Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 1
37. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. FEBRÚAR 2001 EINN af yfirmönnum lífvarða Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, lét lífið í árás ísraelska hersins á Gaza-svæðinu í gær. Fjórum flugskeyt- um var skotið úr herþyrlu á bifreið hans en hann var einn í bílnum. Aðstoðarvarnarmálaráðherra Ísraels, Ephraim Sneh, sagði aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að sporna gegn hryðjuverkum. „Þessi maður, Massoud Ayyad, stjórnaði aðgerðum hryðju- verkahópa og hafði lagt á ráðin um fleiri ódæði, þar á meðal mannrán og sprengjuárásir á ísraelsk þorp,“ sagði Sheh í viðtali við CNN í gær. „Þar sem við gátum ekki handtekið hann höfðum við ekki önnur ráð.“ Sneh sagði að Ísraelar myndu ekki gera fleiri slíkar árásir ef Palestínumenn tækju þá höndum sem skipulegðu hryðjuverk. Ziad Abu Zayyad, ráðherra í palestínsku sjálf- stjórninni, sagði hins vegar að árásin hefði verið algjörlega óréttlætanleg og vísaði því á bug að Ayyad hefði verið meðlimur Hezbollah, samtaka herskárra múslíma. Hann viðurkenndi að Ísraels- stjórn bæri skylda til að tryggja öryggi borgar- anna en sagði að uppreisn Palestínumanna myndi halda áfram þar til Ísraelar hættu að undiroka pal- estínsku þjóðina og að mannfall yrði á báða bóga. Þrettán ára gamall palestínskur drengur var skotinn til bana á Gaza-svæðinu í gær en stjórn- völd í Ísrael sögðu ísraleska hermenn ekki bera ábyrgð á morðinu. Palestínskir byssumenn hófu í fyrrinótt skothríð að Gilo, hverfi gyðinga í um- deildum hluta Jerúsalem, og ísreaelskir hermenn svöruðu í sömu mynt. Þá kom til átaka í bænum Khan Yunis á Gaza-svæðinu í gær, fimmta daginn í röð. Ekki bárust fregnir af mannfalli. Terje Röd-Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum, varaði í gær við því að bág lífskjör Palestínumanna gætu leitt til enn frekari spennu á svæðinu. Hvatti hann Ísraels- stjórn til að aflétta efnahagsþvingunum sem tóku gildi eftir að uppreisn Palestínumanna hófst fyrir hálfum fimmta mánuði. Samkomulag í augsýn Talsmaður Ariels Sharons, verðandi forsætis- ráðherra Ísraels, sagði í gær að Sharon og Ehud Barak, fráfarandi forsætisráðherra, væru mjög nálægt því að ná samkomulagi um myndun þjóð- stjórnar en hljótt var um gang viðræðnanna í gær. Tilkynnt var í gær að rannsóknarnefnd, sem Bandaríkjastjórn skipaði til að kanna orsakir átakanna á sjálfstjórnarsvæðunum, hefði frestað för sinni til þar til ný stjórn hefði tekið við völdum. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar haldið áfram í Ísrael Þyrluárás gerð á lífvörð Arafats AP Palestínumenn virða fyrir sér flak bifreiðar- innar eftir flugskeytaárás Ísraelshers í gær. Gaza-borg, Jerúsalem. AFP, AP. ALAN Greenspan, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, sagði í gær að bandarískt efnahagslíf væri „þungt á sér“ um þessar mundir en ekki í lægð. Kvaðst hann vænta frekari þrenginga áður en það næði sér á strik aftur. Ummæli Greenspans þykja benda til þess að seðlabank- inn, sem hefur þegar lækkað vexti um heilt prósent það sem af er árinu, sé reiðubúinn að ganga lengra til að draga úr hættu á samdrætti. Greenspan gaf bankanefnd banda- ríska þingsins skýrslu sína í gær og þar kom meðal annars fram að hag- vöxtur í byrjun árs var nálægt núlli. Hann spáði því þó að efnahagslífið tæki við sér eftir nokkra mánuði og að hagvöxtur yrði 2 til 2,5% á árinu. Benti hann meðal annars á að smá- söluvelta í Bandaríkjunum hefði aukist um 0,7% í janúar en það er meiri aukning en vænst hafði verið. Greenspan varaði við því að erfitt væri að spá fyrir um efnahagslægðir því samdráttur orsakaðist oft af órökstuddum ótta manna við yfirvof- andi kreppu. Bandaríkin Nær enginn hagvöxtur í ársbyrjun New York, Washington. AFP, AP. VOJISLAV Kostunica, forseti Júgó- slavíu, sagði í gær að verið væri að semja lagafrumvarp um samvinnu við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, sem gæti heimilað fram- sal grunaðra stríðsglæpamanna til dómstólsins í Haag. Hann ítrekaði þó efasemdir sínar um að rétt væri að framselja Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta, til dómstólsins. Kostunica vill að réttað verði yfir Milosevic í heimalandinu fyrir þá glæpi sem hann framdi í 13 ára valdatíð sinni. Hann vildi ekki svara því í gær hvort Milosevic yrði tek- inn höndum á næstunni, en innan- ríkisráðherra Júgóslavíu hafði í fyrradag lýst því yfir að lögreglan væri tilbúin að handtaka hann um leið og ákæra hefði verið lögð fram. Dragoljub Milanovic, fyrrverandi sjónvarpsstjóri júgóslavneska ríkis- sjónvarpsins og náinn samstarfs- maður Milosevics, var hnepptur í varðhald í gær og þykir það vís- bending um að hringurinn sé farinn að þrengjast í kringum forsetann fyrrverandi. Frumvarp samið um framsal Belgrad. AP. KÍNVERJAR eru meðal þeirra þjóða sem hafa sýnt því áhuga að halda Ólympíuleikana árið 2008. Í höfuðborginni Peking ríkir nú töluverð eftirvænting enda eru embættismenn Alþjóða ólympíu- nefndarinnar væntanlegir þangað í næstu viku til að kanna aðstæð- ur. Yfirvöld eru staðráðin í að láta borgina þá skarta sínu feg- ursta og meðal þess sem ástæða þótti til að lífga upp á var grasið á Torgi hins himneska friðar. Á myndinni sést borgarstarfsmaður úða grænum lit á grasflöt við torgið í gær. Reuters Grasið sprautað grænt Talið er að um þúsund manns hafi farist í skjálftanum 13. janúar og að um ein milljón manna hafi misst heimili sín. Yfir 3.000 eftirskjálftar hafa riðið yfir síðan. Öflugur jarðskjálfti skók Súmötru Öflugur jarðskjálfti skók einnig eyjuna Súmötru í vesturhluta Indónesíu seint í gærkvöld. Skjálft- inn mældist 7,4 stig á Richter, en hann átti upptök sín um 30 km und- an ströndinni. Ekki höfðu borist fregnir um manntjón eða skemmdir þegar blaðið fór í prentun. AÐ minnsta kosti 92 höfðu fundist látnir í gærkvöld eftir að jarðskjálfti reið yfir Mið-Ameríkuríkið El Salvador og óttast var að enn fleiri hefðu týnt lífi. Talið er að um eitt þúsund manns hafi slasast og að hundruð manna hafi grafist í rúst- um húsa, en það gæti þýtt að tala látinna eigi eftir að hækka verulega. Aðeins mánuður er liðinn síðan öflugur skjálfti varð hundruð manna að fjörtjóni í El Salvador. Jarð- skjálftinn í gær mældist 6,1 stig á Richter-kvarða og var hann fyrst talinn hafa átt upptök sín á sama stað og sá stóri í janúar, sem var 7,7 stig. Bandarískir jarðskjálftafræð- ingar sögðu þó síðar að upptök seinni skjálftans hefðu verið nokkuð lengra inni í landi, um 20 km aust- suðaustur af höfuðborginni San Salvador. Mestar skemmdir urðu í bæjun- um Cojutepeque, San Vicente, San Martin og í höfuðborginni. Allt til- tækt lið hers og lögreglu var sent til þeirra svæða sem verst urðu úti, en erfiðlega gekk að komast til sumra héraðanna þar sem aurskriður höfðu rofið vegi. Jarðskjálftans varð einnig vart í Guatemala, Hondúras og hluta Ník- aragúa. AP Slösuð börn hljóta aðhlynningu fyrir utan Bloom-barnaspítalann í San Salvador, höfuðborg El Salvador, í gær. Að minnsta kosti eitt hundrað manns fórust San Salvador. AFP. Jarðskjálfti, sem mældist 6,1 stig, reið yfir El Salvador Annar skjálfti undan ströndum Indónesíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.