Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðbjörg SelmaStefánsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. maí 1949. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 6.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Stefán Bjarn-
mundsson, f. 11.1.
1920, d. 1.10. 1957,
og Stefanía Sigur-
jónsdóttir, f. 19.6.
1920. Systkini Guð-
bjargar Selmu á lífi
eru Kristín, f. 7.10.
1943; Oddbjörg, f.
26.6. 1947; Fjóla, f. 6.3. 1951, Guð-
rún, f. 3.11. 1959; Heiðar, f. 22.10.
1956; og Stefán, f. 6.12. 1945. Lát-
in eru tvö systkini, Sigrún, f. 20.5.
1942, d. 1998; og
Bjarnmundur, f. 17.9.
1952, d. 1961.
Sambýlismaður
Guðbjargar Selmu var
Smári Kjartan Kjart-
ansson, f. 30.8. 1953.
Guðbjörg Selma
starfaði m.a. hjá Eim-
skip á farskipum
félagsins og við ýmis
verslunarstörf uns
hún gerðist dagmóðir
1985 en því starfi
sinnti hún allt til
dauðadags.
Útför Guðbjargar
Selmu fer fram frá Áskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Ég trúi því ekki enn að þú sért far-
in. Þetta er svo sárt og þetta gerist
svo snöggt. Fyrir örfáum dögum
hringdir þú í mig til að láta mig vita
að þú færir örugglega á spítala og
spurðir hvort ég kæmi ekki að heim-
sækja þig. Ég hélt það nú að ég kæmi.
En þetta fór allt á annan veg en við
töluðum um. Ég vildi svo innilega að
ég hefði getað komið þér til hjálpar
þegar þú virkilega þurftir á því að
halda í veikindum þínum en ég held
að við höfum ekki gert okkur grein
fyrir því hvað málið var alvarlegt. Þú
áttir svo skilið að fá hjálp frá mér, þú
áttir það inni hjá mér. Ég vona svo
innilega að þú sért komin á betri stað
þar sem ekkert böl er og laus við allar
þær kvalir og áhyggjur sem okkur
mannfólkinu fylgja. Ég vona að þér
líði vel, því þannig get ég með tím-
anum sætt mig við að þú sért farin frá
okkur, Gugga mín.
Elsku Gugga, þín er sárt saknað og
missirinn er mikill. Ég var heppin
kona að kynnast þér 1985 þegar þú
tókst börnin mín tvö og umvafðir þau
ást og umhyggju eins og þú ættir þau
sjálf, enda var það þitt starf og yndi.
Það sést einna best á hvað þú varst
góð við Auði, Brynju og Magna sem
komu til þín í pössun sem börn og
hafa ekki viljað sleppa þér síðan. Þú
varst þeim sem önnur mamma.
Þegar ég þurfti að fá dagmömmu
fyrir Grétu Málfríði kom bara engin
önnur til greina en þú, ég gat ekki
hugsað mér að láta hana neitt annað.
Ég þurfti að bíða en biðin var þess
virði því engin dagmamma hefði gert
allt það fyrir okkur sem þú hefur
gert.
Þegar þú varst farin að moka í
Grétu Málfríði gjöfum þá var mér um
og ó þótt þú segðir mér að þig bara
langaði að gera þetta. Dúkkurnar,
jólaserían, laugardagsnammið sem
keypt var á föstudögum og allt hitt
sem þú gafst henni segir sína sögu
um þína persónu, gestrisni og gjaf-
mildi. En þegar þú fórst nú með hana
í búðir eins og þú gerðir oft og keyptir
á hana skóna varð ég endanlega orð-
laus. Og sjálf varð ég svo sannarlega
ekki útundan.
Ég fæ aldrei betri pössun fyrir
hana því þú varst alveg einstök. Þótt
þú þyrftir að vera með hana lengur þá
var það aldrei neitt mál og þú varst
ekki að einu sinni að rukka fyrir það,
þú hafðir bara gaman af því. Ég veit
að það er alveg sérstakt að eiga börn
með svona margra ára millibili og fá
sömu dagmömmuna fyrir þau öll.
Enda finnst mér gaman að segja frá
því. Elsku Gugga mín, hvað geri ég án
þín? Þú hefur hjálpað mér svo mikið
að ég hef ekki svar við því. Þótt Gréta
Málfríður fái inni á leikskóla í sumar
ætla ég að bíða þangað til því ég læt
ekki hvern sem er passa hana. Það er
bara svoleiðis, elsku Gugga mín. Ég
veit að þú veist hvað ég meina.
Ég sakna þín svo sárt og ég ætla
ekki að láta Grétu Málfríði gleyma
þér því þú varst henni sem önnur
mamma. Ég veit að smáfólkið saknar
þín líka, Gréta lætur ekki hjá líða að
spyrja um þig á hverjum einasta degi
– það er erfitt að taka á þeirri stöðu.
Ég mun geyma allar minningar um
þig í hjarta mínu vel og lengi. Því þú
varst ekki bara dagmamma barnanna
minna heldur góð vinkona líka.
Elsku Smári, missir þinn er mikill.
Allt lífið sem var í kringum ykkur er
nú horfið því alltaf var mikið líf og fjör
í kringum öll börnin. Við fjölskylda
mín vottum þér okkar dýpstu samúð
svo og móður, systkinum og öðrum
ættingjum.
Blessuð sé minning þín, Gugga
mín. Hvíl í friði.
Halldóra Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Sumarið 1985 þurfti að finna pláss
fyrir Brynju Guðrúnu hjá dag-
mömmu. Það var ekki um auðugan
garð að gresja, fullt hjá öllum dag-
mæðrum. „En það má reyna hjá
henni Guðbjörgu á Óðinsgötunni, hún
er oft liðleg,“ var eina svarið. Það
reyndust orð að sönnu, Gugga hafði
pláss og vandinn var leystur.
Betri lausn er ekki hægt að hugsa
sér. Gugga tók Brynju Guðrúnu að
sér og milli þeirra mynduðust fljótt
tengsl umfram það sem venjulegast
gerist undir slíkum kringumstæðum.
Auk þess að gæta Brynju á „venju-
legum vinnutíma“ var ekkert sjálf-
sagðara en að leyfa henni að vera
lengur ef foreldrarnir þurftu á að
halda. Ekki vafðist heldur fyrir
Guggu að leyfa stelpunni að sofa hjá
sér yfir nótt eða jafnvel nokkrar næt-
ur ef það verkaðist þannig. Alltaf með
bros á vör og ekki vildi hún borgun
fyrir. Þær fóru líka saman í „sum-
arfrí“ og það var ekki lítið spennandi
að fara til Guggu með poka af
„skrúfum“. Þá var nefnilega partí.
Brynja Guðrún var ekki eina
„tökubarn“ Guggu. Auður, jafnaldra
Brynju Guðrúnar, kom líka í vistina
1985 og varð þeim stöllum vel til vina.
Það er langt síðan Gugga flutti af
Óðinsgötunni og hún er búin að flytja
oftar en einu sinni síðan þá. En alltaf
hafa Brynja Guðrún og Auður fylgt
henni, hafa í orðsins fyllstu merkingu
átt hjá henni og Smára sitt annað
heimili. Allt til þess dags að Gugga
var flutt alvarlega veik á sjúkrahús
fyrir liðlega viku. Það eru víst ekki
mörg dæmi um að barn sé hjá dag-
mömmu frá sex mánaða aldri og fram
á 17. aldursár – og það sömu dag-
mömmunni. Og það er aldeilis öruggt
að hefði Guggu notið við lengur sæti
hún uppi með „börnin“ Brynju og
Auði enn um langa hríð.
Megi Guð styrkja Smára og aðra
þá sem um sárt eiga að binda við frá-
fall Guggu. Við þökkum af alhug fyrir
pössunina.
Sigríður og Eiríkur.
Á fallegum vetrarmorgni kvaddi
Gugga dagmamma. Hún kvaddi
þennan heim svo snöggt, eins og
hendi hefði verið veifað, þó svo að hún
hefði ekki verið heilsuhraust síðustu
vikurnar. Okkur er ljúft og skylt að
minnast hennar með þakklæti í huga.
Fyrir um tíu árum vantaði okkur
dagmömmu fyrir drengina okkar.
Þegar við hófum leit að dagmömmu
var mælt með Guggu. Ekki leist okk-
ur nú beint vel á að fara með drengina
okkar til hennar og var það staðsetn-
ingin sem við settum fyrir okkur. En
við vorum hvött til að fara til hennar
og ræða við hana. Okkur var sagt að
hún sinnti starfi sínu vel og börnum
liði vel hjá henni. Við fórum á staðinn.
Þetta voru orð að sönnu. Eldri dreng-
urinn vildi fá að vera lengur þegar
fyrstu heimsókninni lauk. Hjá Guggu
og Smára voru þeir í gæslu á daginn
næstu árin eða þar til þeir voru orðnir
sjö og níu ára gamlir. Það var nota-
legt að koma til Guggu þegar skóla-
degi lauk á hádegi, fá heita máltíð og
sinna svo námi og leik þar til pabbi og
mamma voru búin í vinnunni. Gest-
kvæmt var á heimilinu og heimilis-
haldið öðruvísi en við áttum að venj-
ast. Þetta fannst strákunum
spennandi. Gugga lagði áherslu á að
börnunum liði vel. Hún vildi að börnin
borðuðu mikinn og góðan mat.
Ósjaldan höfum við eldað mat og
fengið að heyra að maturinn væri
ekki eins og hjá Guggu, eða af hverju
við getum ekki haft þennan eða hinn
matinn eins og Gugga. Gugga var
dugleg að fara út með börnin. Á
sumrin nánast lagðist hún út með all-
an skarann, pakkaði niður nesti og
nauðsynlegum búnaði og þrammaði
af stað með hópinn sinn. Þetta voru
börnin hennar. Smári tók mikinn þátt
í starfi Guggu og sinnti börnunum af
alúð og natni. Einnig honum eigum
við mikið að þakka. Smári hefur misst
mikið við fráfall hennar. Þegar við
hjónin eignuðumst þriðja drenginn
okkar fyrir um ári kom aldrei annað
til greina en að Gugga myndi líta eftir
honum þegar við fórum til vinnu okk-
ar.
Hugur okkar hjónanna og fjöl-
skyldu er hjá Smára og fjölskyldu
Guggu, einnig hjá Auði, Brynju,
Magna og öðrum ástvinum hennar.
Við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð. Megi góður guð veita ykkur styrk
í sorg ykkar. Blessuð sé minning
Guggu.
Hafsteinn og Sigurbjörg.
Elsku Gugga. Nú ertu farin frá
okkur og við sitjum eftir með margar
góðar minningar um allar þær stund-
ir, sem við eyddum saman. Allar
tjald- og sumarbústaðaferðirnar voru
skemmtilegar og ánægjuríkar, og við
höfðum það alltaf gott þegar við sát-
um í steikjandi sól á sundlaugar-
túninu og horfðum á krakkana hlaupa
um og leika sér. Við eigum svo marg-
ar góðar og bjartar minningar um
þig, en það er engin ein, sem stendur
upp úr. Þú og Smári voruð sem aðrir
foreldrar okkar, og við kölluðum ykk-
ur alltaf mömmu og pabba þegar við
vorum litlar. Þú varst alltaf til staðar
og okkur grunaði aldrei að þú hyrfir
svona fljótt úr lífi okkar. Núna þurf-
um við öll að læra að lifa án þín.
Það er ótrúlega skrítið að koma
upp á Barónsstíg og engin Gugga.
Elsku Smári, þó að hún Gugga okkar
sé farin munt þú alltaf vera stór og
mikilvægur hluti af lífi okkar. Elsku
Gugga, okkur þykir óendanlega vænt
um þig og minning þín mun alltaf lifa í
hjörtum okkar.
Auður og Brynja.
GUÐBJÖRG SELMA
STEFÁNSDÓTTIR
Pabbi hringdi í mig
snemma á mánudags-
morguninn með frétt-
ina um að þú værir lát-
in. Ég hringdi strax í
dóttur mína og bar henni tíðindin og
okkur setti hljóðar. Þó að við vissum
að hverju stefndi vonuðumst við allt-
af eftir kraftaverki. Fólk ætti ekki að
þurfa að kveðja þennan heim í blóma
lífsins. Við sem eftir lifum trúum því
að til sé betri staður og þangað
stefnum við. Ef sá staður er til þá ert
þú þar, því þú hafðir allt til að bera til
að komast þangað. Ég man þegar þú
fluttir til Eyja til þess að vinna á
spítalanum hérna og ég passaði Guð-
nýju fyrir þig á meðan. Það hentaði
mér vel þar sem Bergey dóttir mín
var jafngömul Guðnýju og ég með
ungbarn og komst ekki út á vinnu-
markaðinn. Það var líf og fjör í Eyj-
um á þeim tíma og engin lognmolla.
Það var gaman fyrir mig sem komst
lítið út að setjast yfir kaffibolla og
hlusta á þig segja frá skondnum at-
vikum úr vinnunni og frístundunum.
Ég man svo vel eftir hlátrinum sem
var svo smitandi að maður varð að
hlæja með og þú varst alltaf svo já-
kvæð. Fyrsta húsnæðið sem þú
fékkst hérna, var nú frekar lélegt
GUÐBJÖRG
ÞORLÁKSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Þor-láksdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
september 1958. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
aðfaranótt 29. jan-
úar síðastliðins og
fór útför hennar
fram frá Laugarnes-
kirkju 9. febrúar.
herbergi með aðgangi
að eldhúsi en þú gerðir
bara gott úr því. Berg-
ey man svo vel eftir því
þegar Guðný og hún
fengu að horfa á sjón-
varpið heima hjá þér og
þú bauðst upp á popp-
korn í grænni skál og
það var svo gaman.
Bergey minntist á
þetta við Guðnýju um
daginn og Guðný hló og
sagði að skálin góða
væri ennþá til. Þú tókst
þátt í uppfærslu leik-
félagsins hérna á
Saumastofunni og bauðst mér og
manninum mínum á frumsýninguna.
Það kom að því að þú ákvaðst að
flytja aftur upp á land. Stuttu eftir að
þú fluttir kynntist þú manni og eign-
aðist með honum son. Eftir því sem
tíminn leið hittumst við sjaldnar, en
þó að langt liði á milli var alltaf eins
og við hefðum hist í gær. Það gerði
vinskapur dætra okkar sem alltaf
hafa haldið sambandi og heimsótt
hvor aðra. Það kom best í ljós hve já-
kvæð og lífsglöð þú varst þegar þú
fékkst fréttina um veikindi þín. Þetta
var eitthvað sem þú ætlaðir að berj-
ast við og sigra og um tíma héldum
við að það hefði tekist, en svo var
ekki. Guðný dóttir þín var hér úti í
Eyjum á þrettándanum og sagði
okkur þá hve alvarleg veikindi þín
væru orðin. Og nú ert þú farin.
Elsku Guðný, Þorgeir og Sindri
Þór, Ása og Lalli, sorg ykkar er mikil
og þið eigið samúð okkar alla.
Guð veri með ykkur.
Þínar frænkur,
Karen og Bergey.
Sigurður Valdi-
marsson var næst-
elsta barn Valdimars
Þórðarsonar, afabróð-
ur míns, og konu
hans, Sigríðar Elínar
Þorkelsdóttur. Siggi frændi eins
og hann vildi láta kalla sig var ein-
stakur maður og mikill söknuður
og eftirsjá er vegna fráfalls hans.
Hann var áhugasamur um marga
hluti en við deildum sameiginleg-
um áhuga á ættfræði. Eitt sinn er
við vorum að tala um forfeður okk-
ar spurði hann hvort ég hefði ekki
séð ákveðnar upplýsingar um fjöl-
skylduna í einni bók og þegar svar
mitt var neikvætt kom hann
seinna þennan sama dag og gaf
mér bókina. Hann skráði sífellt hjá
sér upplýsingar um ættina og var
hann með afar gott minni og sem
kom að góðum notum í heimilda-
leit eins og hann vann margar
stundirnar á Þjóðskjalasafninu.
Eftir að Siggi hætti störfum í
bankanum fóru hann og Þorkell,
bróðir hans, í ferðalag til ættingja
okkar í Danmörku og Svíþjóð.
Sinnti hann ættfræðinni af kappi
og skráði niðjatal langafa síns
Helga Hanssonar sem hann vann
af kostgæfni. Ættarmót var haldið
SIGURÐUR B.
VALDIMARSSON
✝ Sigurður B.Valdimarsson
fæddist í Reykjavík
17. júlí 1937. Hann
lést á Landspítalan-
um 26. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 2. febrúar.
á Íslandi fyrir nokkr-
um árum og síðastlið-
ið sumar var í Borre-
vejle í Danmörku
haldið fjölmennt ætt-
armót sem er ógleym-
anlegt. Siggi frændi
var mjög ánægður
með mótið í Dan-
mörku og hann
skemmti sér vel alla
dagana því þarna var
hann ásamt Ingi-
björgu, stelpunum
sínum, barnabörnum,
fóstursonum og
tengdasonum. Siggi
hafði leiftrandi frásagnarhæfileika
sem komu oft greinilega í ljós og
við munum geyma í minningum
okkar. Við höfðum ekki reiknað
með því að ættarmótið í Borre-
vejle væri það síðasta með Sigga
því við töluðum um að hafa það
næst á Snæfellsnesi og við hlökk-
uðum til að hittast öll á Íslandi. En
ég efa það ekki að Siggi frændi
verði í huga okkar allra á næsta
fjölskyldumóti. Góðar minningar
um góðan mann sem með nærveru
sinni hafði áhrif á þá sem honum
kynntust hlýja okkur og gleðja um
ókomna framtíð.
Missir okkar er mikill en ekki
eins mikill og nánustu ástvina
Sigga og því sendi ég Ingibjörgu,
Þórunni, Önnu Maríu, Elínu og
fjölskyldum þeirra, fóstursonun-
um Ársæli og Gunnari og Þorkeli
og fjölskyldu hans mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur í sorg
þeirra.
Helga Erlendsdóttir.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@-
mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöð-
ugrein af hæfilegri lengd, en
aðrar greinar um sama einstak-
ling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Cranio—nám
Norðurland / Akureyri
28. 04 — 3. 05. 2001
Thomas Attlee, DO, MRO, RCST
College of Cranio—Sacral Therapy
Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara
www.simnet.is/cranio
422 7228, 699 8064, 897 7469