Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 23 SJÖ Bretar, sem ráku með öðr- um stærsta barnaklámhring, sem vitað er um, voru dæmdir í gær í 12 til 30 mánaða fangelsi. Þykja mörgum dómarnir ótrú- lega vægir og sumir baráttu- menn fyrir réttindum barna segja þá ekkert annað en „brandara“. Mennirnir sjö viðurkenndu að hafa sett inn á Netið og skipst á myndum af þúsundum barna, sumra ekki nema þriggja mán- aða gamalla, og er það haft eftir lögreglumönnum, að sumar myndanna séu með því skelfi- legasta, sem þeir hafi séð. Dóm- arinn hefði getað dæmt mennina í þriggja ára fangelsi og sam- kvæmt lagafrumvarpi, sem nú er fyrir breska þinginu, verður hámarksrefsing fyrir afbrot af þessu tagi 10 ár. Bretarnir voru meðal 107 manna, sem handteknir voru víða um heim en alls voru gerðar upptækar 750.000 myndir og 1.800 myndbönd. Dr. Michelle Elliott, formaður barnahjálparsamtakanna Kids- cape, segir, að dómarnir, sem mennirnir fengu, séu þeir sömu og menn fái fyrir innbrot eða fyrir að greiða ekki samansafn- aða stöðumælasekt. Af 1.263 börnum sem koma fram á myndunum hefur aðeins tekist að bera kennsl á 17 þeirra. Dómar í barnaklámsmáli Þykja ótrúlega vægir London. AFP. LÁNIÐ hefur ekki leikið við norska úlfaveiðimenn það sem af er veiði- tímabilinu. Veiðileyfið hefur nú verið takmarkað við tvo úlfa, dýrin sem þeim er ætlað að skjóta finnast ekki, veður hefur verið með af- brigðum leiðinlegt og dýravernd- unarsinnar hafa gert þeim lífið leitt. Hefur einn þeirra raunar gengið svo langt að hóta því að eitra norskar ár, láti Norðmenn ekki af úlfaveiðunum. Dýraverndunarsinnar í Noregi og Svíþjóð hafa haft sig mjög í frammi. Einn þeirra hringdi til sænsku lögreglunnar og kvaðst hafa undir höndum 180 lítra af eitri sem hann myndi hella í norskar ár ef veiðunum yrði ekki hætt. Léns- maðurinn í Stor-Elvdal segist í sam- tali við Aftenposten ekki skilja rök- semdina í því að drepa fisk til að stöðva úlfadráp auk þess sem bent hefur verið á að ekki sé um mikið magn eiturs að ræða. Óþekktir dýraverndunarsinnar hafa sömuleiðis hringt í oddvita veiðimannanna og hótað honum líf- láti. Hafa veiðimennirnir neyðst til að flytja sig um set vegna þessa. Þá hafa dýraverndunarsinnar flykkst til veiðisvæðisins til að gera þeim erfitt fyrir og varð það til þess að veiðistjóraembættið ákvað um helgina að takmarka veiðarnar við tvo úlfa í stað níu. Eina glætan sem úlfaveiðimenn- irnir hafa séð er dauður elgur sem talið er víst að úlfarnir hafi drepið. Mikið snjóaði hins vegar á veiði- svæðinu og fennti jafnóðum í öll spor úlfanna sem er enn leitað. Í gær var veður hins vegar hið besta og vonuðust veiðimennirnir tuttugu til þess að það verði til þess að úlf- arnir náist. APNorskur úlfaveiðimaður. Líflátshótanir og fann- fergi hamla úlfaveiðum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FRANCESC Vendrell, æðsti emb- ættismaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistans, kvaðst í gær vera andvígur þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka skrif- stofu Taleban-hreyfingarinnar í New York. Hann sagði að ákvörð- unin gæti torveldað friðarumleitanir Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Bandaríska utanríkisráðuneytið fyrirskipaði lokun skrifstofunnar á föstudaginn var vegna refsiaðgerða sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í síðasta mánuði. Refsiaðgerðirnar felast meðal ann- ars í því að skrifstofum Taleban- hreyfingarinnar erlendis verður lok- að, auk þess sem bannað verður að selja hreyfingunni vopn og leiðtogar hennar mega ekki ferðast erlendis. Markmiðið er að knýja Taleban- hreyfinguna til að framselja Osama bin Laden, sem er sakaður um að hafa staðið fyrir hryðjuverkum. Vendrell sagði að refsiaðgerðirnir þyrftu ekki að koma í veg fyrir að Taleban-hreyfingin héldi skrifstofu sinni í New York. Skrifstofan myndi gera talebönum kleift að halda sambandi sínu við Sameinuðu þjóð- irnar sem reyna nú að koma í veg fyrir enn meiri hörmungar í Afgan- istan. Um hálf milljón Afgana hefur flúið heimili sín vegna þurrka og 20 ára borgarastyrjaldar. Taleban-hreyfingin hótaði á sunnudag að loka skrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Kabúl ef skrifstofu hennar í New York yrði lokað. Ákvörðuninni verður ekki breytt Nancy Soderberg, aðstoðarsendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að utanríkisráðu- neytið myndi standa við ákvörðun sína. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki viðurkennt stjórn Taleban-hreyfing- arinnar sem hefur náð mestum hluta Afganistans á sitt vald. Stjórn Burh- anuddins Rabbanis forseta, sem tal- ebanar steyptu af stóli, heldur enn sæti Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum, en norðurhluti landsins er á valdi stuðningsmanna hennar. Vendrell segir að Taleban-hreyf- ingin hafi neitað að taka þátt í frið- arumleitunum sem hann hóf í nóv- ember vegna þess að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna ná ekki til and- stæðinga hennar í Afganistan. Hreyfingin haldi því fram að Sam- einuðu þjóðirnar séu hlutdrægar. Deilt um skrif- stofu Taleban í New York Sameinuðu þjóðunum. AP. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.