Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 43 ✝ Arne FriðrikKristensen fædd- ist á Þormóðsstöðum við Skerjafjörð 12. júlí 1925. Hann lést á líknardeild Land- spítalans aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arne Kristensen frá Þelamörk í Noregi, f. 22. maí 1890, d. 7. október 1953, og Ingibjörg Þórðar- dóttir frá Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi, f. 22. maí 1887, d. 14. janúar 1957. Systkini Arne Friðriks voru Anna Karen, f. 23.5. 1915, d. 1.5. 1997; andvana drengur, f. 1917, Eðvarð Kristján, f. 4.10. 1919; Þórður Marteinn, f. 27.2. 1921; d. 19.4. 1997; Hlín Hulda, f. 1.8. 1922, d. 28.4. 1984; Ásta Kristín, f. 10.12. 1923, d. 19.1. 1995; Baldur Sig- urður, f. 1.4. 1929; Sonia Ingi- björg, f. 9.3. 1931. Arne Friðrik átti einnig tvö hálfsystkini af móður. Ingvar Hjálmtý Sigurðs- son, f. 11.1. 1911, d. 3.12. 1979, Sigurlín Unnur Sigurðardóttir, f. 9.11. 1913, d. 27.12. 1998. Arne Friðrik kvæntist 22. sept- ember 1946 Ingunni Karlsdóttur frá Reyð- arfirði. Foreldrar hennar voru Karl Björgólfur Björnsson frá Stuðlum í Norð- firði, f. 1889, d. 1995, og Lilja Einarsdóttir frá Hofteigi á Jökul- dal, f. 1894, d. 1980. Börn Arne Friðriks og Ingunnar eru: 1) Karl, f. 12.1. 1947, kvæntur Oktavíu Ágústsdóttur. Þau eiga einn son. Karl á þrjá syni fyrir. 2) Lilja, f. 5. febrúar 1949, gift Unn- steini Jóhannssyni. Þau eiga þrjú börn. Eitt þeirra er látið. 3) Arn- heiður Ingibjörg, f. 27. júlí 1954, gift Óskari Diano, búsett í Banda- ríkjunum, þau eiga þrjú börn. 4) Hrefna, f. 7. febrúar 1960, gift Gil Cereno, búsett í Bandaríkjunum. Hrefna á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. 5) Jóhanna Marta, f. 10. mars 1968, gift Gunnari Sigurðs- syni, þau eiga þrjú börn. Arne Friðrik vann í 50 ár sem bifreiðastjóri hjá flugmálastjórn. Útför Arne fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að kveðja þig, elsku pabbi, með örfáum orðum þótt erfitt sé að koma þeim á blað. Þrátt fyrir sorg og söknuð, var hvíldin þér kærkomin og við hugg- um okkur við það. Það er margt sem kemur upp í hugann, því þær stundir sem við áttum með þér voru yndislegar. Það var alveg sama hvað bjátaði á hjá okkur, þú gast alltaf leyst úr vandanum. Þú varst hafsjór af róðleik um landið okkar, og nutum við þess í þeim ferðum sem við fórum með þér, og eru þær stundir ógleymanlegar. Þú varst svo hlýr og alltaf var stutt í húm- orinn og stríðnina. Elsku pabbi, Guð geymi þig og varðveiti og lýsi þér veginn til sín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um huga menn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Börnin. Nú þegar afi minn og nafni hefur lokið sinni vist á þessari jörð, lang- ar mig að minnast hans með fáein- um orðum. Afi minn var einstakt ljúfmenni og afskaplega barngóður. Hann elskaði ömmu heitt, og alltaf voru þau saman hvert sem þau fóru. Bernskuminningar mínar um afa tengjast flestar Reynimelnum þar sem afi og amma bjuggu lengst af. Þar var oft líf í tuskunum. Afi ham- aðist með okkur krakkana í eltinga- leik og hann brá sér í allra kvikinda líki s.s úlfa og Grýlu. Það var mikið hlegið og oft var manni orðið ansi heitt, og þá sérstaklega þegar við strákarnir flugumst á við afa. Og aldrei fóru afi og amma í sum- arbústað í Munaðarnesi öðruvísi en að taka með sér heilan her af börn- um og koma svo í Krummaklett og sækja mig. Þar var oft mikið fjör og mikið brallað. Sumarið 1986 var ég svo heppinn að fá að vinna með afa á Reykjavík- urflugvelli, þar sem afi vann í 50 ár. Ég var þá unglingur og kynntist afa á nýjum vetfangi. Hann sinnti vinnunni af sam- viskusemi, var afskaplega duglegur og góður vinnufélagi. Og ég mun aldrei gleyma ferðinni sem við fór- um um Vesturlandið og völtuðum flugbrautir og máluðum „hatta“. Við vorum saman tveir nafnarnir og hittum engan. Þetta var dagurinn okkar. Hin seinni ár, eftir að ég flutti til Akureyrar og eignaðist þar mína fjölskyldu, áttum við mikið og ómetanlegt samband við afa og ömmu. Við komum oft í heimsókn á Reynimelin og fengum þar alltaf höfðinglegar móttökur. Einnig komu afi og amma norður til okkar á sumrin og gistu hjá okkur, þá var alltaf gaman og mikið hlegið. Afi var alltaf til í að leika við langaf- abörnin sín, lék úlfa og gamlar kerl- ingar, fór í eltingaleiki og espaði þau í að þrasa við sig og ekki var langt í stríðnina. Það hafði ekkert breyst frá því ég var lítill. Á kvöldin sátum við svo fullorðna fólkið og spiluðum og spjölluðum. Þetta voru ómetanlegar stundir. Elsku afi, þú varst engum líkur og þín verður sárt saknað. Elsku amma, missir þinn er mik- ill. Þú og afi voruð elskendur, bestu vinir og sálufélagar í meira en hálfa öld. Ég bið góðan guð að vaka yfir þér og styrkja þig á þessum erfiða tíma. Og mundu að þú ert alltaf vel- komin heima hjá okkur. Guð blessi afa minn og nafna og minninguna um hann. Nafni, Arne Friðrik Karlsson. Í minningu afa míns Arne Frið- rik Kristensen. Ástarfaðir himinhæða heyr þú barna þinna kvak. enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingr. Thorsteinsson.) Ég kveð þig, afi minn, með þess- ari bæn og bið góðan guð að varð- veita þig. Ólafur Örn Karlsson. Ég hef ekki verið hár í lofti þegar minningar um hann afa minn hefj- ast, þá vorum við bræður að kepp- ast um athygli hans, berir að ofan og rennandi sveittir í hörkuáflog- um. Já, það var ekkert lítið sem gekk á þegar okkur tókst að lokka hann í eltingaleik, hann skellihlæj- andi á hlaupum eftir okkur á Reyni- melnum, og þegar hann fór úr öðr- um leðurinniskónum og lét hann smella í lófann þá skríkti krakka- skarinn. Já, ég óska þess að ég verði jafnskemmtilegur afi og hann. Ekki vantaði hlýju í okkar garð, því það var og er eðlilegt að allir kyssist og faðmist við komu og för, já, helst líka aðeins þess á milli. Er hann að frysta?, skyldi hann snjóa? Þetta mátti heyra afa tauta út í glugga, ég hélt ungur drengur að hann afi minn bæri ábyrgð á öll- um flugsamgöngum á þessu landi, hann gaf sjálfan sig allan í starfið því heima við hafði hann áhyggjur af flugbrautunum. Þarna er hann afi minn, benti ég öllum á stoltur, þegar sást til hans þeyta snjónum af brautunum. Á sumrin fór hann margar ferðir út á land á vörubíln- um að flytja ýmsan varning og fór ég með í eina ógleymanlega ferð. Það voru góðar sögur úr öllum þessum ferðum, lýsing á landinu sínu kryddað með gamanmáli. En mér finnst nú vænst um sög- una okkar, hana geymi ég svo lengi sem ég lifi og allar minningar um ljúfan og elskulegan afa. Ég þakka guði okkar samveru- stundir, við höldum gott þorrablót saman seinna. Sigurjón Kristensen. Á vordögum árið 1946 var Frið- rik mættur til starfa hjá Flugmála- stjórn, þá ungur og glæsilegur maður. Seinni styrjöldinni var ný- lokið og við Íslendingar teknir við Reykjavíkurflugvelli. Hann hóf starf sitt sem vörubílstjóri hjá stofnuninni og var afar farsæll í því starfi í samfleytt hálfa öld. Á hverju vori í marga áratugi átti hann m.a. þann fasta starfa að fara hringferð um landið og fara á hvern einasta skráðan flugvöll utan stóru áætlun- arvallanna og valta þá og slétta. Þessir flugvellir skiptu mörgum tugum og eiga íslenskir flugmenn honum mikið að þakka hversu vel þetta var gert. Varla er hægt að benda á nokkurn þann mann sem hefur þekkt betur til flugvalla á Ís- landi en Friðrik. Allt frá stofnun Félags flugmálastarfsmanna ríkis- ins, 6. desember árið 1946, var Friðrik traustur félagi í þau 50 ár sem hann vann hjá Flugmálastjórn. Við sem eftir erum þökkum hon- um fyrir samfylgdina og minnumst hans sem trausts og góðs félaga. Við vottum fjölskyldu og ættingj- um dýpstu samúð. Kveðja frá Félagi flugmálastarfs- manna ríkisins. ARNE FRIÐRIK KRISTENSEN Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.                   !   " "# "$ " "$" % & #"  &# " '"             !      "# $   %   &&'   (!   ) $  *#$     +  +''  $()"   ' # $()"   ' $()"   ' $()"  $  $()"  $  '* #(+# + $ $( , , -         -. .  / $$0 & #" &# " '" 1' % 2+  3  41     . " ' &$+#  $"4 &$+# 4"##  ## &$+#  &$()"  5)# 6 $ 7"# +# 5)## &$+# 2) "$( , 7"$()"  &$" , &$+# "# ##  ## ()"  * #* # + * #* #* #, /                8.9-6 6 5 : : "#+$"  #(    0 (-  1 !     ' ; 1 ## '41+# 6 "1# <, 5)#()"  6 ""##  = 6 "1# '41()"   ## 6 ,  ' #(+# 6 $ '41+# ## , " )#()"  * #* # + * #* #* #,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.