Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GEIR H.
Haarde,
fjármálaráð-
herra, er í
ferð um Ís-
lendinga-
slóðir í
Manitoba í
Kanada.
Þar mun
hann meðal
annars eiga
fundi með fjármálaráðherra og
vararíkisstjóra Manitoba fylk-
is.
Flutti erindi í Manitoba
Ráðherrann flutti erindi á
föstudag við Háskólann í
Manitoba. Einnig mun hann
fara um slóðir Íslendinga á
Nýja Íslandi og hitta forystu-
menn þeirra, auk þess að vera
sérstakur gestur á samkomu
Íslendingafélaganna á svæð-
inu.
Fjármála-
ráðherra
heimsækir
Kanada
Geir H.
Haarde
MÖRÐUR Árnason, sem situr í út-
varpsráði, hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hann segir að sér þyki
ekki stætt á því að útvarpsráð gangi
á skjön við þann skilning sem heild-
arsamtök íslenskra listamanna
leggja í tjáningarfrelsi við listsköp-
un. Þess vegna muni hann leggja
fram tillögu um það á fundi útvarps-
ráðs í næstu viku, að listamaðurinn,
sem vann í forkeppninni fyrir
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva, ráði því sjálfur á hvaða
tungumáli lag hans verður sungið í
Kaupmannahöfn í vor.
Í tilkynningu Marðar segir hann
að þegar útvarpsráð hafi tekið þá
sakleysislegu ákvörðun að íslenska
lagið í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva yrði að þessu sinni
sungið á móðurmálinu hafi ekki
hvarflað að útvarpsráðsmönnum að
það að syngja á íslensku gæti skert
tjáningarfrelsi listamanna. Nú hafi
Bandalag íslenskra listamanna lýst
því yfir að svo sé. Því þyki honum
ekki stætt á að útvarpsráð gangi á
skjön við þann skilning sem heildar-
samtök íslenskra listamanna leggi í
tjáningarfrelsi við listsköpun.
„Ég ætla því að flytja um það til-
lögu á fundi útvarpsráðs á þriðjudag
að listamaðurinn, sem vann í for-
keppninni, ráði því sjálfur á hvaða
tungumáli lag hans verður sungið í
Kaupmannahöfn í vor, að útvarps-
ráð kanni að nýju forsendur og
framkvæmd þessarar söngvakeppni
og hafi við það verk samráð við
starfsmenn Sjónvarpsins og þá
listamenn sem helst koma við sögu,“
segir í tilkynningu Marðar.
Verður til sóma hvort
sem er á íslensku eða ensku
Einar Bárðarson, höfundur lags-
ins Birtu sem vann íslensku und-
ankeppnina, gaf í vikunni út yfirlýs-
ingu um að hann myndi sætta sig
við það skilyrði útvarpsráðs að lagið
verði flutt á íslensku í Kaupmanna-
höfn. Einar sagði í samtali við
Morgunblaðið að sér þætti málið nú
komið í annan og betri farveg og
hann vonaðist til þess að fulltrúar í
útvarpsráði sæju sér nú fært að
breyta fyrri ákvörðun sinni. „Þetta
er búið að vera flókið og skrítið
ferli, en ég fagna þessum sinna-
skiptum enda skiptir þetta miklu
máli, bæði fyrir flytjendur og höf-
und, og snýr t.d. málunum alveg við
fjárhagslega,“ sagði Einar og benti
á að útgefendur hefðu lítinn áhuga á
að setja fjármagn til markaðssetn-
ingar vöru sem hefði takmarkaðan
markhóp. „Ég vona að útvarpsráð
fari að því sem virðist vera vilji
meirihluta þjóðarinnar og það er að
leyfa höfundi að velja á hvaða
tungumáli höfundur lags vill tjá
sig,“ sagði Einar. Spurður hvert val
hans verður, samþykki útvarpsráð
tillögu Marðar, sagðist Einar kjósa
að nota ensku í aðalkeppninni. „En
hvort sem sungið verður á íslensku
eða ensku verðum við landinu til
sóma.“
Mörður Árnason leggur fram tillögu til útvarpsráðs
Listamaðurinn ráði á
hvaða máli sungið er
NÝJU fötin keisarans var yfirskrift
fyrirlesturs sem prófessor
Mohammed Ranavaya við Marshall
University School í Vestur-Virginíu
í Bandaríkjunum hélt á vegum
læknaráðs Landspítalans í gær.
Fyrirlesturinn fjallaði um umdeilda
sjúkdóma á borð við síþreytu, vefja-
gigt og fjölþætt efnaofnæmi (e.
Multiple Chemical Sensitivity) og
viðbrögð tryggingakerfisins við
þeim.
Prófessor Ranavaya er sérfræð-
ingur í atvinnusjúkdómum og
tryggingalækningum og einn helsti
sérfræðingur Bandaríkjamanna um
örorkumat. Hann var staddur hér á
landi til að halda námskeið fyrir
lækna Tryggingastofnunar og
Sambands íslenskra trygginga-
félaga.
Að hans sögn hafa þessir um-
deildu sjúkdómar fjölda sameig-
inlegra einkenna á borð við minn-
istap, líkamlega verki,
svefntruflanir, þreytu og þung-
lyndi. „Margir telja að þessir sjúk-
dómar séu alls ekki til, heldur séu
þeir röng greining á ástandi sem
skapast af andlegri streitu. Í raun
sé um geðræn, félagsleg og pólítísk
vandamál að ræða. Þar með er ég
ekki að segja að þetta fólk þjáist
ekki í raun heldur eru þjáning-
arnar líklegast af öðrum toga en
líkamlegum.“
Ramavaya segir sjúkdómana
eiga það sameiginlegt að litlar eða
engar hlutlægar vísbendingar séu
til staðar fyrir lækna að byggja
sjúkdómsgreiningu sína á. Þvert á
móti ákvarðist greiningin á því sem
sjúklingurinn heldur fram og engu
öðru. Enn hafi heldur ekki verið
sýnt fram á orsök þessara sjúk-
dóma þó að læknar hefi sett fram
kenningar þar um. „Það skortir al-
gerlega sannanir fyrir því að þess-
ar kenningar standist,“ segir Ram-
avaya. „Þannig minna þær á
söguna af Sókratesi. Hann hélt því
fram að karlmenn hefðu fleiri tenn-
ur en konur og allir trúðu honum
en engum datt í hug að líta upp í
munn karla og kvenna til að telja
hversu margar tennur væri þar að
finna.“
Að sögn Ramavaya hafa þessir
sjúkdómar reynst erfiðir í með-
förum í sjúkratryggingakerfinu. Á
flestum stöðum sé borgað fyrir
meðferð þeirra en þeir ekki metnir
til örorku. „Fólkið sem kvartar hef-
ur engar sannanir fyrir veikindum
sínum. Og er rétt að greiða fólki ör-
orkubætur eingöngu vegna þess að
það kvartar?“ spyr Ramavaya og
segir ekkert eitt svar til við því.
„Ég er þeirrar skoðunar að með því
værum við að feta í fótspor keis-
arans sem borgaði fyrir fötin sem
hann aldrei fékk.“
Fyrirlestur prófessors Muhammed Ranavaya
um umdeilda sjúkdóma
Morgunblaðið/Ásdís
Prófessor Mohammed Ranavaya: Ekki rétt að greiða örorkubætur ein-
göngu vegna kvartana sjúklings.
Í fótspor keisarans
STEFNT er að því að nýbygging
Háskólans í Reykjavík verði tekin í
notkun á nýju skólaári næsta haust.
Verið er að slá upp fyrir þriðju hæð
en alls verður húsið nærri fjögur
þúsund fermetrar á fimm hæðum
sem þýðir að húsnæði skólans tvö-
faldast.
Með nýbyggingunni verður unnt
að taka á móti kringum 1.200 nem-
endum en Guðfinna Bjarnadóttir
rektor segir stækkunina ekki síður
auka möguleika skólans á sviði þekk-
ingarþjónustu, til dæmis með auk-
inni símenntun og stjórnunar-
fræðslu.
Arkitektar eru Ormar Þór Guð-
mundsson og Örnólfur Hall hjá Arki-
tektastofunni og um framkvæmdir
sér byggingaverktakinn ÓG bygg en
sömu aðilar reistu einnig fyrsta
áfanga skólans. Kostnaður við fram-
kvæmdirnar er nærri 500 milljónir
króna.
Eiríkur Arnarson, sem er eftirlits-
maður fyrir hönd Verkfræðistofu
Stanleys Pálssonar, segir uppsteypu
hússins um 10 dögum á eftir áætlun
en telur það ekki svo mikið að erfitt
verði að vinna það upp. Hann segir
bráðlega unnt að hefja vinnu innan
dyra en sami verktaki annast hana
einnig. Kringum 20 smiðir hafa
starfað við framkvæmdirnar að und-
anförnu en Eiríkur segir að búast
megi við að starfsmenn verði 50 til 60
í sumar þegar vinnan innanhúss
verður komin í fullan gang.
Í þessum nýja hluta skólans verða
fleiri og stærri kennslusalir en í nú-
verandi byggingu. Einn salurinn á
að rúma um 300 nemendur og þrír
geta tekið 50 til 100 nemendur. Ei-
ríkur segir ákveðinn sveigjanleika
vera varðandi fráganginn innan
dyra, t.d. hvað varðar stærð á
kennslustofum.
Bílastæðum við skólann verður
einnig fjölgað nokkuð og verða þau
orðin vel yfir 200 þegar framkvæmd-
um lýkur. Samkvæmt deiliskipulagi
er gert ráð fyrir enn einum bygging-
aráfanga á lóð Háskólans í Reykja-
vík.
Húsnæði Háskólans í
Reykjavík tvöfaldast
Morgunblaðið/Ásdís
Nýbygging Háskólans í Reykjavík á að vera tilbúin næsta haust.
ÞEIR þingmenn sem svöruðu erindi
FÍB-blaðsins eru þeirrar skoðunar
að taka skuli upp olíugjald í stað
þungskatts á dísilbíla. Alls svöruðu
24 þingmenn spurningunni. Þetta
kemur fram í umfjöllun um málið í
nýjasta hefti FÍB-blaðsins, sem
Félag íslenskra bifreiðaeigenda gef-
ur út.
Í formála að spurningunni, sem al-
þingismönnum var send í tölvupósti,
segir að það sé skoðun FÍB að leggja
beri niður núverandi þungaskatt-
skerfi fyrir dísilbíla en taka í þess
stað upp olíugjald. Auk FÍB séu flest
samtök atvinnubifreiðarstjóra og
Samtök iðnaðarins sama sinnis. Sýnt
hafi verið fram á að þungaskatt-
skerfið gangi á skjön við jafnræðis-
sjónarmið þar sem í því er fólgin mis-
munun. Jafnframt fari kerfið á skjön
við umhverfisverndarsjónarmið.
Spurning FÍB-blaðsins var eftir-
farandi: „Ert þú þeirrar skoðunar að
taka skuli upp olíugjald í stað þunga-
skatts á dísilbíla?“ Þeir sem svöruðu
spurningunni játandi voru Sverrir
Hermannsson, Frjálslynda flokkn-
um, Árni R. Árnason, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, Kristján Páls-
son, Gunnar Birgisson, Árni John-
sen og Guðmundur Hallvarðsson,
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Einar Már
Sigurðsson, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, Guðmundur Árni Stefánsson,
Rannveig Guðmundsdóttir, Ásta R.
Jóhannesdóttir, Guðrún Ögmunds-
dóttir, Margrét Frímannsdóttir,
Gísli S. Einarsson, Sigríður Jóhann-
esdóttir, Kristján L. Möller og Jó-
hann Ársælsson, þingmenn Sam-
fylkingarinnar, Ísólfur Gylfi
Pálmason, Guðni Ágústsson og
Hjálmar Árnason, þingmenn Fram-
sóknarflokksins, Þuríður Backman
og Ögmundur Jónasson, þingmenn
vinstri–grænna.
FÍB-blaðið kannar viðhorf þingmanna til olíugjalds
Margir eru hlynntir
afnámi þungaskatts
FLUGVÉL Flugleiða, sem kom til
landsins í gær, tafðist um þrjá og
hálfan klukkutíma í New York vegna
óveðurs. Mjög vont veður var í borg-
inni og tafðist áhöfn vélarinnar um
rúman hálftíma vegna ófærðar á
vegum. Um þriggja tíma töf varð síð-
an á flugvellinum vegna þess að vélin
þurfti að bíða eftir að komast í af-
ísingu.
Miklar tafir urðu á flugi í New
York vegna veðursins og neyddust
sum flugfélög til að aflýsa flugi
vegna þess að flugmenn, sem biðu á
flugvellinum, voru búnir að vaka
fram yfir leyfilegan tíma.
Tafir vegna
óveðurs í
New York
♦ ♦ ♦