Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRLA MORGUNS 20. mars 1995
voru íbúar Tókýó að tínast til vinnu
eða í skóla í troðfullum neðanjarð-
arlestum. Þriðjudagurinn verður frí-
dagur líkt og sunnudagurinn á undan,
en mánudagurinn er eins og hver
annar dagur, vinna framundan eða
skóli. Meðal farþega í þrem lestum á
Hibiya- Chiyoda- og Marunouchi-leið
eru meðlimir Aum-sértrúarsafnaðar-
ins sem eru með brúsa vafða í dag-
blöð. Á fyrirfram ákveðnum stöðum
setja þeir bögglana frá sér og stinga
gat á þá með yddum regnhlífum um
leið og þeir fara úr lestinni. Ekki líður
á löngu þar til farþegar sem eftir eru í
lestinni og bætast við fara að finna
óþægilega sætsúra lykt, fljótlega fara
þeir að hósta og síðan líður yfir
nokkra. Smám saman átta lestaryf-
irvöld sig á að eitthvað er á seyði,
starfsmenn taka pakkana, sem sumir
eru rennvotir af torkennilegum
vökva, og reyna að hreinsa mestu
bleytuna úr vögnunum. Lestarnar
halda áfram en þegar lestarstarfs-
mennirnir sem unnu hreins-
unarstarfið taka að hníga niður eru
þær stöðvaðar og öllum vísað út. Þeg-
ar upp er staðið liggja tólf manns í
valnum og á sjötta þúsund hefur orð-
ið fyrir alvarlegri eitrun af sarin-
taugagasi.
Japanski rithöfundurinn Haruki
Murakami er með þekktustu og vin-
sælustu rithöfundum seinni ára, bæði
í heimalandinu og á Vesturlöndum.
Hann er rétt kominn á sextugsaldur
og nokkuð sér á báti í japönskum
bókmenntaheimi, stendur utan við
klíkur og samtök
rithöfunda þar í
landi og hefur
eytt drjúgum
tíma utan heima-
landsins, meðal
annars til að fá
fjarlægð til að
skrifa um jap-
anskt þjóðfélag
að hann sjálfur
segir. Meðal
helstu verka
Murakamis
eru bækurnar
Norwegian
Wood, Hard-
Boiled Wond-
erland and
the End of
the World, A
Wild Sheep
Chase /
Dance,
Dance,
Dance, The
Wind-Up Bird Chronicle og nú síðast
South of the Border, West of the Sun.
Murakami þykir ævintýralegur í
skrifum sínum og bækurnar mett-
aðar eins konar draumkenndu
raunsæi þar sem kynjaverur og yf-
irskilvitleg öfl hafa oftar en ekki áhrif
á framvinduna. Það vakti því mikla
athygli þegar hann sendi frá sér bók
um hryðjuverk þeirra Aum-manna
sem getið er í upphafi.
Las af rælni
lesendabréf
Í inngangi að bókinni Under-
ground: The Tokyo Gas Attack and
the Japanese Psyche, segist Murak-
ami hafa lesið af rælni lesendabréf í
japönsku glanstímariti frá eiginkonu
manns sem lenti í árásinni. Hann
segir hana hafa rakið það er hann
hafi mætt skilningi yfir- og sam-
starfsmanna sinna fyrir það hve
lengi hann var að glíma við eft-
irköst árásarinnar en eftir því
sem lengra leið frá henni
snerist meðaumkunin upp í
fyrirlitningu og spott og á
endanum hrökklaðist
hann frá vinnu. Að sögn
Murakamis var engin
beiskja í bréfinu eða
reiði; það var helst að konan undr-
aðist hvernig annað eins gat hent
hana, en þrátt fyrir það varð hann
djúpt snortinn af bréfinu og sleginn
yfir því að mörgum mánuðum eftir
árásina væri fólk enn að glíma við eft-
irköst hennar. Í framhaldinu ákvað
hann að hitta að máli sem flesta af
þeim sem urðu fyrir árásinni og fá að
heyra sögu þeirra svo hann gætið
miðað henni áfram til lesenda.
Murakami réð sér aðstoðarmenn
til að hafa uppi á fórnarlömbunum og
setti á endanum saman 700 nafna
lista. Af þeim lista hafði hann upp á
140 manns en fæstir vildu ræða árás-
ina, flestir vildu gleyma henni sem
fyrst, vantreystu blaðamönnum eða
vildu ekki vera bendlaðir við neitt
sem snerti Aum-söfnuðinn. Þegar
upp var staðið urðu viðtölin sem birt
eru í bókinni 60 talsins, vandlega yf-
irfarin af þeim sem þau veittu til þess
að bókin væri laus við öll æsingaskrif.
Þetta er
bara svona
Viðtölin gefa góða mynd af jap-
önsku samfélagi ekki síður en sérlega
skýra og merkilega mynd af því
hvernig árásin kom Japönum gjör-
samlega í opna skjöldu. Fyrir vest-
ræna lesendur er merkilegt að
skyggnast í hversdagslíf japanskra
launamanna og hve líf þeirra er í föst-
um skorðum. Þeir vinna langan
vinnudag og þurfa að auki að fara
langa leið í vinnuna, algengt er að fólk
sé hálfan annan tíma á leið í vinnuna
eða þaðan af lengur. Algengt er að
fólk sé mætt í vinnu hálftíma áður en
vinnutími hefst til að vera tilbúið að
hefja störf á slaginu. Allir þrauka þó
og enginn kvartar því þetta er bara
svona.
Murakami lýsir því í bókinni hve
þessi samtöl við almenna borgara
hafi verið sér dýrmæt, því hann hafi
alltaf langað til að skilja japanska
þjóðarsál betur eftir átta ára sjálf-
skipaða útlegð í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Einnig segir hann viðtölin
við þá sem verst urðu úti, Shizuko
Akashi sem lamaðist að mestu og
missti minnið og ungu ekkjuna Yosh-
iko Wada sem missti mann sinn í
árásinni og eignaðist stúlku stuttu
síðar, hafi vakið hjá sér spurningar
um getu sína sem rithöf-
undar að tjá tilfinn-
ingar í orðum; ótta,
örvæntingu, ein-
semd, reiði, doða,
firringu, óvissu
og von fórn-
arlambanna.
Samtök hins æðsta sannleika
Aum Shinri Kyo-flokkurinn, „sam-
tök hins æðsta sannleika“, iðkar eins-
konar samhræring af búddatrú og
kristni. Leiðtogi hreyfingarinnar
Shoko Asahara, sem var nefndur
Chizuo Matsumoto við fæðingu 1955,
setti trúarbrögðin saman eftir að hafa
numið búddafræði og hindúatrú í
Himalaya-fjöllum. Í trúnni er hann
Kristur endurborinn en hann notar
óspart Opinberunarbókina og spá-
dóma Nostradamusar. Fylgendur
Asahara urðu flestir 20.000 um heim
allan, en að sögn gengu þeir margir
til liðs við söfnuðinn vegna þess að
þeir töldu sig öðlast við það yfirnátt-
úrlegan kraft, en aðrir hrifust af því
hve Asahara hafnaði vestrænum gild-
um og efnishyggju.
Í viðtölum við félaga úr söfn-
uðinum, þó ekki þá sem frömdu
ódæðin, sem eru felld inn í ensku út-
gáfuna en komu út sér í Japan, kem-
ur vel í ljós að þeir eru hug-
sjónamenn, flestir ganga til liðs við
söfnuðinn ungir til að finna tilgang í
lífinu, fylla tómarúm eða finna sér
nýja fjölskyldu. Liður í inngöngunni
er að þeir afsala sér öllu eignum og
eftir það eru þeir á framfæri safn-
aðarins, vinna þau verk sem þeir eru
falin af leiðtogum hans, hvort sem er
að moka skurði eða smíða vítistól.
Meðal kenninga Asahara var að hann
hefði farið fram til ársins 2006 og
rætt þá við eftirlifendur þriðju heims-
styrjaldarinnar. Í kjölfarið skipaði
hann sérstakt varnarmálaráðuneyti
og ar hófust menn handa við að rækta
banvæna sýkla og búa til sarin tauga-
gas.
Murakami segist hafa fundið til
samúðar er hann ræddi við Aum
félagana, enda séu þeir á sinn hátt
fórnarlömb álíka og þeir sem urðuð
fyrir taugagasinu í neðanjarðarlest-
inni, alvarlega þenkjandi ungmenni
sem hafi áhyggjur af því hvert stefni í
heiminum ólíkt hans kynslóð sem hafi
glatað öllum sínum hugsjónum. Það
sé ekki síst merki um það hve jap-
ansk þjóðfélag sé fjandsamlegt þeim
sem stinga í stúf að þessi ungmenni
hafi orðið geðbiluðum trúarleiðtoga
að bráð.
Underground: The Tokyo Gas
Attack and the Japanese
Psyche eftir Haruki
Murakami. Harville
gefur út. 309 síð-
ur, innb. Fæst
í Máli og
menningu.
TAUGAGASÁRÁS Í NEÐANJARÐARLESTUM Í TÓKÝÓ
Sarin og
japönsk þjóðarsál
Shoko Asahara, leiðtogi
Aum Shinri Kyo-flokks-
ins, „samtaka hins
æðsta sannleika“.
Associated Press
TVÍBURARNIR Chang og Eng
voru fæddir í Síam árið 1811. Þeir
voru ósköp venjulegir drengir að
öllu leyti nema því að þeir voru
samvaxnir, orðið síamstvíburar
kemur til af þeim.
Þeir voru af fátæku fólki komnir.
Faðir þeirra var fiskimaður á ánni
Mekong og báturinn var heimili
þeirra. Fæðing þeirra vakti að von-
um mikla athygli og fréttin barst
til eyrna konungsins.
Á þessum tíma var hjátrúin slík,
að jafnvel var talið að fæðing
þeirra væri afar slæmur fyrirboði.
Þegar þeir voru sjö ára voru þeir
teknir frá foreldrum sínum og
fluttir til konungshallarinnar í
Bangkok svo kóngur gæti tekið
ákvörðun um, hvað gera skyldi við
tvöfalda drenginn, taka hann af lífi
eða þyrma honum.
Konungur sleppti piltunum og
leyfði þeim að fara til síns heima.
Þá höfðu aðstæður breyst mikið,
faðir þeirra var látinn og móðir
þeirra búin að missa tökin á lífi
sínu. Dag nokkur kom útlendingur
til hennar og bauðst til að gera
syni þeirra fræga og ríka. Hún tók
boðinu og sendi þá burt með hon-
um.
Í Ameríku voru þeir hafðir til
sýnis fyrir almenning. Þeir voru
settir í búr og fólk borgaði fyrir að
fá að sjá skrímslið. Þeir voru rann-
sakaðir í bak og fyrir af læknum og
geta ekki um frjálst höfuð strokið.
Þeir losna þó seint og um síðir úr
þessari þrælavinnu og flytja til
bæjar í suðurríkjunum. Þar kynn-
ast þeir systrum, sem þeir kvæn-
ast, þrátt fyrir mótmæli heima-
manna.
Þeir búa saman, auðvitað, með
konum sínum og það er allt annað
en auðvelt, því einkalíf þeirra
bræðranna er ekkert.
Darin Strauss tekst mjög vel að
skrifa sögu síamstvíburanna. Hann
lætur Eng segja frá og lýsing hans
á samskiptum þeirra og návistinni,
sem gat verið óþolandi, er frábær.
Það er gott að eiga bróður en að
hafa hann bundinn við sig alla ævi
er of mikið af því góða.
Forvitnilegar bækur
Chang
og Eng
Chang & Eng, eftir Darin Strauss.
Allison & Busby gefur út árið 2000.
348 síðna kilja. Kostar 2.195
í Máli og menningu.
Ingveldur Róbertsdótt ir
FLESTIR Peanuts-vinir kann-
ast eflaust við það þegar Snoopy
stendur á hundakofanum og leikur
brúðuleikhús, oft leikþætti með
tugum persóna. Eitt af þeim leik-
verkum sem hann setur gjarnan á
svið er sagan af þeim Geste-bræðr-
um, tvíburunum Michael og Digby
og John, sem kallast Beau Geste
eftr viðurnefni elsta bróðurins, og
naut gríðarlegra vinsælda á sinni
tíð.
Sagan af örlögum bræðranna
þriggja og eðalsteininum bláa er
ævintýraleg í meira lagi. Hún segir
frá göfugmennsku, ást og grimmi-
legum örlögum, hetjudáðum á fjar-
lægum slóðum og sannri herra-
mennsku upp á enska vísu. Stór
hluti hennar gerist í eyðimörkum
Norður-Afríku og í virkinu Zind-
erneuf í Frönsku-Súdan, en þar
verða þeir atburðir sem greiða loks
úr flækjunni sem hefst í dagstof-
unni á Brandon Abbas í Englandi.
Að því er fram kemur í stuttri
samantekt um höfundinn fremst í
bókinni var Wren ævintýramaður
sjálfur og gekk meðal annars í
frönsku útlendingahersveitina sem
hann segir svo frá í bókinni. Það
hafði sitt að segja um vinsældir
bókarinnar, því ævintýraljóminn
yfir þeirri sveit hefur ævinlega
verið mikill þótt ekki fái hún ýkja
háa einkunn hjá Wren. Hann lýsir
henni sem safni auðnuleysingja og
illmenna með stöku góðmenni inn á
milli.
Líkt og ævintýrabóka er siður
eru persónur í bókinni dregnar
grófum dráttum, menn eru yfirleitt
afskapega vondir, og þá oftar en
ekki mjög ljótir, eða yfirnáttúrlega
góðir og göfugir. Enginn skyldi þó
láta það aftra sér frá að lesa bókina
því að flóknar og útpældar persón-
ur þvælast bara fyrir þegar fjörið
byrjar.
Forvitnilegar bækur
Harmleik-
urinn í
Zinderneuf
Beau Geste eftir P.C. Wren. Bókin
kom fyrst út árið 1924 en þessi út-
gáfa 1994 í röðinni Wordsworth
Classics. 391 bls. kilja. Keypt á
fornsölu í Barcelona á 250 kr.
Árni Matthíasson