Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 56

Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SNEMMA í janúar lauk tveggja mánaða verkfalli framhaldsskóla- kennara. Sjálfsagt hefur þá snortið ýmsa illa, sér í lagi nemendur, en auðvitað verða kennarar að huga að askinum sinum eins og annað fólk. – Stundum vill okkur kannski gleym- ast, að allir menn, hversu virðingar- verðum störfum, sem þeir annars gegna, eru háðir svo veraldlegum og órómantískum sjónarmiðum. Í því sambandi dettur mér í hug smávægilegt atvik, sem gerðist fyrir allmörgum árum, er ég stundaði sagnfræðinám við Háskóla Íslands. Af einhverju smávægilegu tilefni lagði virðulegur kennari lykkju á leið sína um frumskóga sagnfræðinnar og tók að ræða um laun sín sem stundakennara. Ég man enn upp- hæðina, 20 þúsund á mánuði, og var kennarinn óánægður með laun sín. Eigi veit ég, hve laun fastakenn- ara við Háskólann voru há á þessum árum, og er ekki dómbær á tölfræði- legar forsendur óánægju æruverð- uga stundakennara. En ég get ekki neitað því, að mér fannst kennslu- stundin gengin nokkuð á skjön við hefðbundna rás, þótt í strangasta skilningi væri það raunar einnig sagnfræði að frétta af launakjörum kennarans. Ég man að skólasystir mín ein, þingeysk að uppruna, og því kannski ófeimnari að láta uppi hugrenningar sínar en ella, hafði orð á því við okk- ur „krakkana“ eftir tímann, að aldrei hefði hana órað fyrir því, að háskóla- kennarar þyrftu að stríða við óá- nægju með launakjör. – Ég verð að játa, að ég var að mestu sama sinnis og þessi framhleypni, en hjarta- hreini Þingeyingur, þótt ég væri eitt- hvað sparari á ræðuhöld. Bæði munum við hafa verið haldin sömu grillunni. Við munum hafa litið svo mikið upp til kennarans, að hann missti jarðsamband í okkar huga. Varð ekki lengur háður auðvirðileg- um, jarðneskum þörfum. Mér skild- ist á öðrum samnemendum, að við værum ekki ein um þessa hugsunar- vankanta. Því hvað er það annað en hugs- unarvankantar að ætla nokkurn mennskan mann svo fimbultignan eða svo ofurmenntaðan, að hann sé ekki lengur háður veraldlegum nauðþurftum? Mætti ekki alveg eins gera sér þá grillu, að eftir því sem hugsun manna væri tignari og dýpri, því fleiri hitaeiningum eyddi hún frá lík- amanum og væri þannig þurftafrek- ari í jarðneskum skilningi? Hvað skyldu Þingeyingar segja um það? – Eru þeir kannski, vegna augljósra tengsla, vanhæfir að dæma um álitamál varðandi andleg stór- menni? Hvað sem um það er, þá sýndu framhaldsskólakennarar með hinu langa verkfalli sínu, að jarðsamband þeirra er í traustum farvegi. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Jarðsamband ofurmenna Frá Sveini Kristinssyni: Í DÝRAFRÆÐINNI ber maðurinn tignarheitið Homo Sapiens – hinn vitiborni maður. Í lífi mannsins er þó dýrið aldrei langt undan. Á valdi reiðinnar og óttans verður maðurinn grimmur og óvæginn. Virðir ekki leikreglur og auðsýnir ekki samúð. Með reglulegu millibili geisar í land- inu svo hastarlegt fjölmiðlafár að þjóðin fer á taugum, vitið víkur og dýrið tekur við. Slíkt fár er á við drepsótt. Þar duga engin ráð. Á eftir liggur einatt stór hópur manna í valnum. Í þrep-skiptu umhverfi er látlaus keppni um goggunarröð. Það er betra að kyssa vönd en ögra valdi. Enginn vill hrapa niður stigann – á helkalda jörð. Þá er betra að fórna manni og liggjandi er hann handhæg fórn. Greiðir jafnvel leiðina upp um þrep, eða fleiri. Enn er í flestra minni fjölmiðlafár- ið í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Þjóðin fór á taugum og lögreglan var hvött til aðgerða. Saklausir menn voru læstir á bak við lás og slá, mán- uðum saman. Það þótti betra að veifa röngu tré en öngu. Annað fjölmiðla- fár hrakti yfirvöld lögreglumála til að hefja víðtækustu handtökuaðgerð í sögu lýðveldisins. Að áliðinni nóttu voru stjórnendur Hafskips sóttir heim og komið á bak við lás og slá. Gefnar voru út ákærur í nær þrjú hundruð liðum. Með dómi Hæsta- réttar voru hinir ákærðu sýknaðir í öllum meginatriðum. En í valnum lágu valinkunnir heiðursmenn – og eitt skipafélag. Og enn hefur blessuð þjóðin farið á taugum. Í dag er það sjálfur Hæstiréttur sem er í sárum. Með óvönduðum málflutningi og gífur- yrðum var vakið eitt þessara reglu- bundnu fjölmiðlafára. Þingmenn þustu upp á hól og báru hvern annan sökum. Vandaðir og dagfarsprúðir málflytjendur létu sogast inn í fárið. Trúnaðarsamtöl voru borin á torg og Hæstiréttur sleikir sár sín. Nú er fárið búið og þátttakendur fylgjast spenntir með skoðanakönn- unum eins og knattspyrnuleik. Sam- fylkingin og Davíð skaðast en Jónína slær sér upp. Mikið hefði nú verið frábært ef Össur hefði gripið Ingi- björgu. Þannig gengur umræðan. Hneykslið er að baki. Við erum aftur orðin Homo Sapiens – um sinn. RAGNAR TÓMASSON lögfræðingur. Þegar þjóðin fer á taugum Frá Ragnari Tómassyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.