Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 41
SEM áhuga- og at-
vinnumaður um fjar-
skiptamál hef ég af
áhuga fylgst með um-
ræðunni um Lands-
síma Íslands og mögu-
lega einkavæðingu
fyrirtækisins. Sérstak-
lega hefur vakið athygli
mína umræðan um að-
skilnað grunnetsins frá
annarri þjónustu
Landssímans. Umræð-
an í fjölmiðlum og á
hinum pólitíska velli
hefur ferðast endanna
á milli um flókinn heim
tækninnar og ýmsar
fullyrðingar hafðar á
lofti um möguleikann og skynsemina
sem felst í því að aðskilja grunnnetið
frá annarri starfsemi. Áður en
lengra er haldið vil ég nota tækifærið
og fagna áformum ríkisstjórnarinn-
ar um einkavæðingu Landssíma Ís-
lands en ýmis atriði þarf að skoða
betur. Grundavallaratriði í mínum
huga er að skilgreina hvað grunn-
netið er áður en lengra er haldið. Á
Alþingi og í fjölmiðlum hefur verið
talað um ljósleiðarann sem grunn-
netið. Slíkt gefur til kynna að allar
lagnir sem eru af ljósleiðaragerð séu
þar með orðnar grunnnet. Hér hafa
menn kannski átt við ljósleiðarann
sem liggur í kringum landið? Hvað
með koparinn og annan búnað sem
nýtir þræðina? Hvað með örbylgju-
sambönd?
Í mínum huga gildir eftirfarandi
um grunnnetið:
1. Grunnnetið er sá hluti netkerfis
Landssímans sem byggður hefur
verið upp undanfarna áratugi sam-
kvæmt hefbundnum aðferðum og
ætlað er sem flutningskerfi annarra
þjónustukerfa. Netið hefur byggst
upp í skjóli einokunar og hárra af-
notagjalda.
2. Grunnnetið er sá
hluti fjarskiptakerfis
Landssímans sem veit-
ir fyrirtækinu mark-
aðsráðandi stöðu og
gerir gæfumuninn í
samkeppninni gagn-
vart nýjum aðilum á
markaðnum.
3. Grunnnetið er sá
hluti netsins sem önnur
fjarskiptafyrirtæki
hafa jafnan aðang að á
við aðrar þjónustu-
deildir Landssímans,
skv. skilgreiningum
fjarskiptalaga.
Í fimmta kafla fjar-
skiptalaga er fjallað um
opinn aðgang að netum og þjónustu.
Í mínum huga er grunnnetið sá hluti
nets markaðsráðandi fyrirtækis sem
fellur undir opinn aðgang. Þar er
fjallað um opinn aðgang að leigulín-
um og heimtaugum. Því mætti
álykta út frá fjarskiptalögum að
leigulínukerfið og heimtaugarnar
séu grunnnetið! Reyndar er ekki
fjallað í kaflanum um tegund heim-
taugar, þ.e. kopar eða ljós. Fjar-
skiptalögin sem slík skilgreina ekki
hvað grunnnetið er í raun.
Það fjarskiptakerfi sem fellur
undir lið 1. hér að ofan er ljósleið-
arahringurinn kringum Ísland
ásamt SDH- (e. Synchronous Digital
Hierarchy) fjölrásakerfinu sem
tengist ljósleiðarahringnum í sím-
stöðvarhúsum.. Því til viðbótar kem-
ur koparheimtaugakerfið sem byggt
hefur verið upp markvisst í hartnær
hundrað ár og enn er verið að. Breið-
bandsnetið sem byggt hefur verið
upp undanfarin ár sem framtíðarað-
gangsnet fellur vart undir skilgrein-
ingu grunnnets í dag þar sem kerfið
nýtist eingöngu sem sjónvarpsdreifi-
kerfi og þarfnast mikilla viðbótar-
fjárfestinga áður en það nýtist sem
alhliða fjarskiptanet (fjölþjónustu-
net) fyrir Netið og stafrænt gagn-
virkt sjónvarp. Þegar kemur að
meiri nýtingu breiðbandsnetsins í
framtíðinni kveða fjarskiptalög ekki
skýrt á um hversu opinn aðgangur
skal vera fyrir önnur fjarskiptafyr-
irtæki að slíku neti nema 20. grein
fjarskiptalaga eigi við hvers konar
heimtaugar, þ.e. bæði stafrænar og
kopargrunnlínur.
Niðurstaða mín er sú að grunn-
netið samanstandi af öllum kopar-
heimtaugum ásamt ljósleiðara-
hringnum og þeim skiptistöðvum
(SDH-búnaður) sem eru í hverju
símstöðvarhúsi. Þessir nethlutar
mynda leigulínukerfið sem 19. grein
fjarskiptalaga fjallar um.
Sjá grunnetstöflu
Við þetta net tengjast önnur kerfi
eins og símstöðvar, ATM-búnaður,
IP-beinar og ADSL-aðgangur.
Þarna eiga aðrar deildir Landssím-
ans að kaupa aðgang á sömu kjörum
og fjarskiptafyrirtæki í samkeppni.
Mjög mikilvægt er að trúnaður upp-
lýsinga með slík viðskipti sé alger og
að grunnnetsþjónusta sé aðskilin frá
annarri starfsemi Landssímans á
einhvern hátt. Spurningin er hversu
langt eigi að ganga í þeim efnum.
Hvaða rök mæla gegn því að setja
grunnnetið í aðskilið fyrirtæki?
Hvaða leiðir eru aðrar færar? Er
virkilega unnt að gæta jafnréttis
með öflugu eftirliti við óbreytt skipu-
lag? Ég tel vel unnt að aðskilja
grunnnetið frá Landssímanum sem
sjálfstætt fyrirtæki sem veitir öðrum
fjarskiptafyrirtækjum flutnings-
þjónustu (e. carriers carrier). Það
fyrirtæki gætu einkaðilar vel rekið
eftir undangengið útboð þar sem
settir eru strangir skilmálar. Verði
grunnnetið í raun ekki aðskilið eins
og allt stefnir í þegar þetta er skrifað
tel ég að aðskilja þurfi grunnnetið
betur frá annarri starfsemi Lands-
símans í skipulagi en gert er í dag.
Styrkja þarf fjarskipta- og sam-
keppniseftirlit að sama skapi.
Skýrsla einkavæðinganefndar
sem birtist almenningi fyrir
skemmstu tekur fastar á kostum og
galla þess að aðskilja grunnnetið frá
en áður og jafnframt er þar reynt að
skilgreina hvað grunnnetið sé í raun.
Prófessor Þórður Runólfsson er
einnig fenginn til að greina málið.
Forvitnilegt er að rýna í einstaka
niðurstöður þessarar skýrslu.
Á bls. 81 er sagt að (orðalagi
breytt til styttingar) að stafræna
símkerfið og ATM-flutningskerfið
muni renna saman og mynda kerfi
sem aðrir hlutar fjarskiptanetsins
muni tengjast við. Sem sagt grunn-
netið muni breytast hvað grunn-
tækni varðar sem ýjar að því að
SDH-tæknin breytist. Ég get ekki
samþykkt þessa skoðun. SDH-flutn-
ingskerfið er og verður SDH-kerfi
og mun ekki breytast úr þessu. SDH
er notað til að flytja ATM-sambönd
milli landshluta og ef þróunin verður
sú að ATM samtengi símstöðvarum-
ferð þá breytast forsendur í raun
ekki, áfram þarf SDH-flutningskerfi
fyrir ATM-fjölþjónustuumferðina,
aðskilnaður kerfanna er alger. Það
er afskaplega erfitt að spá fyrir um
þróun fjarskiptatækninnar en þó má
nefna að flutningskerfi fyrir 3. kyn-
slóð farsíma munu byggja á IP-staðli
(útgáfa 6). SDH-netið er einnig vel
til þess fallið að flytja þá umferð.
Myndin hér fyrir neðan sýnir hina
margvíslegu möguleika að flytja um-
ferð yfir grunnnetið.
Sjá flutningstöflu
Grunnnetið hefur einnig mögu-
leika á að þróast með því að bjóða
beinan flutning yfir ljósleiðara eða
bæta við samskiptaháttum eins og
Ethernet í framtíðinni, þá til hliðar
við SDH-netið.
Seinna á blaðsíðu 81 í skýrslu
einkavæðinganefndar er eftirfarandi
setning, „..ef grunnflutningskerfið
væri aðgreint frá stafræna símkerf-
inu yrði að gæta þess að hagsmunir
símnotenda um land allt væru
tryggðir...“ Erfitt er að skilja þessa
setningu þar sem stafræna símkerfið
á að vera aðskilið frá grunnnetinu í
dag og símaþjónustan á að greiða
fyrir sín stafrænu sambönd (leigulín-
ur) eins og hvert annað fjarskipta-
fyrirtæki. Það er reyndar áberandi í
þessari skýrslu að tala um símstöðv-
ar þegar átt er jafnvel við símstöðv-
arhús og einnig eru SDH skiptistöð-
var gjarnan nefndar símstöðvar.
Þetta allt gefur í skyn að skiptistöð-
var símaþjónustunnar séu órjúfan-
legur hluti grunnnetsins, sem er
ekki rétt.
Á bls. 75 í skýrslu einkavæðinga-
nefndar er fjallað um IDN-símstöðv-
ar og að ATM-tæknin samhæfist illa
IDN-símstöðvum. Best sé að senda
ATM-umferð beint yfir SDH-netið,
þ.e.a.s ATM-stöðvar komi í stað
IDN-símstöðva. Jafnframt er talað
um að í grunnnetinu sé ATM-kerfi
sem sé aðskilið frá IDN-kerfinu. Ég
get ekki sagt að ég skilji þessar skýr-
ingar og óska eftir nánari útskýring-
um. Þarna kemur einnig fram að
ATM sé hluti af grunnnetinu. Á blað-
síðu 22 í kafla 2.3.1 er grunnnet skil-
greint sem stofnnetið sem tengir
saman mismunandi staði og sím-
stöðvar. Á bls. 54 eru stofnlínur skil-
greindar en línur sem liggja til allra
símstöðva og nota ljósleiðara eða ör-
bylgju til þess arna. Ekki er minnst á
SDH-búnaðinn sem hluta af kerfinu
og því má segja að hér sé allt opið
hvað varðar skilgreiningar á hvað
grunnnetið sé. Kafli 2.3 fjallar um
fjarskiptanetið þar sem kafli 2.3.1
heitir grunnnetið og 2.3.3 heitir
ATM-netið. Þannig mætti álykta að
ATM-netið sé skilgreint utan grunn-
netsins af hálfu nefndarinnar. Hér
hefur greinilega ekki verið unnin
nægileg góð greiningavinna af hálfu
nefndarinnar því mótsagnir eru í
skýrslunni.
Að lokum er forvitnilegt að skoða
niðurstöður nefndarinnar í kafla 5.6.
en þar eru reifaðar þær hugmyndir
að Landssíminn geti stofnað sér-
stakt félag um rekstur grunnkerfis-
ins (hér er væntanlega átt við grunn-
netið) sem hann geti gert óháð
einkavæðingunni. Þetta gefur til
kynna að slík skipting sé möguleg
þrátt fyrir allt. Ég legg til að það
verði tekið til rækilegrar skoðunar.
Um skýrslu einkavæð-
inganefndar og grunn-
net Landssímans
Örn
Orrason
Grunnnetið
Verði grunnnetið í raun
ekki aðskilið eins og allt
stefnir í þegar þetta er
skrifað, segir Örn Orra-
son, tel ég að aðskilja
þurfi grunnnetið betur
frá annarri starfsemi
Landssímans í skipulagi
en gert er í dag.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fjarskiptasviðs Íslandssíma.
"A 6
+B
8C+
,9
=
8C
,9
=8C9
DB
+6
!
"
#$%
&
"A 6
+B
LISTAHÁSKÓLI Ís-
lands tók til starfa haust-
ið 1999 með stofnun
myndlistardeildar. Síð-
astliðið haust tók leiklist-
ardeild til starfa og tón-
listardeild er í farvatninu.
Hönnunardeildin verður
sjálfstæð eining með
þremur brautum næsta
haust. Lokaáformin eru
þau að LHÍ hýsi alla list-
ræna menntun á háskóla-
stigi sem starfi undir
sama þaki í sérhönnuðu
húsnæði.
Í þeirri umræðu sem
hingað til hefur farið
fram um staðsetningu
skólans hefur aðallega verið fjallað
um hagsmuni bæjarfélaganna sem
sækjast eftir að fá stofnunina til sín,
en minna hefur heyrst um hvað hent-
ar best skólanum og starfsemi hans.
Við, prófessorar við myndlistar-
deild Listaháskólans, teljum það
frumskilyrði að skólinn sé í miðborg
Reykjavíkur. Þessi afstaða okkar
miðast fyrst og fremst við hagsmuni
skólans sjálfs og nemenda hans, og
þar með hagsmuni skapandi starfs í
landinu.
Það er ánægjulegt að bæjarfélög
geri sér grein fyrir kostum þess að
hafa listaháskóla innan sinna vé-
banda. Um hvetjandi áhrif slíkrar
stofnunar á uppbyggingu frjós
mannlífs og athafnalífs efast fáir.
Hins vegar teljum við að hagsmunum
heildarinnar sé best borgið með því
að skólinn sé sterk stofnun sem út-
skrifar hæfa einstaklinga og til þess
að svo megi vera er nauðsynlegt að
hann sé í virku samneyti við helstu
menningar- og skólastofnanir lands-
ins.
Ljóst er að greiður aðgangur nem-
enda Listaháskólans að þeim menn-
ingarstofnunum sem reknar eru í og
við miðbæ Reykjavíkur er þeim afar
mikilvægur þáttur í náminu. Nægir
þar að nefna Listasafn Íslands,
Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafn-
ið, Norræna húsið, Listasafn ASÍ,
Ljósmyndasafnið, Borgarbókasafnið,
Þjóðarbókhlöðuna, Þjóðminjasafnið,
Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið,
smærri leikhúsin, Óperuna, Sinfóníu-
hljómsveitina, auk fjölda smærri sýn-
ingarsala, sem og væntanlegt tónlist-
arhús.
Nú þegar er LHÍ í samvinnu við
Háskóla Íslands um menntun mynd-
listarkennara og mun samvinna skól-
anna vafalaust eiga eftir að aukast á
ýmsum sviðum í framtíðinni. Mynd-
listardeildin á samstarf við Listasafn
Reykjavíkur um gestalistamenn og
við Nýlistasafnið um þjálfun nem-
enda í uppsetningu sýninga o.fl. Sam-
vinna við Kennaraháskólann er einn-
ig á döfinni, svo og samvinna við
Tónlistarskóla Reykjavíkur og aðra
tónlistarskóla framhaldsskólastigs-
ins. Þar er meðal annars fyrirhug-
aður rekstur sameiginlegrar hljóm-
sveitar. Leiklistarnámið hefur ætíð
notið góðs af návíginu við hin stóru
svið atvinnuleikhúsanna og brýnt er
að sá aðgangur haldist, með aukna
samvinnu í huga í framtíðinni. Auk
þessa býður miðbæjarsvæðið upp á
ýmsar sérhæfðar verslanir og þjón-
ustu sem er mikilvæg fyrir starfsemi
skólans. Má þar m.a. nefna virkt
samstarf nemenda hönnunardeildar
við framsækin verkstæði á sviði
handverks og hönnunar, sem og við
fyrirtæki í forystu innan auglýsinga-
og tölvugeirans.
Í ljósi þessara staðreynda teljum
við afar brýnt að velja skólanum stað
í eða við miðbæ Reykjavíkur þar sem
meginkjarni menningarlegrar starf-
semi fer fram. Aðeins þannig mun
honum takast ætlunarverk sitt.
Staðsetning Listaháskóla Íslands
Anna
Líndal
Listnám
Við teljum afar brýnt,
segja Anna Líndal, Ein-
ar Garibaldi Eiríksson,
Ingólfur Arnarsson,
Ólafur Sveinn Gíslason
og Tumi Magnússon,
að velja skólanum stað
í eða við miðbæ
Reykjavíkur.
Höfundar eru prófessorar við mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands.
Einar Garibaldi
Eiríksson
Ingólfur
Arnarson
Ólafur Sveinn
Gíslason
Tumi
Magnússon