Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Uppbyggingarstefnan er ferli sem kennir ungu fólki sjálfs- aga. Það er byggt á þeirri meginreglu að fólk hefur áskapaða innri hvöt til að hegða sér vel. Sjónum er fyrst beint að einstaklingnum og síðan er hann beðinn um að líta í eigin barm og meta hvaða áhrif hegðun hans hef- ur á aðra. Stefnan byggist í aðalatriðum á tveimur kenn- ingum, raunsæiskenningunni og stýrikenningunni sem eiga rætur sínar að rekja til þeirr- ar greinar sálfræðinnar sem telur að með breyttum við- horfum eða hugsunum megi breyta hegðun til hins betra. Á námskeiðinu kynnti kanadíski ráðgjafinn Bruce Innes, sem hefur masterspróf í ráðgjöf og samfélagsþróun, hvernig íbúar og stofnanir í hverfum í Bandaríkjunum og Kanada hafa nýtt sér upp- byggingarstefnuna. Einnig tóku þar til máls Ragnar Gíslason, skólastjóri Folda- skóla, en þar hafa kennarar samþykkt að stuðla að sam- skiptum í anda uppbygging- arstefnunnar, og Sigþrúður Arnardóttir, MA í sálfræði og ráðgjafi Miðgarðs í Folda- skóla, en hún hefur verið leið- andi á þessu sviði og hefur um nokkurt skeið sótt sér frekari menntun, ásamt starfsliði Foldaskóla, í aðferðfræði upp- byggingarstefnunnar. Uppbyggingarstefnan við lýði í Foldaskóla Ragnar Gíslason var beðinn um að segja frá því hverju uppbyggingarstefnan hefði skilað í Foldaskóla. „Jú, við höfum hafist handa við að skilgreina og endur- meta samskipti allra sem starfa í skólasamfélaginu, nemenda, kennara, stjórn- enda og annarra starfsmanna. Á næstunni er svo fyrirhugað víðtækt kynningarstarf fyrir foreldra nemenda sem við viljum fá til liðs við okkur,“ sagði Ragnar. „Starfið hófst snemma árs 1999 þegar Magni Hjálmarsson, einkar áhugasamur námsráðgjafi skólans, komst í samband við Diane Chelsom Gossen, kanadískan kennslufræðing sem hefur unnið að þróun uppbyggingarstefnunnar í hartnær 30 ár, bæði í Kanada og í Bandaríkjunum. Hún kom síðan til okkar vorið 2000 og hélt námskeið fyrir alla kennara skólans auk þess að funda með öðrum starfs- mönnum og foreldrum nem- enda. Í kjölfar námskeiðsins ákváðum við í skólanum að ganga þessa braut og hefja uppbyggingarstarfið. Okkur fannst þessar hugmyndir styðja við og vera í anda þeirrar skólastefnu sem við höfðum þegar gefið út og fylgt á undanförnum árum.“ Hefur gengið ótrúlega vel Að sögn Ragnars hefur starfið gengið ótrúlega vel. Segist hann geta fullyrt að þeir fjölmörgu kennarar sem hafi tekið tilboði skólans um að vinna í þessum anda hafi fyllst áhuga og viljað læra meira. Kennarar finni fljótt að þessar aðferðir styðji við það sem þeir hafi viljað gera í starfinu og uppgötvi að nú fá þeir í hendur verkfæri sem dugi. Segir hann skipulega unnið að jákvæðum samskipt- um, og þær þarfir sem liggi að baki hegðun nemenda séu greindar og unnið úr upplýs- ingum með það að markmiði að allir gangi uppréttir frá samskiptum, hversu erfið sem þau kunni að vera. En skyldu refsingar þá með öllu vera aflagðar í Folda- skóla, með tilkomu uppbygg- ingarstefnunnar? „Það er algengur misskiln- ingur varðandi þessar aðferð- ir að nemendur þurfi ekki að standa fyrir máli sínu þegar þeir brjóta af sér,“ sagði Ragnar. „Auðvitað fá þeir að taka afleiðingum gjörða sinna en „refsing“ í hefðbundinni merkingu þess orðs er aldrei markmið í uppbyggingarferl- inu. Við tölum um „afleiðing- ar“ af tiltekinni hegðun, sem oftast er tilboð til nemanda um uppbyggingu. Um þessar mundir er verið að móta regl- ur um þær „marklínur“ sem við drögum í Foldaskóla og þegar nemendur kjósa að stíga út fyrir þær eiga afleið- ingar að vera öllum kunnar. Nemendur vita til dæmis að þeim er tafarlaust vísað tíma- bundið eða varanlega frá skóla ef þeim verður á laga- brot, s.s. þjófnaður, líkams- árásir, alvarleg skemmdar- verk, hegðun sem ógnar öryggi viðkomandi eða ann- arra, s.s. vopnaburður, reykingar í skólanum og neysla áfengis eða annarra vímuefna. Viðbrögð við væg- ari brotum eru metin og ávallt reynt að hefja uppbyggingar- ferlið. Það er ekki gert nema allir aðilar að málinu séu sátt- ir við það. Þegar nemendur koma aftur eftir að hafa verið vísað frá skóla eða tilteknum kennslustundum er þeim boð- ið upp á að hefja uppbygging- arferlið.“ Það er mannlegt að gera mistök Hvað gerist þá þegar nem- endur hegða sér illa í kennslu- stundum? „Samkvæmt reglum okkar, marklínum og skólastefnu líð- ur skólasamfélagið ekki að nemendur komist upp með að trufla skólafélaga sína í starfi. Á því er tekið með því að vinna með þann einstakling sem ekki getur einbeitt sér að námi, sýnir kennara mótþróa og truflar starfið. Kennarar geta bæði sjálfir eða með að- stoð frá námsráðgjafa og stjórnendum skólans rætt við nemandann og greint hvað liggur að baki hegðuninni. Þegar það tekst er unnið með nemandann þannig að hann sjálfur fallist á greininguna og setji sér áætlun um að leið- rétta það sem við köllum „mistök í samskiptum“. Í upp- byggingarstefnunni er lögð áhersla á að það sé mannlegt að gera mistök og að hægt sé að bæta fyrir þau og koma í veg fyrir endurtekningu. Nemendur gera skriflega áætlun um hvernig þeir ætla að breyta hegðun sinni og við- komandi kennari kemur að málinu, samþykkir áætlun nemandans og þeir fara að starfa saman í þessum anda. Hlutverk skólastjóra í þessu ferli er að hitta nemandann og viðkomandi kennara. Þá gerir skólastjóri aðilum ljóst hvar marklínur liggja og hvaða af- leiðingar óbreytt hegðun muni hafa. Oft þurfa kennarar og stjórnendur skólans einnig að endurmeta samskipti, við- urkenna mistök og setja sér áætlun um að leiðrétta þau. Við göngum nefnilega út frá því í Foldaskóla að kennarar séu einnig mannlegir. Von- andi kemur það fáum á óvart!“ Fækkun agatilvísana til skólastjórnenda Hvað er framundan í Foldaskóla? „Við ætlum okkur að ná mælanlegum árangri á þrem- ur árum,“ sagði Ragnar. „Nú er þetta verkefni sett fram sem tilboð um starfsaðferðir sem kennarar kjósa að við- hafa. Langflestir kennarar skólans eru þegar jákvæðir og fjölmargir spreyta sig á þessu verkefni í daglegum störfum sínum. Framundan er áfram- haldandi endurmenntun og þjálfun kennara og annarra starfsmanna skólans auk þeirrar kynningar sem ég nefndi áður fyrir nemendur og foreldra þeirra. Í einu orði sagt þá hafa þessar aðferðir verið sem hvalreki fyrir okkur í skólanum. Aðferðirnar eru auðskiljanlegar, framkvæm- anlegar og skila þegar ár- angri. Það sjáum við á breyttri og bættri hegðun tuga nemenda í skólanum. Þá er ánægjulegt að greina veru- lega fækkun agatilvísana til stjórnenda skólans, fræðslu- yfirvalda og til Miðgarðs. Þá erum við mjög ánægð með að Miðgarður, fjölskylduþjón- ustan í Grafarvogi, ætli að taka upp þessi sömu vinnu- brögð og væntum góðrar sam- vinnu við Miðgarð og einnig þá skóla Grafarvogs sem þeg- ar hafa lýst yfir áhuga á að kynna sér uppbyggingar- stefnuna. Við teljum okkur vera að byggja upp nemendur með aukna ábyrgðartilfinn- ingu og siðferðiskennd og þá er vindur í seglum.“ Áætlun gerð til næstu þriggja ára Að sögn Regínu Ásvalds- dóttur, framkvæmdastjóra Miðgarðs, hefur verið gerð áætlun til næstu þriggja ára um innleiðingu uppbygging- arstefnunnar í Grafarvogi. „Sem lykilstofnun í hverf- inu með ábyrgð á allri sér- fræðiþjónustu við leik- og grunnskóla auk víðtæks sam- starfs við foreldrafélög og félagasamtök getur Miðgarð- ur boðið upp á fræðslu og þjálfun fyrir ofangreindar stofnanir,“ sagði Regína. „Fyrsta skrefið hefur verið tekið og það er þjálfun allra sérfræðinga í Miðgarði og hefur hún átt sér stað frá því sl. haust og er koma Bruce Innes liður í þessari þjálfun. Næstu skref eru að gera fræðsluefni fyrir mismunandi hópa í hverfinu og í framhaldi af því bjóða upp á fræðslu og þjálfun. Nokkrir aðilar hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka vinnuaðferðir uppbyggingar- stefnunnar upp og á meðal þeirra eru tveir grunnskólar í hverfinu fyrir utan Folda- skóla og einn leikskóli. Ávinn- ingurinn af því að nýta sam- eiginlegt gildismat og aðferðafræði í uppeldisstarfi með börnum í hverfi eins og Grafarvogi er að börnin eru þá að fá svipuð skilaboð frá öllum í umhverfinu, hvort sem um er að ræða skóla, foreldra eða íþróttaþjálfara. Í öðru lagi er þetta mjög hagkvæmt, það er hægt að samnýta fræðslu- efni upp að vissu marki, miðla þekkingu og mynda vinnu- hópa þvert á stofnanir sam- félagsins.“ Ný leið í uppeldismálum, sem farið hefur sigurför um hinn vestræna heim, reynd í Grafarvogi Ungu fólki kennt að temja sér sjálfsaga Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla, er ánægður með hvað uppbyggingarstefnan hefur reynst vel þar og segir stefnt að því að ná mælanlegum árangri á þremur árum. Dagana 6.–9. febrúar var haldið námskeið fyrir starfsmenn fjöl- skylduþjónustunnar Miðgarðs í Grafarvogi í aðferðafræði svokall- aðrar uppbyggingarstefnu, en hún hefur verið að ryðja sér til rúms í Kanada, Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum, með undra- verðum árangri. Grafarvogur BRUCE Innes, sem er með masterspróf í ráðgjöf og samfélagsþróun, auk BA- gráðu í félagsfræði með sál- fræði sem aukagrein, fjallaði á námskeiðinu um það hvern- ig íbúar og stofnanir í hverf- um í Bandaríkjunum og Kan- ada hafa tileinkað sér sameiginlega siðfræði og leiðarljós hinnar nýju upp- byggingarstefnu í starfi með börnum og unglingum. Hann telur stefnuna vera eina bestu forvörn sem völ sé á. Innes, sem hefur unnið sem grunnskólakennari, við félags- og skólaþjónustu, og innan fangelsiskerfisins, vinnur þessa stundina með skólum og skólastjórnendum í Kanada, Bandaríkjunum og víðar. Hann trúir því að raunsæiskenningin og stýri- kenningin hjálpi fólki til að ná betri árangri í daglegu lífi. Hugmyndin er að fólk skoði hvað gengur vel og hvað það getur gert til þess að ná frekari árangri. For- tíðin er notuð sem leið til að bæta nútíðina og gera áætl- anir varðandi framtíðina. Innes sýnir fólki hvernig á að taka ábyrgð. Hann trúir því að fólk verði að taka sín- ar eigin ákvarðanir um hvað hjálpar því að ná árangri auk þess að þróa með sér hæfi- leika til að aðlagast breyttum aðstæðum. Nýtt kerfi byggt á eldri hugmyndum Aðspurður um sögu þess- arar nýju stefnu, sagði Innes, að þar væri um nýtt kerfi að ræða, en hugmyndirnar sem uppbyggingarstefnan byggði á hefðu þó lengi verið á sveimi, m.a. í sálfræðikenn- ingum Alfreds Adlers, Abra- hams Maslows og Williams Glassers. En það hefði verið Dianne Gosser sem tók stökkið þaðan og yfir í það, sem í dag sé þekkt undir heit- inu uppbyggingarstefnan. „Uppbyggingarstefnan hefur fengið góðar viðtökur og breiðst út um heiminn, að- allega þó Norður-Ameríku, en er að byrja að ná fótfestu líka í Evrópu,“ sagði Innes. „Aðalástæðan fyrir því er sú, að fólk sér hvers stefnan er megnug. Þetta er ekki spurn- ing um að kasta öllu því burt, sem er gamalt, heldur er það notað sem brúklegt er og síð- an bætt við það nýjum hlut- um. Þannig er ekki um að ræða að sleppa refsingum fyrir agabrot, því marklínur eru nauðsynlegar; hins vegar er farin sú leið að reyna að gera þessa hluti á uppbyggj- andi hátt, en ekki niðurríf- andi. Ef nemanda er vísað úr kennslustund, einhverra hluta vegna, er hann ekki kvaddur með þeim orðum, að vonandi komi hann aldrei aftur, heldur einmitt á hinn veginn; hann er beðinn um að koma sem fyrst aftur, en með breytt hugarfar.“ Tekur 3–5 ár að koma uppbyggingarstefnunni á „Ég tel uppbyggingar- stefnuna vera eina bestu for- vörn sem völ er á á þessum vettvangi um þessar mundir, enda er ljóst að eitthvað nýtt verður að koma til í þessum efnum. Í Kaliforníu var eitt árið fyrir ekki löngu varið meiri fjármunum í fangels- ismál heldur en allt skóla- kerfi fylkisins, frá grunn- skóla og upp úr. Og það þarf engan vitring til að sjá, að slíkt nær ekki nokkurri átt. En þetta tekur tíma; við ger- um ráð fyrir að 3-5 ár taki að koma uppbyggingarstefn- unni á í öllu sínu veldi í dæmigerðum skóla. En það er sannarlega þess virði.“                         !"    #$$%!$# #$$&!$' #$$%!$# #$$#!$( #$$(!$& #$$&!$' #' #( #% ) * ' ( % + #$$%!$# #$$#!$( #$$(!$& #$$&!$' ,           Morgunblaðið/Kristinn Kanadamaðurinn Bruce Innes er sannfærður um ágæti uppbyggingarstefnunnar. „Ein besta for- vörn sem völ er á“ Hér má sjá áhrif uppbyggingarstefnunnar í einum grunnskóla Bandaríkjanna, sem tók hana upp á arma sína árið 1990.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.