Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 22

Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Húsavík - Kiwanisklúbburinn Skjálf- andi stendur árlega fyrir vali á íþróttamanni ársins á Húsavík. Fyrir skömmu var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni hver var val- inn íþróttamaður ársins 2000. Fyrir valinu varð Sigurbjörg Hjartardóttir handknattleiks- og frjálsíþróttamað- ur. Í öðru sæti varð Pálmar Péturs- son handknattleiksmaður og í þriðja sæti golfarinn Arnar Vilberg Ingólfs- son. Sigurbjörg náði þeim árangri að verða valinn besti maður ársins bæði í handknattleik og frjálsum íþróttum. Um árangur Sigurbjargar sem besti frjálsíþróttamaður ársins 2000 á Húsavík 17 ára og eldri segir: Sig- urbjörg keppir í kastgreinum og hef- ur náð góðum árangri, og tvímæla- laust verið einn öflugasti íþróttamaður Þingeyinga á síðustu árum og í hópi þeirra bestu á land- inu. Hún á héraðsmet í öllum kast- greinum nema spjótkasti. Hún hefur áður verið valin til æfinga með ung- lingalandsliðinu í frjálsum og náði á síðasta ári frábærum árangri á Meistaramóti Íslands innanhúss, á Unglingameistaramóti Íslands í Mosfellsbæ og á Meistaramóti Ís- lands sl. sumar. Á afrekaskrá ÍSÍ ár- ið 2000 raðar Sigurbjörg sér á meðal hinna bestu í öllum kastgreinum, og m.a. í 1. sæti í bæði kringlukasti og kúluvarpi, 2. sæti í sleggjukasti og 3. sæti í spjótkasti í aldursflokknum 19- 20 ára. Um árangur hennar sem besti handknattleiksmaður ársins 2000 á Húsavík segir: Sigurbjörg hefur æft handbolta frá unga aldri með Völs- ungi og leikið stöðu markvarðar. Hún var aðalmarkvörður Völsungs í 2 fl. kvenna og var áður valin í ung- lingalandsliðið. Til að geta stundað íþrótt sína æfir hún og keppir með meistaraflokki KA-Þór á Akureyri nú í vetur og tekur þátt í Íslands- mótinu. Hún er fastamaður í liðinu og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sigurbjörg hefur skipað sér á bekk með allra bestu markvörðum lands- ins í handknattleik. Sigurbjörg hefur tvívegis áður verið kosin Íþróttamað- ur Húsavíkur, árin 1997 og 1998. Einnig var tilkynnt val á besta manni ársins í einstökum greinum íþrótta sem viðurkenndar eru af ÍSÍ. Eftirtaldir urðu fyrir valinu að þessu sinni. Knattspyrna 16 ára og yngri: Pálmi Rafn Pálmason. Knattspyrna 17 og eldri: Ómar Þorgeirsson. Handknattleikur 16 ára og yngri: Pálmar Pétursson. Handknattleikur 17 ára og eldri: Sigurbjörg Hjartar- dóttir. Frjálsar íþróttir 17 ára og eldri: Sigurbjörg Hjartardóttir. Sund 16 ára og yngri: Hjörtur Ás- björnsson. Boccia 16 ára og yngri: Jóna Rún Skarphéðinsdóttir. Boccia 17 ára og eldri: Hörður Ívarsson. Hnit 16 ára og yngri: Ásthildur Gísladóttir. Golf 16 ára og yngri: Arnar Vilberg Ingólfsson. Hestaí- þróttir16 ára og yngri: Eyþór Hem- mert Björnsson. Skotfimi 17 ára og eldri: Ómar Örn Jónsson. Þá voru veitt hvatningarverðlaun til íþróttamanns úr röðum fatlaðra og þau hlaut Erla Ýr Hansen sem æfir og keppir með boccialiði Völs- ungs. Sigurbjörg Hjartardóttir íþróttamaður Húsavíkur Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurbjörg Hjartardóttir hlaðin verðlaunagripum. Keflavík - Nýr leikskóli, Hjalla- tún, verður formlega tekinn í notkun í dag, laugardag og hefst athöfnin kl. 12. Skólinn stendur við Vallarbraut í Njarðvíkum skammt frá Samkaupum. Þetta er bygging á einni hæð sem er um 660 fermetrar. Aðalverktaki var Hjalti Guðmundsson ehf. og heildarkostnaður byggingarinnar var um 96 milljónir króna. Leikskólinn Hjallatún er sjö- undi leikskólinn í Reykjanesbæ. Aðrir leikskólar eru, Heiðarsel, Vesturberg, Tjarnarsel, Garðasel, Gimli og Holt. Í leikskólunum verða 650 börn í næsta mánuði, þegar Hjallatún verður fullnýttur og ákvæði nýs kjarasamnings leikskólakennara er komið til framkvæmda. Börnum á biðlista eftir leik- skólavist í Reykjanesbæ hefur fækkað um helming síðan 1996, en gert er ráð fyrir að í upphafi næsta leikskólaárs 1. september verði rúmlega 30 börn á biðlista auk 47 barna með lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Árið 1996 voru 166 börn á biðlista í upphafi leikskólaársins. Næsta verkefni í bygging- armálum leikskóla er stækkun leikskólans Holts í Innri-Njarðvík í fjögurra deilda skóla sem ljúka sumarið 2003. Leikskólinn Hjallatún er heils- dagsskóli með fjórum deildum, tvær fyrir 2 og 3 ára börn og tvær deildir fyrir 4 og 5 ára börn. Alls munu dvelja um 94 heilsdagsbörn í leikskólanum. Leikskólastjóri er Gerður Péturs- dóttir. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Hjallatún, nýr leikskóli í Reykjanesbæ verður tekinn í notkun í dag. Nýr leikskóli í Reykjanesbæ Egilsstöðum - Nýverið var á Egils- stöðum haldið námskeið fyrir núver- andi og verðandi stjórnmálakonur á Austurlandi. Var það haldið á vegum nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, Fræðslunets Austur- lands og jafnréttisnefndar Austur- Héraðs. Á námskeiðinu var fjallað um stöðu kvenna á öllum stigum ís- lensks stjórnmálalífs og með hvaða hætti konur geti aukið hlut sinn og þátttöku á þeim vettvangi. Meðal annars voru skoðaðar skilvirkar að- ferðir við hugmyndavinnu og skipu- lega framsetningu hugmynda í ræðu og riti og samskipti við fjölmiðla. Fimmtán þátttakendur sóttu nám- skeiðið, en kennarar voru Guðlaug Guðmundsdóttir íslenskufræðingur, Ingibjörg Frímannsdóttir málfræð- ingur, Sigrún Jóhannesdóttir M.Sc. í kennslutækni og dr. Sigrún Stefáns- dóttir deildarstjóri hjá Norrænu ráð- herranefndinni og Norðurlandaráði. Í tengslum við námskeiðið var boðað til opins fundar um þátttöku kvenna í stjórnmálum. Fyrir svörum sátu dr. Sigrún Stefánsdóttir, Ragn- hildur Guðmundsdóttir, þingmenn- irnir Arnbjörn Sveinsdóttir og Þur- íður Bachman, Hildur Helga Gísladóttir, formaður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, Una María Óskarsdóttir verkefnis- stjóri nefndarinnar, Sigrún Jóhann- esdóttir og Ingibjörg Frímannsdótt- ir. Umrædd nefnd var skipuð af félagsmálaráðherra árið 1998 og eiga í henni sæti fulltrúar allra stjórn- málaflokka á Alþingi, auk fulltrúa frá Kvenréttindafélagi Íslands og Jafn- réttisstofu. Á fundinum var farið vítt yfir sviðið, en m.a. voru ræddar þær hindranir sem konur telja vera í vegi fyrir þátttöku sinni í stjórnmálum. Voru tekin dæmi eins og að ungar konur færu síður en karlar í pólitík vegna þess að þær væru önnum kafnar við fjölskyldur sínar. Þá virk- aði hætta á neikvæðri umfjöllun letj- andi fyrir konur, ásamt reynsluleysi í samskiptum við fjölmiðla og að póli- tískt flokksstarf þeirra sem væru ut- an framboðslista væri hverfandi. Á fundinum var frumkynning á ritinu Konur og fjölmiðlar, sem fjallar um aðferðir og grundvallar- reglur í samskiptum kvenna og fjöl- miðla. Þar kemur m.a. fram að hlutur kvenna í íslenskum fréttum sé rýr og að fjölmiðlar séu í lykilaðstöðu til að bæta þar úr og skapa um leið fjöl- breyttari fréttir. Staða kvenna á vettvangi stjórnmálalífs rædd á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinnun Ásmundsdóttir Þátttakendur námskeiðs fyrir núverandi og verðandi stjórnmálakonur. Námskeið um pólitíska þátttöku og samskipti við fjölmiðla Fagradal - Oft hefur verið gott úti- vinnuveður í Mýrdalnum í vetur, lítill sem engin snjór og veðurblíð- an einstök. Þetta nýttu starfsmenn verktakafyrirtækisins Framrásar í Vík sér nú í lok vikunnar og voru úti í sólskininu að gera gröfu klára til sprautunar með því að blása lofti og sandi á ryð og málningu. Ársæll Guðlaugsson, einn af eig- endum Framrásar, segir að þetta sé sá árstími sem minnst sé að gera hjá fyrirtækinu og því upplagt að nota mannskapinn til að gera tæki og tól klár í slaginn fyrir vorið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kristján Böðvarsson, starfsmaður Framrásar, með sandblástursstútinn, en með sandblæstrinum nær hann öllu ryði og lakki af gröfunni. Skurðgrafa sandblásin Bolungarvík - Kútt- magakvöld Lions- klúbbsins í Bolung- arvík hefur um langt árabil verið árviss við- burður í bæjarlífi Bol- víkinga sérstaklega er þetta kvöld vinsælt hjá karlmönnum staðarins þar sem konum er meinaður aðgangur. Um hundrað karl- menn sátu veisluna í samkonuhúsinu Vík- urbæ laugardaginn 17. febrúar síðastliðinn. Að venju var boðið upp á glæsilegt sjávarrétt- ahlaðborð sem SKG veitingar á Ísafirði sáu um að þessu sinni. Veislustjóri kvöldsins átti að vera Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður en sökum ófærðar gaf honum ekki vestur þannig að veislugestir sameinuðust um að fylla það skarð með því að skemmta hver öðrum með gríni, kveðskap og söng. Þá var efnt til bögglauppboðs þar sem sumir gerðu betri kaup en aðrir. Þar sem aðgangur að Kúttmga- kvöldinu er aðeins heimill karl- mönnum þá hafa bolvískar konur brugðist við því undanfarin ár með því að efna til kvennagleði á Veit- ingahúsinu Finnabæ sama kvöld og karlarnir snæða kúttmaga. Á kvennagleðinni var að þessu sinni boðið uppá sjávarréttahlað- borð og fjölbreytta skemmtun þar sem m.a söngtríóið Víkurdætur komu fram, sýnd var nýjasta tísk- an, og póstmeistari og prestur stað- arins, sem eru kvenkyns, fengu nýtt útlit í boði Hárstofunnar í Bolung- arvík og Fjólu Bjarnadóttur snyrti- fræðings. Sextíu konur sóttu kvennagleðina að þessu sinni. Veislustjóri var Pálína Vagnsdóttir. Síðar um kvöldið, að veislunum loknum, mættu síðan þeir sem vildu á dansleik í Víkurbæ þar sem kynin skemmtu sér saman fram á nótt. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Guðmundur Páll Einarsson, Ólafur Halldórsson, Jónatan Einarsson og Benedikt Bjarnason saddir og sælir á kúttmagakvöldi Lions. Víkurdætur; Margrét Pétursdóttir, Auður Ragnarsdóttir og Pálína Vagnsdóttir skemmtu með söng á kvennagleðinni. Kvennagleði og kútt- magakvöld í Bolungarvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.