Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 42

Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTAHÁSKÓLI Íslands hefur ekki farið hátt í almennri umræðu fyrr en nú í enda janúar. Ástæðan er skýrsla sem Björn Stefán Hallsson, arki- tekt hjá húsagerðar- stofunni O’Donnell, Wicklund, Pigozzi and Peterson Architects Inc. í Chicago, hefur lokið fyrir stjórn Listaháskóla Íslands. Skýrsla Björns fjallar um mat á húsnæði fyr- ir skólann, staðsetn- ingu hans og ákjósan- legt umhverfi fyrir stofnunina. Ekki var skýrslunni fyrr lokið en greinar tóku að ryðjast fram á síðum Morgunblaðs- ins. Í byrjun mánaðar- ins birtist svo forystugrein um mál- ið. Þar eru aðeins tveir staðir nefndir af þeim hálfum öðrum tug tillagna sem skýrslan hefur að geyma og fagnað að vænta megi verðugrar samkeppni um þessa tvo kosti. Annar er Miklatún í Reykja- vík en hinn er lóð á gamla hafn- arbakkanum í Hafnarfirði. Fyrri til- lögunni fylgir ósk stjórnar Listaháskólans um að borgaryfir- völd kanni möguleikann á vestan- verðu Miklatúni skólanum til handa. Hin tillagan var borin fram á fundi í Hafnarborg 29. janúar sem Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, efndi til og fimmtíu hafnfirskir listamenn sóttu. Á fundinum var samþykkt áskorun til viðkomandi yfirvalda þess efnis að þau legðu sitt af mörkum til að tryggja Hafnar- firði þessa allt í einu eftirsóttu stofnun. Eins og ávallt ganga mál þannig fyrir sig í okkar litla samfélagi að um þau ríkir dauðaþögn í langan tíma – mörg ár ef út í það er farið – uns stíflan brestur allt í einu og ályktanir eru teknar á örskotsstund á grundvelli tíunda hluta þeirra til- lagna sem settar eru fram af sér- fræðingum þeim sem kynnt hafa sér málin í þaula. Þá eru þeir sem málið varðar helst – í þessu tilviki þeir sem starfa innan veggja Listahá- skóla Íslands – seinast spurðir álits. Því er fljótsvarað að hvorugur kost- urinn í forystugrein Morgunblaðs- ins, fyrsta febrúar, er ákjósanlegur í ljósi allra hinna tillagna Björns Stefáns og arkitektastofunnar í Chi- cago. Raunar mætti ætla að hlut- aðeigandi þrýstihópar – þeir sem annaðhvort vilja sjá Listaháskólann á Miklatúni eða á gamla hafnar- bakkanum í Hafnarfirði – hefðu ekki nennt að velta lengi fyrir sér inni- haldi skýrslunnar, kanna hug þeirra sem vinna eiga innan veggja stofn- unarinnar – kennara og nemenda – eða skoðað staðsetningu sambæri- legra stofnana hjá öðrum vestræn- um þjóðum. Ef við hugum fyrst að gamla Klambratúninu og staðsetningu Listaháskóla Íslands í norðvestur- horni garðsins, þá geta gatnamót Rauðarárstígs og Flókagötu engan veginn talist til miðborgar Reykja- víkur. Í skýrslunni er þó bent á að miðborg Reykjavíkur sé ákjósanleg- asti staðurinn fyrir skólann. Hverfið um- leikis Kjarvalsstaði er ótvírætt íbúðarhverfi, eða svefnbær ef svo má að orði komast. Ef frá er talin kaffiterían á Kjarvalsstöðum er hvorki vott né þurrt að hafa í nágrenni vænt- anlegs háskóla. Þeir sem kynnst hafa mötu- neytismálum Listahá- skólans og forvera hans, bæði í Laugar- nesi og Skipholti, kæt- ast vart við tilhugs- unina um að þurfa að skokka í frímínútum út á Hlemm til að fá eitt- hvað í svanginn, eða kverkarnar. Þá er það hreinn ídealismi að ætla að íbúar í Norðurmýrinni taki því átölulaust að þrengt sé að þeim með voldugum skólabyggingum og það á eina græna reitnum sem þeir hafa sér til andardrátts og líkamlegrar útrásar. Gleymum ekki að íbúar við Miklubraut eru þegar í stríði út af hávaða, umferð og loftmengun. Ef klípa á af eina græna svæðinu sem þeir hafa sér til hugarhægðar er ég hræddur um að Listaháskóli Íslands auki ekki vinsældir sínar meðal væntanlegra nágranna. Eða hvað skyldi borgarstjórnin segja, sem lent hefur í skæðu áróðursstríði út af mun minni reit en Klambratúninu norðvestanverðu? Þá kemur Hafn- arfjörður vart til greina þegar hug- að er að ákjósanlegum stað fyrir Listaháskóla Íslands. Með fullri virðingu fyrir listalífinu í Hafnar- firði og ágæti bæjarins að öðru leyti er röksemdafærslan um að slíkur skóli yrði mikil lyftistöng fyrir sam- félagið undir Hvaleyrarholti öfug- snúningur á öllum raunhæfum spurningum. Við spyrjum ekki hvað Listaháskóli Íslands geti fært Hafn- arfirði heldur hitt hvað Hafnarfjörð- ur geti gert fyrir Listaháskóla Ís- lands. Í framhaldi af því spyrjum við hvort Hafnarfjarðarbær treysti sér til að gera betur við væntanlegan Listaháskóla Íslands en Reykjavík- urborg, eða hvort það sé líklegt að stofnuninni vegni betur í Firðinum en í Reykjavík. Þegar spurningunni er þannig snúið og Hafnfirðingar inntir eftir því hvort þeir vilji axla allar þær skuldbindingar sem óhjá- kvæmilega fylgja stofnun á borð við Listaháskóla Íslands er ég ekki í vafa um að þeir yrðu því fegnastir að verða af bikarnum. Nú er það svo að Ingibjörg Sólrún hefur lengi haft augastað á Tollhús- inu í Tryggvagötu til handa Listahá- skólanum en fjármálaráðherra neit- ar að fallast á makaskipti til að henni megi verða að ósk sinni. Þó er enn betri kostur steinsnar frá Toll- inum. Það er bílastæðið stóra vestan við Borgarbókasafnið. Stækkunar- möguleikar skólans á þeim stað eru margfaldir á við túnið umhverfis Kjarvalsstaði. Þá er slíkur kostur mun nútímalegri en fornfáleg draumsýn um klassíska akademíu í trjálundunum við Rauðarárstíg. Nú er árið 2001 en ekki 1801, og listin kærir sig ekkert um verndað um- hverfi í grænum haga fjarri ys og þys hvunndagsins. Á sama hátt krefst listfræðslan þess að vera óað- skiljanlegur hluti athafnagrósk- unnar og því koma syfjaðir grasbal- arnir í Norðurmýrinni vart til greina sem heppilegt staðarval fyrir Listaháskóla Íslands. Listahá- skólinn – hvar og hvenær? Halldór Björn Runólfsson Höfundur er kennari við Listaháskóla Íslands. List Nú er árið 2001 en ekki 1801, segir Halldór Björn Runólfsson, og listin kærir sig ekkert um verndað umhverfi í grænum haga fjarri ys og þys hvunndagsins. FRÆÐSLUFUNDUR um sorg og sorgarviðbrögð verður í Kirkjulundi í Keflavík fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Sigurður Pálsson, sóknar- prestur Hallgrímssóknar, flytur er- indi sem hann nefnir Líf í sorg, líf í von. Hann mun flytja mál sitt með myndskyggnum og m.a. ræða um hve fáir hafa í raun þrek til að gera sorg annarra að sinni og hvort kirkjan eigi einhver svör við þján- ingunni. Hann segir m.a.: „Kirkjan boðar ekki skyndilausnir. Hún tek- ur sorgina alvarlega. En hún bendir á hann sem býður fylgd og hún á sjálf að bjóða fylgd, svo tár syrgj- andans þorni, svo augu syrgjandans ljúkist upp og hann eygi von að nýju í fylgd Jesú Krists.“ Sr. Sigurður Pálsson gaf út bók- ina Börn og sorg árið 1998. Bókin er mikill fengur fyrir fjölskyldur sem eru að takast á við sorg og missi. Að loknu erindinu mun hann sitja fyrir svörum ásamt konu sinni, Jóhönnu Möller. Fjölskyldu- eftirmiðdagar í opnu húsi ALLA fimmtudaga er opið hús í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a (gamla iðnaðar- mannafélagshúsinu) milli 14:00 og 16:00. Á sama tíma og á sama stað eru einnig fjölskyldueftirmiðdagar og inni í þeim er tónlistarnámskeið milli kl. 15:00 og 15:30 fyrir ung börn í umsjón Gerðar Bolladóttur söngkonu. Þessi námskeið eru fólki að kostnaðarlausu. Fimmtudaginn 15. febrúar ætlar Auður Bjarna- dóttir að koma á fjölskyldueftir- miðdag, en hún býður upp á jóga- leikfimi fyrir mæður og ungbörn á mömmumorgnum hjá Planet-lík- amsræktarstöðvunum. Hún mun kynna okkur þessa leikfimi milli kl. 14:30 og 15:00 og kl. 15:00 tekur tónlistarnámskeiðið við. Kaffiveit- ingar á miðhæð safnðarheimilisins á vægu verði. Verið velkomin. F.h. Dómkirkjunnar, Bolli Pétur Bollason. Konur í kirkjunni – systur í Kristi Jesú SAMVERUSTUND með altaris- göngu í Friðrikskapellu í Reykja- vík, miðvikudagskvöldið 14. febrúar kl. 20. Allir velkomnir. Konur í kirkjunni - systur í Kristi Jesú eru konur sem hafa um árabil staðið fyrir svonefndum Systradög- um. Upphaf Systradaga var á þann veg að þrjár konur sem höfðu myndað bænaþrennu og beðið sam- an um nokkurt skeið, fundu hjá sér köllun til að hafa kyrrðardaga og bjóða konum að koma til að upp- byggjast saman í bæn og kyrrð. Á þessum dögum hefur verið lögð sér- stök áhersla á að biðja fyrir kirkju Krists á Íslandi og þjónum hennar. Voru fyrstu Systradagarnir haldnir 1989 og hafa síðan verið haldnir í 20-30 skipti á ýmsum stöðum á landinu – hin síðari ár á Imbrudög- um að vori og hausti í Skálholti. Núna eru það 8 konur sem sjá um undirbúning og skipta með sér verkum eftir aðstæðum. Undirbúningsnefnd. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Þorrasamvera eldri borgara kl. 12.10. Helgistund, þorramatur. TTT-starf (10–12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Afbrýði eldri barna. Sig- ríður Jóhannesdóttir hjúkrunar- fræðingur. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 11–16 í Setrinu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur, þjónustu- fulltrúa. Viðtalstímar Þórdísar eru alla virka daga kl. 10–11, sími 551- 2407. Kórskóli fyrir 5–6 ára börn kl. 16. Barnakór 7–9 ára kl. 17. Kvöld- bænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Þorraskemmtun eldri borgara er kl. 12.30–16. Bænagjörð, sálmasöngur og orgel- spil er í kirkjunni kl. 13–13.30. Síð- an er þorramatur (kr. 1.000) á borð- um í safnaðarheimilinu. Eftir matinn gefst tækifæri á að taka í spil, hlusta á upplestur eða mála á dúka og keramik. Stundinni lýkur með spjalli um þorrann og söng- stund á léttu nótunum undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Allir eldri borgarar eru hjartanlega vel- komnir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kirkjuprakkarar 6–7 ára kl. 14.10. Fermingarfræðsla kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju og Þróttheima kl. 20, 8. bekkur. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Jón- as Þórir leikur. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14– 15. Opið hús kl. 16. Myndasýning frá Kverkfjöllum og Herðubreiðar- lindum. Bænamessa kl. 18. Sr. Hall- dór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13–16. Handmennt, spjall og spil. Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16–17. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju fyrir 10–12 ára drengi kl. 17.30. Ung- lingastarf KFUM&K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 15–16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 18–19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8–9 ára barna í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT-sam- vera 10–12 ára barna í dag kl. 17.45–18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14–16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.00, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12:30–13.00. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurs- hópar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir guðfræðingur. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkj- unni um kl. 22. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf í dag kl. 16.30 í umsjón Vilborgar Jónsdóttur og er ætlað börnum 6–9 ára. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Helgistund á Hraunbúðum kl. 11. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12–12.20. Opið hús í KFUM&K- húsinu kl. 20. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar, „Lærum að merkja biblíuna“, í kvöld kl. 20. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengilegri. Allir velkomnir. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavíkurkirkja Safnaðarstarf Líf í sorg, líf í von KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.