Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 39 SJÁLFSTÆÐISMENN lýsa því gjarnan yfir á hátíðarstundum að þeir séu helsta vörn og baráttumenn fyrir viðskiptafrelsi og frelsi manna til athafna og frumkvæðis í at- vinnulífi. Til að gæta sanngirni skal það fús- lega viðurkennt að sjálfstæðismenn hafa það til síns máls að þeir hafa beitt sér fyrir því með öðrum stjórnmála- öflum að afnema höft og færa þjóðina fram á veginn með breyting- um til meira frjálsræð- is í atvinnulífi. En Sjálfstæðisflokk- urinn er vesæll og getulaus þegar þarf að takast á við erfið verk- efni til að koma slíkum leikreglum á í þjóðfélaginu ef þau eru að einhverju leyti í andstöðu við vilja öflugra hagsmunahópa. Ýmis dæmi eru um að áhrifamiklir at- vinnurekendur eða hópar slíkra aðila hafi fullkomlega völdin í flokknum og noti hann til að verja hagsmuni sína í skjóli löngu úreltra reglna og fyrirkomulags sem er aftan úr grárri forneskju. Og þegar kemur að hagsmunum slíkra áhrifaafla er þessi flokkur „frelsisins“ þess albúinn að hlaupa til og beita pólitísku valdi sínu til að deila og drottna í þeirra þágu. Nýjasta dæmi af slíku tagi er ákvörðun samgönguráðherra um að handvelja þá sem eiga að fá leyfi til að reka nýjustu gerð farsíma. Það eru engin haldbær rök fyrir því að nota slíkt fyrirkomulag til að útdeila verðmætum. Mat á því hvers virði þau eru getur hvergi farið fram nema í samkeppni og viðskiptum milli þeirra sem starfa á markaðn- um. Verði handvalið að hætti sam- gönguráðherra Sjálfstæðisflokksins mun markaðurinn meta virði þeirrar aðstöðu sem leyfið veitir í auknu virði þess fyrirtækis sem happið hlýtur. Hið opinbera á ekki að mismuna þegnum sínu með slíkum hætti. Það er einungis ein leið fær við að leysa úr því hver eigi að fá þessi réttindi. Hún er fólgin í því að þeir sem starfa á þessum markaði meti sjálfir hvers virði aðstaðan er sem leyfið veitir og keppi um leyfin á jafnræðisgrund- velli. Það er athyglisvert að sjá að póli- tísk úrlausn Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli skuli vera feg- urðarsamkeppni og handval að hætti samgönguráðherrans einmitt nú þegar niðurstaða auðlindanefndar liggur fyrir. Leiðsögn auðlinda- nefndar hafnað Forsætisráðherra tók við niður- stöðum þeirrar nefndar með mikilli viðhöfn á haustdögum og lýsti því yf- ir að þær væru afar merkilegar og stjórnvöldum mikilvægar til stefnu- mótunar hvað varðar nýtingu auð- linda í framtíðinni. Hvaða leið ætti nú að verða fyrir valinu í farsíma- málinu ef litið er til tillagna auðlinda- nefndarinnar? Er á því einhver vafi? Nei, það er alveg skýrt í tillögum nefndarinnar að besta leiðin og aðal- niðurstaða hennar hvað varðar allar auðlindir í þjóðareign er talin vera að leyst verði úr því með venjulegum og hefðbundnum hætti á markaði þar sem jafnræðis er gætt hverjir fái að nýta auðlindir og efnahagslega að- stöðu sem ríkið úthlutar. Hver er ástæðan fyrir því að strax og á stjórnvöld reynir eftir að tillögur auðlindanefndar liggja fyrir eru tillögurnar látnar lönd og leið? Svarið er fólgið í áhrifavaldi sérhags- munaafla inni í Sjálf- stæðisflokknum. Þar á bæ finnst valdamönn- um eðlilegt að deila og drottna. Þeim finnst við hæfi að ráðamenn flokksins velji hverjir hljóti feitustu bitana úr sameiginlegum kjöt- kötlum þjóðarinnar. Aðalniðurstaða auð- lindanefndarinnar er þeim ekki þóknanleg vegna þess að veldi sérhagsmunahópanna er ógnað verði jafnræði og réttlæti að leiðar- ljósi stjórnvalda þegar miklum hags- munum sem hið opinbera ræður yfir er ráðstafað. Vilja helst gleyma Ýmislegt bendir reyndar til að valdamenn í Sjálfstæðisflokknum vilji að skýrsla auðlindanefndar gleymist sem fyrst og verði alls ekki höfð að leiðarljósi hvað varðar dýr- mætustu auðlind þjóðarinnar, fiski- miðin. Allt tal ráðamanna um að ná sátt með þjóðinni er nú hljóðnað og það var haft eftir sjávarútvegsráð- herranum að hann teldi ekki „hundr- að í hættunni“ þótt ekki kæmi nið- urstaða á næstunni í málinu. Þetta segir auðvitað allt um hver hugur fylgdi máli í aðdraganda síðustu kosninga þegar ráðamenn beggja stjórnarflokkanna gáfu mikilfeng- legar yfirlýsingar um að þeim væri best treystandi til að finna leið til þjóðarsáttar um þetta mál. Í þessu gífurlega stóra hagsmunamáli standa átökin um það hvort sérrétt- indi þeirra sem nú eru í útgerð eigi að verða grundvöllur að séreign út- gerðarmanna á auðlindinni eða hvort útgerðarmenn framtíðarinnar geti nálgast veiðiréttinn á markaði þar sem jafnræði og sanngjarnar leik- reglur ríkja. Aðskilnaður veiða og vinnslu En það eru fleiri mikilvæg mál sem varða athafna- og viðskiptafrelsi sem ekki eru leyst vegna áhrifa frá hagsmunahópum innan Sjálfstæðis- flokksins. Það að rjúfa tengslin milli veiða og vinnslu í sjávarútvegi er eitt af brýn- ustu viðfangsefnunum. Mörg dæmi eru um að útgerðarmenn sem reka fiskvinnslu selji sjálfum sér fiskinn á helmingi lægra verði en fæst á mark- aði. Eindregin krafa sjómanna um aðskilnað veiða og vinnslu hefur lengi legið fyrir og einnig fiskvinnslu án útgerðar. Eftir tilkomu fiskmark- aðanna hafa fyrirtæki sem ekki eiga kvóta barist fyrir lífi sínu og tekist að lifa af þrátt fyrir hrikalega mismun- un sem felst í verðlagningu útgerða á afla til eigin vinnslu. Þessi árangur fiskvinnslu án útgerðar er aðdáun- arverður en hefur hjá mörgum fyr- irtækjum að mestu leyti byggst á að flytja út ferskan fisk með flugi. Nú hafa stóru útgerðarfyrirtækin sem óðast verið að sækja inn á þennan markað og þau geta, vegna þeirrar aðstöðu sinnar að fá fiskinn á miklu lægra verði til vinnslunnar, auðveld- lega rutt hinum sem fyrir eru úr vegi. Þau undirbuðu á þessum mark- aði í fyrra þannig að verðið lækkaði verulega. Það væri engin ástæða til að kvarta undan slíkri samkeppni ef þessi stóru fyrirtæki kepptu með sama hætti um hráefnið og hinir sem ekki eru í útgerð. Steintröllið hefur dagað uppi Að deila og drottna í þágu sér- hagsmuna og þeirra sem forystunni eru þóknanlegir er sérgrein Sjálf- stæðisflokksins. Fegurðarsamkeppni samgöngu- ráðherranns er ágætt dæmi um þessa stefnu flokksins. Hámarki nær þó þjónkun flokks- ins við sérhagsmuni hinna fáu í sjáv- arútvegsstefnu flokksins. En hún endurspeglast líka í því að flokkurinn daufheyrist við kröfunni um að allur fiskur taki verð á mark- aði og um aðskilnað veiða og vinnslu. Þetta fyrirkomulag ver Sjálfstæð- isflokkurinn og stendur að baki LÍÚ-forystunni, sem leggst gegn öll- um hugmyndum um breytingar í frjálsræðisátt. Og nú er svo komið að stóru útgerðarrisarnir í skjóli þeirr- ar séraðstöðu sem kvótaeignin færir þeim stefna í það að drepa niður þennan vaxtarbrodd sem hefur falist í framtaki fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar. Og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að lyfta hendi til að koma á viðskiptaumhverfi sem tryggir jafnræði milli þeirra sem starfa á þessum markaði. Steintröllið hefur dagað uppi. Sanngjarnar leikreglur, viðskiptafrelsið og Sjálfstæðisflokkurinn Jóhann Ársælsson Viðskiptafrelsi Verði handvalið að hætti samgönguráð- herra Sjálfstæðis- flokksins, segir Jóhann Ársælsson, mun mark- aðurinn meta virði þeirrar aðstöðu sem leyfið veitir í auknu virði þess fyrirtækis sem happið hlýtur. Höfundur er alþingismaður. KARLMENN Saw Palmetto FRÁ Tvöfalt sterkari APÓTEKIN D re if in g J H V Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44 FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.