
Páll Skúlason lög-
fræðingur og útgef-
andi stóð að. Í bókinni
eru tólf ritgerðir,
smásögur og bók-
arkaflar íslenskra
skálda í danskri þýð-
ingu, auk myndskreyt-
inga úr íslenskri mál-
aralist. Þar er m.a. að
finna smásögu Jón-
asar Hallgrímssonar
Grasaferð, eða á
danska vís, Til fjelds
efter mos, sem er talin
ein fyrsta móderníska
smásaga íslenskra bókmennta. Páll
segist í viðtali löngum hafa haft
áhuga á að efla og viðhalda sterk-
um tengslum Íslands og Danmerk-
ur, og þykir miður hvað lítið sé til
af íslenskum bókmenntum á
dönsku og hinum Norðurlandamál-
unum.
„Íslendingasögurnar og skáld-
sögur eru svo til það eina sem til er
á þessum málum, en svo margt ann-
að hefur verið skrifað á íslenska
tungu sem er ekki gert eins hátt
undir höfði. Mér þótti á sínum tíma
leitt að heyra danska vinkonu
mína, sem er bókavörður, segja
mér að margir kæmu í erindisleysu
á safnið í leit að bókum um náttúru
og sögu Íslands. Sér í lagi af því að
það er svo gífurlega mikið til af
slíku efni. Að mínu mati var því
þarft verk að bókmenntatextar um
náttúru og sögu landsins yrðu
þýddir.“
Ritgerðirnar fjalla allar á einn
eða annan hátt um samband manns
og náttúru, og sýna hvernig saga
landsins er samofin náttúru þess.
Fjölbreytnin er mikil, sig í björg-
um, veiði í vök, fjallaklifur, jeppa-
ferð um hálendið, hestar og menn á
leið yfir ár eru meðal efna sagn-
anna. Með hverri þeirra er mynd af
málverki frá þeim stað sem er lýst,
en náttúrulýsingar skipa stóran
sess í frásögnunum.
„Ég hafði í huga er ég valdi efni í
bókina að það væri til málverk sem
hafði sama sjónarmið og textinn.
Ég er að vona að málverkin séu
þess megnug, frekar en ljósmyndir,
að fanga stemmningu staðanna bet-
ur og undirstrika andann sem ríkir
á hverjum stað og er svo samofin
sýn skáldanna á land og þjóð. Sú
upplifun er svo það
sem heldur bókinni
saman; upplifun skáld-
anna á náttúrunni og
náttúran sem upp-
spretta skrifa þeirra.
Þess utan lagði ég mig
fram um að efnið væri
fjölbreytt.“
Flestar ritgerðanna
eru frá byrjun þess-
arar aldar og róm-
antísk náttúrusýn und-
irtónn margra þeirra.
Yngsta ritsmíðin er
frá okkar dögum en
Páll harmar að minna
sé skrifað af þessum
textum nú á dögum og
segir að þetta hafi verið mun al-
gengara áður fyrr. „En sem betur
fer er þetta til og ég veit að þetta er
mjög vinsælt lesefni, ekki síst hjá
eldri kynslóðinni. Ég vildi samt að
bókin næði til sem flestra og ég
gætti þess í hvívetna að gera marg-
breytileikanum hátt undir höfði.
Hver landshluti á sér sína sögu og
mynd, og þótt ég sé héðan af suð-
vesturhorninu og þekki það best
fannst mér við hæfi að dreifa þessu
um landið. Enda er það í samræmi
við að sögurnar spanna breytt
tímaskeið eða hálfa aðra öld. Sum-
um kann að virðast þetta dálítið
sundurlaust en ekki verður á allt
kosið. Þetta er nú að hluta til land-
kynningarbók og ég hafði í huga að
hún gæti reynst vel á ferð um land-
ið sem eins konar ferðahandbók í
bókmenntalegu formi. Í formála
hvers kafla eru höfundi og verki
gerð stuttlega skil, en einnig er far-
ið í kjölinn á sérkennum og sögu
hvers staðar og ferðamöguleikar
nefndir.“
Höfundarnir eru flestir vel
þekktir hér á Íslandi, en sumir
þeirra eru þó minna þekktir. Eirík-
ur Sigurðsson er til að mynda lítt
þekktur en ritsmíð hans er engu að
síður gott dæmi um frásagnarlist
alþýðunnar. Bókinni er ekki ætlað
að sýna samhengi eða þróun ís-
lenskra bókmennta, heldur er hún
fyrst og fremst helguð ferðalýs-
ingum. „Flestir ættu að geta
skemmt sér yfir myndum og texta,
og þá verður „sundurleysið“ að
eiga sig. Það var oft strembið að
hafa uppi á málverki sem átti við
sögurnar. Málverkið Strokuhestur
eftir Jón Stefánsson sem skreytir
kafla úr skáldsögu undir sama
nafni eftir Einar E. Sæmundsen
minnti vinur minn mig á. Það hafði
hangið uppi á vegg hjá afa mínum á
Suðurgötunni. Ég hélt á sínum tíma
að þetta væri hesturinn hans afa,
en það er nú langt síðan. Svo tókst
mér að hafa upp á málverkinu.“
Önnur bók í sama stíl og Min fars
smukke land, þar sem blandað er
saman mynd og texta er bókin Is-
landske folkesagn sem Páll rit-
stýrði. Hún hlaut góðar viðtökur og
var sögð kasta ljósi á hluta ís-
lenskrar menningar sem væri ekki
sýndur eins mikill áhugi og ástæð-
ur gæfu til kynna. Sama á við um
Fagurt land föður míns. „Bókin
fyllir tómarúm í þeim bókmenntum
sem hafa verið fáanlegar á hinum
Norðurlöndunum. Mikilvægt er að
halda fjölbreytninni í heiðri og
skilja ekki undan bókmenntir sem
eru allt í senn, athyglisverðar,
fræðandi og skemmtilegar, ekki
síst fyrir þá sem heimsækja land-
ið.“
Fagurt land föður míns
Páll
SkúlasonÍSLENDINGAR munu fyrst hafa
séð og heyrt lúðraflokk leika hér á
landi, við konungskomuna 1874, er
þúsund ára landnámi
Íslands var fagnað en
það mun hafa verið
lúðraflokkur danska
sjóhersins, sem marser-
aði um götur Reykja-
víkur, mönnum til mik-
illar undrunar. Tveimur
árum síðar, 1876, stofn-
ar Helgi Helgason
(1848–1922) Lúðurþeyt-
arafélag Reykjavíkur
og mun það vera fyrsti
samleikshópur hljóð-
færaleikara á Íslandi.
Blásarasveit Reykja-
víkur var stofnuð 1999
og var markmiðið að því
leyti til annað en venju-
legra lúðrasveita, að flytja átti tón-
verk, samin til flutnings á tónleikum
en ekki að ganga fyrir skrúðgöngum
eða leika á útiskemmtunum.
Blásarsveit Reykjavíkur undir
stjórn Kjartans Óskarssonar, hélt
tónleika í Langholtskirkju sl. laugar-
dag á vegum Myrkra músíkdaga, sem
Tónskáldafélag Íslands stendur fyrir.
Í hljómsveitinni eru 57 hljóðfæraleik-
arar og var hljómurinn því mjög
þykkur og í raun stirður í samleik.
Það fer ekki á milli mála, að þegar
slíkum fjölda samstæðra hljóðfæra er
stefnt saman, leika margir sömu
röddina eins t.d. klarinettin, sem voru
15 talsins. Þá er hætta á að hljóm-
urinn verði allt of þunglamalegur og
einnig að erfitt getur reynst að hafa
fullt vald á styrkleikabreytingum.
Fyrsta verkið á tónleikunum var
„Fanfare fyrir lúðrasveit, eftir Þór-
arin Jónsson (1900–1974) og þar hefði
átt að skipa einum manni í hverja
rödd og þá hefði samskipan raddanna
greinst betur en í hinum bólgna
hljómi Blásarasveitarinnar.
það er ljóst, að fjöldi hljóðfæra
ræður ekki öllu varðandi styrk, því
skýrleiki hverrar raddar hefur mikil
áhrif á alla heyrð. Þetta var áberandi í
„Preludio sinfonica“ eftir Pál P. Páls-
son, „Moto pepetuo“ eftir Einar Jóns-
son og tveimur verkum, sem nefnast
„Tvö hugtök“, eftir Tryggva M. Bald-
vinsson, að hin þykka og yfirþyrm-
andi samhljóman skyggði í raun á
innihald verkanna. Tvö þessara
verka, sem frumflutt voru á þessum
tónleikum, eftir Pál P. Pálsson og
Einar Jónsson (1970),
eru á margan hátt vel
samin en margt í verk-
unum fór fyrir ofan
garð og neðan, í
þrumugný sveitarinnar
og mikilli hljóman
Langholtskirkju.
Í verkinu „Myrkra-
verk“ eftir Oliver Kent-
ish, var fækkað í hljóm-
sveitinni um meira en
helming og þá reyndist
ekkert vanta á hljóm-
styrkinn en skýrleiki
raddanna var með allt
öðrum og betri hætti en
í fyrri verkunum. Verk
Olivers er frekar slitrótt
en ýmislegt fallega hljómandi og var
vegna eðlilegrar hljóðfæraskipunar,
áheyrilegast verkanna á þessum tón-
leikum. Eftir að frumfluttu verkin
höfðu verið endurflutt lauk tónleikun-
um með „Postludium“ eftir Tryggva
M. Baldvinsson. Líklega hamlar
hljóðfæraskipanin tónskáldunum í að
móta tónmál sitt, því það verður að
segast eins og er, að ekkert verkanna
á þessum tónleikum er áhugavert
sem tónsmíð, jafnvel ekki hjá blásur-
unum Einari og Páli.
Þrátt fyrir þann annmarka, sem
svona margföld skipan hljóðfæra í
hverri rödd, hefur á heildar sam-
hljóminn og gerir hann að ósundur-
greinalegum samhljómi, er ljóst að í
hljómsveitinni eru margir góðir og
efnilegir hljóðfæraleikarar, er léku af
töluverðu öryggi, bæði hvað varðar
tónstöðu og samleik, undir öruggri og
líflegri stjórn Kjartans Óskarssonar.
TÓNLIST
L a n g h o l t s k i r k j a
undir stjórn Kjartans Óskarssonar
flutti íslenska lúðrasveitartónlist.
Laugardagurinn 10. febrúar, 2001.
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
BLÁSARASVEIT
REYKJAVÍKUR
Jón Ásgeirsson
Kjartan
Óskarsson
Ósundurgreina-
legur samhljómur
EINU sinni var þjóð í fjarlægu
landi sem bjó við duttlungarfulla ógn-
arstjórn dreka nokkurs. Fólkið hafði
að mestu sætt sig við og vanist ofbeldi
og kúgun, svo mjög að þegar ung
hetja gerir sig líklega til að drepa
drekann og frelsa fólkið mætir hún
andspyrnu og spotti íbúanna.
Enginn trúir því heldur að tilræðið
takist. En hvað gerist ef það tekst
þrátt fyrir allt? Rennur Öld vatnsber-
ans tafarlaust upp, eða þarf meira til
að uppræta kúgun en dauða kúgar-
ans? Drekinn eftir Évgení Schwarts
er snilldarleg táknsaga sem á heima
við hliðina á Dýrabæ Orwells og
Brennuvörgum Frisch. Meinfyndin
og hárnákvæm lýsing á hérahjörtum
mannskepnunnar andspænis valdinu
og, af sýningu LMH að dæma, lífseig-
ari en heimsveldið hrunda sem verkið
lýsti upphaflega og var auðvitað
bannfært fyrir vikið.
Að því ég best veit hefur Drekinn
verið nokkrum sinnum fluttur á ís-
landi, frá því Hamrahlíðarfólk flutti
verkið í fyrsta sinn árið 1976. Allar
þessar sýningar hafa að því ég tel ver-
ið á vegum framhaldsskólaleikfélag-
anna. Er það að vonum, enda verkið
hentugt verkefni fyrir slíka hópa.
Hlutverkin hæfilega mörg og bjóða
upp á tilþrif og skapandi vinnu, en
standa ekki og falla með óaðfinnan-
legri frammistöðu. Leikritið er bæði
vitrænt, tilfinningalegt og fyndið.
Vekur til umhugsunar og skemmtir í
senn.
María Pétursdóttir hefur búið sýn-
ingunni stílhreina og listræna um-
gjörð sem nýtist jafnt til að skapa
andrúmsloft og uppfylla þarfir leiks-
ins. Hljóðmynd Guðmundar Steins
Gunnarssonar er sannfærandi og
hæfilega „leikhúsleg“ fyrir utan
smekklaust og óþarft innskot á söng-
leikjanúmeri, yfirborðskennd amer-
ísk teiknimyndavegsömun vináttunn-
ar algerlega óviðeigandi á þessum
stað.
Drekinn er samkvæmt leikskrá
frumraun Friðriks Friðrikssonar í
leikstjórastóli, og ekki annað að sjá en
hann passi vel í þann sess.
Afbragðsvel hugsuð og útfærð sýn-
ing í alla staði, og búin þeim eiginleik-
um góðrar skólasýningar að standa
fyrir sínu þótt einstaka persóna nái
ekki fullu flugi. Ætlunin alltaf skýr,
þó á köflum væri framsögnin það því
miður ekki. Friðrik og hans fólk ná að
feta það einstigi milli einlægni og
sjálfsháðs sem verkið kallar á, svo öll-
um verður ljós alvara málsins, líka í
miðri hláturroku. Sýningin er full af
meinfyndnum smáatriðum sem verða
stór í minningunni, notkunin á brunn-
inum í bardagaatriði Drekans og
Lancelots óborganlegt dæmi.
Af leikurum og frammistöðu þeirra
er vert að geta Daníels Arnar Hin-
rikssonar sem skemmti sér og áhorf-
endum ágætlega með geðsveiflum
hins fjölgeðfatlaða borgarstjóra. Arn-
ar Sigurðsson sem Lancelot er hold-
tekja hins rómantíska riddara sem er
af allt öðru sauðahúsi en Shwarzen-
eggar og Willisar nútímans. Yrsa Þöll
Gylfadóttir er eins kattarlegur köttur
og hægt er að fara fram á og Kristín
Þóra Haraldsdóttir tilþrifamikið
fyrsta drekahöfuð. Kannski nær samt
Rut Guðmundsdóttir mestri dýpt í
mynd sinni af móður stúlkunnar sem
skal fórnað drekanum. Lengri upp-
talningu læt ég eiga sig en allur leik-
hópurinn leggur sitt af mörkum til
heildaráhrifa sýningarinnar og skap-
ar saman sterkt og eftirminnilegt
verk. Drekann ættu sem flestir að sjá
og horfast um leið í augu við sinn eig-
in. Og fá afbragðs skemmtun í kaup-
bæti.
Hvenær drepur
maður dreka?
LEIKLIST
L e i k f é l a g
M e n n t a s k ó l a n s
v i ð H a m r a h l í ð
Höfundur: Évgení Schwarts.
Þýðandi: Örnólfur Árnason.
Leikstjóri: Friðrik Friðriksson.
Leikmynd og búningar: María Pét-
ursdóttir. Tónlist: Guðmundur
Steinn Gunnarsson. Tjarnarbíó
föstudaginn 9. febrúar 2001.
DREKINN
Morgunblaðið/Jim Smart
„Afbragðsvel hugsuð og útfærð sýning í alla staði, og búin þeim eiginleikum góðrar skólasýningar að standa
fyrir sínu, þótt einstaka persóna nái ekki fullu flugi.“
Þorgeir Tryggvason
Í LISTACAFÉ og Veislugallery í
Listhúsinu í Laugardal stendur
yfir sýning Guðrúnar Guðjóns-
dóttur.
Á sýningunni eru 25 olíumál-
verk sem eru flest unnin á síðast-
liðnum tveimur árum. Sum verk-
anna eru tileinkuð konunni en
einnig eru verk úr Reykjavík,
sumar kyrralífsmyndir auk þess
nokkur óhlutbundin verk.
Guðrún stundaði nám við MHÍ
á árunum 1977-79 og lauk BFA
gráðu í málun við California Col-
lege of Arts and Crafts í Banda-
ríkjunum 1981.
Guðrún hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum.
Sýningunni lýkur 28. febrúar.
Olíumálverk
í Listhúsinu