Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 48
MINNINGAR
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefán GesturKristjánsson,
kjötiðnaðarmaður,
Reykjavík, fæddist í
Stykkishólmi 11.
september 1918.
Hann lést 5. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sús-
anna Nahome Ein-
arsdóttir frá
Stykkishólmi, f. 4.12.
1890, d. 26.8. 1961,
og Kristján Bjarni
Árnason, sjómaður
frá Lækjarbug í
Fróðárhreppi, f. 4.9.
1886, d. 3.7. 1921. Systkini Gests
eru: 1) Lúðvík, f. 2.9. 1911, d. 1.2.
2000; 2) Jóhanna, f. 12.8. 1913; 3)
Ólafur, f. 29.12. 1914; 4) Stein-
grímur, f. 12.1. 1921. Hálfsystkini
Gests, sammæðra, eru: 1) Steinþór
Magnússon, f. 9.11. 1926, d. 17.4.
1991; 2) Bergþóra Magnúsdóttir, f.
6.7. 1928, og 3) Hallveig Magnús-
dóttir, f. 30.8. 1929.
Hinn 14. febrúar 1942 kvæntist
Gestur Björgu Gísladóttur, f. 18.5.
1921, d. 3.12. 1972, dóttur Ástrós-
ar Jónasdóttur, f. 5.10. 1880, í Arn-
arstaðakoti, Hraungerðishreppi,
d. 16. febrúar 1959, og Gísla Guð-
mundssonar, mótorbátsformanns
og trémiðs, f. 29.7. 1873, í Björk,
Sandvíkurhreppi, d. 26.6. 1944.
Börn Gests og Bjargar eru: 1)
Kristján Bjarni, f. 4.4. 1942,
kvæntur Hrönn Kjartansdóttur, f.
18.7. 1942; 2) Gils, f. 5.2. 1945,
kvæntur Ragnhildi Rósu Héðins-
Viðars eru: 1) Þorkell Vignir, f.
3.1. 1970; 2) Björgvin, f. 7.4. 1973, í
sambúð með Camillu Brännback, f.
19.10. 1975; 3) Arnar Þór, f. 22.1.
1980. Börn Sæmundar og Stein-
dóru eru: 1) Björg, f. 8.12. 1975; 2)
Dröfn, f. 18.1. 1983; 3) María
Jonný, f. 22.4. 1987. Börn Árna og
Öldu eru: 1) Andri, f. 12.4. 1989; 2)
Elsa Björg, f. 27.1. 1992; 3) Rósa f.
24.10. 1993.
Gestur ólst upp í Stykkishólmi
og fór ungur að stunda sveitastörf.
Hann stundaði nám í Héraðsskól-
anum í Reykholti 1937–1939. Að
námi loknu í Reykholti stundaði
hann ýmis störf í Reykjavík, m.a. í
Kassagerð Reykjavíkur. Frá því
snemma á fimmta áratugnum
vann Gestur við kjötiðn hjá Þor-
birni Jóhannessyni í Kjötbúðinni
Borg og fékk réttindi sem kjötiðn-
aðarmaður er sú grein varð löggilt
iðngrein. Árið 1952 fluttist fjöl-
skyldan til Hafnarfjarðar og þar
hóf Gestur verslunarrekstur með
bróður sínum Lúðvík og Aðalsteini
Úlfarssyni, en saman ráku þeir
Kjötiðjuna við Hringbraut í Hafn-
arfirði um árabil. Gestur hætti
rekstri Kjötiðjunnar árið 1963, en
þá hafði hann verið einn eigandi
um skeið. Því næst starfaði Gestur
hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga í
nokkur ár eða þar til hann hóf
störf í Kjötiðnaðarstöð Sam-
bandsins við Kirkjusand. Þar
starfaði hann uns starfsævinni
lauk um 1990.
Gestur var búsettur í Reykjavík
frá árinu 1977 og sambýliskona
hans frá þeim tíma er Jónína S.
Jónsdóttir, f. 30.9. 1925, sem lifir
sambýlismann sinn.
Útför Stefáns Gests fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
dóttur, f. 12.2. 1946; 3)
Rósa, f. 11.11. 1947,
gift Viðari Vilhjálms-
syni, f. 4.9. 1947, d.
8.1. 1997; 4) Sæmund-
ur, f. 18.2. 1954,
kvæntur Steindóru
Bergþórsdóttur, f.
17.11. 1954; 5) Árni, f.
29.3. 1962, kvæntur
Öldu Ásgeirsdóttur, f.
2.7. 1963. Börn Krist-
jáns og Hrannar eru:
1) Hildur, f. 28.1. 1963,
í sambúð með Róberti
Þór Gunnarssyni, f.
3.6.1963, barn þeirra;
Hrönn, f. 25.11. 1992, en Hildur
átti fyrir Ýri, f. 25.1. 1983, faðir
hennar er Kári Eiríksson, f. 7.3.
1965; 2) Stefán Kjartan, f. 12.2.
1967, sambýliskona hans er Magn-
ea Lovísa Magnúsdóttir, f. 25.6.
1967; börn þeirra; Kristján, f. 9.6.
1992; Þórunn, f. 16.9. 1997, og
Magnús, f. 7.11. 2000. Börn Gils og
Rósu eru: 1) Björg, f. 29.6. 1963,
gift Guðmundi Karlssyni, f. 5.1.
1964, börn þeirra; Ragnhildur
Rósa, f. 20.7. 1984; Einar Karl, f.
18.8. 1988, d. 18.8. 1988; Arnheið-
ur, f. 27.9. 1989; Heiðdís Rún, f.
11.8. 1992, og Nanna Björg, f.
20.11. 1999; 2) Héðinn, f. 27. 9.
1968, kvæntur Maríu Þorvarðar-
dóttur, f. 5.3. 1962; 3) Helga Krist-
ín, f. 12.6. 1972, gift Guðlaugi
Baldurssyni, f. 8.7. 1972, börn
þeirra; Ástrós Lea, f. 3.5. 1993, og
Dagbjört Sól, f. 17.7. 1996; 4) Sig-
rún f. 16.10. 1982. Börn Rósu og
„Það er bjart framundan,“ var iðu-
lega viðkvæði pabba þegar hann fór
með okkur strákunum og frændum
úr móðurættinni í árlegar veiðiferðir
til fjalla og vel viðraði. Nú þegar hann
er allur finnst mér sem þetta séu ein-
kunnarorð fyrir lífshlaup hans. Þrátt
fyrir ýmsar ágjafir og skýjaðan himin
á köflum var ávallt „bjart framundan“
í sinni hans. Hann var ekki þeirrar
gerðar að súta orðinn hlut; fannst
ekki ástæða til að líta til baka um of
heldur horfa fram á veginn. Halda
áfram og helst að drífa sig. Í skapgerð
hans voru léttlyndi og bjartsýni áber-
andi þættir í bland við drjúgan
skammt af ljúfri lund. Skemmtilegast
þótti honum ef hægt var að gera smá
sprell og slá á létta strengi. Mér er í
fersku minni þegar þeir hittust bræð-
urnir hann og Ólafur. „Óli bró“ eins
og við systkinin kölluðum hann oft að
hætti pabba er álíka sprellari og
hann. Þá hófst alveg sérstakt grín
þeirra í milli sem við munum öll eftir.
Allt var það góðlátlegt og særði eng-
an.
Eins og títt var um fólk af hans
kynslóð leyfði efnahagur ekki lang-
skólanám. Um leið og aldur leyfði var
farið að vinna. Súsanna amma varð
ekkja aðeins rúmlega þrítug og stóð
ein uppi með fimm börn. Af sjálfu
leiddi að langskólanám eins og nú
þykir sjálfsagður hlutur var ekki á
dagskrá, heldur hitt að komast af.
Pabbi átti þess þó kost að stunda nám
í Héraðsskólanum í Reykholti tvo vet-
ur. Hann hugði á frekara nám því vilji
hans stóð til íþróttakennaranáms á
Laugarvatni enda lá það vel fyrir hon-
um, hraustur og vel á sig kominn sem
hann var. Framtíðaráform breytast
oft fljótt og í sumarvinnu á stórbúinu
Korpúlfsstöðum skömmu fyrir byrj-
un seinna stríðs kynntist hann
mömmu og þá var framtíðin ráðin.
Saman áttu þau eftir að ganga einn
veg um ríflega þrjátíu ára skeið, sam-
hent og samtaka, eignast fimm börn,
og heimili þar sem atlæti var gott og
hjartarými nóg.
Stærsti missir pabba í lífinu var
þegar mamma var frá honum tekin
árið 1972, langt um aldur fram af
völdum illkynja sjúkdóms.
Þótt hann ætti þess ekki kost sjálf-
ur að verða íþróttakennari eins og
hugur hans stóð til eða stunda íþróttir
að nokkru marki má þó segja að af-
komendurnir hafi bætt þar úr og gef-
ist ríkulegra tóm til íþróttaiðkana en
hann hafði látið sig dreyma um. Af
börnum hans, barnabörnum og
barnabarnabörnum, sem nú eru um
30, er margt fjölhæft íþróttafólk. Hátt
í tugur þeirra hefur leikið landsleiki í
handknattleik og staðið framarlega í
þeirri íþróttagrein.
Atvikin höguðu því þannig að ævi-
starf pabba varð kjötiðn og kaup-
mennska.
Hann lærði kjötiðn hjá Þorbirni Jó-
hannessyni í Kjötbúðinni Borg, þar
sem hann vann um nokkurt skeið. Ár-
ið 1952 flyst fjölskyldan til Hafnar-
fjarðar, þar sem pabbi ásamt bróður
sínum Lúðvík og vinnufélaga, Aðal-
steini Úlfarssyni, setti á fót versl-
unina Kjötiðjuna við Hringbraut í
Hafnarfirði, sem margir Hafnfirðing-
ar muna enn eftir. Þar ráku þeir
félagar matvöruverslun ásamt alhliða
kjötvinnslu um margra ára skeið eða
allt til ársins 1963, en þá hafði pabbi
verið einn eigandi um hríð. Upp úr því
lá leiðin til Kaupfélags Hafnfirðinga
og síðar Kjötiðnaðarstöðvar Sam-
bandsins á Kirkjusandi þar sem hann
starfaði um tveggja áratuga skeið eða
þar til pabbi var kominn á aldurinn
„milli sjötugs og dauða“ eins og hann
orðaði það sjálfur.
Stundum er sagt að börn séu bestu
mannþekkjararnir. Það tel ég að hafi
sannast vel á pabba, því flest börn
sem hann umgekkst löðuðust ósjálf-
rátt að honum. Þau sem voru varari
um sig og voru ekki tilbúin að kaupa
glens hans og glettni undir eins máttu
þó oftast játa sig sigruð um síðir.
Ljúfmennska og greiðvikni var
honum í blóð borin í ríkum mæli og
þessir kostir nýttust honum vel í sam-
skiptum við samferðamenn, hvort
heldur voru viðskiptavinir eða hans
nánustu. Hann kunni vel að vera glað-
ur á góðri stund, naut sín vel í gleð-
skap og var þá manna kátastur. Ekki
þótti honum lakara ef færi gafst á að
syngja nokkur af uppáhaldsnúmerun-
um eins og Áfram veginn og Eyjan
hvíta. Hann hafði yndi af tónlist og
bjó yfir tónlistargáfu, sem honum
gafst því miður ekki kostur á að
þroska frekar með sér.
Íslensk náttúra skipaði alla tíð rík-
an sess í hjarta pabba. Hann var
sveitamaður að upplagi og unni öllu
því sem fegurst var í litbrigðum nátt-
úrunnar. Á efri árum gafst nægur
tími til að ferðast um landið að sum-
arlagi og lét hann sig ekki muna um
að fara lengri og skemmri ferðir um
landið þegar sól var hæst á lofti og
góð sýn til fjalla. Einn var þó sá stað-
ur sem honum var kærari en aðrir,
þótt mörgum þyki þar hrjóstrugt um
að litast og fátt sem gleðji augað. Það
er Arnarvatnsheiði. Þar eru vötn og
tjarnir fleiri en á öðrum stöðum með
fagurri jöklasýn og víðáttu til allra
átta. Sá sem upplifir eilífa sumarbirt-
una um Jónsmessuleytið á Heiðinni,
þegar nótt nemur við dag, sólin rétt
tyllir sér eins og upp á grín og birtan
ætlar aldrei að taka enda, hefur orðið
fyrir reynslu sem ekki verður aftur af
honum tekin eða endurtekin annars
staðar á sama hátt. Þannig var um
pabba. Vel á fjórða áratug fór hann á
hverju sumri, oft nokkrum sinnum
hvert sumar, til veiða inn á Arnar-
vatnsheiði. Framan af var það veiði-
áhuginn og von um vænan fisk sem
togaði hann þangað en síðari árin var
honum ósárt um tregfiski og naut
náttúrunnar þeim mun betur. Þangað
sótti hann endurnýjandi kraft. Ekk-
ert sumar kom nema farið væri á
Heiðina. Þegar heiðarferð var að baki
var sumarið komið – og jafnvel búið –
og strax hægt að fara að hlakka til
næsta sumars og næstu ferðar. Síð-
ustu ferðina þangað fór hann 74 ára
gamall; ekki til að veiða þótt stöngin
væri með, heldur til að sjá himbrim-
ann kafa á vatninu, rölta út á tangann
sinn og upplifa fjallakyrrðina einu
sinni enn.
Nú er löng ferð á enda og pabbi
laus við slitinn líkama og farinn.
Hvíldin er kærkomin en einhvern
veginn hef ég á tilfinningunni að það
þurfi fljótlega að drífa sig. Ég trúi því
að það sé „bjart framundan“ eins og
viðkvæðið var jafnan og heldur ekki
útilokað að koma upp smá glensi sem
var ekki síður mikilvægt. Lífið, hérna
megin eða fyrir handan, verður þegar
öllu er á botninn hvolft aldrei svo al-
varlegt að það verði ekki rúm fyrir
smá grín. Ég trúi því líka að nú gefist
gott næði að hitta fyrir kæra ástvini
og endurnýja gömul kynni, bregða á
glens, og ekki síst að skoða nýjar
veiðilendur þar sem sólin skín á jökul-
inn og himbriminn kafar á vatninu.
Að síðustu vil ég koma á framfæri
kærum þökkum til Jónínu S. Jóns-
dóttur, sambýliskonu pabba til
margra ára, fyrir góðan stuðning og
umönnun í veikindum hans síðustu
misseri.
Einnig vil ég og fjölskylda mín
færa starfsfólki deildar E-14 á Land-
spítalanum við Hringbraut alúðar-
þakkir fyrir einstaklega góða að-
hlynningu og auðsýndan hlýhug.
Blessuð sé minning Stefáns Gests
Kristjánssonar.
Sæmundur.
STEFÁN GESTUR
KRISTJÁNSSON
!
"#$% &'
!!"
($$) * +,-$#$ .##
% ($$) . $ .##
* */), ,/*/0
1(
22
1 1
3"4).$$#/
# . 5
2.6 ),
#
!!"
,202$#$
2 2$#$ 7 # +,-$#$ .##
8 2$#$ $#09. $$)
020 ) $ 90 )
3 20:) %0:)
9. 02$#$
0 ,$$)
* */),* * */0
+27 #,;;
2.6 ),
$% &
'
(
,
0 $ .## 28 # , $
2" 28 # ),),
,*8/,<
9. <0<8 .##0
)
(= = $5
!
*
!!"
( !9.$ .##
1 3$ .##
" # ,$$)
.0 3$$) 9.$ .##
1. 3$ .## 1 8 # $)
<8/, 3$ .## 2 $$)
* */),* * */0
)
&
>
!,*,5
4)" $/3
+
,&
-
.
/'%
0
1
""
2 $$)
, $$) 1 $ .##
4)$# $$) < 8.$ .##
1 2 # $ .## 09.$$)
+$ $ $ .## 1 + $$)
, $ .## 9. $0<!3$$)
2$#2 $$) 4. - .##
* */),* * */0