Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 15 UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Akureyrar- bæjar að taka mið af sjónarmiðum sem hann rekur í áliti er varðar kvörtun manns yfir ráðningu í fjögur störf slökkviliðsmanna í Slökkviliði Akureyrar og úrskurð félagsmála- ráðuneytis vegna sömu ákvörðunar, en maðurinn var einn umsækjenda um starfið. Alls bárust 18 umsóknir um störf- in sem auglýst voru í janúar 1999. Maðurinn var ekki í hópi þeirra sem fengu starf, en hann hafði starfað sem afleysingamaður hjá liðinu sum- arið áður. Kvörtun mannsins laut m.a. að því að deildarstjóri tæknideildar bæjar- ins hefði ekki veitt umsögn um ráðn- inguna ásamt slökkviliðsstjóra svo sem skylt væri samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar um framkvæmda- nefnd bæjarins. Einnig kvartaði hann um framsetningu umsagnar slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkvi- liðsstjóra um umsækjendur og að honum hefði ekki verið veittur kost- ur á að koma að athugasemdum fyrir framkvæmdanefnd til jafns við um- sagnaraðila þegar nefndin tók málið fyrir að nýju og að jafnræðis hefði ekki verið gætt við úrlausn málsins. Þá kvartaði maðurinn yfir því að tveir umsækjendur sem ráðnir voru hefðu ekki uppfyllt skilyrði til ráðn- ingar, annar hefði ekki uppfyllt skil- yrði um þrek og hinn ekki lokið prófi til að öðlast aukin ökuréttindi. Umboðsmaðurinn gerði athuga- semd við síðastnefnda atriðið og taldi ekki samrýmast reglugerð um starfsgengisskilyrði slökkviliðs- manna að velja umsækjanda til að gegna starfi slökkviliðsmanns sem uppfyllti þá ekki það skilyrði að hafa aukin ökuréttindi. Maðurinn sem um ræðir var þá á námskeiði til aukinna ökuréttinda. Umboðsmaður Alþingis um ráðningu í störf slökkviliðsmanna Aukin öku- réttindi nauðsynleg SAMNINGUR milli Akureyrar- bæjar, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Norðurlandi um að- gang að endurhæfingarsundlaug FSA í Kristnesi var undirritaður í vikunni. Sundlaugin er hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Helgi Jósefsson hjá Fullorð- insfræðslu fatlaðra sagði að kennsla og þjálfun í sundlaug væri það besta sem hægt væri að bjóða fjölfötluðum og fólki með skerta hreyfigetu, en slík sund- laug væri dýr og því væri ómet- anlegt að Akureyrarbær tæki þátt í verkefninu með fullorð- insfræðslunni. „Það gerir okkur kleift að hafa námstilboð svo gott sem raun er,“ sagði Helgi. Hann sagði menn svo sann- arlega geta glaðst yfir því að langþráður draumur um þjálf- unarlaug hefði ræst og benti á að aðstæður á Kristnesi væru allar hinar ákjósanlegustu. „Heill sé þeim sem að því stóðu að þjálf- unarlaugin hér á Kristnesi varð að veruleika,“ sagði Helgi. Samningur hefur verið undirritaður um afnot Fullorðinsfræðslu fatl- aðra á Norðurlandi af endurhæfingarsundlaug í Kristnesi, en þar var þessi mynd tekin í tilefni af undirrituninni í vikunni. Akureyrarbær, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Fullorðinsfræðsla fatlaðra á Norðurlandi Samið um afnot af sundlaug í Kristnesi til endurhæfingar SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudag- inn 15. febrúar, og hefst hún kl. 15. Gestur samverunnar að þessu sinni verður Gunnar Eyjólfsson leik- ari sem ræðir um lífið og tilveruna. Þá syngur Kór eldri borgara og einnig verður almennur söngur með kórnum. Stjórnandi er Guðjón Páls- son. Dagskráin hefst með helgistund og að venju verða boðnar veitingar á vægu verði. Samvera eldri borgara í Glerárkirkju Gunnar Eyj- ólfsson ræðir um lífið og tilveruna ♦ ♦ ♦ alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.