Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
38% FÉLAGSMANNA BSRB eru
óánægð með tölvuþekkingu sína og
85% þeirra hafa áhuga á að sækja
námskeið í tölvunotkun og upplýs-
ingatækni. Þetta er meðal þess sem
nýleg skoðanakönnun um tölvu-
kunnáttu, aðgengi að tölvum, notk-
un og óskir um námskeið, leiðir í
ljós. Úrtakið var 800 einstaklingar
sem skiptust hlutfallslega á milli að-
ildarfélaga BSRB.
BSRB mun bregðast við niður-
stöðum könnunarinnar með því að
efla tölvulæsi og standa fyrir grunn-
námskeiðum þar sem reynt verður
að ná til þeirra félagsmanna sem
minnst kunna. „Jafnframt verður
þeim sem hafa einhverja þekkingu
boðið upp á fræðslu til að auka við
tölvuþekkingu sína,“ segir Garðar
Gíslason, fræðslustjóri Kennslumið-
stöðvar Háskóla Íslands, sem kynnti
niðurstöðurnar á blaðamannafundi.
Tekið verður upp samstarf við
starfsmenntunarsjóði aðildarfélag-
anna við að fjármagna námskeiðin
en ætlunin er að fyrir næsta haust
verið búið að skipuleggja 50 tölvu-
námskeið fyrir félagsmenn BSRB
vítt og breitt um landið. Af hálfu
BSRB er litið svo á að með þessu
átaki verði stigið mikilvægt skref í
þekkingarmisræminu í landinu.
„Það hafa verið skrifaðar lærðar
greinar um þekkingarmisræmið og
félagsvísindamenn hafa lengi haft
áhyggjur af því að það sé að mynd-
ast gjá á milli þeirra sem kunna að
nýta sér tölvutæknina og hinna sem
kunna það ekki. Það er síðarnefndi
hópurinn sem verður útundan og
fær aldrei upplýsingar. Hann er
ekki með í umræðuhópum nema
staðbundið, fylgist ekki með því sem
er að gerast og ég lít á það sem fötl-
un.“
97% telja góða tölvukunnáttu
nauðsynlega
Meðal þess sem kom fram í könn-
uninni var að 97% svarenda töldu
góða tölvukunnáttu nauðsynlega í
nútíma samfélagi. 41,7% svarenda
nota tölvu mikið í tengslum við starf
sitt og 34,4% aldrei. Flestir, eða
27,2% nota tölvuna til að senda
tölvupóst og næstflestir, 18,9% við
ritvinnslu. 48,6% voru mjög sam-
þykkir því að tölvukunnátta væri
nauðsynleg í starfinu og 14,3%
fremur samþykkir. Næstum 72%
svarenda nota aldrei tölvu í nám og
9% gera það sjaldan. 69,4% svar-
enda hafa aðgang að tölvu í vinnunni
og 75% heima hjá sér, en 6,4% sögð-
ust ekki hafa aðgang að tölvu. Ekki
var munur á íbúum landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðis hvað snerti
tölvuaðgang, en karlar höfðu hins
vegar meiri aðgang en konur.
Könnun meðal félagsmanna BSRB
Langflestir
vilja auka tölvu-
þekkingu sína
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær tæplega sextugan karl-
mann í fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og til að greiða 3,3
milljóna króna sekt fyrir virðisauka-
skattsvik og brot gegn lögum um bók-
hald.
Maðurinn var ákærður fyrir að
standa ekki skil á virðisaukaskatts-
skýrslum vegna sjálfstæðrar atvinnu-
starfsemi sinnar á árunum 1994 til
1997 og fyrir að standa ekki skil á
virðisaukaskatti sem hann innheimti
sömu ár, samtals rúmlega 1,6 millj-
ónir króna.
Maðurinn var einnig sakfelldur fyr-
ir bókhaldsbrot en hann færði ekki
bókhald og hélt hvorki ársreikninga
né varðveitti bókhaldsgögn. Maður-
inn játaði skilyrðislaust þau brot sem
honum voru gefin að sök í ákæru.
Þau brot sem hann framdi í júlí til
september 1994 voru talin fyrnd.
Maðurinn hefur áður verið dæmd-
ur í sjö mánaða fangelsi vegna brota á
lögum um virðisaukaskatt, þar af
voru fjórir mánuðir bundnir skilorði.
Nú var hann dæmdur í fjögurra
mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Refsingin fellur niður eftir þrjú ár ef
maðurinn brýtur ekki gegn skilorði.
Borgi maðurinn ekki sektina, 3,3
milljónir króna, innan fjögurra vikna
þarf hann að sitja 80 daga í varðhaldi.
Sveinn Sigurkarlsson héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn.
Hefur fjórar vikur
til að greiða sektina
Í gær var einnig kveðinn upp dóm-
ur í Héraðsdómi Reykjaness yfir tæp-
lega fertugum karlmanni fyrir brot á
lögum um virðisaukaskatt, tekju-
skatt, eignarskatt og lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga. Alls námu svik
mannsins um 2,2 milljónum króna.
Hann játaði afdráttarlaust brotin sem
hann framdi á árunum 1993–1997.
Brot sem voru framin fyrir október
1994 taldi héraðsdómur fyrnd og því
var maðurinn ekki dæmdur fyrir þau.
Héraðsdómur dæmdi manninn til
að greiða tvær milljónir í sekt til rík-
issjóðs eða sæta fangelsi í 70 daga
ella. Maðurinn hefur fjórar vikur til
að greiða sektina. Þá var hann dæmd-
ur til þriggja mánaða skilorðsbund-
innar refsingar. Haldi maðurinn al-
mennt skilorð fellur refsingin niður
að tveimur árum liðnum.
Sveinn Sigurkarlsson héraðsdóm-
ari kvað einnig upp þennan dóm.
Skilorðsbund-
ið fangelsi
fyrir skattsvik
BJÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra og nemendur í Ár-
bæjarskóla sendu í gær fyrstu
formlegu frétt nemenda skólans á
vefinn www.mbl.is/utskolar.
Fréttaskrifin marka upphaf þróun-
arverkefnis í upplýsingatækni á
vegum menntamálaráðuneytisins,
sem sex þróunarskólar á grunn- og
framhaldsskólastigi, taka þátt í.
Samningur sem gerður hefur verið
á milli skólanna og Morgunblaðsins
felur í sér að nemendur, kennarar
og stjórnendur þróunarskólanna
skrifa og senda daglega fréttir úr
skólastarfinu á vef sem hýstur er af
Morgunblaðinu, en einnig hafa
skólarnir ókeypis aðgang að gagna-
safni Morgunblaðsins í vetur. Ráð-
herra óskaði nemendunum góðs
gengis í verkefninu og sagðist sjálf-
ur hafa kynnst tölvunni við blaða-
mannastörf sín á Morgunblaðinu.
Hann hvatti nemendur til að vera
duglegir við fréttaskrifin, sjálfur
hlakkaði hann til að lesa það sem
þeir hefðu fram að færa. Framtíð-
arfréttahaukarnir voru einnig
hvattir til að nýta sér gagnasafn
Morgunblaðsins því þar væri að
finna „ótæmandi upplýsinga-
brunn“, sem nýttist vel við upplýs-
ingaöflun fyrir fréttaskrif.
Á vefnum er að finna fréttir frá
þróunarskólunum sex, Árbæj-
arskóla, Barnaskólanum á Eyr-
arbakka og Stokkseyri, Varma-
landsskóla í Borgarfirði,
Fjölbrautaskólanum við Ármúla,
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi og Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Hlutverk skólanna er að
vinna að þróun upplýsingatækni í
kennslu, námi og skólastarfi þar
sem áhersla er lögð á breytt hlut-
verk kennarans með aukinni notk-
un upplýsingatækninnar í kennslu.
Í vor verður árangur fréttaverk-
efnisins metinn með það í huga að
veita fleiri skólum þátttöku í fram-
tíðinni.
Morgunblaðið/Golli
Fyrsta fréttin var send inn á vefinn í gær. Jóna Pálsdóttir, verkefnastjóri þróunarskólanna, Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og nemendur í tíunda bekk Árbæjarskóla.
Fréttavefur þróunarskóla í samvinnu við Morgunblaðið
Daglegar fréttir úr
skólastarfinu á Netinu
VÍSITALA byggingarkostnaðar
hækkaði um 1,0% milli janúar- og
febrúarmánaðar. Hækkun vísitöl-
unnar síðustu þrjá mánuði samsvar-
ar 9,8% hækkun á heilu ári en síðast-
liðna 12 mánuði hefur vísitalan
hækkað um 5,3%.
Hagstofan hefur einnig reiknað út
launavísitölu miðað við meðallaun í
janúar og hækkaði vísitalan um 3,1%
frá fyrra mánuði. Síðustu tólf mán-
uði hefur launavísitalan hækkað um
9,3%.
Byggingarvísi-
talan hækkar
um 1,0%
ÍSLENSKI alpaklúbburinn stendur
fyrir svokölluðu „Ísklifurfestivali“ í
Út-Kinn við Skjálfandaflóa um
helgina. Fjöldi félaga er mættur til
leiks en svæðið sem klifrað er á er
hið stærsta á Norðurlandi og stutt
er síðan alpaklúbbsfélagar upp-
götvuðu svæðið til ísklifurs.
Aðkoman að svæðinu er með því
besta sem gerist en vegur liggur út
alla Út-Kinnina og norður í Skjálf-
andaflóafjöru, þannig að stutt er í
allar ísklifursleiðir. Íþrótta-
vöruverslunin Nanoq hefur komið
upp tjaldi á svæðinu og hyggst vera
þar með vörukynningu, auk þess að
bjóða upp á hressingu. Því er upp-
lagt fyrir áhugasama að fara á
staðinn um helgina og fylgjast með.
Morgunblaðið/Kristján
Jón Gunnar Þorsteinsson klifrar upp snarbrattan ísinn í Kinnarfjöllum.
Hægra megin við hann sést út á Skjálfandaflóa.
Ísklifur-
æfingar í
Út-Kinn
♦ ♦ ♦
FÉLAGSMENN í Blaðamanna-
félagi Íslands samþykktu í gær ný-
gerðan kjarasamning sem gerður
var við Samtök atvinnulífsins fyrir
hönd útgefenda Morgunblaðsins,
DV og Dags. Á kjörskrá var 191 en
92 greiddu atkvæði eða 48,17%. Já
sögðu 82 eða 89,13%. Nei sögðu 10
eða 10,87%.
Samningurinn gildir frá 1. febrúar
sl. til 31. október 2004. Samningur-
inn tryggir öllum 5,4% upphafs-
hækkun, 3% hækkun 1. janúar 2002,
3% hækkun 1. janúar 2003 og 2,5%
hækkun 1. janúar 2004. Jafnframt
eru taxtar færðir nær greiddu kaupi.
Taxtalaun verða samkvæmt samn-
ingnum á bilinu 121.500–195.000 á
mánuði án vaktaálags.
Blaðamenn
samþykktu
kjarasamning
♦ ♦ ♦