Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 25

Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 25
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 25 „ÁTAKIÐ hefur verið mikil lyfti- stöng fyrir þá sem hlut eiga að máli og rannsóknir á þessu sviði á þessu fimm ára tímabili,“ segir Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunar, um starf Lýð- veldissjóðs, sem hófst 1994 og lauk með málþingi um rannsóknir á lífríki sjávar, sem Hafrannsóknastofnun stóð fyrir á Hótel Loftleiðum í gær. Í tilefni af 50 ára afmæli lýðveld- isins samþykkti Alþingi að stofnaður yrði sjóður í því skyni að styrkja átak í vistfræðirannsóknum á lífríki sjávar árin 1995 til 1999 og til eflingar ís- lenskri tungu. „Þetta var vel til fund- ið því mér er vel kunnugt um að flest- ar rannsóknastofnanir standa frammi fyrir því að framlög til þeirra af framlögum eru bundin í ákveðin verkefni og því ekki mikið svigrúm til nýrra verkefna,“ sagði Árni M. Mathiesen m.a. í ávarpi sínu á ráð- stefnunni í gær. Hann sagði að með þessu hefði verið lagður grunnur að mikilvægum verkefnum í rannsókn- um á þessu sviði á komandi árum og þó málþingið markaði lok á starfi Lýðveldissjóðs þýddi það ekki lok á hafrannsóknum enda væri það von hans og trú að þær ættu eftir að efl- ast og styrkjast enn frekar í nánustu framtíð. Um 244 milljónir í verkefnin Alls var úthlutað 244,4 milljónum króna til 72 verkefna er tengdust vistfræði og umhverfi sjávar á nefnd- um fimm árum en á sama tímabili var varið 252,7 milljónum til eflingar ís- lenskri tungu. Verkefnin spönnuðu flest svið sjáv- arvistfræði sem unnið er að á Íslandi en að þeim vann rannsóknafólk frá Hafrannsóknastofnuninni og útibú- um hennar á Ólafsvík, Akureyri og í Vestmannaeyjum, Líffræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólanum á Ak- ureyri, Veiðimálastofnun, Veður- stofu Íslands, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rann- sóknasetri Háskóla Íslands í Vest- mannaeyjum og Bændaskólanum að Hólum. Með öðrum orðum flestar ís- lenskar stofnanir sem fást við rann- sóknir á vistkerfi sjávar. Í Lýðveldissjóðsstjórn voru Rann- veig Rist, Unnsteinn Stefánsson og Jón G. Friðjónsson en ritari hennar var Helgi Bernódusson. Í samræmi við greinargerð sem fylgdi samþykkt Alþingis fól sjóðsstjórn Hafrann- sóknastofnun að gera tillögur að rannsóknaáætlun og skipaði forstjóri stofnunarinnar Ólaf S. Ástþórsson, Hjálmar Vilhjálmsson og Jón Ólafs- son til að stýra verkinu. Ólafur segir að mikið hafi áunnist með átakinu. „Þetta gerði viðkom- andi stofnunum kleift að ráðast í ým- is verkefni sem þær hefðu ekki getað ella. Sem kunnugt er er okkur þröng- ur stakkur skorinn og helstu áhersl- urnar eru á nytjastofnana en með þessu var hægt að vinna átak í að efla þekkingu okkar á ýmsu þáttum und- irstöðunnar fyrir stofnana.“ Ný verkefni mikilvæg Unnsteinn Stefánsson setti ráð- stefnuna og rakti gang mála frá því sjóðurinn var stofnaður og Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, flutti síðan ávarp. Hann minnti á að sl. haust hefði hann lagt fram í rík- isstjórn minnisblað þar sem hann hefði lagt áherslu á að efla þyrfti enn frekar þekkingu okkar á hafinu og líf- ríki þess. „Í því er lagður grunnur að framtíðarsýn á sviði hafrannsókna. Það er mikil þörf á að hrinda af stað nýjum verkefnum en til þess að svo megi verða þurfum við að eignast fleiri vísindamenn á þessu sviði og það gerist ekki nema unga fólkið sjái fram á spennandi verkefni í framtíð- inni,“ sagði ráðherra. Síðan voru kynnt 44 af þeim 72 verkefnum, sem sjóðurinn styrkti, 18 með erindum og 26 á veggspjöldum. Niðurstöður margra verkefnanna hafa birst í vísindaritum auk þess sem mörg þeirra hafa verið hluti framhaldsnáms við innlenda og er- lenda háskóla. Á ráðstefnunni gafst tækifæri til að fá heildarsýn yfir starfsemi sjóðsins á umræddu tíma- bili en að sögn Ólafs voru einnig veitt- ir styrkir til tækjakaupa og til efl- ingar ýmiss konar búnaðar á ýmsum stöðum. Auk þess veitti sjóðurinn ár- lega heiðursverðlaun og fengu þau Fiska- og náttúrugripasafnið í Vest- mannaeyjum, Jón Bogasonrann- sóknarmaður, Þórunn Þórðardóttir líffræðingur, Einar Egilssonkennari og Síldarminjasafnið á Siglufirði. Málþing um rannsóknir á lífríki sjávar Morgunblaðið/Golli Fjöldi manns sótti málþingið á Hótel Loftleiðum í gær. Í fremstu röð frá vinstri eru Ólafur S. Ástþórsson, að- stoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Unnsteinn Stefánsson prófessor. Mikil lyftistöng LOÐNUFRYSTING hófst á ný hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um í gær, en bræla hefur gert flot- anum lífið leitt að undanförnu og því ekkert um að vera um hríð. Sighvatur Bjarnason VE fékk um 1.400 tonn í fáum köstum út af Snæ- fellsnesi og kom til Vestmannaeyja í gærmorgun, en Kap VE var með um 900 tonn og beið löndunar. Þorsteinn Magnússon, fram- leiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni hf., segir að hrognafyllingin hafi verið milli 20 og 21% og mætti gera því skóna að ekki væri mikið eftir af göngunni fyrir vestan, en áætla má að loðnan hrygni þegar hrognafyll- ingin er um 22 til 24%. Hann segir að loðnan hafi verið þokkaleg og væri gert ráð fyrir að hægt yrði að ná um 10 til 12% nýtingu í frystingu á Jap- ansmarkað, en gat þess að erfitt væri að nefna tölur í þessu sam- bandi. Vegna mikillar hrognafyllingar var loðnan alveg á mörkun að vera frystingarhæf en japanskir kaup- endur voru í Eyjum og skoðuðu vel það sem í boði var. Loðnufrysting aftur í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Japanskir kaupendur meta loðnuna hjá Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.