Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 33 ÞAÐ er ánægjuleg sú þróun sem er að verða, að einleikstónleikum virðist fara fjölgandi á höfuðborg- arsvæðinu að minnsta kosti. Til- koma Salarins í Kópavogi hefur breytt miklu þar um, en Salurinn er kjörinn vettvangur fyrir tón- leika af því tagi. Flygillinn í Saln- um gæti þó verið betri, hljómur hans er svolítið mattur, en ein- leikshljóðfæri af þessari stærðar- gráðu mætti gjarnan vera með dýnamískari hljóm. Helga Bryndís Magnúsdóttir lék þar í haust á tónleikum Evrópusambands píanó- kennara, þá aðeins örfá verk, en á sunnudaginn var hún komin aftur; nú til að leika okkur úrvals efnis- skrá með nokkrum öndvegisverk- um píanóbókmenntanna. Aríetta með tólf tilbrigðum eftir Joseph Haydn var fyrsta verkið á efnisskránni; lítið verk og einfalt í sniðum. Stef verksins fær Haydn að láni úr öðru verki sínu; Kvar- tett op. 9 nr. 2. Stef Haydns er sérlega ljúft og lagrænt. Tilbrigðin við stefið rísa þó ekki hátt fyrr en undir miðbik verksins. Tilbrigðin eru nær eingöngu bundin við lag- línuna, en Haydn lætur vera að kafa djúpt í hljómræna og hryn- ræna möguleika stefsins. Kringum 7. tilbrigðið fara tilbrigðin þó að skipta skapi með kraftmiklum breytingum í styrk og hröðum hlaupandi tón- stigum. Helga Bryndís lék verkið ákaflega fal- lega. Unun var að hlusta á upphafsstefið, svo yfirvegað og fal- lega mótað; blítt og viðkvæmnislegt. Són- ata Haydns í F-dúr sem Helga Bryndís lék næst er mun þekktara verk. Þetta er háklass- ík, sérdeilis fallegt verk og ljóðrænt. Helga Bryndís og Haydn eru sannarlega sem sköpuð hvort fyr- ir annað; músíkölsk og falleg túlkun hennar gaf verkinu líf og lit. Verk Ravels, Óður til lát- innar prinsessu og Vatnsleikir, voru ekki síður vel leikin; með sterkri tilfinningu fyrir litríku tón- máli Ravels. Helga Bryndís býr yfir mikilli og góðri tækni. Hún spilar veikt legato sérstaklega fallega með óvenju mjúkum og jöfnum áslætti. Hraðir hljómar og tónstigar leika í höndum hennar og eru skýrir og markaðir og trillurnar hennar sindra. Pedalnotkunin er hófleg, jafnvel frekar spör. En það sem upp úr stendur er fyrst og fremst músíkalskur leikur hennar. Hún andar með og í tónlistinni; dvelur í tónlistinni og er tónlistin meðan hún er að spila. Hún hefur miklu að miðla og það er mikil ánægja að heyra hana spila. Sá sem ekki hef- ur þetta til brunns að bera spilar ekki Brahms svo nokkur bragur sé á. Því var það dæmalaust gaman að heyra Helgu Bryndísi spila fjögur smáverk Brahms: Capriccio op. 76 og Intermezzi op. 116 nr. 6, 118 nr. 2 og 118 nr. 6. Tök henn- ar á margslungnu tón- máli Brahms voru sterk og áhrifamikil. Þriðja Intermezzóið; op. 118 nr. 6, var meistaralega leikið, og verður varla gert bet- ur. Þetta var tilkomu- mikill hápunktur tón- leikanna. Þrjú verk eftir Franz Liszt voru síð- ast á efnisskránni; út- færsla Liszts á Etýðu í E-dúr eftir Paganini, Petrarca-sonnetta 104 og Gnomenreigen. Paganinietýðan og lokaverkið voru hvor tveggja glansnúmer, sannkallaðir fingur- brjótar, til þess eins samdir að sýna fimi píanóleikarans. Það vantaði heldur ekkert á glimrandi glansinn í leik Helgu Bryndísar. Tilkomumest verka Liszts var þó Petrarca-sonnettan; tilfinninga- þrungið ástarljóð án orða, sem Helga Bryndís Magnúsdóttir lék gríðarlega fallega og sýndi enn og sannaði að hún er í fremstu röð ís- lenskra píanóleikara. TÓNLIST S a l u r i n n Helga Bryndís Magnúsdóttir lék píanóverk eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel, Jóhannes Brahms og Franz Liszt. Sunnudag kl. 20.00. PÍANÓTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir Helga Bryndís Magnúsdóttir Frábær píanóleikur NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.