Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
DAGLEGT amstur hversdags-
fólks á götum Reykjavíkur á
rigningardegi er fjarri lífi kvik-
myndapersóna sem boða kátínu
og áhyggjuleysi gegn framvísun
aðgöngumiða á nýjustu kvik-
myndina. Sólrík bros stjarnanna
hverfa ekki af andlitum þeirra á
veggspjöldum borgarinnar þótt
slagviðrið berji andlit goðanna
með slíkum látum að ekki dugar
minna en að verjast áganginum
með hettum og húfum að hætti
alvörufólks.
Morgunblaðið/Kristinn
Sólrík bros í slagviðri
ÁFORM stjórnenda Reykjagarðs hf.
um flutning frá Hellu eru nú í alvar-
legri endurskoðun, en ætlunin var að
flytja alla starfsemi fyrirtækisins,
kjúklingaslátrun, kjötvinnslu og
dreifingarstöð, til Borgarness. Sá
möguleiki hefur verið ræddur að
kjötvinnsla Goða flytji í húsnæði
Reykjagarðs í Borgarnesi.
Bjarni Ásgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs, sagði að
það væru meiri líkur en minni til
þess að fyrirtækið myndi fremur
byggja við núverandi húsnæði á
Hellu og bæta véla- og tækjabúnað
en að flytja starfsemina. Hann sagði
að fyrirsjáanleg væri harðnandi
samkeppni með nýjum framleið-
anda, Íslandsfugli, sem byrjar
vinnslu á árinu. Fyrirtækið þyrfti að
vera í stakk búið að mæta þeirri
samkeppni og við þessar aðstæður
væri frekar óhagstætt að flytja fyr-
irtækið. Auk þess væru frábærir
starfsmenn á Hellu sem hefðu staðið
með fyrirtækinu í gegnum ýmsa erf-
iðleika, að sögn Bjarna Ásgeirs.
Ákvörðunar er að vænta fljótlega
en í Reykjagarði á Hellu eru um 60–
70 störf. Snemma á síðasta ári keypti
Reykjagarður mjólkursamlagshúsið
við Engjaás í Borgarnesi undir starf-
semina, en ljóst er að ef verður af
þessum áformum mun Reykjagarð-
ur selja þá eign. „Við höfum látið
kjötvinnslufyrirtækið Goða vita af
þessum möguleika, en þeir hafa
áætlanir um frekari uppbyggingu í
viðbót við starfsemi sína, sem er m.a.
í Reykjavík, á Selfossi og Hellu,“
sagði Bjarni Ásgeir.
Kristinn Þór Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Goða hf., sagði að ver-
ið væri að athuga þann möguleika að
kjötvinnsla fyrirtækisins flytti í hús-
næðið sem Reykjagarður á í Borg-
arnesi. Goði hf. tilkynnti í byrjun
ársins að fyrirtækið myndi sameina
fjórar kjötvinnslur í eigu félagsins í
eina. Kjötvinnslurnar sem um ræðir
eru kjötvinnsla Goða á Kirkjusandi í
Reykjavík, kjötvinnsla Nóatúns í
Faxafeni í Reykjavík, kjötvinnslan
Höfn á Selfossi og Borgarnes-kjöt-
vörur í Borgarnesi. Með sameiningu
þeirra verður til ein stærsta kjöt-
vinnslustöð landsins. Kristinn gerir
ráð fyrir að allt að 80–100 manns
muni starfa í hinni nýju kjötvinnslu.
Gert var ráð fyrir að kjötvinnslan
og höfuðstöðvar Goða hf. yrðu í nýju
húsnæði í Mosfellsbæ. Kristinn Þór
segir að stutt sé síðan sá möguleiki
kom upp að kjötvinnslan flyttist þess
í stað til Borgarness. Ekkert væri
ákveðið í þeim efnum.
Reykjagarður verður
líklega áfram á Hellu
ÚTVEGSMENN hafa í undirbún-
ingi að boða verkbann á þá sjómenn
sem ekki hafa samþykkt verkfall 15.
mars nk. Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna, segir þetta
nauðsynlegt svo útvegsmenn lendi
ekki í þeirri stöðu að vera með hluta
áhafnar á launaskrá en skipin bund-
in við bryggju vegna verkfalls.
Fundur var í kjaradeilu sjómanna
og útvegsmanna hjá ríkissáttasemj-
ara í gær. Sævar Gunnarsson, for-
maður Sjómannasambandsins, sagði
að enginn árangur hefði orðið af
fundinum og ekkert benti til þess að
menn væru að þokast í átt til sam-
komulags.
Friðrik J. Arngrímsson sagði eftir
fundinn að mál þokuðust áfram.
Áformað væri að funda nokkuð þétt
á næstunni. Það væri verkefni
samningamanna að ná samningum
og hann sagðist vera sannfærður um
að það væri samningsvilji af hálfu
beggja aðila. Næsti samningafundur
hefur verið boðaður nk. laugardag.
Forysta LÍÚ fundar
með útvegsmönnum
Forysta LÍÚ hefur boðað til
funda með útvegsmönnum um allt
land og lýkur þeim í byrjun næstu
viku. Friðrik sagði að tilgangur
fundanna væri að fara yfir stöðuna
með útvegsmönnum. LÍÚ vildi m.a.
kynna fyrir þeim tillögur sjómanna í
kjaraviðræðunum og hvaða mögu-
leikar væru á að ná samningum.
Hann sagði að á fundunum yrði leit-
að eftir heimild til boðunar verk-
banns.
„Ef einn hópur sjómanna sam-
þykkir verkfall en annar ekki kemur
upp sú staða að við sitjum uppi með
hluta áhafnarinnar á launum án þess
að geta róið. Verkfall kallar því á
þann möguleika að boðað sé verk-
bann,“ sagði Friðrik.
Vélstjórar og flest aðildarfélög
Sjómannasambandsins hafa sam-
þykkt tillögu um verkfall 15. mars
hafi samningar ekki tekist fyrir
þann tíma. Verkalýðsfélögin á Sel-
fossi, Eyrarbakka og Raufarhöfn
felldu þó tillögu um verkfall. Ekki er
búið að telja hjá félögum yfirmanna
á fiskiskipum.
Síðast þegar sjómenn boðuðu til
verkfalls boðuðu útvegsmenn verk-
bann. Sjómenn kærðu verkbannið til
félagsdóms sem úrskurðaði það
ólögmætt á þeirri forsendu að
stjórnir félaga útvegsmanna hefðu
afgreitt tillöguna. Félagsdómur
taldi að tillögu um verkbann yrði að
bera undir félagsfundi í útvegs-
mannafélögum með sama hætti og
tillaga um verkfall er borin undir
félög sjómanna.
Útvegsmenn
undirbúa verk-
bann á sjómenn
LOÐNUFRYSTING á Japansmarkað
hófst á nokkrum stöðum um helgina.
Góð loðnuveiði er nú bæði fyrir vestan
og austan land, loðnan er átulaus og
hrognafylling í bestu hrygnunni er í
kringum 15%. Japanskir fulltrúar
kaupenda hafa lýst ánægju með
loðnuna og eru að sögn sólgnir í hana.
Á Þórshöfn á Langanesi hófst fryst-
ing í gær og gaf Steinfríður Alfreðs-
dóttir sér vart tíma til að líta upp frá
verkinu.
Japanir
sólgnir í
loðnuna
Ljósmynd/Þorgrímur Kjartansson Frysting hafin/23
HEILDARFJÁRHÆÐ samþykktra
lána í húsbréfakerfinu var 10%
hærri í janúarmánuði í ár en í sama
mánuði í fyrra og innkomnum um-
sóknum um húsbréf fjölgaði einnig
verulega eða um 17,1%, samkvæmt
samantekt Íbúðalánasjóðs.
Í samantektinni kemur fram að
heildarfjárhæð samþykktra lána
nam 2.161 milljón króna í janúar í ár
en 1.964 milljónum kr. í sama mánuði
í fyrra. Aukningin er 10,0%. Inn-
komnum umsóknum í janúar fjölgaði
einnig verulega eða um 17,1%, úr 549
í janúar í fyrra í 643 í janúarmánuði í
ár. Fjölgaði umsóknum í öllum lána-
flokkum samanborið við sama tíma-
bil í fyrra.
Umsóknir skiptust þannig að 465
umsóknir voru vegna notaðra íbúða,
109 voru vegna nýbygginga einstak-
linga, 48 umsóknir voru vegna ný-
bygginga byggingaraðila og 21
vegna endurbóta.
Til samanburðar dróst heildar-
fjárhæð samþykktra húsbréfalána
saman í fyrra samanborið við árið
1999 og nam samdrátturinn sam-
kvæmt upplýsingum Íbúðalánasjóðs
tæpum 11%.
Húsbréfaútgáfa
óx um 10% í janúar
frá janúar í fyrra
Umsóknum
fjölgaði
um 17,1%
♦ ♦ ♦
ENGINN árangur varð á samninga-
fundi Félags íslenskra flugumferðar-
stjóra og samninganefndar ríkisins í
gær. Næsti fundur er boðaður nk.
mánudag en daginn eftir hafa flug-
umferðarstjórar boðað tveggja daga
verkfall hafi samningar ekki tekist.
Loftur Jóhannesson, formaður
Félags íslenskra flugumferðar-
stjóra, sagði að enn væri langt bil á
milli aðila, en það væri þó vel fram-
kvæmanlegt að ná samningum fyrir
þriðjudag. 96 manns eru í félagi flug-
umferðarstjóra.
Enginn
árangur af
viðræðum