Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 8

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um 18. aldar fræði Af heitri trú og heldri kvinnum FÉLAG um átjándualdar fræði heldurmálþing í sal Þjóð- arbókhlöðu á 2. hæð í dag og hefst það klukkan 13.30. Flutt verða fjögur erindi, Loftur Guttormsson pró- fessor talar um Jón Þor- kelsson forgöngumann eða sporgöngumann píetískrar endurbótar á Íslandi, Elsa E. Guðjónsson textíl- og búningafræðingur talar um Ragnheiði Jónsdóttur biskupsfrú á Hólum, Sig- urður Pétursson lektor tal- ar um Sigríði Jónsdóttur biskupsfrú í Skálholti og Karitas Kristjánsdóttir guðfræðingur ræðir um bréf Valgerðar Jónsdóttur biskupsfrúar í Skálholti. Elsa E. Guðjónsson var spurð hvað hún ætlaði að segja málþingsgestum um Ragnheiði biskupsfrú á Hólum. „Mér finnst það skemmtileg til- viljun að á þessu málþingi verður sagt frá þremur biskupsfrúm ís- lenskum á 18. öld. Tvær þeirra voru giftar tveimur biskupum, þær Valgerður og Ragnheiður.“ – Hver var Ragnheiður? „Hún var prófastsdóttir úr Vatnsfirði, dóttir séra Jóns Ara- sonar og Hólmfríðar Sigurðar- dóttur konu hans. Hólmfríður var af höfðingjaættum, dóttir Sigurð- ar yngra Oddssonar, biskups Ein- arssonar og konu hans Þórunnar ríku Jónsdóttur sýslumanns Vig- fússonar. Séra Jón var sonur Ara sýslumanns í Ögri Magnússonar prúða og konu hans Kristínar Guð- brandsdóttur biskups Þorláksson- ar. Af þessu sést að Ragnheiður var mikillar ættar og af efnuðum komin. Enda var sagt um Hólm- fríði að hún hafi pantað erlendis frá gylltan lit í hár sitt, sem vafa- laust hefur verið fátítt ef ekki eins- dæmi á þeim árum. Ragnheiður var ein tólf systkina en þau komust ekki öll upp. Hún var þriðja kona Gísla Þorlákssonar Hólabiskups. Hann hafði misst tvær konur áður. Til er í Þjóðminjasafni Íslands málverk af honum og öllum kon- unum þremur sem Ragnheiður pantaði erlendis frá að honum látnum. Mér hefur alltaf fundist það stórmannlegt af henni að lofa hinum konunum að vera með á málverkinu. Það tók ár að mála myndina og hún var svo fest upp í Hólakirkju. Á fimm þúsund króna seðlinum okkar frá 1986 er einmitt mynd sem unnin er upp úr þessu umrædda málverki og auk þess myndir af ýmsu öðru sem tengist Ragnheiði og hennar starfsemi að hannyrðum og hannyrðakennslu.“ – Var hún mikilvirk hannyrða- kona? „Já, það virðist vera. Að vísu hefur ekki mikið varðveist en útfrá heimildum má ætla að svo hafi ver- ið. Á fimm þúsund króna seðlinum er t.d. sýnt altarisklæði úr Lauf- áskirkju, nú í Þjóðminjasafninu, sem hún samkvæmt áletrun á klæðinu gaf fyrir legstað móður sinnar, Hólmfríðar. Ragnheiður tók nem- endur í hannyrðum bæði meðan hún var biskupsfrú á Hólum 1674 til 1684 og einnig í Gröf, þar sem hún bjó í ekkjudómi sínum þar til hún andaðist 1715. Á seðlinum sést hún sitja í stól með kistusæti sem hún átti og nú er varðveittur í Þjóðminjasafninu, einnig heldur hún á sjónabók sem er til á safninu og fangamark hennar er á seðlin- um, RID samandregið.“ – Hvers vegna valdir þú Ragn- heiði sem umfjöllunarefni? „Það má segja að Ragnheiður hafi valið mig. Þegar ég fór að vinna að textílum safnsins lá beint við að kynna sér hana nánar út frá gripum og heimildum sem henni tengdust. Eftir því sem ég kannaði þetta meira fannst mér hún áhugaverðari. Það eru margar aðrar áhugaverðar konur hvað þetta snertir frá ýmsum tímum, eins og t.d. Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns Arasonar og Guð- rún eldri, dóttir Skúla Magnússon- ar fógeta. – Er 18. öldin merkileg með til- liti til hannyrða og klæðaburðar? „Já, það er óhætt að segja. Ragnheiður er 17. og 18. aldar kona í rauninni. En við getum tek- um sem dæmi um 18. aldar konu, Rannveigu Ólafsdóttur konu Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal, systur Eggerts Ólafssonar. Eggert yrkir um munsturteikn- ingar hennar og saumaskap og það er til forláta flauels- og silkihökull úr Sauðlauksdalskirkju, sem hún vann. Eggert yrkir raunar um þennan hökul.“ – Hver voru sérkenni klæða- burðar kvenna á 17. og 18. öld? „Það voru svörtu hempurnar, hvítu faldarnir og barðahattarnir ofan á földunum. Hjá allri al- þýðu var klæðnaður úr vaðmáli en hjá heldri konum voru ýmiss kon- ar innflutt efni notuð, svo sem flauel, silki og léreft. Þetta sést m.a. í skiptabréf- um og uppskriftum á dánarbúum.“ – Er mikið varðveitt af hlutum sem tengjast Ragnheiði Jónsdótt- ur? „Það er umræddur stóll ,sjón- abókin, tvær fatakistur, trafaöskj- ur, a.m.k. tvö bréf og handskrifuð sálmabók sem er merkt henni. Elsa E. Guðjónsson  Elsa E. Guðjónsson fæddist í Reykjavík 21. mars 1924. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1942 og BA-prófi í textíl- og bún- ingafræði og listasögu frá Uni- versity of Washington í Seattle árið 1945. MA-prófi í sömu að- algreinum ásamt miðaldasögu lauk hún frá sama skóla árið 1961. Hún vann að stofnun handavinnudeildar Kenn- araskóla Íslands 1947 og kenndi þar og víðar þar til hún varð sér- fræðingur í textíl- og bún- ingafræðum við Þjóðminjasafn Íslands árið 1963. Deildarstjóri var hún árið 1985-1994. Hún hef- ur skrifað, stundað fyr- irlestrahald og kennt. Eig- inmaður Elsu er Þór Guðjónsson fyrrverandi veiðimálastjóri og eiga þau þrjú börn og níu barna- börn. Ýmislegt varðveitt sem tengist Ragn- heiði bisk- upsfrú Dóri hlýtur að vera búinn að selja mömmu-kvótann sinn úr því að hann leyfir Kristni að gera okkur þetta, Friðrik minn? Íslendingasögurnar komnar til Kanada Ray Johnson og stjórn Þjóð- ræknifélags Íslendinga í Vestur- heimi í nýju húsnæði íslensku- deildar Manitoba-háskóla. Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson Neil Bardal, heiðursræðismaður Íslands í Manitoba, afhendir Sigrid Johnson, forstöðumanni Íslenska bóka- safnsins í Manitoba-háskóla, fyrsta safnið af 500 sem send voru til Kanada. Bakvið þau standa Kendra Jonason, Laura Sigmundson, Laurence Johnson og Lillian Gudmundson sem eru fulltrúar deilda Þjóðræknifélagsins. Um síðustu helgi var hafin dreifing á þeim 500 settum af Íslendingasögum sem ríkisstjórn Íslands og Íslending- ar gáfu Kanadabúum á síðasta ári. „Við erum ánægð að bækurnar eru loksins komnar til skila,“ sagði Ray Johnson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, þegar Neil Bardal heiðurs- ræðismaður afhenti félaginu bæk- urnar fyrir hönd Íslendinga. „Bækurnar voru sendar frá Ís- landi í ágústmánuði síðastliðnum,“ sagði Sigrid Johnson, forstöðumaður íslenska bókasafnsins við Manitoba háskóla. „Við biðum í nokkra mánuði eftir því að bækurnar kæmust til skila og enginn vissi hvar þær voru niður komnar. Í desember fréttum við svo af því að þær væru í Nova Scotia. Þær voru svo sendar þaðan með flutningabíl og komust loksins til Winnipeg í janúar“. „Það er merkilegt að það tók bæk- urnar mun lengri tíma að komast til Winnipeg en landnemana sem fóru þessa sömu leið í lok nítjándu aldar,“ sagði Sigrid. Afhendingin fór fram í nýju hús- næði Íslenskudeildar Manitoba-há- skóla, en Háskóli Íslands og Eim- skipafélag Íslands gáfu nýlega fimmtíu milljónir króna til uppbygg- ingar þeirrar deildar. Bókunum verður dreift í bókasöfn út um allt Kanada á næstu vikum og mánuðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.