Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 47
DANSÍÞRÓTTASAMBAND Ís- lands (DSÍ) stóð fyrir sínu fyrsta Ís- landsmeistaramóti í samkvæmis- dönsum með frjálsri aðferð sunnu- daginn 11. febrúar í Laugardals- höllinni. Dansíþróttasambandið var stofnað með formlegum hætti 18. maí 2000. Frá þeim degi hefur ekki verið blásið til Íslandsmeistaramóts. Eins og fram kemur í ávarpi for- manns DSÍ, Birnu Bjarnadóttur, þá hafa félagsmenn síður en svo haldið að sér höndum þótt ekki hafi verið haldið Íslandsmeistaramót. Félagar DSÍ hafa farið víða á keppnir erlend- is á þessum mánuðum og þeir hafa þjálfað og æft stíft fyrir þetta mót. „Þeir hafa unnið vel að markmiðum sínum og náð góðum árangri á sterk- um mótum erlendis og unnið Evr- ópu- og Norðurlandameistaratitla. Við óskum þessum dansíþrótta- mönnum innilega til hamingju með góðan árangur. En ekki síst þökkum við þeim fyrir að vera þjóð okkar og ungri íþróttagrein til slíks sóma sem raun ber vitni,“ sagði Birna jafn- framt. Dansíþróttasamband Íslands mun standa fyrir þremur öðrum mótum á þessu ári. Íslandsmeistaramót í 10 dönsum með frjálsri aðferð og Ís- landsmeistaramót í gömlu dönsunum og línudönsum fer fram í mars. Í maí heldur sambandið svo Íslandsmeist- aramót í grunnsporum, línudönsum og bikarkeppni með frjálsri aðferð. Það kemur svo í hlut DSÍ að halda Norðurlandameistaramótið í sam- kvæmisdönsum 1. og 2. desember nk. Keppnin sl. sunnudag var sett með hefðbundum hætti. Keppendur marseruðu inn á keppnisgólfið, áhorfendur risu úr sætum og fána var heilsað. Þessi athöfn setur mik- inn hátíðleikablæ á danskeppnir og er að mínu mati ómissandi við slík tækifæri. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra flutti þá stutt ávarp og setti þetta fyrsta Íslandsmeistara- mót DSÍ með óskum um gott gengi dansíþróttarinnar um ókomin ár. Keppnisskipulagið var með örlítið öðrum hætti en vanalega, þar sem grunnsporaflokkum og frjálsum flokkum var blandað saman í dag- skránni. Kostir þessa fyrirkomulags eru helst þeir að það verður engin flokkun eftir kunnáttu og keppendur og aðstandendur sjá fleiri útgáfur af dansinum. Eins ber að hafa í huga að keppndur eru svo fáir að nánast allt- af er dansað til úrslita beint, sem þýðir að erfitt er að setja upp tíma- töflu, þar sem að lágmarki verða að líða 20 mínútur milli umferða. Gall- inn við þetta er hinsvegar sá að keppnirnar verða örlítið þyngri og á stundum líður dálítið langur tími milli umferða. Keppnin á sunnudag gekk ágæt- lega að flestu leyti. Umhverfið var mjög notalegt, sérstaklega til að byrja með, þar sem kastarar lýstu upp keppnisgólfið og salurinn myrkvaður. En kveikja þurfti aðal- ljós salarins í síðari hluta keppninn- ar, sem dró svolítið úr stemmningu í salnum, en sem betur fer ekki úr dönsurunum, því þeir stóðu sig allir með stakri prýði. Dómarar keppninnar voru 5, þeir Michael Eichert (Þýskalandi), Per J. Palmgren (Svíðþjóð), Leif Krabbe (Danmörku), Grethe Andersen (Nor- egi) og Karen Hardy (Englandi). Ég get ekki neitað því að ég saknaði þess að hafa ekki tvo íslenzka dómara á gólfinu. Það er mikilsvert að við eig- um okkar dómara, það er svo í öllum öðrum íþróttagreinum. Ég veit ekki um neitt land sem notar enga inn- lenda dómara í landskeppnum sín- um, þó það finnist hugsanlega ein- hvers staðar. Ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega verðum við að sjálfsögðu að eiga íslenzka dómara sem geta dæmt bæði íslenzkar og er- lendar danskeppnir, það liggur í hlutarins eðli. Nú er hópur af íslenzkum döns- urum að fara til Kaupmannahafnar um næstu helgi til að taka þátt í einni sterkustu danskeppni sem haldin er í Evrópu, Copenhagen Open. Mun Morgunblaðið að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála í þessari sterku keppni og óskar keppendum góðs gengis. Úrslit og umsagnir Unglingar I, F, suður-amerískir dansar 1. Jónatan Örlygss./Hólmfríður Björnsd. GT 2. Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad. GT 3. Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd. GT 4. Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds GT 5. Stefán Claessen/María Carrasco GT 6. Ingólf D. Petersen/Laufey Karlsd. HV 7 Arnar Georgss./Tinna R. Pétursd.GT Þetta er yngsti hópur frjálsu keppninnar og er alltaf gaman að horfa á þennan hóp, með tilliti til þess hve stutt hann er búinn að dansa með frjálsri aðferð. Þarna eru á ferðinni ákaflega efnilegir dansarar, þó svo segja verði að efstu tvö pörin, þau Jónatan og Hólmfríður og Þorleifur og Ásta, séu ennþá í sérflokki. Jónatan og Hólmfríður voru í góðu formi á sunnudaginn og dönsuðu ákaflega vel, og hlutu gullverðlaun. Þeim hefur farið mikið fram og er lík- amsstaða þeirra og hreyfingar miklu agaðari og nákvæmari. Mér fannst þau sýna mesta framför í sömbu, þá sérstaklega varðandi pelvis-hreyf- ingar og notkun fóta. Þorleifur og Ásta voru einnig að gera góða hluti, þó fannst mér þau örlítið þyngri á sér en venjulega, sér- staklega í jive-inu. Mér hefur yfirleitt fundist cha,cha vera þeirra sterkasti dans og var einnig svo nú. Þunga- flutningur góður og hreyfingar fínar. Unglingar I, F, sígildir samkvæmisdansar 1. Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad. GT 2. Jónatan Örlygss./Hólmfríður Björnsd. GT 3. Arnar Georgss./Tinna R. Pétursd. GT 4. Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd. GT 5. Ingolf D. Petersen/Laufey Karlsd. HV 6. Stefán Claessen/María Carrasco GT 7. Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds GT Það sama verður að segja um sí- gildu samkvæmisdansana og þá suð- ur-amerísku nema munur paranna er mun minni í þessum flokki. Það sem mér fannst kannski einna mest ábótavant er að koma dansstöðunni í gott lag. Það hvernig hún skekkist oft stafar af of lítilli notkun fóta og hreyfingarnar koma þá í gegnum hendurnar. Þorleifur og Ásta fóru með sigur af hólmi í þessum flokki. Mér fannst tangóinn þeirra góður og vel dans- aður, aðeins fannst mér þó gæta þess almennt að axlalína var of há. Enski valsinn var líka mjög fallegur. Passið talningu í foxtrot! Jónatan og Hólmfríður voru einnig að gera mjög góða hluti og fannst mér þar foxtrottinn bera af. Nýting þeirra á tónlistinni var mjög góð, sér- staklega á hægu sporunum. Með að- eins betri nýtingu fóta í sígildu döns- unum eru þeim allir vegir færir. Unglingar II, F, suður-amerískir dansar 1. Davíð G. Jónss./Helga Björnsd. GT 2. Agnar Sigurðss./Elín D. Einarsd. KV 3. Ásgrímur Logas./Bryndís M. Björnsd. GT 4. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg GT 5. Sigurður Arnarss./Sandra Espersen HV 6. Jón Þ. Jónss./Hjördís Ö. Ottósd. HV 7. Davíð M. Steinarss./Sóley Emilsd. GT 8. Baldur Þ. Emilss./Dagný Grímsd. GT Í þessum flokki eru margir af okk- ar reyndustu dönsurum í dag og var keppnin mjög hörð og spennandi. Davíð Gill og Helga fóru með sigur af hólmi og voru að gera marga mjög góða hluti. Ég er samt viss um þau geta gert mun betur, þau voru ekki heldur að keyra á fullu, þar sem Dav- íð var meiddur. Þau eiga svo sann- arlega bjarta framtíð, enda ákaflega glæsilegt og metnaðarfullt par. Rúmban þeirra og cha,cha fannst mér þeirra sterkustu dansar og ákaf- lega vel dansaðir. Agnar og Elín Dröfn hafa verið í gríðarlegri framför og þetta var svo sannarlega þeirra dagur. Agnar hef- ur sýnt mikla framför á undanförn- um mánuðum og kemur mun sterk- ari til leiks nú en áður. Þau náðu vel saman, sérstaklega í cha,cha og eins fannst mér jive-ið þeirra gott. Unglingar II, F- sígildir samkvæmisdansar 1. Agnar Sigurðss./Elín D. Einarsd. KV 2. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg GT 3. Davíð G. Jónss./Helga Björnsd. GT 4. Davíð M. Steinarss./Sóley Emilsd. GT 5. Sigurður. Arnarss./Sandra Espersen HV 6. Ásgrímur Logas./Bryndís M. Björnsd. GT 7. Jón Þ. Jónss./Hjördís Ö. Ottósd. HV Eins og fyrr sagði var þetta dagur Agnars og Elínar Drafnar. Þau komu mjög sterk til leiks og uppskáru sem þau höfðu sáð. Notkun fóta hefur lagast mikið hjá þeim og verður von- andi haldið áfram að vinna með það. Haldið þeirra var mun afslappaðra en áður, sérstaklega í vínarvalsi og quickstep. Friðrik og Sandra Júlía unnu til silfurverðlauna. Þetta var bezta ballroom sem ég hef séð þau gera. Dansstaða orðin mun betri en áður, þökk sé betri notkun fóta. Þau þurfa samt sem áður að passa vel uppá dansstöðuna, hún á það til að verða svolítið há. Ungmenni F/áhugamenn F, suður-amerískir dansar 1. Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. HV 2. Hannes Þ. Egilss./Sigrún Ýr Magnúsd. GT 3. Gunnar Gunnarss./Halldóra Halldórsd. GT 4. Grétar A. Khan/Jóhanna. Bernburg KV Hér eru okkar reyndustu dansarar og þeir sem hafa verið að ná einna lengst á alþjóðavettvangi. Norður- landameistararnir Ísak Halldórsson og Helga Dögg fóru með sigur af hólmi. Mér fannst þau dansa frábær- lega vel og þau voru einstaklega heillandi á gólfinu. Mér finnst þau miklu öruggari en áður, þá sérstak- lega í hreyfingum. Ég hafði á orði í fyrra að mér þættu hreyfingar þeirra í hverjum dansi fyrir sig of líkar. Að mínu mati er þetta að mestu horfið, það er orðinn mjög skýr munur á hreyfingum þeirra í t.d. sömbu og cha,cha. Árangur þeirra er sá bezti sem íslenzkt par hefur náð í þessum flokki og er engin ástæða til að ætla annað en að þau haldi áfram á þess- ari braut. Hannes Þór og Sigrún Ýr dönsuðu mjög vel. Það var eitthvað sem small núna. Þau dönsuðu betur saman núna en þau hafa gert og hefur þar æfingin greinilega skapað meistar- ana. Hreyfingar Hannesar voru mjög sterkar og öruggar á móti kvenlegum og mjúkum áherslum Sigrúnar. Sérdeilis glæsilegt par, með bjarta framtíð! Ungmenni F/áhugamenn F, sígildir samkvæmisdansar 1. Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. HV 2. Hilmir Jenss./Ragnheiður Eiríksd. GT 3. Hannes Þ. Egilss./Sigrún Ýr Magnúsd. GT 4. Grétar A. Khan/Jóhanna B. Bernburg KV Ísak og Helga Dögg fóru með sig- ur af hólmi í þessum flokki. Þau voru mun öruggari og afslappaðri en síð- ast þegar ég sá þau og tónlistarnotk- un þeirra til fyrirmyndar, svo og notkun fóta. Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei- ríksdóttir hafa verið með okkar sterkustu pörum til margra ára. Að þessu sinni dönsuðu þau einungis hina sígildu samkvæmisdansa. Foxtrottinn finnst mér alltaf vera þeirra dans, þar er notkun fóta og tónlistarnotkun til fyrirmyndar. Mér finnst tangóinn þeirra þurfa smá lag- færingu, sérstaklega hvað varðar fótaburðinn og hraðabreytingar. Ákaflega gott og efnilegt par! Fullorðnir, F- suður-amerískir dansar 1. Björn Sveinss./Bergþóra Bergþórsd. GT 2. Eggert Claessen/Sigrún Kjartansd. GT Okkar elztu dansarar með frjálsri aðferð. Björn og Bergþóra, Íslands- meistarar síðustu ára, dansa ákaf- lega yfirvegaðan og stílhreinan dans. Mér finnst þó á stundum sum sporin ekki henta þeim, sérstaklega í rúmbu og cha,cha. Góður pasó og jive bætti þetta þó upp. Eggert Claessen og Sigrún döns- uðu mun betur en áður að mínu mati. Mér fannst einnig pasó og jive þeirra bestu dansar Fullorðnir, F- sígildir samkvæmisdansar 1. Björn Sveinss./Bergþóra Bergþórsd. GT 2. Jón Eiríkss./Ragnhildur Sandholt GT Björn og Bergþóra sigruðu einnig í þessum flokki með góðum dansi. Jón og Ragnhildur höfnuðu í 2. sæti. Ég hef séð þau dansa betur, þá sér- staklega vals og foxtrot. Þetta er samt sem áður mjög sterkt par í þessum flokki sem hefur verið í mik- illi framför undanfarin misseri. Úrslit í grunnsporakeppninni Börn I, A, sígildir samkvæmisdansar 1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd. DÍK 2. Sigurþór Björgvinss./Telma Sigurðard. DÍK 3. Sævar Þ. Sigfúss./Ragna B. Bernburg GT 4. Hörður Ö. Harðars./Guðrún Arnalds DÍK 5. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd. DÍK 6. Kristján Kristjánss./Anný Herm. DÍK Börn I, A, suður-amerískir dansar 1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd. DÍK 2. Sævar Þ. Sigfúss./Ragna B. Bernburg GT 3. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd. DÍK 4. Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd. KV 5. Pétur G. Magnúss./Jóna Benediktsd. DÍK 6. Sigurþór Björgvinss./Telma Sigurðard. DÍK Börn II A/D, sígildir samkvæmisdansar 1. Valdimar Kristjánss./Rakel Guðm. HV 2. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd. DÍK 3. Guðmundur Guðm./Ester Halldórsd. DÍK 4. Sigurður Brynjólfss./Rakel Guðm. HV 5. Torfi B. Birgiss./Telma Ólafsd. GT 6. Ólafur B. Tómass./Telma Ýr Arnarsd. DÍK 7. Magnús Kjartanss./Helga Rúnarsd. DÍK Börn II, A/D, suður- amerískir dansar 1. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd. DÍK 2. Valdimar Kristjánss./Rakel Guðm. HV 3. Júlí H. Halldórss./Rakel S. Björnsd. GT 4. Edda B. Jónsd./Helga Haraldsd. GT 5. Magnús Kjartanss./Helga Rúnarsd. DÍK 6. Torfi B. Birgiss./Telma Ólafsd. GT 7. Guðmundur Guðm./Ester Halldórsd. DÍK Unglingar I, A/D, suður-amerískir dansar 1. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd. GT 2. Stefán Víglundss./Andrea Sigurðard. ÝR 3. Jón E. Gottskáldss./Elína H. Jónsd. KV 4. Þór Þorvaldss./Lilja Guðmundsd. GT 5. Steinar Ólafss./Ragnheiður Árnad.ÝR 6. Haraldur Harðars./Áslaug Daníelsd. DÍK Unglingar I, A/D, sígildir samkvæmisdansar 1. Þór Þorvaldss./Lilja Guðmundsd. GT 2. Gunnh. Steinþórsd./Hildig. Steinþ. GT 3. Haraldur Harðars./Áslaug Daníelsd. DÍK 4. Jón E. Gottskálkss./Elína H. Jónsd. KV 5. Fannar Kristmannss./Sara Harðard. DÍH 6. Jón G. Guðmundss./Þórunn Ólafsd. DÍK Unglingar I, D, sígildir samkvæmisdansar 1. Gunnh. Steinþórsd./Hildigunnur Steinþd. GT 2. Ólöf Á. Ólafsd./Elísabet Ö. Jóhannsd.ÝR 3. Iðunn Jónasard./Rakel Pálsd. GT 4. Oddný S. Davíðsd./Tinna Gunnarsd. GT 5. Klara Hjartard./Ása K Jónsd. DÍH 6. María Vesterdal/Karen Axelsd. ÝR 7. Ólöf K. Helgad./Jóhanna A. Arnarsd. ÝR. Unglingar I, D, suður-amerískir dansar 1. Gunnhildur Steinþ.d./Hildigunnur Steinþd. GT 2. Ólöf Á. Ólafsd./Elísabet Ö. Jóhannsd.ÝR 3. Iðunn Jónasard./Rakel Pálsd. GT 4. Oddný S. Davíðsd./Tinna Gunnarsd. GT 5. Birta M. Kristinsd./Rakel Ó. Axelsd. GT 6. María Vesterdal/Karen Axelsd. ÝR 7. Ólöf K. Helgad./Jóhanna A. Arnarsd. ÝR Unglingar II, A/D, suður-amerískir dansar 1. Anita T. Helgad./Arna S. Ásgeirsd. ÝR 2. Theodór Kjartanss./Telma Ægisd. ÝR 3. Katrín Ýr Sigurðard./Sigrún Birgisd. GT Áhugamenn, A, suður-amerískir dansar 1. Steinunn Reynisd./Aðalh. Svavarsd. ÝR Áhugamenn, A, sígildir samkvæmisdansar 1. Steinunn Reynisd./Aðalh. Svavarsd.ÝR 2. Klara Hjartard./Ása K. Jónsd. DÍH Börn II, K, sígildir samkvæmisdansar 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV 2. Arnar D. Péturss./Gunnhildur Emilsd. GT 3. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd. KV 4. Aðalsteinn Kjartanss./Erla Kristjánsd. KV 5. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. KV Börn II, K, suður-amerískir dansar 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV 2. Arnar D. Péturss./Gunnhildur Emilsd. GT 3. Aðalsteinn Kjartanss./Erla Kristjánsd. KV 4. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. KV 5. Karl Bernburg/Helga Guðjónsd. KV Unglingar I, K, sígildir samkvæmisdansar 1. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd. KV 2. Þorsteinn Sigurðss./Nadine Hannesd. KV 4. Fannar H. Rúnarss./Edda G. Gíslad. HV 5. Ásgeir Erlendss./Hanna M. Óskarsd.GT 6. Eyþór S. Þorbjörnss./Ásrún Ágústsd. HV 7. Ari F. Ásgeirss./Rósa J. Magnúsd. DÍH Unglingar I, K, suður-amerískir dansar 1. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd. KV 2. Þorsteinn Sigurðss./Nadine Hannesd. KV 4. Fannar H. Rúnarss./Edda G. Gíslad. HV 5. Ásgeir Erlendss./Hanna M. Óskarsd. GT 6. Eyþór S. Þorbjörnss./Ásrún Ágústsd.HV 7. Ari F. Ásgeirss./Rósa J. Magnúsd. DÍH Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir í flokki ungmenna og áhugamanna F. Hannes Þór Egilsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir í flokki ung- menna og áhugamanna F. Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir í flokki ungmenna og áhugamanna F. Fjölmennt Íslandsmót í dansi Jóhann Gunnar Arnarsson DANS L a u g a r d a l s h ö l l ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í SAMKVÆMISDÖNSUM MEÐ FRJÁLSRI AÐFERÐ Sunnudagur 11. febrúar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ingolf D. Petersen og Laufey Karlsdóttir í fl. unglingar I F. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.