Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 21
Valentínusarilmurinn 2001 Remember ME
Útsölustaðir:
Hygea Kringlunni, Hygea Laugvegi, Clara Kringlunni, Sigurboginn Laugavegi, Snyrti-
vöruverslunin Glæsibæ, Oculus Austurstræti, Bylgjan Hamraborg,
Stella Bankastræti, Apótekið Hringbraut, Apótek Grafarvogs, Apótek Keflavíkur, Agnes
Snyrtistofa Listhúsinu, Snyrtistofa Ólafar Selfossi, Snyrtistofan Sóley
Ísafirði, Apótek Stykkishólms, Perlan Akranesi, Verslunin Minný Siglufirði,
Hjá Maríu Akureyri, Verslunin Ísold Sauðarkróki.
BANDARÍSKI öldungadeildarþing-
maðurinn Arlen Specter hefur vakið
máls á þeim möguleika að Bill Clint-
on, fyrrverandi forseti, verði ákærð-
ur fyrir embættisbrot vegna þeirrar
ákvörðunar hans að náða kaupsýslu-
manninn Marc Rich sem flúði til
Sviss eftir að hafa verið sakaður um
stórfelld skattsvik og ólögleg við-
skipti.
Specter er repúblikani, á sæti í
dómsmálanefnd öldungadeildar
þingsins og starfaði áður sem sak-
sóknari í Fíladelfíu. Hann sagði að
staðhæfing sín um að hægt væri að
ákæra forsetann fyrrverandi fyrir
embættisbrot byggðist á lagalegri
athugun en útskýrði ekki hvers kon-
ar ákæru Clinton gæti átt yfir höfði
sér.
„Ég legg ekki til að þetta verði
gert, en tæknilega er enn hægt að
ákæra Clinton fyrir embættisbrot,“
sagði Specter í sjónvarpsviðtali á
sunnudag.
Eftirlaun Clintons verði skert
Lagasérfræðinga greinir þó á um
hvort stjórnarskrá Bandaríkjanna
heimili þinginu að ákæra fyrrverandi
forseta fyrir meinta misnotkun á
náðunarvaldi sínu. Öldungadeildar-
þingmaðurinn Don Nickles, sem er
repúblikani, hafnaði hugmyndinni
um nýja málshöfðun á hendur Clint-
on en sagði að til greina kæmi að
beita öðrum aðferðum til að skerða
eftirlaun forsetans fyrrverandi og
opinbera fjárstyrki hans vegna leigu
á skrifstofuhúsnæði og annars skrif-
stofukostnaðar.
Talsmaður Clintons vildi ekki
ræða þessar hugmyndir við fjöl-
miðla.
Fulltrúadeild þingsins ákærði
Clinton í desember 1998 fyrir að
fremja meinsæri og leggja stein í
götu réttvísinnar í tengslum við kyn-
ferðislegt samband hans við Monicu
Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í
Hvíta húsinu. Öldungadeildin sýkn-
aði Clinton í febrúar 1999 og Specter
var þá andvígur því að forsetinn yrði
sviptur embættinu.
Clinton náðaði 140 Bandaríkja-
menn, þeirra á meðal Marc Rich,
tveimur klukkustundum áður en
hann lét af embætti 20. janúar. Rich
flúði til Sviss árið 1983 skömmu áður
en hann var ákærður fyrir að svíkja
48 milljónir dala, andvirði rúmra 4
milljarða króna, undan skatti og
brjóta viðskiptabann á Íran með því
að kaupa olíu frá landinu.
Demókratar hafa ekki varið þá
ákvörðun Clintons að náða Rich. „Ég
tel að forsetinn hafi annaðhvort
gerst sekur um ótrúleg mistök vegna
rangminnis eða verið heiladauður
þegar hann gerði þetta,“ sagði Jos-
eph Biden, demókrati í öldunga-
deildinni.
Denise Rich veitt friðhelgi?
John D. Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, íhugar nú
þann möguleika að fyrrverandi eig-
inkonu Rich, Denise Rich, verði veitt
friðhelgi gegn því að hún beri vitni
um þátt sinn í náðun hans. Denise
Rich hefur gefið milljón dala, and-
virði rúmra 85 milljóna króna, í
kosningasjóði demókrata. Þar af
fékk eiginkona Clintons, Hillary,
70.000 dali, tæpar sex milljónir
króna, fyrir kosningarnar til öld-
ungadeildarinnar. Heimildarmenn
segja að Denise Rich hafi einnig gef-
ið 450.000 dali, andvirði 39 milljóna
króna, í forsetabókasafn Clintons áð-
ur en hún beitti sér fyrir því að fyrr-
verandi eiginmaður hennar yrði náð-
aður.
Repúblikanar í nefnd fulltrúa-
deildarinnar, sem fjallar um stjórn-
sýsluumbætur, bræða nú með sér að
bjóða Denise Rich friðhelgi gegn því
að hún beri vitni en segjast vilja fá
samþykki dómsmálaráðherrans fyr-
ir því áður en þeir gera það. Formað-
ur nefndarinnar, repúblikaninn Dan
Burton, hefur óskað eftir því að Ash-
croft skýri henni frá áliti sínu á þess-
um möguleika.
„Ég hygg að það sé alltaf mjög
mikilvægt að slíkar beiðnir séu tekn-
ar mjög alvarlega,“ sagði Ashcroft.
Hann bætti við að dæmi væri um að
komið hefðu upp vandamál þegar
þingið veitti mönnum friðhelgi fyrir
að bera vitni, meðal annars í Íran-
kontra-málinu. Sakfellingu Olivers
Norths í því máli var hnekkt eftir að
lögmenn hans héldu því fram að þeir
sem báru vitni gegn honum fyrir al-
ríkisdómstóli kynnu að hafa byggt
staðhæfingar sínar á friðhelgum
vitnisburði Norths fyrir þinginu.
„Ég verð samt að segja að ég virði
rétt Bandaríkjaþings til að veita frið-
helgi í því skyni að afla upplýsinga,“
bætti Ashcroft þó við.
Dómsmálanefnd þingsins hefur
einnig hafið rannsókn á máli Rich og
fleiri manna sem Clinton náðaði áður
en hann lét af embætti.
Þingmaður vekur máls á hugsanlegri málshöfðun vegna náðunar Rich
Telur að þing-
ið geti ákært
Clinton aftur
AP
Hillary Rodham Clinton og Denise Rich á fjáröflunarsamkomu góðgerð-
arstofnunar í New York fyrir rúmu ári.
Washington. AP, The Washington Post.
BILL Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, hefur hætt við að taka
á leigu dýrt skrifstofuhúsnæði á
Manhattan, með útsýni yfir Central
Park, og hefur þess í stað í hyggju
að leigja húsnæði í Harlem.
Clinton hefur verið gagnrýndur
fyrir að ætla að leigja skrifstofu-
húsnæði í lúxusbyggingu á 57.
stræti á Manhattan fyrir um
800.000 dali, andvirði 68 milljóna
króna, á ári. Er þetta hærri fjárhæð
en ríkið greiðir fyrir skrifstofu-
húsnæði allra annarra fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna.
Þessi gagnrýni varð til þess að
Clinton tilkynnti fyrr í mánuðinum
að góðgerðarstofnun, sem hann hef-
ur komið á fót, myndi greiða hluta
leigukostnaðarins, eða 300.000 dali,
andvirði 26,4 milljóna króna, á ári.
Aðstoðarmenn Clintons segja nú
að hann sé hættur við þessi áform
og hyggist taka á leigu jafnstórt
húsnæði í Harlem, hverfi blökku-
manna á norðanverðri Manhattan-
eyju. Harlem var miðstöð mennta
og lista fram undir seinni heims-
styrjöldina en hverfinu hefur hnign-
að eftir stríð og er það nú þekktast
fyrir fátækt, glæpi og niðurníddar
byggingar.
Clinton hefur augastað á ný-
standsettri byggingu á 125. stræti
við Lennox-breiðgötuna. Áður en
hann lét af embætti forseta und-
irritaði hann lög sem miða að því að
endurlífga fátækrahverfi miðborga
með opinberum fjárfestingum og
skattaívilnunum og hann beitti sér
fyrir slíkum verkefnum síðasta árið
í forsetaembættinu.
Clinton sækist eftir
húsnæði í Harlem
The Washington Post.
Bakpoki
aðeins 1.600 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is