Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 1

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 1
46. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2001 INDÓNESÍSK herskip voru í gær send til Borneó-eyju til þess að flytja á brott skelfingu lostna flóttamenn vegna vikulangra átaka milli tveggja þjóðflokka sem hafa kostað að minnsta kosti 142 menn lífið. Mannfallið var mest í bænum Sam- pit í héraðinu Mið-Kalimantan og ná- lægum stöðum. Lögreglan var með mikinn viðbúnað í bænum og ekki kom til átaka í gær. Nokkur fórnarlambanna voru háls- höggvin og árásarmennirnir héldu á höfðum þeirra þegar þeir gengu um götur Sampit. Önnur voru brennd til bana. Stjórn Indónesíu skipaði sjóher landsins að flytja á brott þúsundir flóttamanna frá Sampit og tvö skip voru send til bæjarins. Erjur milli frumbyggja og innflytjenda Blóðsúthellingarnar hófust vegna deilna milli dajaka, frumbyggja Borneó, og innflytjenda frá eyjunni Madura, sem er nálægt Austur-Jövu. Báðir þjóðflokkarnir hafa getið sér orð fyrir að vera grimmir stríðsmenn. Dajakar gengu um götur Sampit í gær í leit að Madura-mönnum, sem hafa flestir fengið athvarf í lögreglu- stöð og opinberum byggingum í mið- bænum. Um 15.000 Madura-menn hafa flúið frá Sampit og svipaður fjöldi bíður eftir herskipunum. Hundruð manna hafa beðið bana í átökum þjóðflokkanna á Borneó síð- ustu tvö ár. Átökin hófust þegar stjórnin ákvað að flytja fólk frá þétt- býlum eyjum, svo sem Madura og Jövu, til strjálbýlla héraða. Hætt hef- ur verið við þessi áform vegna mik- illar andstöðu við þau. Mið-Kalimantan er eina héraðið á Borneó þar sem dajakar eru enn í meirihluta. Lögreglustjóri Indónesíu kenndi tveimur embættismönnum í héraðinu um blóðsúthellingarnar og sagði þá reiða yfir að hafa ekki fengið ný störf þegar stokkað var upp í emb- ættismannakerfinu eftir að indónes- ísku héruðin fengu aukin sjálfsstjórn- arréttindi. Stjórnvöld í Indónesíu senda herskip til Borneó-eyju Flóttafólki bjargað eftir mannskæð átök AP Öryggisvörður gætir fólks á flótta undan átökum á Borneó-eyju milli dajaka og innflytjenda frá Madura-eyju. Sampit. Reuters. GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fóru í göngutúr að loknum hádegisverði í Camp David ásamt hundi Bush. Leiðtogarnir hittust um hádegisbil í gær en Blair er fyrsti leiðtogi Evrópuríkis sem hittir Bush að máli. Leiðtog- arnir lögðu báðir áherslu á að varðveita hið „ein- staka samband“ sem hefð er fyrir milli Bandaríkja- manna og Breta. „Það er arfleifð sem ég tek alvar- lega,“ sagði Bush. Bush og Blair voru ánægðir að loknum fund- inum í gær. Meðal þess sem þeir ræddu voru refsi- aðgerðirnar gegn Írak og hvernig hægt væri að gera þær áhrifa- ríkari. Leiðtogarnir ræddu einnig áform um evrópskan her en ráð- gjafar Bush hafa lýst yfir áhyggjum af að slíkur her muni grafa undan Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bush sagði Blair hafa fullvissað hann um að NATO myndi áfram gegna lykilhlutverki í varn- armálum Evrópu. Umdeildar tillögur Bandaríkja- manna um eldflaugavarnarkerfi bar einnig á góma en þær voru ekki ræddar í smáatriðum. Blair hældi Bush fyrir að ræða tillögurnar við bandamenn Bandaríkjanna. Bush og Blair hittast Camp David. AP. AP STAÐFEST hefur verið að sex tilfelli veirusjúk- dómsins gin- og klaufaveiki hafi fundist í svínum í Bretlandi og síðdegis í gær tók gildi vikubann við öllum flutningi á búfé milli staða, þar á meðal á markaði og í sláturhús. „Markmiðið er að koma í veg fyrir útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar meðan við erum að reyna að kveða hana niður,“ sagði Nick Brown landbúnaðarráðherra í gær. Útivist- arsamtök hafa frestað gönguferðum, hestamenn eru beðnir að halda sig heima og formaður sam- taka bænda, Ben Gill, sagði að fjölmiðlamenn ættu ekki að heimsækja býli þar sem sýkin hefur greinst vegna þess að þeir gætu dreift henni enn víðar um landið. Árið 1967 þurfti að fella 440 þúsund svín vegna gin- og klaufaveikifaraldurs. Hundruðum svína hefur þegar verið slátrað á sex búum víða í Eng- landi og einu í Skotlandi þar sem sóttin hefur greinst en hún hefur ekki borist til Wales eða Norður-Írlands. Býlin og nánasta umhverfi þeirra hafa verið sett í einangrun. Stjórnvöld í Írlandi hafa þó gripið til varúðarráðstafana og munu 300 hermenn gæta landamæranna. Útflutningur á búfé á fæti, kjöti og mjólkuraf- urðum var bannaður í vikunni. Faraldurinn er enn eitt áfallið fyrir bændur í Bretlandi. Nautgripa- bændur hafa á undanförnum árum orðið að fella drjúgan hluta gripanna vegna kúariðufaraldurs og ekki getað flutt afurðirnar út, einnig hafa bændur þurft að kljást við svínapest. Gin- og klaufaveiki leggst nær aldrei á fólk en einkennin á svínum og öðrum klaufdýrum eru slæm sár við kjaft og á löppum, hiti og lystarleysi og getur veikin stundum dregið dýrið til dauða. Sum afbrigði geta borist tugi kílómetra um loftið. Afbrigðið sem komið er upp í Bretlandi er þó ekki af því tagi en berst auðveldlega með fólki og fén- aði. Það er mjög smitandi og hefur verið rakið til býlis í Heddon-on-the-Wall í Northumberland; talið er að tvær vikur séu síðan veikin barst í svín þar. Ekki er ljóst með hvaða hætti það gerðist og segja sérfræðingar að margt komi til greina, jafn- vel að smitað kjöt úr samloku með innfluttu kjöt- áleggi eða pylsa með veirunni hafi lent í fóðri dýr- anna. Kúaberklar í Þýskalandi Skýrt var frá því í Þýskalandi í gær að slátrað hefði verið hjörð 140 nautgripa vegna þess að berklar af gerðinni C höfðu greinst í sláturdýri. Álitið var að veikinni hefði verið útrýmt í landinu fyrir mörgum áratugum en talið er að hún hafi ef til vill borist þangað með verkafólki frá Austur- Evrópu. Þjóðverjar hafa fundið 35 gripi með kúa- riðu í landinu síðan í nóvember og hefur sala á nautakjöti hrunið í kjölfarið. Veirusjúkdómurinn gin- og klaufaveiki finnst á ný í svínum í Bretlandi Bann við flutningi á búfé milli staða tekur gildi London, Ebersberg í Þýskalandi. The Daily Telegraph, Reuters, AP, AFP. VÍSITALA hlutabréfamarkaða í London og París var sú lægsta í rúmt ár er mörkuðum var lok- að í gær. Orsökin er verðfall það er varð á Wall Street eftir að fjarskiptafyrirtækið Mot- orola sendi frá sér afkomuvið- vörun. Tilgátur um að seðla- banki Bandaríkjanna muni lækka vexti fyrr en ætlað var urðu hins vegar til þess að vísi- tala Nasdaq-markaðarins hækkaði aftur og var það í fyrsta skipti í viku í gær að hún var hærri í dagslok en byrjun. Sérfræðingar sögðu uppsveifl- una þó líklega tímabundna og að búast mætti við frekari lækkun á næstunni. Evrópu- markaðir í lágmarki London, Chicago. AP. ARIEL Sharon, verðandi forsætis- ráðherra Ísraels, hvatti í gær Banda- ríkjastjórn til þess að draga úr áherslu sinni á friðarferlið í Miðaust- urlöndum. Talsmaður hans, Raanan Gissin, sagði Sharon ekki hafa í hyggju að gefa ferlið upp á bátinn, ýmis önnur svæðisbundin vandamál væru aftur á móti allt eins aðkall- andi, þ. á m. vopnaeign Íraka. Rík- isstjórn Bush hefur lagt á það áherslu að Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, verði ekki með friðartillögur í farteskinu í ferð sinni til Miðausturlanda. Ferðin, sem er fyrsta opinbera heimsókn Powells, hefst í dag með heimsókn til Egyptalands þar sem hann mun m.a. hitta utanríkisráðherra Rússlands, Ígor Ívanov. Eitt meginmarkmið ferðar Powells er að tryggja stuðn- ing við árásir Bandaríkjamanna á Írak en þær hafa sætt harðri gagn- rýni araba, þ. á m. Egypta sem hafa verið stuðningsmenn Bandaríkj- anna. Mannskæð átök Einn Palestínumaður lést, annar særðist illa og um 50 særðust í átök- um milli ísraelska hersins og Palest- ínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Palestínumenn hafa boðað til dags reiði á hverjum föstudegi síðan uppreisn þeirra, inti- fada, hófst í lok september. Yfir 400 manns hafa látist í átökunum. Powell til Miðaust- urlanda Betlehem, Washington, Jerúsalem. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.