Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 13
EKKI mátti greina mikla sátt um
framtíð kvótakerfisins á morgun-
verðarfundi Sambands ungra fram-
sóknarmanna í Kaffivagninum í gær-
morgun. Þar voru m.a.
frummælendur þeir Kristinn H.
Gunnarsson, formaður Byggðastofn-
unar og þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins, og Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
og sýndist sitt hvorum um framtíð
kvótakerfisins og úthlutun aflaheim-
ilda.
Kristinn H. Gunnarsson sagði að
ekki væri samstaða fyrir hendi um að
halda áfram á sömu braut með þeim
plástrum sem laga ættu kvótakerfið.
Til þess að bregðast við telur Krist-
inn að menn eigi að fara svipaða leið
og auðlindanefnd benti á og kallast
fyrningarleiðin. „Ég aðhyllist leið af
því tagi. Ég tel að það sem verði að
gera, til þess að meiri sátt náist um
kerfið, sé að innkalla allar veiðiheim-
ildir. Og úthlutun á nýjan leik fari
fram eftir leikreglum sem eru þannig
að menn séu á jafnréttisgrundvelli.“
Að mati Kristins er eina leiðin sú
að leigja aflaheimildirnar á markaði.
Þannig verði til kerfi sem allir hafi að-
gang að og geti boðið í veiðiheimildir.
„Til þess að treysta stöðu byggðar-
laga tel ég að hluti af aflaheimildum
eigi að vera á forræði sveitarfélaga.
Þau eiga að hafa tekjurnar af hlut-
anum, þau eiga að hafa möguleika á
að geta sett reglur sem tryggja at-
vinnustarfsemi í þeirra byggðarlagi.“
Kristinn segist líta svo á að slíkar
breytingar ættu að ganga hægt fyrir
sig og innkalla ætti 3–5% af aflaheim-
ildum árlega sem myndi leiða til þess
að 20–33 ár tæki að breyta alveg yfir í
nýtt kerfi.
Séreignarréttur það eina sem
dugir atvinnuveginum?
Friðrik J. Arngrímsson sagði
markmið fiskveiðistjórnunar augljós-
lega þau að vernda fiskistofnana og
hámarka arðsemi í nýtingu þeirra.
Hann sagði það staðreynd að yfir
80% veiðiheimilda hefðu skipt um
eigendur frá því að aflamarkskerfið
var tekið upp og þannig hefðu útvegs-
menn fylgt því markmiði um hagræð-
ingu sem lög um stjórn fiskveiða
kveða á um og fjárfest í aflaheimild-
um fyrir milljarða og keypt þá lakari
út í flestum tilfellum.
Friðrik gagnrýndi harðlega þá
hugmynd að innkalla aflaheimildir og
endurúthluta þeim. „Maður spyr sig
hvort útvegsmenn geti við þessar að-
stæður nokkurn tíma um frjálst höf-
uð strokið í því kerfi sem við höfum,
og hvort séreignarréttur á fiskistofn-
unum sé ekki það eina sem dugir at-
vinnuveginum til að vera óhultur fyr-
ir þeim sem láta stundarhagsmuni
ganga framar þjóðarhagsmunum.“
Friðrik sagði að með séreignar-
rétti á fiskistofnunum næðist mest
arðsemi út úr þeim, enda færu menn
best með sínar eigin eignir og með því
trausti sem séreignarrétturinn
tryggði féllu stundarhagsmunir fyrir
borð. „Og með því yrði væntanlega
hægt að ljúka þessu máli.“
Friðrik benti á að yfirgnæfandi
hluti aflaheimilda í dag væri á lands-
byggðinni og það yrði að hafa í huga
varðandi byggðamál og útdeilingu
kvóta til að styrkja byggð. Ef færa
ætti einum aðila kvóta væri ljóst að
taka þyrfti hann af öðrum. Hann
sagðist frekar telja að nota ætti
skatttekjur sem til verða í vel rekn-
um fyrirtækjum til aðstoðar þeim
sem þurfa á því að halda en ekki að
færa veiðiheimildir til með pólitískum
hætti.
Framkvæmdastjóri LÍÚ telur innköllun veiðiheimilda ekki koma til greina
Mest arðsemi
næst með sér-
eignarrétti
Morgunblaðið/Golli
Menn fylgdust vandlega með málflutningi framsögumanna á morgun-
verðarfundi um framtíð kvótakerfisins.
Í BARÁTTUNNI við þá ógn sem af-
greiðslufólki verslana stafar af ræn-
ingjum, þjófum og öðrum vágestum,
hefur lögreglan að undanförnu gert
úttekt á Skeljungs- og Sel-
ectstöðvum og sett upp merkingar
sem gefa til kynna að stöðvarnar
hafi fengið vottun.
Í gærmorgun var komið að því að
votta bensínstöð Skeljungs í Smár-
anum í Kópavogi og önnuðust það
verk lögreglumennirnir Guðmundur
Gígja og Eiður Eiðsson úr Reykja-
víkurlögreglunni og Jónas Haf-
steinsson úr Kópavogslögreglunni.
Vottunin felur í sér að á stöðinni sé
allur nauðsynlegur öryggisbúnaður
gegn þjófnuðum, fastmótað verklag
sé viðhaft og starfsmenn hafi sótt
námskeið þar sem farið er yfir ör-
yggismál, bæði forvarnir og rétt við-
brögð við hnupli, ránum og annarri
móttöku vágesta.
Varnir gegn vágestum er átak
sem SVÞ – Samtök verslunar og
þjónustu hafa hrundið af stað í sam-
vinnu við forvarnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Vágestir vari sig!
UMBOSÐMAÐUR Alþingis hefur
í nýlegu áliti sínu komist að þeirri
niðurstöðu að Rannsóknarráð Ís-
lands, Rannís, hafi brotið lög um
varðveisluskyldu opinberra skjala
með því að eyða tilteknum um-
sögnum um styrkumsóknir til ráðs-
ins. Samkvæmt lögum um Þjóð-
skjalasafn Íslands er Rannís, líkt
og öðrum opinberum stofnunum,
skylt að afhenda safninu öll gögn
sem verða til í starfsemi ráðsins.
Þar sem gögnunum hafði verið
eytt gat umboðsmaður ekki tekið
formlega afstöðu til erindis eins
umsækjenda um styrk hjá Rannís,
sem kvartaði til umboðsmanns þar
sem Rannís neitaði honum um upp-
lýsingar um nöfn umsagnaraðila og
umsagnirnar sjálfar.
Viðkomandi umsækjandi sótti
um styrk úr Vísindasjóði Rannís
fyrir árið 1999, en var hafnað. Ósk-
aði hann þá eftir skriflegum grein-
argerðum umsagnaraðila um verk-
efni hans og einnig vildi hann vita
hverjir gáfu umsagnirnar. Rannís
varð við hvorugri beiðni umsækj-
andans en eftir að hann kvartaði til
umboðsmanns Alþingis í desember
1999 upplýsti ráðið hvaða tveir að-
ilar gáfu umsagnir um styrkum-
sóknina. Kom þá í ljós að umsögn-
um þeirra hafði verið eytt.
Rannís harmar mistökin
Eftir nokkur bréfaskipti milli
umboðsmanns og Rannís á síðasta
ári fékk sá fyrrnefndi þá tilkynn-
ingu í bréfi í nóvember sl. að um-
rædd gögn hefðu ekki verið varð-
veitt í skjalasafni ráðsins og voru
þau mistök hörmuð. Umsækjand-
inn var einnig beðinn afsökunar á
mistökunum af hálfu Rannís.
Í áliti sínu fer umboðsmaður
þess á leit við Rannís að það kynni
fyrir honum þær aðgerðir sem
gripið verður til í því skyni að bæta
meðferð og vörslu skjala sem verða
til í starfsemi þess.
Rannís talið hafa brotið lög um varðveisluskyldu skjala
Umsögnum styrkum-
sækjanda var eytt
SAMKVÆMT svörum nemenda 10.
bekkja í grunnskólum Reykjanesbæj-
ar í fyrra var hassneysla þeirra langt
undir landsmeðaltali og hefur auk
þess minnkað umtalsvert síðan 1999.
Þetta kemur fram í skýrslu Rann-
sókna og greiningar ehf. á högum og
líðan ungs fólks á Suðurnesjum.
Í apríl á síðasta ári var könnuð
meðal nemenda í efstu bekkjum
grunnskóla vímuefnaneysla, líðan
þeirra í skóla, íþróttaiðkun, tengsl við
foreldra og margt fleira.
Í fyrra sögðust 5% 10. bekkinga í
Reykjanesbæ einhvern tíma hafa not-
að hass en 1999 var hlutfallið 15%.
Nemendurnir í Reykjanesbæ eru
töluvert undir landsmeðaltali á árinu
2000, þar sem 12% 10. bekkinga á
landsvísu sögðust þá hafa notað hass
og 14% nemenda í Reykjavík. Hass-
neysla 10. bekkinga á Suðurnesjum
er nálægt landsmeðaltali, eða 11%.
10. bekkingar í Reykjanesbæ koma
enn fremur best út úr samanburði við
aðra nemendur þegar notkun ann-
arra ólöglegra vímuefna var athuguð,
sérstaklega sniffs. Í Reykjanesbæ
sögðust 2% 10. bekkinga hafa notað
sniff á móti 8% á Suðurnesjum, 6% í
Reykjavík og 7% á landsvísu. Þá virð-
ist e-töfluneysla einnig vera minnst í
Reykjanesbæ, þar sem 1% nemenda
sögðust hafa notað eiturlyfið á móti
3% á Suðurnesjum, 2% í Reykjavík og
landsvísu.
Sveppi sögðust þá 2% 10. bekkinga
í Reykjanesbæ hafa notað á móti 3% á
hinum þremur stöðunum. Þá voru
svefntöflur minnst notaðar í Reykja-
nesbæ, 9% nemenda sögðust hafa
notað þær, á móti 12% á Suðurnesjum
og 10% í Reykjavík og á landsvísu.
Áfengisneysla mikil
Áfengisneysla unglinga sem voru í
9. bekkjum grunnskóla í Reykja-
nesbæ í fyrra var hins vegar áberandi
meiri en annars staðar. 49% níundu
bekkinga sögðust hafa drukkið áfengi
síðastliðna 30 daga á móti 29% jafn-
aldra þeirra annars staðar á Suður-
nesjum, 35% í Reykjavík og 34% á
landsvísu.
Hassneyslan undir lands-
meðaltali í Reykjanesbæ
Vímuefnakönnun lögð fyrir grunnskólanemendur í fyrra
GERT er ráð fyrir að á bilinu 32–37
landverðir verði við störf vítt og
breitt um landið í sumar á vegum
Náttúruverndar ríkisins. Stofnunin
hefur auglýst eftir landvörðum og
er umsóknarfrestur til 5. mars. Að
öllum líkindum verður bætt við
tveimur nýjum stöðum þótt ekki
hafi fengist auknar fjárveitingar til
landvörslu. Ekki er frágengið hvar
nýju stöðurnar tvær verða á land-
inu.
Viðræður um landvörslu
í Lakagígum
Í fyrra var á hluta ferðamanna-
tímabilsins landvarsla á Gullfossi og
Geysi og verður landvarsla þar yfir
allan háannatímann. Árni Braga-
son, forstjóri Náttúruverndar rík-
isins, segir að nauðsynlegt sé að
halda uppi fullri vörslu á Geysi-
ssvæðinu eftir að breytingar urðu á
virkni hveranna. Einnig er Nátt-
úruverndin í samningaviðræðum við
Skaftárhrepp um að halda uppi
landvörslu í Lakagígum í sumar.
Hreppurinn stóð fyrir vörslu þar
hluta af síðasta sumri með styrk frá
Náttúruverndinni en stefnt er að
því að halda uppi fullri landvörslu
þar.
Einnig stendur til að bjóða út
rekstur á tjaldsvæðinu í Jökulsár-
gljúfrum og áfram verður leigt út
tjaldsvæðið í Skaftafelli. Að öðru
leyti verður landvarslan með hefð-
bundnu sniði. Samstarf verður
áfram við Landsvirkjun um land-
vörslu við Kárahnjúka og Snæfell.
Landvarsla
verður við
Geysi í
sumar