Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 24

Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ ÓTT flugvallarstarfsemin í Vatnsmýri hafi á heildina litið verið farsæl er ekki hægt að segja að núverandi brautir séu gallalausar, eins og Stefán Ólafsson prófessor tekur til orða í skýrslu sinni fyrir Reykjavíkurborg. Meginkost- urinn hefur verið talinn sá að aðflugslínur úr norðri og austri séu að tiltölulega litlu leyti yfir íbúðabyggð. Aðflugsleiðin úr norðri er að hluta yfir útivistarsvæði Hljómskálagarðs og yfir Tjörnina en aðflugsleiðin úr austri er að hluta yfir Fossvogi. Aðflugsleiðin úr norðri, sem er sú mest notaða, fer yfir miðborgareyðið. Vegna þess hversu nálægt miðborginni brautarend- inn er koma flugvélar lágt yfir miðborgina og Þingholtin í aðflugi. Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir ekki til hlítar þá öryggisstaðla sem Alþjóðaflugmálastofnunin setur. Brautirnar nýtast ekki til fulls vegna hindrana í aðflugi, ekki síst vegna Öskjuhlíðarinnar við austur- enda austur-vestur-brautarinnar, og eru því settir þröskuldar til þess að vélarnar komi hærra inn til lendingar. Aðflugs- og brottflugs- ferlar uppfylla alþjóðlega staðla en ýmsar byggingar á flugvellinum eru innan öryggis- svæða flugbrautanna eða standa upp úr hindr- unarflötum þeirra. Þetta er að sjálfsögðu vegna reglna sem settar voru löngu eftir að flugvöllurinn var byggður. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugmála- stjórn og Flugleiðum, segir að alþjóðlegar reglur geri ráð fyrir að hindranir séu merktar og lýstar og veittar upplýsingar um þær. Tekið sé tillit til allra þessara atriða við skipulagn- ingu flugumferðar um völlinn. Loks má geta þess að gerðar hafa verið athugasemdir við ná- lægð brautarenda austur-vestur-flugbrautar- innar við Suðurgötu, að því er fram kemur í skýrslu borgarverkfræðings um staðsetningu flugvallar. Þær tillögur sem liggja fyrir frá ráðgjöfum samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins annars vegar og Flugmála- stjórnar hins vegar miða meðal annars að því að bæta úr þessum ágöllum, auk þess að skapa svigrúm fyrir aukið byggingaland í Vatnsmýri og Skerjafirði. Tvær brautir eða þrjár Reykjavíkurflugvöllur er nú rekinn með þremur flugbrautum. Norður-suður-braut (02/ 20 NS) er aðalflugbrautin, flugtakslengd er um 1.750 metrar og lendingarlengd rúmir 1.600 Breskir ráðgjafar Flugmálastjórnar hafa gert tillögur að endurskipulagningu flugvallarsvæðisins, miðað við að flugvöllurinn verði rekinn áfram með tveimur brautum. Miðað er við flutning allrar flugstarfsemi austur fyrir NS-brautina, það er að segja að Öskjuhlíðinni. Hægt verður að koma töluverðri íbúðabyggð fyrir í Skerjafirði þegar NASV-brautin verður lögð niður, eins og sýnt er með grænum húsum, efst til hægri, og þegar flugskýlin fara verður unnt að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði í tengslum við háskólasvæðið, eins og sést fyrir miðri mynd. Á tillögunni sem sýnd er á þessari mynd, en hana hefur Teiknistofa Halldórs Guðmunds- sonar gert fyrir Flugmálastjórn, er miðað við að flugstöð og samtengd samgöngumiðstöð verði við Valsheimilið á Hlíðarenda og Tanngarð. VÖLLURINN KYRR Í VATNSMÝRINNI Nokkrar hugmyndir hafa komið upp um breytingar á Reykjavíkurflugvelli þannig að hann geti verið áfram í Vatnsmýr- inni. Tillaga embættismanna borgarinnar um að leggja nýja austur-vestur-braut sem aðalbraut vallarins úr Fossvogi og út í Skerjafjörð hefur orðið ofan á sem vænlegasti kosturinn af þeim sem skoðaðir hafa verið. Hún er því mest í umræðunni, að sjálfsögðu auk vallarins samkvæmt núgildandi skipulagi. Flugmálastjórn er að láta vinna tillögur að nýju skipulagi vall- arins og hefur það orðið innlegg í umræðuna um völlinn á nú- verandi stað. Í grein Helga Bjarnasonar er fjallað um flug- vallarmöguleikana tvo í Vatnsmýri og þar kemur meðal annars fram að mjög skiptar skoðanir eru um það hve mikið land verður til ráðstöfunar við skipulagsbreytingar á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.