Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 28
ERLENT
28 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JEAN Chrétien, forsætisráðherra
Kanada, sagði á miðvikudag að í við-
ræðum sínum við George W. Bush
Bandaríkjaforseta hefði hann orðið
þess áskynja að Bandaríkjastjórn
væri reiðubúin að falla frá umdeild-
um áformum um að koma upp eld-
flaugavarnakerfi ef önnur ríki settu
sig algerlega upp á móti þeim.
„Ég hef átt viðræður við Banda-
ríkjamenn, sem hafa ákveðið að
halda áformunum ekki til streitu ef
það skapar verulegan vanda fyrir
NATO eða ef þeir komast ekki að
samkomulagi við Kínverja og
Rússa,“ sagði Chrétien í ræðu á
kanadíska þinginu á miðvikudag.
Áður hafði Alexa McDonough, leið-
togi stjórnarandstöðunnar, farið
fram á að forsætisráðherrann for-
dæmdi eldflaugavarnaáætlunina á
fundi sínum með Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, á fimmtu-
dag.
The Daily Telegraph hafði í gær
eftir mönnum úr fylgdarliði Blairs í
Kanada að ummæli Chrétiens hefðu
„vakið furðu“. Þetta kæmi Blair í
nokkuð óþægilega stöðu, en hann
hélt að Kanadaheimsókninni lokinni
til Bandaríkjanna og átti þar fund
með Bush í gær. Blair hefur lýst því
yfir að hann muni ekki leggja bless-
un sína yfir eldflaugavarnaáætl-
unina fyrr en frekari upplýsingar
liggi fyrir. The Daily Telegraph
hafði jafnframt eftir ónafngreindum
embættismanni bandaríska þjóðar-
öryggisráðsins að svo virtist sem
Chrétien hefði annaðhvort misskilið
eða mistúlkað afstöðu Bush í mál-
inu. „Forsetinn hefur lýst þeirri
skoðun sinni að koma eigi upp eld-
flaugavarnakerfi. Þetta eru orð for-
setans og hann hefur ítrekað þau
nokkrum sinnum.“
Bandaríkjastjórn hafi
samráð við NATO-ríkin
Chrétien sagði hins vegar á sam-
eiginlegum fréttamannafundi með
Blair á fimmtudag að hann hefði
ekki átt við að NATO hefði neit-
unarvald gagnvart áætlun Banda-
ríkjastjórnar. En NATO-ríkin,
ásamt Rússum og Kínverjum,
myndu krefjast þess að Bandaríkja-
stjórn hefði samráð við þau um mál-
ið og ætluðust til að á þau væri
hlustað. Ella væri hætta á að „veru-
legur vandi“ skapaðist innan banda-
lagsins.
Umdeild áform bandarískra stjórnvalda um eldflaugavarnakerfi
Bush sagður reiðubúinn
að láta undan þrýstingi
Ottawa. The Daily Telegraph.
Reuters
Jean Chrétien og Tony Blair á fréttamannafundi í Ottawa á fimmtudag.
ÞÝSK fjögurra manna fjölskylda
lét lífið og nokkurra er saknað
eftir að snjóflóð féllu á bíla í
skíðabænum Obergurgl í Týról í
gær.
Talsmaður lögreglunnar í Inn-
sbruck sagði í gær, að mikið snjó-
flóð hefði fallið í fjallaskarði rétt
við Obergurgl en bærinn er í 50
km fjarlægð frá Innsbruck í Ötz-
dal. „Við fundum fjóra mann-
eskjur látnar í bíl, sem flóðið
hafði gjöreyðilagt,“ sagði tals-
maðurinn en um 100 björg-
unarmenn leituðu í gær að fólki,
sem var saknað. Annað flóð féll
einnig við Obergurgl en þá tókst
að grafa tvo menn úr fönninni
heila á húfi.
Mikill viðbúnaður var í gær í
vesturhluta Austurríkis vegna
snjóflóðahættu en þar hefur snjó-
að mjög mikið. Eru þúsundir
manna innilokaðar á ýmsum
skíðastöðum vegna fannfergisins.
Fyrir réttum tveimur árum lok-
uðust 20.000 manns inni vegna
snjóa á þessum sömu stöðum og
það ár fórust alls 38 manns í
snjóflóðum.
Reuters
Björgunarmenn með hunda við leit skammt frá Obergurgl.
Fjórir fórust
í snjóflóði
Vín. Reuters.
HILLARY Clinton, öldungadeildar-
þingmaður og fyrrverandi forsetafrú
í Bandaríkjunum, sagði á blaða-
mannafundi í þinghúsinu í Washing-
ton á fimmtudag að hún væri „harmi
slegin og miður sín“
vegna frétta um að
bróðir hennar, Hugh
Rodham, hefði þegið fé
fyrir að tala máli
tveggja manna sem Bill
Clinton veitti sakar-
uppgjöf og mildun refs-
ingar á síðasta degi sín-
um í forsetaembætti.
Hillary kvaðst ekki
hafa frétt af málinu
fyrr en á mánudags-
kvöld og þá hafi þau
hjónin krafist þess að Rodham skil-
aði fénu, sem hann gerði. „Ég tel að
bróðir minn hafi gert hræðileg mis-
tök,“ sagði Hillary á blaðamanna-
fundinum og lagði áherslu á að hún
hefði ekki haft nein áhrif á ákvörðun
eiginmanns síns um hverjum ætti að
veita sakaruppgjöf og mildun refs-
ingar.
Hugh Rodham viðurkenndi opin-
berlega á miðvikudag að hafa þegið
samtals tæplega 400 þúsund dollara,
eða nær 35 milljónir króna, fyrir að
vinna að því að kaupsýslumaðurinn
Glenn Braswell fengi sakaruppgjöf,
en hann var dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir fjársvik árið 1983, og
að Carlos Vignali, sem situr í fangelsi
fyrir fíkniefnamisferli, fengi frelsi
eftir að hafa afplánað sex ár af fimm-
tán ára dómi.
Repúblikaninn Dan Burton, for-
maður umbótanefndar Bandaríkja-
þings, sagði á fimmtudag að nefndin
hefði farið fram á það við Rodham að
hann skýrði frá því hvaða umsækj-
endur um náðun hann
hefði unnið fyrir og
með hvaða hætti.
Umsóknum kunn-
ingja Rogers Clint-
ons var hafnað
Skrifstofa Bills
Clintons staðfesti á
fimmtudagskvöld að
hálfbróðir forsetans
fyrrverandi, Roger
Clinton, hefði rætt við
hann fyrir hönd nokk-
urra kunningja sinna sem sóttu um
náðun, en þeim hefði öllum verið
hafnað. Tekið var fram að Roger
Clinton hefði ekki þegið neitt fé fyrir
að tala máli þeirra.
AP-fréttastofan skýrði frá því í
gær að alríkissaksóknari í New
York, sem rannsakar nú sakarupp-
gjöf kaupsýslumannsins Marc Rich,
hafi ákveðið að taka einnig til skoð-
unar þá ákvörðun Clintons að milda
refsingar fjögurra hassída-gyðinga,
sem hlutu dóm fyrir stórfelldan fjár-
drátt úr opinberum sjóðum. Rann-
saka á hvort samið hafi verið um að
meðlimir samfélags hassída-gyðinga
í Rockland-sýslu í New York-ríki
greiddu Hillary Clinton atkvæði sitt í
kosningunum til öldungadeildarinn-
ar í nóvember, gegn því að Clinton
mildaði refsingu fjórmenninganna.
Náðunarvandræði Bills Clintons
Hillary kveðst
„miður sín“
New York, Washington. AFP, AP.
Hillary Rodham
Clinton
HEIMILISHJÁLPIN sem
aldraðir hafa notið um árabil,
kann innan fáeinna ára að heyra
sögunni til. Vísindamenn um all-
an heim vinna nú af kappi að því
að þróa vélmenni til að aðstoða
aldraða við þrif, lyfta þeim upp í
rúminu, keyra hjólastól og
kaupa inn, svo fátt eitt sé nefnt.
Fjölgun aldraðra og niðurskurð-
ur í velferðarkerfinu hefur orðið
til þess að það sem mörgum
finnst vera hryllingssýn úr
framtíðinni er í huga annarra
lausn á sívaxandi vandamáli.
Danski prófessorinn Henrik I
Christensen kynnti heimilis-
hjálp framtíðarinnar fyrir lönd-
um sínum í vikunni en hann
starfar á vélmennaþróunardeild
tækniháskólans í Stokkhólmi
sem er ein af fimm virtustu
stofnunum þeirrar tegundar í
heiminum. Christensen segir
fyrstu vélmennin með gervi-
greind væntanleg eftir 3–4 ár og
að áratug liðnum verði enn þró-
aðri útgáfur, sem geta þrifið,
lyft sjúklingum, keypt inn og
keyrt hjólastól, boðnar til sölu
fyrir um 100.000 til 150.000 kr.
Ein af ástæðum þess að
vélmennaþróuninni miðar hratt
nú er fyrirséð fjölgun aldraðra
og sjúkra. Gert er ráð fyrir að
eftir 30 ár hafi fjöldi fólks yfir 85
ára aldri tvöfaldast. Til að sinna
öllum þessum fjölda og gera
fólki kleift að vera lengur heima,
verði vélmenni að koma til.
Nú þegar eru til vélmenni
sem geta sinnt einfaldri þjón-
ustu en kostnaðurinn við gerð
þeirra er enn allt of hár.
Ryksuga fyrr en varir
Framþróunin á sviðinu er
hins vegar hröð. „Vélmennin
verða farin að ryksuga fyrr en
varir, þess er ekki langt að bíða
að vísindamennirnir verði búnir
að leysa tæknilega örðugleika.“
Christensen segir vélmennin
enn allt of dýr, fyrstu ryksugu-
vélmennin muni líklega kosta
um 350.000 ísl. kr. en verðið
muni fljótlega verða komið nið-
ur í 30–40.000 ísl. kr. „Það er
nógu lágt til þess að fólk kaupir
þau, þeir sem alltaf verða að
eiga það nýjasta og besta munu
að sjálfsögðu verða að eignast
vélmenni og hægt verður að
nota það fólk til að þróa vél-
mennin og sníða af vankanta.“
Vélmennunum sem þróuð eru
í Svíþjóð er stýrt með röddinni.
Óljóst er hins vegar hvernig þau
munu líta út, enn sem komið er
minna þau helst á tunnur með
armi. Ljóst er þó að Evrópubúar
vilja ekki vélmenni eins og Jap-
anir hafa verið að þróa og eru í
mannsmynd. „Evrópubúum
finnst þau ógnvekjandi og hafa
engan áhuga á því að hafa vél-
menni líkast Tortímandanum
heima hjá sér.“
Christensen segir að niður-
staðan verði einhvers staðar þar
á milli, vélmennin verði að verða
falleg og hagnýt, stofuprýði þeg-
ar þau séu ekki í notkun. Eitt
helsta vandamálið nú er að þróa
arm sem er nógu sterkur til að
lyfta sófa en jafnframt nógu
„mjúkhentur“ til að ýta undir
sjúkling í rúmi.
Reynist Christensen sann-
spár mun orðið vélmenni fljót-
lega hverfa og þess í stað koma
orð á borð við „greind“. Saman-
ber „greindur hjólastóll“ sem
getur komist leiðar sinnar án
þess að sá sem í honum situr
þurfi að skipta sér af.
Vél-
menni í
heimilis-
hjálp
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.