Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNSÁRIÐ leiðist hon-um, hrollur af febrúar í Paríssmýgur um afbrýði, sektar-kennd og eftirsjá. Skáldið Rodolfo elskar Mimi út af lífinu, fín- gerða með sína köldu hönd og hósta sem fer versnandi. Hann veit ekki að hún er komin til að kveðja, falin bak við tré, þegar hann ræðir við vin þeirra beggja fyrir utan krána þar sem hann svaf. Dyntum hins við- kvæma Rodolfos er vel lýst í upphafi þriðja þáttar óperunnar La Bohème eftir Giacomo Puccini. Íslenska óperan frumsýnir sögurn- ar úr listamannalífi næsta föstudag og sækir til Þýskalands tenórinn Kol- bein Ketilsson í hlutverk Rodolfos. Þetta er þrettánda ár Kolbeins við söng í útlöndum og hann stendur nú á vissum tímamótum. „Ég er að byrja mín bestu ár,“ svarar hann spurningu um hvar hann sé staddur á vegferð- inni. „Tenórsöngvari verður venju- lega fullveðja um fertugt og á þá fyrir höndum tíu til fimmtán ára blóma- skeið ef heilsa og allar aðstæður leyfa. Yfirleitt eru tenórar taldir í bestu formi milli 40 og 45 ára, þá virðist lík- aminn orðinn þroskaður sem hljóð- færi. Þetta starf krefst mikils, bæði í líferni og afstöðu, og sumir söngvarar hafa hreint ótrúlega seiglu. Mér finnst til dæmis aðdáunarvert hvern- ig Kristján Jóhannsson heldur áfram.“ Kolbeinn byrjaði frekar seint að syngja og síðastliðin ár hafa breytt miklu hjá honum. „Ég tók stökk úr litlu þýsku húsi, í Hildesheim, í óp- eruna í Dortmund og eftir það Köln, en frá síðastliðnu vori hef ég verið í lausamennsku. Nýlega sagði ég upp umboðsmanni og tók upp samstarf við skrifstofu í London sem ég bind talsverðar vonir við. IMG heitir hún og hefur mörg mjög þekkt nöfn á sín- um snærum, Thomas Hampson til dæmis og Renée Fleming í hópi söngvara. Næstu misseri er ég bókað- ur og þessi vinna hér heima kemur kannski á svolítið sérstökum tíma.“ Aðeins eitt verra Við sitjum á Hótel Borg og sötrum ítalskt kaffi, borðið hristist aðeins og Kolbeinn stingur súkkulaðibréfi und- ir stutta fótinn, réttir svo úr sér og hristir góðlátlega höfuðið yfir reyk- ingum blaðamanns. Þeim var raunar haldið í lágmarki í viðtalinu en þetta vakti spurningu um hvað það væri í lifnaðarháttum söngvara sem leggur grunn að velgengni hans. „Almenn hófsemi held ég að sé best,“ svarar Kolbeinn eftir smáumhugsun. „Með- an á sýningum stendur miðast nátt- úrlega allt við sönginn; hvíld og nær- ing og yfirleitt viðleitni til jafnvægis. Margir söngvarar ýkja sitt heilbrigða líf, borða einungis ákveðinn mat og eru svo strangir við sjálfa sig að það getur ekki verið mjög gott. Sumir fá fullkomnunaráráttu, eins og Callas sem borðaði ekkert dagana sem hún söng. Aðrir steinþegja þar til komið er á sviðið, því þekkt er að aðeins eitt er verra fyrir röddina en að syngja og það er að tala.“ Þó tölum við auðvitað áfram, um söng og þá áráttu að vilja vera hundr- að prósent. „Sumir reyna að hugsa um 300 atriði þegar þeir syngja, hafa allt í huga fyrir útkomu sem hætt er við að verði daufleg. Líkt og í íþrótt eins og golfi, sem byggist á samhæf- ingu margs, verður árangurinn betri ef menn einbeita sér að aðalatriðun- um og láta annað koma af sjálfu sér. Á sýningum finnst mér þurfa að fylgjast með tóni raddarinnar, stjórnandan- um og þeim sem syngja með manni. Mig langar að gera eitthvað nýtt í hvert skipti, annars verður söngurinn vélrænn. Ég reyni að láta öðrum líða vel, fólkinu sem ég syng með, og virkja sjálfan mig eins og hentar hlut- verkinu. Í La Bohème liggja tilfinn- ingar um allan skalann, þar eru gleði og sorgir, heilmikið líf og dauði. Þetta kallar á mörg og ólík litbrigði söngv- arans en mest reynir líklega á drama- tíska hæfni hans. Hinn gamalreyndi Carlo Bergonzi skipaði Bohème með- al þyngri ópera í viðtali sem ég las við hann nýlega. Rödd mín fellur ágæt- lega að þessu, mitt á milli lýrískrar tenórraddar og dramatískrar.“ Fullkomin með ægilegum hátóni Placido Domingo segir í nýrri við- talsbók að hann hafi haft mesta ánægju af því á ferli sínum að syngja Rodolfo í Bohème. Því þótt hlutverkið sé erfitt; með „ægilegu háa c-i“ eins og félaginn Luciano Pavarotti orðar það, þyki honum sem hann verði aftur ungur í hlutverkinu. Það sé vissulega ljóðrænt en krefjist mikilla tilfinn- inga. Og óperan sé músíkalskt meðal hinna fullkomnustu. Kolbeinn tekur undir orð þessa fræga starfsbróður síns. „La Bohème er eflaust eitt af bestu verkum óperubókmenntanna, gegnumkompónerað í lýsingu á mörgum manngerðum og lífsreynslu sem allir ganga í gegnum með einum eða öðrum hætti. Það er mikið að ger- ast í óperunni, svo mikið að tónskáldið Puccini einfaldaði á sínum tíma sum- ar senur handritsins til þess að tón- listin fengi að njóta sín. Leikstjóran- um er kannski viss vorkunn að koma sögunni fyrir á litlu sviði Íslensku óp- erunnar, en mér sýnist þetta allt vera að ganga upp. Hljómsveitarstjórinn er ungur Kákasusmaður og æfingar hafa verið býsna stífar undanfarnar vikur. Það sem mér finnst best er hversu vel hefur tekist að ná saman góðum hópi íslenskra söngvara. Aðrir verða að dæma um mig, en ég veit að þau hin sem þarna syngja gætu verið hvar sem er, þetta er sannkallað fag- fólk.“ Kolbeinn hefur verið við æfingar í Gamla bíói frá því í byrjun janúar og svo lengi hefur hann ekki stoppað á Íslandi síðan hann flutti héðan fyrir rúmum tólf árum. Síðast söng hann hér í óperu árið 1995. Hann kveðst af- ar ánægður með dvölina og þetta verkefni fyrir Óperuna, líf bóhemsins sé líka nokkuð sem hann kannist við. „Einhvern tíma var ég ungur og blankur og það bjargaði oft málum að skrifa tékka sem reyndust mistraust- ir. Ég man ekki hvort miðarnir sem komu svo í póstinum voru gulir eða grænir, en einhvern veginn fann mað- ur leiðir til að afgreiða þá. Hafði hún á honum augastað? Rodolfo, minn maður í óperunni, er dyntóttur og uppátektasamur. Hann brennir til dæmis til upphitunar handrit sitt að leikriti sem hann hafði lengi unnið að.“ Sá hiti yljar félögum hans í íbúð þeirra í Latínuhverfinu á aðfangadagskvöld. Síðan fara vinirnir á krá en skáldið situr eftir yfir blaða- grein. Þá er barið, ung stúlka er kom- in til að biðja um ljós á kertið sitt. Þetta er Mimi, sem Rodolfo heillast strax af. Saklaust daður verður fljótt að ást sem líður fyrir afbrýði Rodolf- os. Frá byrjun er ljóst að Mimi er veikbyggð og Rodolfo á eftir að ásaka sjálfan sig fyrir að hafa ekki getað hlúð að henni eins og þurfti. En hvers vegna kom hún til hans í upphafi? Kolbeinn segir ýmsar kenningar um það, „en ætli hún hafi ekki fylgst með honum og sætt færis þessi jól þegar hann var einn. Ég held ekki að kynni þeirra hafi tekist fyrir tilviljun“. Í þessum fyrsta þætti óperunnar syngur Rodolfo þá frægu aríu um kalda hönd Mimiar, aríuna með háa c- inu sem stóð í Pavarotti og fleirum og er oft færð niður um hálftón. Það var jafnan gert fyrir Domingo, sem upp- haflega var baríton. Þá byrjun á Kol- beinn sameiginlega með honum. „Ég byrjaði sem barítonsöngvari,“ segir hann, „en fljótt fannst mér röddin fara hækkandi og ákvað að þjálfa hana sem tenórrödd. Seinna þótti mér og öðrum ég passa betur í dramatískari og þyngri hlutverk og í þá átt mun ég líkast til þróast. Það gerist venjulega með árunum. Þó reyni ég að halda röddinni eins léttri og ég get. Þótt ég hafi sungið Wagn- er, oftast Erik í Hollendingnum fljúg- andi, langar mig meira í Verdi-hlut- verk. Þannig finnst mér næsta verkefni spennandi, Radames í Aidu, sem óperan í Gautaborg setur upp. Ég sagðist áðan einhvers staðar milli léttasta og þyngsta tenórs og það þýðir að ég kem hvorki nálægt lýr- ískum Mozart-hlutverkum eins og í Cosi fan tutte eða Brottnáminu úr kvennabúrinu, né heldur miklu drama eins og í Tristan og Ísold Wagners.“ Söngur í fjölskyldunni Í fjölskyldu Kolbeins eru fleiri söngvarar og fyrst er að nefna eig- inkonu hans. En óperuáhuginn vakn- aði áður en hann gerði sér í hugarlund hvað við tæki. „Pabbi var tenór en hætti frekar snemma að syngja, hann var ekki nema á fertugsaldri. Þessu var aldrei haldið að mér heima, síður en svo, en einhvern veginn hefur þó Morgunblaðið/Kristinn IngvarssonKolbeinn Jón Ketilsson tenórsöngvari. Meðalhófsins listamannalíf Íslenska óperan frumsýnir á föstudag óp- eruna La Bohème eftir Puccini. Þar bregð- ur tenórinn Kolbeinn Ketilsson sér í gervi hins fátæka skálds Rodolfos. Þórunn Þórs- dóttir ræddi við hann um hlutverkið hér, söng úti í löndum og sitthvað þessu skylt. Ljósmynd/GTG/Nicolas Lieber Kolbeinn Jón Ketilsson sem Don José í Carmen eftir Bizet í Genfaróper- unni. Sópransöngkonan Sara Fulgoni er í hlutverki Carmenar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.