Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 49 Í dag erum við að kveðja góðan vin okkar, Gest, í hinsta sinn. Það hæfir þó ekki minningu þessa lífsglaða manns að dvelja aðeins við söknuðinn, sem fylgir alltaf þegar vinir hverfa á braut. Ég kynntist Gesti fyrir rösklega 20 árum þegar hann og Nína systir hófu sambúð. Opinská og innileg fram- koma hans verkaði þannig að mér þótti sem ég hefði þekkt hann alla tíð. Það fylgdi honum alltaf einhver hressandi gustur og stutt var í spaug og góðlátlega stríðni. Áhugi hans á öllum í fjölskyldunni og þeirra málum var einlægur og hann fylgdist vel með hvernig þeim vegnaði. Alltaf boðinn og búinn að gera öllum greiða, ef það var honum fært. Gesti þótti ákaflega gaman að ferðast og þar nutu þau sín saman hann og Nína. Á hverju sumri meðan heilsan leyfði var lagt upp í ferð um landið. Ætli það séu margir vegspott- arnir á Íslandi sem hann átti óekna? Ég held varla. Hvar sem hann kom var hann fljót- ur að taka fólk tali og spurði óhikað um menn og málefni á hverjum stað. Þar kom hinn jákvæði áhugi hans á fólki skýrt í ljós. Sitt eigið heimili ann- aðist hann af alúð og sá um að þar skorti ekkert. Að lokum vil ég segja þetta og tel mig mæla fyrir munn okkar allra systkinanna frá Skálanesi: Foreldr- um okkar var hann einstaklega um- hyggjusamur, enda mátu þau hann mikils. Aldrei leið svo sumar meðan þau áttu heimili á Skálanesi að Gestur og Nína kæmu ekki í heimsókn og þá stóð nú ekki á Gesti að rétta þeim hjálparhönd. Ótaldar eru allar ferðir hans á Vífilsstaði að heimsækja pabba sem dvaldi þar sjö síðustu ævi- ár sín – það verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning um góðan dreng, Gest Kristjánsson. Ástvinum hans öllum sendum við samúðarkveðjur. Svanhildur Jónsdóttir. Elsku afi Gestur. Nú þegar þú ert farinn frá okkur biðjum við Guð að gæta þín og förum með bænina okk- ar: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Andri, Elsa Björg og Rósa. Nú er hann afi Gestur fallinn frá. Þetta er stund sem við vissum öll að væri á næsta leiti og er óumflýjanleg hverjum manni. Hvert okkar systk- inanna á sínar sérstöku minningar um afa en öll erum við sammála um að þar fór einstakur maður. Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi, þegar við vorum yngri, að búa um nokkurra mánaða skeið hjá afa í Lækjarkinn- inni. Þar vorum við í daglegum sam- skiptum við hann og fengum að njóta hans léttu lundar. Afi var alltaf til í smásprell, annaðhvort að sikk-sakka niður Bárukinnina með okkur systk- inin í hláturskasti í aftursætinu eða inni í stofu að spila fyrir okkur á munnhörpuna. Þegar afi flutti á Hraunteiginn sáum við minna af hon- um en alltaf fylgdist hann með okkur og því sem við tókum okkur fyrir hendur, alveg fram á sína síðustu daga. Afi var einstaklega mikill húm- oristi og tók sjálfan sig mátulega há- tíðlega og það er þannig sem við minnumst hans og reynum að feta í spor hans. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði en vitum þó að þér líður vel þar sem þú ert nú og hefur án efa fengið höfðinglegar móttökur hjá ömmu Björgu. Björg, Héðinn, Helga Stína og Sigrún. Að leiðarlokum í lífi Stefáns Gests Kristjánssonar renna minningarnar fram hver af annarri eins og perlur á festi. Samskipti við hann voru verð- mæt, afbragðsgóð og aldrei bar þar skugga á. Þegar svo er, stendur ekk- ert eitt atvik upp úr og það er óvenju- legt. Hann gat rökrætt og skeggrætt reiðilaust, án ósamkomulags, jafnt sem glaðst á góðri stundu. Hann var snaggaralegur, snar í snúningum, stóð ekki lengi við og var kátur karl. Hann var til í allt, sem gott var. Hann var mikill ferðamaður. Það var okkur öllum ómetanlegt að eiga hann að. Greiðvikinn var hann, um- hyggjusamur og sýndi öðrum meiri áhuga en hann krafðist fyrir sjálfan sig. Það er kostur í fari hverrar mann- eskju, gefandi kostur. Ræktarsemi var honum í blóð borin og mikið mátti vera ef hann lét sig vanta í stóratburði í fjölskyldunni. Nú um jólin var hon- um tilkynnt, að tvö brúðkaup væru í vændum, annað á Blönduósi. Hann sagði þá: „Ef ég verð sæmilega hress, þá held ég, að ég treysti mér norður í brúðkaup.“ Hann bar með sér gleði, gleðin kviknaði hjá þeim er væntu hans og mömmu, þegar bíllinn kom í augsýn. Börnin hrópuðu upp yfir sig: ,,Gestur afi og Nína amma eru að koma.“ Þau komu alltaf færandi hendi, viku ein- hverju að stórum sem smáum. Hann var rausnarmaður. Heimsóknirnar á Hraunteiginn fyrr og síðar voru góðar, að tylla sér niður við eldhúsborðið, þiggja veiting- ar og svara umhyggjusamlegum spurningum um líðan allra í fjölskyld- unni, það vakti með manni hlýju. Okk- ur þótti öllum óskaplega vænt um þennan mannkostamann. Við metum það mikils að hafa mátt eiga hann að. Við vottum aðstandendum Stefáns Gests Kristjánssonar öllum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa minningarnar um hann í hjört- unum. Árni Rúnar og Brynja, Jón Ingi og Kristín, Þórunn og Jóhann, Snædís og Ragnar og fjölskyldur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Félagi, vinur er farinn, kær ferða- félagi á vegferðinni, ferðafélagi um allt landið, um æskustöðvarnar við Breiðafjörð. Hann var sómamaður, stuðningsmaður, sæti hans er tómt. Við vissum að hverju dró og nýliðin jólafasta og jólin voru dýrmætari en ella þess vegna, því þá var hann enn hress. Ég er þakklát fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Nína. Í dag er til moldar borinn Stefán Gestur Kristjánsson, eða Gestur eins og hann var ávallt kallaður af vinum og vandamönnum. Hann var giftur föðursystur minni, Björgu, sem lést fyrir allmörgum árum. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Norðurmýrinni og var þá stutt að fara til að heimsækja frændsystkinin úr Hlíðunum þar sem ég ólst upp. Mikil samheldni hefur ávallt ríkt meðal föðursystkina minna og voru barnaafmælin oft ansi fjölmenn enda föðursystkinin sex og börn þeirra mörg. Árið 1952 flutti Gestur með fjöl- skyldu sína til Hafnarfjarðar og eru mér minnisstæðar nokkrar ferðir sem ég fór þangað einsamall, aðeins sjö ára gamall. Ég fór með Hafnar- fjarðar-stætó eins og hann var kall- aður, og á leiðinni kom ég við hjá Gesti sem þá rak Kjötiðjuna skammt frá heimili þeirra. Þar var Gestur í essinu sínu, ávallt hress og glaður, og vanalega með ,,stórcigar“ í munnvik- inu. Hann tók svo innilega á móti mér að því hef ég aldrei gleymt. Ég, strák- pattinn, fékk á tilfinninguna að ég væri eitthvað. Sú hjartahlýja og einlægni sem Gestur sýndi mér er eitt af nokkrum atvikum sem á lífsleiðinni hafa haft mikil áhrif á þroska minn og lífsvið- horf og fyrir það verð ég honum eilíf- lega þakklátur. Á hverju ári í nær fjóra áratugi höf- um við frændurnir farið saman í veiði- ferð inn á Arnarvatnsheiði. Lengi vel fór Gestur þar fremstur í flokki og þar leið honum vel. Þegar ég fór að fara með elstu strákana mína í ferð- irnar voru þeir fljótir að laðast að þessum hjartahlýja og káta manni sem tók þá jafnfljótt undir sinn verndarvæng og hann hafði gert við mig mörgum árum áður. Um leið og ég kveð vin minn með þessum fátæklegu orðum þá er ég líka þess fullviss að hann hefur núna fundið sína einu sönnu heiði. Björn Viggósson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460. ERFIDRYKKJUR STÆRRI OG MINNI SALIR Borgartún 6 ehf., sími 561 6444 Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Á heimasíðu okkar utfarir.is má finna: Undirbúningur á útför. Myndir af kistum. Myndir af kórum og söngvurum. Listi yfir sálma. Verð á öllu sem lýtur að útför. Símar 567 9110 og 893 8638 runar@utfarir.is Rúnar Geirmundsson útfararstjóri   2                   <? 1  % #$$#,@@ ! 8         3   ,    *  *""  $ .## ,9.$$) "34) $ .## 1  "$ A#$$) *  */),*  *  */0 )                      1 = 7 3!    6   3 $    .    -   & -     /'      4       *  !!" 5     6 6     %   -  &-      6 +,-$# + .##   .$ 1$ .## <   ,-$$) +01$$) 4. ,  .##  ,)#1$ .## + ,$$) +,-$#  1$ .##   B# 11$$) ,1 9.$ .## *  */),*  *  */0 0'     2          ' 91  $ , C ! 8  0 ,<8/$$) 9. $<8/$$) + 3$$) <8/ 3$$) ,  3$ .## 2$# ,  .## <8/ A# ,$$) ,D 3 ,  .## <8/9. $$)  <8/,9. $ .##0 )      9<9  7 *.  3E $)# )# 66  ,0 $%  &        </$"# 0  2   &    <9F  1  1(+  < .$$#,5G  $6  7               !!" 3 %'         "28 # $$) #3   ,8.$ .## ),$!$# 0 )      & 1   9  # 6 $@& ! 8  $%       " 3 %'       $ $)0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.