Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 51 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10-14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10:30. Júliana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar. Þórsdóttur, djákna. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Samvera for- eldra ungra barna kl. 14-16 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningar- lestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barnakórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguð- sþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Fermingarfræðsla kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélaginu Vin- áttu kl. 20. Samskipti. Kristin mystik kl. 20. Námskeið Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Nærhópur/hópstarf um úrvinnslu sorgar hefst kl. 20 í Guðbrandsstofu (í anddyri kirkjunnar). Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sóknarprestur kennir úr Biblíunni. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í um- sjón bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30– 18. Stjórnandi Inga J. Backman. For- eldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Kynning á Heimilisiðnaðar- skólanum. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á fram- færi áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552-7270 og fá bænarefnin skráð. Safnaðarprest- ur leiðir bænastundirnar. Að bæna- stund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Við fáum heimsókn frá foreldrastarfi Grafar- vogskirkjuu. Komum sjálf með með- læti. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Æsku- lýðsstarf KFUM&K og Digranes- kirkju fyrir stúlkur (10–12 ára) kl. 17.30. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund- ir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Rimaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn- aðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorgunn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10–12. Fundur hjá kirkju- krökkum frá kl. 17.15–18.15. Safnað- arheimilið opnað kl. 17. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjunni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteigi. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur kl. 14.10– 16.25 í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu– tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT (9–12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT (9–12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf í dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu Sig- urðardóttur og undirleikari er Tune Solbakke. Starfið er ætlað börnum 10–12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK Kirkjuprakkarar 7–9 ára í umsjá Hrefnu Hilmisdóttur. Mynd- bandsupptaka á þættinum Hver er náungi minn? Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar KIRKJUSTARF Það er til orðatil- tæki sem segir: „Betra er seint en aldrei.“ Kannski á það við nú. Allavega langar mig til að kasta á þig hinstu kveðju. Þegar ég frétti af andláti þínu varð mér mjög um. Ég fór aftur í tímann og sá fyrir mér allt það sem við brölluðum sem krakkar og ungling- ar. Satt að segja á ég margar af mínum bestu minningum í sveitinni á Sauðanesi að leik með þér, Bjössi minn. Það var alltaf tilhlökkun í að hitta þig, og það sem var brallað verður kannski margt látið liggja milli hluta. Könnunarleiðangrar hingað og þangað um sveitina eru mjög eftirminnilegir eins og allir „leynistaðirnir“ þar sem við áttum BJÖRN ÁGÚSTSSON ✝ Björn Ágústssonfæddist í Nes- kaupstað 28. mars 1973. Hann lést á heimili sínu á Húsa- vík 3. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Þórs- hafnarkirkju 10. febrúar. okkar leyndarmál. Hafðu engar áhyggjur, ég hef engum sagt frá. Mér kemur ekki til hugar að segja að aldrei hafi orðið rifrildi eða fýla, en hverjir eru svo full- komnir að það komi aldrei neitt uppá? Þessar minningar hafa aldrei horfið úr huga mér þannig að þær hafi gleymst. Eins og svo oft vill verða, eins sorglegt og það er, þegar fjarlægðir myndast á milli manna vill sam- bandið rofna. Þetta gerðist í okkar tilfelli og nú er ekkert sem ég get gert til að bæta það. Að lokum vil ég minna á tilvitnun sem mér var kennd í KFUM á sínum tíma: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Ég sendi foreldrum þínum, systk- inum, frændum, frænkum og öllum vinum þínum hlýhug og styrk til að takast á við þá sorg og tómleika sem við okkur blasir. Og þér, Björn Ágústsson, sendi ég þakkarkveðju. Ægir Ágústsson. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem ég átti með ömmu Siggu. Til dæmis öll- um skiptunum sem við spiluðum lúdó. Hún kenndi mér að spila þennan skemmtilega leik og við höfðum gaman af. Stundum spiluðum við tímunum saman og skiptumst á að vinna, þó að hún hafi nú oftar farið með sigur af hólmi. Það má segja að hún hafi spilað eins og atvinnumaður í lúdó. Það var alltaf gaman að hitta ömmu því að hún var alltaf svo hress og það var auðvelt að fá hana til þess að hlæja. Í mínum augum leit hún alltaf vel út. Fjölskyldu- boðin og strætóferðirnar eru mér mjög minnisstæðar. Þegar ég var lítill strákur fórum við, ég og hún, niður í bæ með strætó. Hún var með allar strætóferðirnar á hreinu, vissi hvaða vagn átti að taka og hvert ferðinni var heitið. Mér fannst þessar stundir okkar í strætó mjög skemmtilegar og ógleymanlegar. Laxaboðið var ár- legt boð hjá ömmu Siggu í kringum afmælisdaginn hennar. Laxinn hennar bragðaðist best, sérstak- lega med Sinalco. Á boðstólum var yfirleitt skipsfarmur af lax og borðaði fjölskyldan yfir sig af hon- um. Laxinn hennar ömmu klikkaði aldrei. Á jólunum gaf amma Sigga alltaf pakka merktan jólasveinin- um, en í honum var undantekning- arlaust konfekt. Það voru aldrei nein jól án þess að fá konfekt frá jólasveininum. Amma, ég sakna þín rosalega mikið. Þú gafst mér svo margt. Þú gafst mér endalausa ást og skilning og þú stóðst alltaf við bakið á mér sama hvað það var. Manstu, þegar við kvöddumst á spítalanum, við ætluðum að spila lúdó þegar ég kæmi heim frá Bandaríkjunum, en það verður víst að bíða betri tíma. Ég veit að einn góðan dag þá munum við hittast aftur – og kannski vinn ég þig næst. SIGRÍÐUR EYGLÓ ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Sigríður EyglóÞórðardóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 5. ágúst 1931. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 5. f ebrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 12. febrúar. Takk fyrir að koma í draumi til mín um daginn og segja mér að þér líði vel. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég elska þig. Sjáumst seinna. Þinn Ásgeir Orri. Nú er erfiðri bar- áttu lokið hjá þér, elsku frænka. Ótrú- legur dugnaður og kraftur sem þú sýndir þessi tæpu tvö ár sem liðin eru frá því að þú greindist með krabbamein. Ég skildi aldrei að þessar miklu og erfiðu lyfja- meðferðir sem þú gekkst í gegnum skyldu aldrei buga þig. Þvert á móti; þú ætlaðir að sigra sjúkdóm- inn og komast í gegnum þetta. En manninn með ljáinn er erfitt að sigra. Svona er lífið, Guð gefur og Guð tekur, og oft stendur maður ráðþrota frammi fyrir lífinu og til- gangi þess. Margs er að minnast frá upp- vextinum og er þar samband systk- inanna á Skóló og okkar systkin- anna í Langó ofarlega í huga. Þið systurnar, mamma og þú, með börnin ykkar á svipuðu reki og mikill samgangur þar á milli. Öll afmælin, jólaboðin, allar samverustundirnar okkar hvort sem var hér í Reykjavík eða austur í Vík hjá ömmu og afa, allt yljar þetta og vekur góðar minningar sem gott er að eiga þegar við fáum ekki notið þín lengur. Síðan þegar ég eignaðist börnin mín, Krist- björgu Þöll og Hjörleif, gladdist þú innilega með mér. Þá eignuðust börnin mín auka-ömmu því þú gekkst alltaf undir nafninu „amma Sigga“ og festist þessi nafngift við þig. Samband þitt og mömmu var ná- ið og það var notalegt til þess að vita að þið gátuð deilt gleði og sorg og gefið hvor annarri styrk er á reyndi. Elsku Sigga, ég bið Guð að taka vel á móti þér og ég veit að þar eru amma, afi og Unnur frænka líka. Elsku Einar, Guðni, Inga og Óli, ykkar er sorgin mest, Guð veri með ykkur. Ég þakka þér samfylgdina, frænka. Hvíl þú í friði. Þín Sigríður (Sigga).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.