Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI
24 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DELTA hf. hefur undirritað vilja-
yfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé
lyfjafyrirtækisins Pharmamed
Ltd. á Möltu. Pharmamed Ltd. er í
eigu hollenska lyfjafyrirtækisins
IDA, sem selur meðal annars lyf
til alþjóðlegra hjálparstofnana á
borð við Rauða krossinn.
Róbert Wessman, framkvæmda-
stjóri Delta, segir að velta Delta
hafi vaxið mjög ört undanfarin ár,
veltan hafi verið 780 milljónir árið
1998 og 1.260 milljónir árið 1999
og í áætlunum sé gert ráð fyrir að
veltan á nýliðnu ári hafi verið um
tveir milljarðar. Því megi ætla að
veltan á þessu ári geti orðið í
kringum fjórir milljarðar gangi
kaupin á Pharmamed eftir en
starfsmenn Pharmamed eru 190
talsins.
Aðspurður segir Róbert að
kaupverð sé trúnaðarmál vegna
beiðni seljanda. Róbert vildi að svo
komnu máli ekki tjá sig um fjár-
mögnun vegna fyrirhugaðra kaupa
en það gæti hugsanlega orðið
blanda af hlutafjáraukningu og
lántökum en eins og málið horfi nú
við sé ekki inni í myndinni að nú-
verandi eigendur Pharmamed fái
greitt með bréfum í Delta
Mikil aukning í
framleiðslugetu
Róbert segir að afkastageta
töfluverksmiðju Pharmamed Ltd.
sé töluvert meiri en núverandi af-
kastageta Delta. Pharmamed á
tvær verksmiðjur á Möltu, annars
vegar vel búna töfluverksmiðju,
sem hefur framleiðslugetu upp á
3,5 milljarða taflna, og hins vegar
nýlega 6000 fermetra verksmiðju
sem framleiðir stungulyf. Til
samanburðar hafi Delta
framleitt tæpan hálfan millj-
arð taflna í fyrra. Pharma-
med er nú þegar samþykkt-
ur lyfjaframleiðandi í
nokkrum löndum Evrópu-
bandalagsins. Reiknað er
með að samningum og áreið-
anleikakönnun ljúki fyrir lok
marsmánaðar.
„Við höfum verið að horfa
á það að styrkja okkar sölu-
og markaðsmál verulega og
það endurspeglast raunar í
mjög aukinni veltu. Þetta
hefur verið okkar yfirlýsta
stefna og við ætlum að halda
áfram að styrkja félagið. Og
við höfum líka sagt að veltu-
aukning Delta ráðist mjög
mikið af þróunarverkefnum
sem við erum að vinna að
hverju sinni. Við höfum lýst
því yfir að við stefnum að
því að fara úr því að klára
þrjú til fjögur lyf á ári í í
svona átta til níu lyf . Í sjálfu sér
höfum við náð því markmiði nú
þegar, bæði með því að styrkja
okkar eigin innanhússþróun og
með því að gera samstarfssamn-
inga við erlenda aðila í Kanada og
á Indlandi. Við erum að þróa þessi
lyf í skjóli einkaleyfastöðu á Ís-
landi, þ.e. það eru fá einkaleyfi
sem sótt hefur verið um eða hafa
verið veitt fyrir árið 1995.
Menn fá einkaleyfi í tuttugu
ár og það sem við erum að
gera er að þróa nákvæmlega
einsleit lyf og frumlyfin
þannig að okkar ferli tekur
fimm ár og okkur er heimilt
að þróa sambærileg lyf ef
það er ekki einkaleyfi á við-
komandi lyfi á Íslandi. Það
sem Delta gerir er að koma
lyfjunum á markað daginn
sem einkaleyfið rennur út en
þá er verðið að sjálfsögðu
enn mjög hátt.“
Hagstæð einkaleyfa-
löggjöf á Möltu
Róbert segir að markmið-
ið með kaupunum á Pharma-
med sé í raun tvíþætt. „Í
fyrsta lagi erum við að horfa
á einkaleyfastöðu Möltu sem
er enn hagstæðari en hér á
Íslandi. Sérstaða Möltu er
tvíþætt. Annars vegar
breyttu þeir löggjöfinni hjá
sér í fyrra og útfærðu hana þannig
að það má þróa einsleit eða sam-
heitalyf þrátt fyrir að það sé
einkaleyfi í landinu. Það má bara
ekki markaðsfæra þau eða selja. Í
annan stað hafa menn á Möltu líkt
og hér á Íslandi ekki verið að
sækja um einkaleyfi því Malta er
mjög lítill markaður. Alveg burt-
séð frá löggjöfinni og hvort hún
muni breytast að einhverju leyti
þá getum við unnið með allt sem
menn hafa ekki fengið einkaleyfi
fyrir í dag þannig að við erum að
horfa að lágmarki tuttugu ár fram
í tímann þar sem við gætum þróað
samheitalyf á Möltu.“
Mun lægri framleiðslu-
kostnaður
Róbert segir að hinn þátturinn
snúi að því að með kaupunum
komist Delta yfir mikla fram-
leiðslugetu. „Við erum að horfa til
áframhaldandi veltuaukningar á
Íslandi og erum að setja á markað
sennilega ein þrjú lyf í ár sem
munu áfram styðja við okkar
veltuaukningu. Og við viljum þá
hafa aðra aðstöðu þangað sem við
getum fært eldri lyf okkar í út-
flutningi og framleitt þau ódýrara
enda eru þau lyf að skila mun
minni framlegð. Kostnaðarmunur-
inn liggur fyrst og fremst í því að
launakostnaður á Möltu er senni-
lega um eða undir 50% af því sem
hann er hér auk þess sem fram-
leiðslueiningin á Möltu er bæði
stór og hagkvæm.“
Stærstu eigendur Delta eru nú
Pharmaco með 20% hlut, Lyfja-
verslun Íslands með um 16% og
fjölskylda Werners Rasmussonar
með hátt í 16%.
Alls námu viðskipti með bréf
Delta á VÞÍ í gær um 25 millj-
ónum í 26 viðskiptum og hækkaði
gengi bréfanna um tæp 11,7%.
Fyrirhuguð kaup lyfjafyrirtækisins Delta á lyfjafyrirtækinu Pharmamed Ltd. á Möltu
Veltan um fjórir
milljarðar á ári
Reuters
HAGNAÐUR af rekstri Búnaðar-
banka Íslands hf. dróst saman um
83% á milli áranna 1999 og 2000. Ár-
ið 1999 var hagnaður bankans 1.221
milljón króna en 202 milljónir króna
í fyrra. Þetta er undir spám fjár-
málafyrirtækja sem höfðu að með-
altali gert ráð fyrir 254 milljóna
króna hagnaði. Afkoman er einnig
undir áætlun bankans, en bankinn
sendi í lok desember frá sér afkomu-
viðvörun þar sem greint var frá því
að svo mundi fara.
Markaðsverðbréf í eigu bankans
er sá einstaki liður sem mest áhrif
hefur á afkomuna. Árið 1999 skilaði
sú eign bankanum 1.297 milljóna
króna gengishagnaði, en í fyrra var
1.119 milljóna króna gengistap
vegna markaðsverðbréfa.
Öll skráð hlutabréf í eigu bankans
eru færð á markaðsverði, hvort sem
þau eru í fjárfestingarbók eða veltu-
bók. Í fjárfestingarbók eru tæpir 1,4
milljarðar króna af skuldabréfum
sem skráð eru á framreiknuðu kaup-
verði en ekki markaðsverði. Mis-
munur framreiknaðs kaupverðs og
markaðsverðs er 195 milljónir
króna. Þetta þýðir að væru þessi
bréf færð á markaðsvirði væri af-
koma bankans þeim mun neikvæð-
ari.
Nokkuð sáttir
miðað við árferði
Neikvæð sveifla í afkomu vegna
gengisbreytinga markaðsverðbréfa
er um 2,4 milljarðar króna í bókhaldi
bankans. Á móti kemur að þóknun-
artekjur hækkuðu um tæpan hálfan
milljarð króna, eða um 26%.
Stefán Pálsson, aðalbankastjóri
Búnaðarbankans, segir stjórnendur
bankans nokkuð sátta við þessa nið-
urstöðu miðað við árferði. Hefð-
bundin starfsemi hafi gengið mjög
vel og skilað góðri afkomu, en hluta-
bréfaeignin hafi farið illa með Bún-
aðarbankann líkt og fleiri fyrirtæki
sem hafi stóra stöðu. Það sýni þó
styrk bankans að hann skuli ná þeim
hagnaði sem raun ber vitni þrátt fyr-
ir hina miklu neikvæðu sveiflu í
markaðsverðbréfaeign.
Vaxtamunur lækkaði milli ára og
var 3,23% í fyrra en 3,37% árið 1999.
Vaxtamunur hefur lækkað um 1,42
prósentustig frá árinu 1996 þegar
hann var 4,65%. Framleiðni bankans
hefur aukist mikið á sama tíma. Árið
1996 var heildarfjármagn á stöðu-
gildi 102 milljónir króna en sam-
bærileg tala var 215 milljónir króna
um síðustu áramót.
Meiri aukning útlána en innlána
Útlán bankans hækkuðu um 36%
og voru 110 milljarðar króna um ára-
mótin. Stefán Pálsson segir útlánin
vera til traustra fyrirtækja og að út-
lánatap hafi hlutfallslega minnkað
milli ára. Í fréttatilkynningu frá
bankanum segir að hann eigi nú 2,1
milljarð króna til að mæta mögulegu
útlánatapi næstu ára, en í upphafi
síðasta árs hafi sambærileg tala ver-
ið 1,8 milljarðar króna.
Innlán jukust minna en útlán, eða
um 10%, og voru 67 milljarðar króna
í árslok.
Bankinn stækkaði mikið á árinu,
eða um rúma 27 milljarða króna í
145 milljarða króna. Hlutdeild Bún-
aðarbankans í útlánum banka og
sparisjóða var tæp 19% í árslok 2000
samkvæmt bráðabirgðatölum.
Stöðugildi í bankanum stóðu nán-
ast í stað milli ára og voru 678 í lok
síðasta árs.
Aðalfundur Búnaðarbankans
verður haldinn 10. næsta mánaðar
og mun bankaráðið gera tillögu um
að greiddur verði út 4% arður. Hlut-
hafar í bankanum eru um 28.000.
Hagnaður minnkar
um 83% milli ára
!"
#$
%&'()
*&+,)
'&-()
(&.)(
+()
/(+'
--.&*++
,&.,0
%1-2
0.1.2
)'1)2
!
"##$ "##$ "##$
!
FYRIRTÆKIÐ Standard &
Poor’s (S&P) lækkaði í gær
lánsfjárhæfismat Japan úr
AAA í AA+. Þetta er í annað
sinn á nokkrum mánuðum
sem Japan verður fyrir slíkri
lækkun, því í september
lækkaði Moody’s lánsfjárhæf-
ismat sitt á Japan niður í
Aa2.
Eftir þessa lækkun á láns-
fjárhæfismati er Ísland með
sömu einkunn og Japan hjá
S&P en heldur lægri hjá
Moody’s, eða Aa3.
Ráðherrar í Japan lýstu
margir yfir óánægju sinni
með mat S&P og sögðu það
bæði óverðskuldað og mistök
af hálfu fyrirtækisins.
Röksemdir S&P fyrir lækk-
uninni eru veikari fjárhags-
staða ríkisins eftir tilraunir
þess til að örva hagkerfið með
miklum ríkisútgjöldum. Fyr-
irtækið nefnir einnig að ýms-
ar kerfisbreytingar hafi látið
á sér standa og að núverandi
ríkisstjórn sé ekki líkleg til að
ná fram breytingum á lífeyr-
iskerfinu eða opna fyrir sam-
keppni á vernduðum mörk-
uðum. Þá sagðist fyrirtækið
gera ráð fyrir að skuldir rík-
isins mundu hækka úr 134%
af vergri landsframleiðslu í
165% eftir fimm ár.
Þessi lækkun lánsfjárhæf-
ismatsins hafði ekki mikil
áhrif á verð ríkisskuldabréfa í
Japan. Ástæðan er talin vera
sú að yfir 90% viðskipta með
japönsk ríkisskuldabréf er í
höndum Japana og að þeir líti
minna til þessarar einkunna-
gjafar en erlendir fjárfestar.
Ísland nú
með sömu
einkunn
og Japan
S&P lækkar
lánsfjárhæfismat
Japan
LÍTIL velta var á millibankamark-
aði með gjaldeyri í vikunni. Heildar-
viðskipti voru fyrir 1.066 milljónir
króna, sem er minnsta velta frá því í
ágúst 1997 þegar hún var 977 millj-
ónir króna. Í gær námu viðskipti 25
milljónum króna. Meðalvelta á viku
síðastliðið ár hefur numið rúmum 14
milljörðum króna.
Samkvæmt upplýsingum frá milli-
bankaborði fyrir gjaldeyri hjá Ís-
landsbanka-FBA virðist ástæðan
vera af tvennum toga. Annars vegar
sé um að ræða áhugaleysi markaðs-
aðila og hins vegar ótta við inngrip
seðlabankans.
Miðgildi vísitölunnar er nú 121,57,
en var 121,54 við upphaf viðskipta á
mánudag.
Minnstu
viðskipti
með krónu
frá 1997
SKRIFAÐ hefur verið undir sam-
starfssamning Olíuverzlunar Íslands
hf, Olís, og Genis ehf. á Siglufirði um
innflutning Olís á hráefnum fyrir
Genis.
Genis ehf, sem er í eigu Þormóðs
ramma-Sæberg, Pharmaco, Sam-
herja, Ocean Nutrition og annarra
smærri hluthafa, framleiðir efnin
kítín og kítósan úr rækjuskel en þau
efni eru til að mynda mikið notuð við
lyfjaframleiðslu, í snyrtivöruiðnaði
og olíuiðnaði. Við framleiðslu efn-
anna notar Genis mikið magn af klór
og saltsýru en samningurinn lýtur að
innflutningi á þeim efnum.
Olís fær efnin frá Epenhuysen
Chemie í Hollandi og mun Eimskipa-
félag Íslands annast flutningana en
um er að ræða einn til tvo gáma í
viku hverri eða um 1.700 tonn af salt-
sýru og 80 tonn af klór á ári.
Genis ehf.
semur
við Olís
♦ ♦ ♦