Morgunblaðið - 14.02.2001, Page 27

Morgunblaðið - 14.02.2001, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 27 verði að þróa hann til víðtækari nota, fyrir til dæmis æfinga-, kennslu- og einkaflug. Borgarverkfræðingur hefur í samráði við embættismenn úr samgönguráðuneyti og frá Flugmálastjórn komist að þeirri niðurstöðu að kostnaður við uppbyggingu á núverandi Reykjavíkurflugvelli nemi 4.760 milljónum kr. Stærsti einstaki liðurinn er bygging flugstöðv- ar, 1.400 milljónir og síðan lenging AV-braut- arinnar til vesturs yfir Suðurgötu sem hugs- anleg er eftir 10–20 ár en sú framkvæmd er talin kosta 1.250 milljónir kr. Framkvæmdir við uppbyggingu brauta og tæknibúnaðar sem nú standa yfir á Reykjavíkurflugvelli eru ekki taldar með í þessum kostnaði, nema að litlu leyti, enda er litið svo á að vegna öryggis á flug- vellinum hafi ekki verið unnt að fresta þeim framkvæmdum öllu lengur og frá því gengið að völlurinn verður á þessum stað til 2016, að minnsta kosti. Framkvæmdirnar kosta liðlega 1500 milljónir kr. Leggja þarf í sömu uppbyggingu á Reykja- víkurflugvelli þótt austur-vestur brautin verði færð út á Litlusker nema hvað þá þarf ekki að lengja núverandi AV-braut. Í staðinn þarf að leggja í 4.800 milljóna króna fjárfestingu við uppfyllingu og lagningu flugbrautar úti í sjó. Kostnaður við þann kost er því metinn 8.310 milljónir kr. Framkvæmdirnar koma til á mismunandi tíma og því telja Flugmálastjórn og samgöngu- ráðuneytið réttara að núvirða upphæðirnar áð- ur en þær eru bornar saman og það hafa starfs- menn Flugmálastjórnar gert á grundvelli aðferða sem ríkið notar við mat á kostnaði við framkvæmdir. Við núvirðisreikninga lækkar kostnaður við framkvæmdir sem koma til seint á tímabilinu í samanburði við þær sem þarf að borga snemma, vegna þess að þær eru látnar njóta vaxta í lengri tíma. Við þessa útreikninga verður 4.760 milljóna króna kostnaður við uppbyggingu á núverandi Reykjavíkurflugvelli 3.044 milljónir kr. á móti 5.339 milljónum við þann kost að flytja meg- inhluta flugsins út á Litlusker. Dýrar lóðir Ef litið er á kostnaðartölurnar án þess að þær séu núvirtar sést að leggja þarf í 3.550 milljóna króna viðbótarkostnað til þess að flytja AV-brautina út á Litlusker og fá þannig aukalega um 40 hektara lands til annarra nota. Með því skapaðist svigrúm til að byggja 650 til 1.000 fleiri íbúðir en hægt hefði verið með end- urskipulagningu flugvallarins á núverandi stað, eftir því hvort miðað er við tölur ráðgjafa Flugmálastjórnar eða borgaryfirvalda. Það þýðir að aukakostnaður á hverja íbúð nemur 3,5 til 5,5 milljónum króna. Þetta er auðvitað einfaldað dæmi, þarna verður einnig unnt að byggja aðstöðu fyrir fjölda starfa og ef vel ætti að vera þyrfti að reikna hluta af framkvæmda- kostnaðinum á hana. Á móti má segja að ef ekki verður sú aukn- ing í innanlandsflugi sem sérfræðingar gera ráð fyrir, verður ekki þörf á því að lengja AV- brautina yfir Suðurgötu. Við það myndu spar- ast 1.250 milljónir við áframhaldandi notkun núverandi flugvallar og þeim mun hærri fram- kvæmdakostnaður deildist á sama íbúðafjölda vegna flutnings brautarinnar út í sjó. Ekki eru heldur teknir inn í þessar kostnaðartölur aðrir kostir og gallar við að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Háttvirtir kjósendur í Reykja- vík verða að lokum að meta það sjálfir með at- kvæði sínu hvort ávinningurinn af Litluskerja- leiðinni er þess virði að leggja í þennan viðbótarkostnað, verði upp á það boðið við at- kvæðagreiðsluna. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra sagði á blaðamannafundi á dögunum að íbúar Reykjavíkur þyrftu að gera sér grein fyrir því að borgin yrði að kosta flutn- ing brautarinnar af sínum skatttekjum. Nánar spurður um þessi ummæli segir Sturla að ríkið myndi að sjálfsögðu kosta brautirnar, eins og á öðrum flugvöllum, þótt hann vildi helst vera laus við að gera það tvisvar. Hins vegar væri eðlilegt að borgin legði til uppfyllingarnar und- ir brautinni, ef borgarbúar vildu færa hana þarna út. Á móti mætti hugsa sér að ríkið legði fram land sem það á undir núverandi austur- vestur flugbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í viðtali sem birtist í Morg- unblaðinu á dögunum að borgaryfirvöld væru reiðubúin að taka upp viðræður við ríkið um kostnað við framkvæmdirnar, yrði flutningur austur-vestur brautarinnar ofan á, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við ummælum sam- gönguráðherra. Vísaði hún einnig til þess lands sem losnaði og fjármuna sem fengjust fyrir það. Fram kom hjá borgarstjóra í blaðinu fyrir skömmu að enginn lóðarleigusamningur sé til um það land sem borgin á undir flugvellinum og ríkið hafi aldrei greitt leigu af því. Innan núverandi flugvallargirðingar eru 133 hektarar lands. Það skiptist þannig að ríkið á um 50 hektara og borgin um 83 hektara. Þann- ig á ríkið megnið af því svæði sem losnar við lokun NASV-brautarinnar og flutning AV- brautarinnar. Borgin á hins vegar meginhluta landsins sem NS-brautin hvílir á og stærstan hluta svæðisins austan við hana, þar sem Flug- málastjórn leggur til að öll flugtengda starf- semin verði í framtíðinni. Það hljóta því að fel- ast veruleg verðmæti í því landi sem ríkið á þarna, verði Vatnsmýrin tekin undir íbúða- og atvinnubyggð að hluta eða öllu leyti. Áfram aðþrengdur Fyrir nokkrum árum snerist umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar mest um slysa- hættu vegna hugsanlegra flugslysa í byggðinni og hávaða frá flugvélunum. Sá þáttur hefur vikið nokkuð í umræðunni fyrir mikilvægi Vatnsmýrarinnar sem byggingarlands. Áhættumat sem gert var fyrir Reykjavíkur- flugvöll sýndi að hættan er innan ásættanlegra marka, eins og tekið er til orða. Það er í sam- ræmi við reynsluna. Ef ákveðið verður að halda Reykjavíkurflug- velli í Vatnsmýrinni yrði hann áfram nokkuð aðþrengdur og mikið flug yfir byggð á höf- uðborgarsvæðinu og það ónæði sem borgar- arnir verða fyrir verður áfram við lýði. Þess ber að geta að ákveðið hefur verið að flytja snertilendingar á annan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur og í tillögum að skipulagi flugvall- arsvæðisins sem Flugmálastjórn hefur kynnt er mörkuð sú stefna að aðsetur einkaflugs fær- ist með tíð og tíma á nýja flugvöllinn þótt rétt sé að taka fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Við það minnkar mjög umferð um Reykjavíkurflugvöll og dregur úr flugi og ónæði borgaranna. Á þetta við hvort heldur sem Reykjavíkurflugvelli verður haldið nokk- urn veginn í óbreyttri mynd eða AV-brautin færð út á sjó. Ef ákveðið verður að flytja AV-brautina út á Litlusker og gera hana að aðalflugbraut mun flug yfir íbúðabyggð minnka og einnig ónæði vegna flugsins. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur telur að um 90% flugumferð- arinnar færu á hina nýju flugbraut en einungis um 10% um NV-brautina sem nú er aðalflug- braut Reykjavíkurflugvallar. Stefán Ólafsson bendir á í skýrslu sinni um kosti og galla þessara kosta að flugvallarstarf- semin yrði áfram umdeild, ef ákveðið yrði að hafa hana áfram í Vatnsmýri að hluta eða öllu leyti, og þróunarmöguleikar hennar yrðu áfram takmarkaðir. Spurning um umhverfismál Bygging flugbrautar á uppfyllingum á Litlu- skerjum myndi raska umhverfi í Skerjafirði. Áhrifin hafa ekki verið metin og það þyrfti að gera með formlegu umhverfismati. Gísli Már Gíslason prófessor vekur athygli á því í álitsgerð sem hann vann fyrir nefndina sem undirbjó atkvæðagreiðslu um Reykjavík- urflugvöll að fjölbreyttar fjörur Seltjarnarness og Reykjavíkur hafi verið eyðilagðar á stóru svæði, sérstaklega að norðanverðu, meðal ann- ars frjósömum leirum og strandvötnum. Minna hafi verið um landfyllingar við sunnanvert nes- ið. Þetta þurfi að hafa í huga ef breytingar verði gerðar á legu Reykjavíkurflugvallar. Standa þurfi þannig að þeim, að leirur, fjörur og grunnsævi raskist sem minnst. Hugmyndin að AV-braut út í Skerjafjörð var ekki komin fram þegar Gísli Már skrifaði greinargerð sína en þar voru aðrir kostir uppi sem hann taldi að gætu skert rennsli inn Foss- voginn, þannig að þar gætti ekki flóðs og fjöru í sama mæli og nú. Það gæti leitt til skerðingar á leirunum. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur segir að þetta þurfi að rannsaka en telur ólíklegt að brautin hefði þau áhrif. Ef lík- ur væru á því mætti setja ræsi undir teng- inguna við land. Einnig telur hann ekki ólíklegt að set safnist fyrir í víkinni sem myndast við uppfyllinguna og það gæti verið kostur fyrir fuglalífið. Stefán segir að röskun á ströndinni sjálfri yrði í lágmarki því nýja brautin tengdist landi þar sem NS-brautin lægi nú þegar út að sjó. Gísli Már leggur áherslu á mikilvægi leir- anna sem viðkomu- og fæðustaðar farfugla, eins og vaðfugla, anda og margæsar en tekur fram að leirurnar í Fossvogi séu tiltölulega litl- ar og hafi ekki eins mikla þýðingu og ýmsar aðrar sem hann tilgreinir. Uppfyllingin á Litluskerjum yrði mikið mannvirki. Miðað er við að hún verði 1.900 metra löng og 300 metra breið, alls um 50 hekt- arar að stærð. Verkfræðingarnir miða við að brautin verði 4,5 metra yfir sjávarmáli að með- altali sem er svipuð hæð og á uppfyllingum sem Reykjavíkurhöfn stendur fyrir og hún mun standa heldur lægra en Sæbrautin sem er í 5 metra hæð. Í uppfyllinguna færu 7,3 milljónir rúmmetra af efni, samkvæmt útreikningum borgarverkfræðings. Setja þarf grjótvörn utan á fyllinguna, tiltölulega stórt grjót yst en minna í skjólinu innar. Grjót yrði hægt að sprengja í borgarlandinu, til dæmis í námum í Geldinganesi. Einnig er hugsanlegt að nota annað uppfyllingarefni sem til fellur við fram- kvæmdir í borginni og flytja það á löngum tíma, til þess að spara peninga. Sandur af sjáv- arbotni yrði notaður undir sjálfar brautirnar. Sjónmengun Búast má við því að íbúar í Skerjafirði líti á þetta mikla mannvirki skammt undan landi sem mestu umhverfisáhrif framkvæmdarinn- ar, eins og þegar er farið að koma fram í blaða- greinum. Einnig íbúar Kársness í Kópavogi og Álftaness og þá ekki síður fólk sem nýtir sér hina fjölförnu gönguleið fyrir flugvöllinn. Upp- fyllingin verður að teljast sjónmengun, þótt hún skyggi ekki á fjöllin, eins og borgarverk- fræðingur bendir á. Nauthólsvík er rétt fyrir innan þann stað sem hugsanleg flugbraut kæmi á. Árni Þór Sigurðsson, formaður sam- vinnunefndar um svæðisskipulag fyrir höfuð- borgarsvæðið, vekur athygli á því að flugbraut- in gæti skýlt baðstaðnum í Nauthólsvík og gert hann enn betri. Gönguleiðin úr Nauthólsvík og út á Ægis- síðu færi í gegnum göng undir akstursbraut- inni frá Litluskerjaflugbrautinni og upp á NS- brautina. Göngin þyrftu ekki að vera nema 40 metra löng. Það byggist á því að hægt verði að stytta NS-brautina en það hefur Flugmála- stjórn ekki samþykkt. Ef göngin þyrftu að fara undir brautina og öryggissvæði hennar yrði gönguleiðin í 150 metra löngum göngum. Á þessu er auðsjáanlega mikill munur fyrir úti- vistarfólkið. Aðgengi gott Aðgengi að flugvellinum mun batna mjög í framtíðinni, sama hvor leiðin verður farin, því gert er ráð fyrir að hún verði um götuna Hlíð- arfót sem hugmyndin er að leggja undir Öskju- hlíð. Möguleikar íbúa þeirra staða á lands- byggðinni sem eru háðir innanlandsflugi til að sækja þjónustu í höfuðborginni verða áfram eins og best verður á kosið, verði flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni, og skiptir þá ekki máli hvort austur-vestur brautin verður á landi eða sjó. Tveir kostir í Vatnsmýrinni Umfjöllunin sýnir að leggja þarf í verulegan kostnað við uppbyggingu á Reykjavíkurflug- velli jafnvel þótt ákveðið yrði að hafa hann áfram á núverandi stað. Hægt er að skapa svigrúm fyrir töluverða íbúðabyggð í Skerja- firði með endurskipulagningu flugvallarsvæð- isins. Kostnaður yrði enn meiri ef austur-vestur- braut flugvallarins yrði flutt út á Litlusker og gerð að aðalflugbraut en með því væri hægt að losa enn meira land til annarra nota. Spurn- ingin er frekar um það hvort hægt sé að rétt- læta viðbótarkostnaðinn með því. Flugtækni- lega virðist flugbrautin á Litluskerjum vera ágætur kostur þótt spurning sé um aukinn vanda flugrekstraraðila vegna málmtæringar í flugvélum og ísingar. Flug yfir byggð myndi minnka frá því sem nú er en mörgum spurn- ingum er enn ósvarað varðandi áhrif fram- kvæmdarinnar á umhverfið í Skerjafirði. Flug- völlurinn yrði áfram aðþrengdur í borgar- landinu. TENGLAR ................................................................... Greinaflokkurinn birtist einnig á Morgunblaðsvefnum: www.mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Valkostir utan Vatnsmýrar Tillögur að byggingu nýs flugvallar á uppfyllingum í Skerjafirði eða í landi Hvassahrauns, sunnan Hafnarfjarðar. Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur. Á morgun, 15. febrúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.