Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
*meðan birgðir endast
Nýi farðinn er
kominn!
HYDRATION
LIQUID
FOUNDATION
Frábær rakagefandi,
næfurþunnur
og léttur farði
fyrir fallegt,
náttúrulegt útlit.
Clarins sérfræðingur verður í
Lyfju Laugavegi í dag, þriðjudag frá kl. 14-18,
Lyfju Setbergi, miðvikudag, frá kl. 14-18,
Lyfju Hamraborg, fimmtudag, frá kl. 14-18.
Komdu og fáðu ráðgjöf og sýnishorn*
Glæsilegir kaupaukar ef verslað er fyrir 3000
kr. eða meira*
Verið velkomin
THE GODFATHER (1972)
Stórkostleg bíómynd eftir sam-
nefndri sögu Mario Puzos um mafíu-
fjölskyldu Don Corleones (Brando í
óskarsverðlaunahlutverki). Glæsileg
mynd í uppbyggingu og útliti og
mögnuð úttekt á mafíulífinu í nýja
heiminum, gerð með stórmyndastíl í
meistaralegri kvikmyndatöku Gord-
on Willis en í bakgrunni er tregafullt
stef Nino Rota. Leikurinn er fanta-
góður, Brando er sér á blaði, en aðrir
leikarar slá ekki feilnótu. Allt þetta
gerir myndina að meistaraverki leik-
stjórans og um leið meistaraverki
amerískrar kvikmyndagerðar.
THE GODFATHER PART II.
(1974) Best heppnaða framhaldsmynd
sem gerð hefur verið, stendur sem
sjálfstætt listaverk. Rekur sögu Don
Corleone II, sem Al Pacino leikur á
sinn magnaða hátt, og brask hans á
Kúbu rétt áður en Castro hrifsar
völdin. Klippir hana saman við frá-
sögnina af því hvernig Corleone I,
(Robert De Niro í óskarsverðlauna-
ham), kom undir sig fótunum, fátæk-
ur innflytjandi, og gerist höfuð
stærstu mafíufjölskyldunnar í New
York. Glæsilegt kvikmyndaverk sem
vann til sex Óskara og hefur engu
minni áhrif en fyrri myndin. Meðal
frábærra leikara má nefna John Caz-
ale og Diane Keaton.
THE CONVERSATION (1974)
Sú mynd Coppolas sem minnst
hefur farið fyrir á seinni árum enda
ekki í hópi aðsóknarmynda leikstjór-
ans. Á þó allt gott skilið en hún segir
frá hlerunarsérfræðingi (Gene Hack-
man) sem fer að skipta sér meira en
honum er hollt af máli sem hann fær
upp í hendur og flækist inní samsæri
háttsettra manna. Afbragðsgóður
leikur, sérstaklega Hackmans, og
lúmsk spenna í verulega samsæris-
kenndu andrúmslofti. Var útnefnd til
Óskarsins sem besta myndin og
handrit Coppolas var einnig útnefnt.
Sígild myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Listinn
(The List)
S p e n n u m y n d
Leikstjórn og handrit: Sylvian Guy.
Aðalhlutverk: Ryan O’Neal og Roc
Lafortune. (91 mín) 1999. Skífan.
Bönnuð innan 16 ára.
ÞEIR sem muna eftir hneykslis-
málinu umhverfis vændiskonuna
Heidi Fleiss, sem skók Kaliforníu-
fylki fyrir nokkrum
árum, gera sér
fljótt grein fyrir
hvaðan innblástur
kvikmyndarinnar
Listinn kemur.
Vændiskonan
Gabrielle á sér
stóran kúnnahóp
mikilvægra manna
í þjóðfélaginu, en
hópnum tilheyra
m.a. lögfræðingar, dómarar og jafn-
vel sjálfur ríkisstjórinn. Þegar hún
leggur fram lista yfir viðskiptavini
sína meðan á réttarhöldum stendur
lendir dómarinn, sem gamla brýnið
Ryan O’Neal leikur, í vandræðum
því nöfn vina hans koma þar fram.
Og svo harðna leikar því einhver
virðist vera reiðubúinn að fremja
morð svo listinn verði ekki gerður
opinber. Hér er á ferðinni mynd sem
fullnægir flestum lágmarkskröfum
áhorfenda, handritið gengur upp
með herkjum, flestir leikaranna líta
kunnuglega út og á köflum má jafn-
vel sjá nokkurn metnað í leikstjórn
og kvikmyndatöku. Þó nær myndin
aldrei að rísa upp úr meðalmennsk-
unni, sem afþreying sleppur hún fyr-
ir horn en betra val býðst án efa á
myndbandaleigunum.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Dómari í
vanda
Skáldgyðjan
(The Muse)
G a m a n m y n d
Leikstjóri Albert Brooks. Handrit:
Albert Brooks og Monica Johnson.
Aðalhlutverk: Sharon Stone, Andie
MacDowell og Jeff Bridges.
93 mín., Bandaríkin, 2000. Skífan.
Öllum leyfð.
SKÁLDGYÐJURNAR sem blésu
listamönnum í brjóst upphafnar hug-
myndir og veittu þeim ýmiss konar
liðsinni eru vel
þekktar í menning-
arsögu Vestur-
landa og má rekja
sögu þeirra allt aft-
ur til Grikklands
hins forna. Minna
hefur þó borið á
þeim upp á síðkast-
ið, en í nýjustu
kvikmynd Alberts
Brooks er eina þeirra að finna í
Hollywood þar sem hún aðstoðar
mektarmenn á borð við James
Cameron og Martin Scorsese. Hand-
ritshöfundur nokkur (Brooks) man
sinn fífil fegurri en þegar kynni tak-
ast við undurfallega skáldgyðju
(Sharon Stone) virðist sem allt horfi
til betri vegar. Þetta er skemmtileg
hugmynd og Brooks er ófeiminn við
að gera gys að kvikmyndabransan-
um í Hollywood og í raun er það
mikla hlutverk sem sjálfur kvik-
myndaiðnaðurinn leikur í þessari
mynd hennar stærsti kostur. Þar
fyrir utan er söguþráðurinn nokkuð
stirður, ýmsir þættir handritsins eru
sérlega illa til fundnir, s.s. köku-
bransi eiginkonunnar, og þótt sumir
brandararnir hitti í mark eru jafn-
margir sem brenna af. Maður hefði
búist við meiru af stórhæfileika-
manni eins og Albert Brooks.
Heiða Jóhannsdótt ir
Andans
innblástur
♦ ♦ ♦
SJÁLFSAGT verður Francis Ford
Coppola (’39), talinn einn af merkari
leikstjórum kvikmyndasögunnar.
Sú fullyrðing er þó farin að orka
nokkurs tvímælis eftir dapurt gengi
síðustu áratugina. Góður sprettur á
þeim áttunda ætti þó að nægja til að
kæfa gagnrýnisraddirnar. Þá skóp
hann meistaraverkin The Convers-
ation, Apocalypse Now, en fyrst og
fremst myndirnar tvær kenndar við
Guðföðurinn – sem munu, að öðrum
ólöstuðum, halda nafni hans á lofti
um ókomin ár.
Þó svo að glitti í gullið, leynist
heldur engum að Coppola er ótrú-
lega mistækur leikstjóri sem einnig
á að baki fjölmarga hortitti og urm-
ul mistaka. Sem rennir stoðum und-
ir þær fullyrðingar Roberts Evens,
fyrrum húsbónda hans hjá Paramo-
unt á gullöld áttunda áratugarins,
að í rauninni væri það hann sjálfur
en ekki leikstjórinn, sem ætti heið-
urinn að útliti The Godfather. Þessu
hélt Evans fram í ævisögu sinni, The
Kid Stays in the Picture (N.Y. 1994),
þar sem hann lýsir fjálglega hvernig
hann hafi orðið að púsla myndina
saman. Í ljósi síðari atburða, ekki
síst framhaldsmyndarinnar um
Guðföðurinn, hlýtur þó lesandinn að
setja spurningarmerki við slíkt mas.
Coppola reyndi þó ekki að hrekja
þessar fullyrðingar hins kjaftaglaða
framleiðanda með málaferlum.
Lærisveinn B-myndajöfurs
Coppola er fæddur í bílaborginni
Detroit, en sneri sér ungur að kvik-
myndagerð – þó tónskáldið, faðir
hans, hafi skírt drenginn í höfuðið á
bílaframleiðandanum.
Fjölskyldan flutti til
New York, þar sem
Coppola hóf ungur af-
skipti af kvikmynda-
gerð, einkum stutt-
mynda. Sem varð til
þess að hann innritaðist
í hina frægu kvik-
myndadeild UCLA, árið
1960. Til að eiga fyrir
skólagjöldunum, lagði
Coppola sína skapandi
hönd á ýmsar vafasam-
ar framkvæmdir, einsog
ljósbláar myndir. Heldur vænkaðist
hagur Strympu er Coppola var
kynntur fyrir B-myndajöfrinum
Roger Corman, sem greitt hefur
götu fjölmargra, síðar heimsfrægra
kvikmyndagerðarmanna.
Þrítugur óskarshafi
Í skjóli velunnara síns lauk Copp-
ola við Dementria 13, sína fyrstu
mynd í fullri lengd, árið 1963. Copp-
ola vann ári síðar til handrits-
verðlauna, kenndra við Samuel
Goldwyn, fyrir Pilma, Pilma. Það
hlaut þó ekki brautargengi í kvik-
myndaborginni. Lokaverkefni
Coppola við UCLA varð hinsvegar
að kvikmyndinni You are a Big Boy
Now (’66), fisléttri gamanmynd sem
hlaut dreifingu hjá Warner Bros og
var m.a. sýnd í salarkynnum um-
boðsmanna þeirra á Íslandi, í Aust-
urbæjarbíói. Lagleg, en skildi ekki
mikið eftir sig. Sama ár átti Coppola
hlut í handritunum Is Paris Burn-
ing?, og This Property Is Condemn-
ed, sem bæði voru kvikmynduð. Þau
urðu ekki til að auka hróður hins
unga höfundar, því síður fyrstu
verkefnin hans hjá stóru kvik-
myndaverunum; The Rain People
og Finian’s Rainbow. Ekki alvondar
myndir en höfðu lítið við sig til að
freista áhorfandans.
Þegar Coppola var aðeins 31 árs,
hlaut hann sín fyrstu Óskars-
verðlaun. Átti þau sannarlega skilin
fyrir hlut sinn í handriti Patton (́70),
einnar bestu stríðsmyndar
allra tíma. Þrátt fyrir
nokkra velgengni var
Coppola í erfiðum málum.
Hafði lagt allt sitt fé, og
gott betur, í nýjungina
Scopitone. Hún var e.k.
kvikmyndasjálfsali í líkingu
við „djúkboxin“ góðu, en
varð aldrei að raunhæfum
veruleika. Coppola riðaði
lengi á gjaldþrotsbarm-
inum, en hélt einhvern veg-
inn jafnvæginu og kraflaði
sig út úr þrengingunum.
Mafíusagan margrómaða
Mörgum þótti þegar talsverður
slægur í hinum unga Coppola og
voru tilbúnir til að gefa honum
sóknarfæri á hin auðugri mið Holly-
woodborgar. Einn þeirra var annar,
ítalskættaður Bandaríkjamaður, rit-
höfundurinn Mario Puzo, sem var
að gefa út metsölubókina The God-
father. Ekki síst fyrir hans orð var
Coppola treyst til að glíma við hina
risavöxnu mafíusögu og það sýndi
sig fljótt að honum var treystandi.
Verkefnið dró til sín stórstjörn-
urnar Marlon Brando, Robert
Duvall og James Caan og hinn unga
Al Pacino, auk urmuls valinkunnra
skapgerðarleikara í smærri hlut-
verkum. Útkoman var stórkostleg
mynd sem var samstundis talin í
hópi sígildra verka kvikmyndasög-
unnar. Ekki nóg með að hún þótti
óaðfinnanleg í alla staði og aldeilis
frábær skemmtun, heldur varð hún
ein mest sótta mynd allra tíma. Guð-
faðirinn (́72), hlaut einróma lof
gagnrýnenda; fern Óskarsverðlaun,
þ. á m. sem besta myndin og fyrir
bestan leik í aðalhlutverki (Brando).
Nýr kóngur var sestur að í Holly-
wood.
FRANCIS FORD
COPPOLA I
Francis Ford
Coppola: merkur
en mistækur.
Marlon Brando sem ein eftirminnilegasta persóna kvikmyndanna, Don
Vito Corleone, í fyrstu myndinni um Guðföðurinn.
Robert De Niro sem Vito Corleone
í annarri Guðföðurmyndinni.
Gene Hackman í Conversation
sem margir telja falinn fjársjóð.