Morgunblaðið - 14.02.2001, Page 20

Morgunblaðið - 14.02.2001, Page 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LENDING geimfarsins NEAR á smástirninu Eros í fyrrakvöld kom öllum aðstandendum geimfarsins mjög á óvart. NEAR er fyrsta ómannaða geimfar sem lendir á smástirni og var jafnvel búist við því að það myndi brotlenda á Eros, enda ekki hannað til lendingar. Einnig var talið líklegt að samskipti NEAR við jörðu myndu rofna um leið og það lenti á stirninu en svo fór ekki. Robert Farquahs, leiðangursstjóri NEAR, sagði lendinguna hafa geng- ið ótrúlega vel. „Ég er meira að segja hissa.“ Þetta er fyrsta lending geimfars á smástirni með nær ekkert aðdrátt- arafl og vegna breytilegra þyngd- araflskrafta á óreglulegu yfirborði Erosar var erfitt að stýra því. Hemlunarflaugar voru notaðar til að hægja á geimfarinu og stýra því. Þessum flaugum varð að skjóta á ná- kvæmlega réttum tíma. Einnig þurfti að stilla myndavélar geim- farsins á smástirnið, aðal loftnet geimfarsins í átt að jörðu og sólar- plötur þess í átt að sólu. Allt þetta krafðist meira eldsneytis en vana- lega. Óvíst var hversu mikið elds- neyti var eftir, en víst er að það var lítið. Geimfarið var heldur ekki hannað til að lenda. Verkfræðingar mátu að tekist hefði að hægja á geimfarinu þannig að þegar það lenti hefði hraðinn ein- ungis verið 5-8 km/klst. sem telst vera mjúk lending. Myndirnar sem teknar voru í lendingunni af Eros eru miklu ná- kvæmari en myndir sem áður hafa verið teknar af smástirni og víst að vísindamenn munu verja næstu ár- um í að greina þær. Smástirnið Eros, sem nefnt er eft- ir gríska ástarguðinum, er 33 km langt og 13 km í þvermál og í 316 milljón km fjarlægð frá jörðu. Smá- stirni eru leifar frá myndun sólkerf- isins sem hringsnúast í kringum sólu en eru of lítil til að teljast vera plán- etur. Vegna þessa hafa vísindamenn einstakan áhuga á þeim því þau eru talin gefið vísbendingu um hvernig jörðin og hinar pláneturnar mynd- uðust fyrir 4,5 milljónum ára. Vísindamenn fylgdust með lend- ingunni af áhuga en sjónvarpsskjár var um borð í geimfarinu, þannig að hægt var að fylgjast með beinum myndum, nálægt yfirborði. „Myndirnar eru frábærar,“ sagði Joseph Veverka, frá Cornell- háskóla, sem leiðir myndalið NEAR. „Þetta er stórkostleg reynsla að sitja hér og vera í raun í ferð með geimfarinu þegar það lendir á yf- irborðinu.“ Æðsti geimvísindamaður NASA, Edward Weiler, sagði að upplýs- ingar frá leiðangrinum myndu verða nýttar í væntanlegum geim- ferðum í framtíðinni. Þegar Weiler var spurður út í kaldhæðnina í því að tekist hefði að lenda geimfari sem ekki var hannað til lendingar þegar mistókst að lenda geimfari á mars eins og stefnt hafði verið að sagði Weiler: „Mars er ill pláneta.“ Geimfarið NEAR Ótrúlega far- sæl lending Washington. AP, The Washington Post.           34 5 %6   78 + %6    9  &*' % ' &11, :%  : # 5  6 8  5 9  % &,('((( 64  "  ' $ 694;4 %  %6   9 4< 9        := 9 6  %4 6%   "  '   >%6        :<" 9 %6   /. 6?  5 0- 6? %6 % 9"# % %4 : ' @  :4 9 6  %4 6%    %6    %4 !  #  ;  %   #   % !% 5 9  "  ' 90 :0 ;   < < 90=0   < < >0>;0 %  %  7  A   " %  /* 65  9 %  9 ";   %6       B 90? 0 ?   < < -   . 7  4  ,4 ,4  , /  @<    +      '*) ) + =0?  A  4     B   8 ;  C 4   < <  AP Mynd af yfirborði Eros tekin úr 252 m fjarlægð frá yfirborðinu. TERJE Søviknes, formaður Fram- faraflokksins í Os á Hörðalandi, sem sakaður hefur verið um að hafa nauðgað 16 ára stúlku, sagði af sér því embætti um stundarsakir í gær og einnig sem annar varaformaður flokksins á landsvísu en búist er við, að hann verði formlega ákærður síð- ar í vikunni. Önnur kona, Cathrin Rustøen, 21 árs, hefur einnig skýrt frá því, að sér hafi verið nauðgað af frammámanni í flokknum og hún segist vita um fleiri, sem sætt hafi slíku ofbeldi. Hefur þetta mál vakið mikla athygli í Noregi og mun vafa- laust hafa mikil áhrif á gengi Fram- faraflokksins á næstunni en kosið verður til Stórþingsins í haust. Það var eins og sprengju hefði verið kastað inn á fund Framfara- flokksins í Björgvin á Hörðalandi síðastliðinn laugardag þegar Cath- rin Rustøen, miðstjórnarmaður í flokknum, steig í ræðustól og skýrði frá því, að henni hefði verið nauðgað af frammámanni í flokknum fyrir ári er ungliðahreyfing flokksins var með landsfund á hóteli á Þelamörk. Kvaðst hún hafa skýrt forystu flokksins frá þessum atburði en þar sem hún hefði ekkert aðhafst, hefði hún ákveðið að kveða upp úr með þetta sjálf. Að því búnu sagði hún af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ólifnaður og morðhótanir Rustøen ætlar ekki að leggja fram kæru eða nefna þann, sem hún segir hafa nauðgað sér, en hún seg- ist vilja vekja athygli á þeim ólifnaði, sem viðgangist innan flokksins. Í viðtali við NTB-fréttastofuna kvaðst hún vita um sjö stúlkur aðrar og tvo unga menn, sem hefði ýmist verið nauðgað eða beitt öðru kyn- ferðislegu ofbeldi á fundum flokks- ins eða í sambandi við þá. Sagðist hún vona, að þetta fólk kæmi einnig fram með sína sögu. Rustøen segist hafa sagt Siv Jensen, varaformanni Framfara- flokksins, frá nauðguninni í október sl. og hefði þá virst sem hún legði trúnað á söguna. Hefði Siv ætlað að ræða málið við Carl I. Hagen, for- mann flokksins, og aðra í forystunni en frá þeim hefði ekkert heyrst. Rustøen segir, að hins vegar hafi flokksforystan komið af stað ýmsum gróusögum um hana meðal flokks- félaga hennar á Hörðalandi. Segist hún efast um, að forystan geri neitt í því að uppræta ólifnaðinn í flokkn- um enda sé hann mjög útbreiddur. Rustøen telur víst, að einhver hafi búist við því, að hún kynni að segja frá málinu á fundinum í Björgvin. Fimmtudagskvöldið áður hafi ein- hver ókunnur maður hringt í hana og verið með óbeinar morðhótanir. Sagði hann henni, að hún gæti hvergi verið örugg. Grátklökkir leiðtogar Carl I. Hagen, formaður Fram- faraflokksins, brást fyrst við ásök- unum stúlknanna með því að reyna að gera lítið úr þeim. Sakaði hann þær um „hreinan uppspuna“ og Rustøen lýsti hann sem „örvænting- arfullri“ konu. Það var hins vegar allt annar Hagen, sem boðaði til blaðamannafundar í Ósló í fyrradag ásamt Siv Jensen, varaformanni flokksins. Voru þau næstum grát- klökk og Hagen sagði, að tekið hefði verið á óskjalfestum ásökunum um nauðgun með réttum hætti innan flokksins. Rustøen hefði lagt á það áherslu, að ekki mætti nefna þann, sem hún sakaði um nauðgun, og því hefði ekki verið margra kosta völ. Kvaðst Hagen harma fyrstu yfirlýs- ingar sínar um ásakanir stúlknanna og skýrði þær með því, að hann hefði verið illa fyrir kallaður, þreytt- ur og raunar með hita. Hann bað þó ekki stúlkurnar sérstaklega afsök- unar á ummælunum. Stjórnmálaferillinn á enda Terje Søviknes, formaður Fram- faraflokksins í Os á Hörðalandi, sagði af sér trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í gær vegna ásakana 17 ára gamallar stúlku um að hann hefði nauðgað henni á fyrrnefndum landsfundi ungliðahreyfingarinnar fyrir ári. Ber Søviknes ekki á móti því, að hann hafi haft mök við hana en heldur því fram, að það hafi verið með hennar vilja og hann hafi hald- ið, að hún væri 18 ára en ekki 16 eins og hún var þá. Búist er við, að hann verði formlega ákærður eftir nokkra daga. Eru norsku fjölmiðl- arnir sammála um, að ferill Søvik- nes sem stjórnmálamanns hljóti að vera á enda. Søviknes bar sig illa undan um- ræðunni um málið í síðdegisblöðun- um í Ósló og sagðist njóta meiri skilnings og stuðnings í sínu heima- héraði, Hörðalandi, en svo virðist þó ekki vera. Flokksfélagar hans þar vilja, að hann dragi sig alveg í hlé þar sem mál hans hafi stórskaðað flokkinn og ekki komi til mála, að hann skipi efsta sæti á lista flokks- ins í kosningunum í haust eins og ákveðið hefði verið. „Útstillingargluggi“ Framfaraflokksins Søviknes er 31 árs og hóf afskipti af stjórnmálum fyrir sjö eða átta ár- um. Við síðustu sveitarstjórnar- kosningar vann Framfaraflokkur- inn mikinn sigur í Os og þá var ákveðið að gera bæjarfélagið að eins konar tilraunastofu eða útstillingar- glugga fyrir stefnumál flokksins. Margar stofnanir bæjarfélagsins voru seldar, öldruðu fólki var lofað ókeypis sólarlandaferð og þeir, sem sóttu um byggingaleyfi, þurftu ekki að óttast afsvar. Enginn ber heldur á móti því, að mikið hafi „lifnað“ yfir miðbænum eftir að farið var að segja já við næstum öllum umsókn- um um vínveitingaleyfi. Fljótlega kom í ljós, að Søviknes var einn af erfðaprinsum Carls I. Hagens en þá þurfti líka að tryggja honum sæti á Stórþinginu. Hagen og flokksforystan kröfðust þess í október sl., að Søviknes fengi fyrsta sætið á listanum á Hörðalandi en margir frammámenn flokksins í fylkinu brugðust mjög illa við þeim afskiptum. Hófu þeir hatramma baráttu gegn Søviknes og fljótlega komust á kreik ýmsar sögur um kynlíf hans og misferli í fjármálum. Þrátt fyrir það bar Søviknes sigur úr býtum og hreppti fyrsta sætið á fundi kjördæmisráðsins fyrir hálf- um mánuði. Brátt um „virðuleikann“ Þetta mál hefur að sjálfsögðu stórskaðað Framfaraflokkinn en fyrir skömmu var hann stærsti flokkurinn í Noregi samkvæmt skoðanakönnunum. Hefur fylgi hans að vísu dalað nokkuð síðan en hann ætlaði sér samt stóra hluti í kosningunum í haust. Að undan- förnu hefur flokkurinn unnið að því að bæta ímynd sína, gera hana virðulegri og almennilega sam- kvæmishæfa. Í því skyni hefur stór- lega verið dregið úr áróðri flokksins gegn innflytjendum og með „stalín- ískum hreinsunum“ innan flokksins hefur því fólki, sem ekki þótti passa við hina nýju ímynd, verið bolað burt og rekið úr flokknum. Hefur það valdið miklum átökum innan hans og uppreisnarástandi í sumum flokksdeildum en það er þó ekkert í líkingu við þann vanda, sem flokk- urinn stendur nú frammi fyrir. Hann þarf nú að reka af sér það ólifnaðarorð, sem Cathrin Rustøen ber á hann, og komi fram fleiri ásak- anir um nauðganir og kynferðislegt ofbeldi er ekki líklegt, að hann verði til stórræðanna í kosningunum í haust. Framfaraflokkurinn í Noregi í miklum vanda vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi Søviknes neyðist til að segja af sér Scanpix Carl I. Hagen og Siv Jensen á blaðamannafundinum í gær. Terje Søviknes talar við fréttamenn er hann yfirgefur skrifstofu sína. Ósló. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.