Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 44
MINNINGAR
44 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmunda Sig-urlaug Péturs-
dóttir fæddist á
Lækjarbakka á
Skagaströnd 24.
október 1914. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri
2. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Marta Guð-
mundsdóttir, f. á
Torfalæk í Torfa-
lækjarhreppi 22.
janúar 1885, d. 31.
mars 1957, og Pétur
Jakop Stefánsson, f.
á Höfðahólum í Vindhælishreppi,
nú Höfðahreppi, 29. janúar 1878,
d. 29. júní 1962. Systkini Guð-
mundu: 1) Sigurbjörg Pétursdótt-
ir (hálfsystir, samfeðra), f. 26.
ágúst 1906, d. 28. júlí 1993. 2)
Guðrún Margrét Pétursdóttir, f.
20. október 1915. 3) Jóhann Frí-
mann Pétursson, f. 2. febrúar
1918, d. 13. janúar 1999. 4) Elísa-
bet Pétursdóttir, f. 12.
ágúst 1919. 5) Ingi-
björg Kristín Péturs-
dóttir, f. 1. september
1921. 6) Ófeigur Pét-
ursson, f. 1. mars
1928.
Guðmunda giftist
26. september 1940
Finni G.K. Daníels-
syni. Finnur var fædd-
ur 24. nóvember 1919
á Vöðlum í Önundar-
firði, d. 26. júlí 1999.
Börn þeirra eru: 1)
Guðmundur Jón
Bjarni Finnsson, f. 18.
maí 1942. Kona hans er Hallbera
Ágústsdóttir, f. 19. október 1938.
Þau eiga þrjú börn. 2) Valur Georg
Finnsson, f. 3. júlí 1945. Kona hans
er Arna Dóra Svavarsdóttir, f. 7.
desember 1959, og eiga þau eina
dóttur.
Útför Guðmundu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
„Æ, ertu þá kominn? Mikið er nú
langt síðan.“ Þetta sagði hún við mig
fyrst orða, þegar ég settist við rúm-
stokkinn hjá henni í síðustu heim-
sókn minni, kvöldstund á úthallanda
sumri í fyrra. Ekki var sú heimsókn
löng, fjölskyldan á hraðferð austur á
land, og talsvert um liðið frá því að
ég kom síðast til hennar eins og
marka má af orðunum. Síðustu árin
átti hún skjól á Dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri, beygð af sjúkdómi sem
olli því að minnið var orðið gloppótt
og hún bar oft varla eða ekki kennsl
á gesti, jafnvel þá sem verið höfðu
henni nánir. Og nú er hún öll, 86 ára
gömul, fékk hægt andlát, nýkomin á
ról árdegis á kyndilmessu.
Í munni mínum og okkar bræðra
þriggja og síðar eiginkvenna okkar
og barna hét hún aldrei annað en
Munda frænka, en fullt nafn hennar
var Guðmunda Sigurlaug Péturs-
dóttir. Hún lifði tímana tvenna og
þrenna, því að dagsins ljós leit hún
fyrst í litlum torfbæ á Skagaströnd
24. október 1914, fyrsta barn Mörtu
Guðmundsdóttur og Péturs Stefáns-
sonar á Lækjarbakka. Þar ólst hún
upp við efni, sem vísast voru knöpp,
en atlæti sem ég veit, að hefur verið
gott. Því kynntist ég sjálfur síðar,
þegar ég fékk að vera hjá ömmu og
afa á Skagaströnd á sumrum. Þegar
ég hugsa til þeirra daga er Lækj-
arbakki höfuðból, Spákonufell fjalla
mest og fegurst og alltaf sól í heiði.
Einhverjar fyrstu bernskuminn-
ingar mínar eru frá Skagaströnd.
Ekki er mér þó alltaf ljóst hvað séu
raunverulegar minningar og hvað
sögur sem Munda frænka sagði mér
löngum um ýmislegt skoplegt, sem
drifið hefði á daga mína og frænd-
systkina á líku reki, því að öll vorum
við jafnvelkomin til ömmu og afa.
Ung fór Munda þó að heiman.
Fimmtán eða sextán ára hélt hún til
Akureyrar og í Eyjafirði var hún
næsta áratuginn við nám og störf og
var þá langdvölum á heimili Helga
Pálssonar, útgerðarmanns á Akur-
eyri, og Kristínar Pétursdóttur,
konu hans, mikils sæmdarfólks. Um
skeið vann hún við hjúkrun að Krist-
nesi, enda stóð hugur hennar til
hjúkrunarnáms. Svo varð þó ekki,
því að ástin setti strik í þann reikn-
ing. Árið 1940 gekk hún að eiga ung-
an mann, Finn Daníelsson. Þau sett-
ust að í Reykjavík og bjuggu lengst
af í Barmahlíð, og þar átti ég alltaf
vísan samastað. Fljótt varð Munda
því sú kona sem í vitund minni kom
næst móður minni. Þær systur voru
líka miklar vinkonur, trúnaðarvin-
konur, enda skildi þær aðeins tæpt
ár. Raunar tókst líka fljótt mikill
vinskapur með þeim svilum, föður
mínum og Finni. Heimsóknir voru
miklar og tíðar og það hélst svo, þótt
Munda og Finnur flyttu 1952 norður
og settust að á Akureyri, þegar
Finnur gerðist stýrimaður og síðar
skipstjóri á togurum Útgerðarfélags
Akureyringa. Þegar börn voru vaxin
úr grasi, tóku þau upp þann sið að
fara fjögur saman um landið. Það
tíðkuðu þau, allt þar til faðir minn
féll frá 1981.
Oft og löngum var ég gestur
þeirra Mundu og Finns, hér syðra
og þar nyrðra og raunar fjölskyldan
öll. Ekki fór milli mála að innan-
stokks réð frænka mín ríkjum og ég
held að Finnur hafi unað því vel.
Höfðingsskapur og gestrisni ein-
kenndi bæði. Alla tíð var gestkvæmt
mjög í Norðurgötunni, frændgarð-
urinn stór og vinirnir margir, óvenju
margir, held ég, því að slík hjarta-
hlýja var eitt einkenna Mundu að
allir hlutu eins og ósjálfrátt að laðast
að henni. Hlýja hennar var af því
tagi að þyrfti maður halds og trausts
við var auðvitað að hvort tveggja
væri að finna hjá henni. Það sem
henni var trúað fyrir fór ekki lengra.
Umhyggja hennar og ástúð átti ekk-
ert skylt við væmni heldur var þess
háttar sem kemur krókalaust frá
hjartanu.
Aldrei vissi ég hana leggja illt til
nokkurs manns, þótt því færi einnig
fjarri að hún lægi á skoðunum sínum
um menn og málefni, teldi hún það
nokkru varða. Létt var hún alla
jafna í spori, glaðvær og gamansöm.
Af sjálfu leiðir að í lífi hennar sem
annarra setti þó annað kastið niður
skúr, en því flíkaði hún ekki. Tvö
fjögurra barna þeirra Finns, piltur
og stúlka, létust í fæðingu, en á legg
komust tveir synir, Guðmundur Jón
Bjarni og Valur Georg.
Barn að aldri velti ég því stundum
fyrir mér hvort ég hlyti ekki að vera
eftirlætisfrændinn hennar Mundu
svo góð sem hún væri mér og nær-
gætin. Nú er mér þó nær að ætla að
á þessa lund höfum við öll hugsað,
systkinabörn hennar, hvert um sig.
Slíkt var ástríki þessarar konu, þeg-
ar við áttum í hlut.
Hún lét sér ekki nægja að stýra
rausnarheimili þar sem gestagangur
var jafnan mikill. Jafnframt lét hún
fljótt til sín taka í félagslífi, eftir að
norður kom, starfaði ötullega í kven-
félaginu Hlíf í fjölda ára. Má því vel
geta þess hér að hljóðara hefur verið
en skyldi um það hver hlíf Hlífar-
konur hafa alla tíð verið akureyrsk-
um og norðlenskum börnum, fyrst
með rekstri barnaheimilisins Pálm-
holts á Akureyri og síðar með því að
færa Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri að gjöf margvísleg tól og
tæki. Í meira en þrjá áratugi var
Munda líka umboðsmaður Happ-
drættis DAS á Akureyri. Allt jók
þetta drjúgum við vinafjöld hennar,
því að í þessu sem öðru duldust eðl-
iskostir hennar og eigindir engum
þeim sem við hana átti skipti.
Þótt aldur þess sem kvaddur er
hafi verið orðinn hár og löngu ljóst
að hverju færi, finnst manni sjálf-
sagt alltaf sem ýmislegt hafi enn
verið ógert og ósagt. Þó ekki hefði
verið nema enn einn koss á hrukk-
óttan vanga eða klapp á lúna og
knýtta hönd. Það verður svo að vera
úr þessu. Guðmunda Sigurlaug Pét-
ursdóttir hefur vafalaust orðið hvíld-
inni fegin svo var að henni sorfið
undir lokin. Í spor okkar allra fýkur
með tíð og tíma. Sporanna hennar
mun þó sjá stað meðan þeir lifa sem
muna hana þegar hún var og hét.
Sonum hennar, Guðmundi Jóni
Bjarna, konu hans, Hallberu Árnýju
Ágústsdóttur, börnum þeirra og
barnabörnum og Vali Georgi og
Örnu Dóru Svavarsdóttur, konu
hans, og dóttur þeirra sendum við
samúðarkveðjur. Þakkarkveðjur
eru líka fluttar starfsfólki dvalar-
heimilisins Hlíðar á Akureyri fyrir
elskusemd og líkn síðustu árin, sem
henni entist líf, en ekki heilsa.
Helgi H. Jónsson
og fjölskylda.
Mér er það bæði ljúft og skylt að
minnast móðursystur minnar Guð-
mundu Pétursdóttur sem dó að
morgni 2. febrúar síðastliðins.
Munda var hún alltaf kölluð. Hún
fæddist 24. október 1914 á Lækjar-
bakka, Skagaströnd, elsta dóttir
hjónanna Péturs Stefánssonar sjó-
manns, bónda og verkamanns og
Mörtu Guðmundsdóttur húsmóður
og saumakonu. Var hún því 86 ára er
hún lést. Á heimilinu ólust upp fimm
alsystkini Mundu og ein hálfsystir.
Það hefur því verið þröngt í búi sem
og víða á fyrri hluta þessarar aldar.
Munda giftist síðan Finni Daníels-
syni skipstjóra og síðar fiskmats-
manni, sem einnig er látinn, og
bjuggu þau lengst af á Akureyri.
Tvo syni eignuðust þau, þá Guð-
mund og Val. Mamma mín og
Munda voru afar nánar og mikil
samgangur milli fjölskyldnanna
þrátt fyrir að búa hvor í sínum
landshlutanum. Alltaf gistu Munda
og Finnur hjá mömmu og pabba
þegar þau komu í bæinn, saman eða
hvort í sínu lagi. Munda þurfti jafn-
an að heimsækja alla þá vini og ætt-
ingja sem hún mögulega gat, þegar
hún kom suður, enda ættrækin vel
og félagslynd. Þeir bræður Guð-
mundur J.B. og Valur Georg bjuggu
líka báðir hjá okkur í Miðtúninu ef
ég man rétt meðan á námi fyrir
sunnan stóð. Um langt árabil ferð-
uðust þau jafnan saman um landið í
sumarfríum mamma og pabbi og
Munda og Finnur. Það vildi svo til að
pabbi og Finnur voru saman að
veiða í Svartá í Langadal þegar
pabbi dó 1981. Margar ferðirnar
voru farnar til Akureyrar og jafnan
gist hjá Mundu og Finni á Norður-
götu 45 á Akureyri. Fyrst með
mömmu og pabba og síðar fórum við
Helga kona mín að venja komur
okkar á Norðurgötuna. Tók Munda
jafnan á móti okkur með hinni mestu
rausn og aldrei kom til greina annað
en við gistum hjá henni. Börnum
okkar var líka tekið með kostum og
kynjum og litu þau á Mundu sem
nokkurs konar viðbótarömmu. Á
árinu 1990 fluttu þau Munda og
Finnur í íbúð í Víðilundi 20 á Ak-
ureyri. Skrítið var að koma til Ak-
ureyrar og fara ekki á Norðurgöt-
una. Munda var umboðsmaður
happdrættis DAS á Akureyri alla tíð
sem ég man eftir mér, þangað til fyr-
ir fáeinum árum að hún dró sig í hlé
frá þeim störfum. Alltaf var litið inn
hjá Mundu í DAS og fengið kaffi, ef
við vorum fyrir norðan. Munda
starfaði líka í kvenfélaginu á Akur-
eyri og var mjög virk í því starfi. Síð-
ustu árin hefur Munda dvalið á
GUÐMUNDA
SIGURLAUG
PÉTURSDÓTTIR
, -
.&7.
>
<"'4#" ?@
&# " '"
$ 2 $ 3
+
&&'
5)## 7$1+#
7$$A ' #(()"
&$$ &$$ ()"
<$+ ' #(()"
#(* # + * #* #,
BLÓMABÚÐ
MICHELSEN
TILKYNNIR
LOKAÐ VEGNA
BREYTINGA Í FEBRÚAR
MICHELSEN
HÓLAGARÐI,
SÍMI 557 3460
, -
: B:
7 4 ) "
&$$* CD
&# " '"
$ 2 $
0
! 4
+''
5
$ (
6 ! 7
++.888'
5)#1#
()"
$"#( # ()"
#( 7(4 (+#
2) # +#
4$ # ()"
" ' ()"
2) = ## %#()"
* #* # + "#",
99 .8: 9:
&6
% "#( * &4 '"
%' "$ " "$" % &4+$4" @C
&4+$4$$"
9 : ! ,$
*#$
! 3
4
&&'
; ! <
9"$ 6 "1# ')#()" 6 "$" )+#
$1 6 "$"()" + ) 6 "$"+#,
=
> !
>
?
(
?$ ( 3
!
!
!
5: 7: "E 1' "
7E" '" ?
41,
" 1' %#()"
%# " "## #+# " 1' " ()"
' # #()"
< F ) #()"
#" %#+# # &
" <+ *
&$$()
1 %#+#,
=
> # ?
!
!
!
65
: 5: 4, $" *" "')
6$EE4" ?C,
@ > - ;$ /
@$!#
-
($
;
) 2+ $"()"
" 1' 6 #()"
5)# 2) 6 #+# #"* G #(()"
2+ $" 6 #+#
+ * #* #,