Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 35
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 35
Ertu
meðvitaður
um gæði
Sjáðu merkið
NÝLEGA auglýsti breskur bóka-
klúbbur, The Folio Society, tilboð í
bresku tímariti. Þar var nýjum
áskrifendum boðið að kaupa bækur
á 14,95 pund sem ættu að kosta 154
pund alla jafna. Í staðinn lofaði við-
komandi að kaupa 4 bækur á lista-
verði á næstu 2 árum.
Þegar bækurnar komu til landsins
vantaði tollayfirvöld nánari upplýs-
ingar og nýi áskrifandinn sendi þeim
auglýsinguna þar sem tekið var
fram hvað tilboðið hljóðaði uppá.
Tollayfirvöld ákváðu engu að síð-
ur að taka virðisaukaskatt af hærri
upphæðinni þ.e. 154 pundum. Nið-
urstaðan er að kaupandinn hefði
borgað um 2.000 krónur fyrir bæk-
urnar á tilboði en þurft síðan að
borga 4.700 í virðisaukaskatt.
Kaupandinn endursendi bækurn-
ar til Bretlands.
Alþjóðleg tollalög
Sveinbjörn Guðmundsson, aðal-
deildarstjóri tollgæslunnar, segir að
samkvæmt tollalögum beri að greiða
toll af verði vöru og kostnaði við að
koma henni til landsins.
„Síðan eru reglur um undantekn-
ingar frá þessari almennu reglu.
Í ákvæðum 4. kafla tollalaga er
fjallað um þessar undantekningar og
m.a. þegar verið er að gefa mönnum
verðmæti til að þeir gerist áskrif-
endur eins og var raunin í þessu til-
felli.
Þessar reglur eru skv. alþjóða-
samningum sem Ísland er aðili að.
Þá er verðið metið að nýju eftir
listaverði, komi það fram, og afslátt-
urinn ekki tekinn gildur.“
Sveinbjörn segir að menn hafi lát-
ið reyna á þessi ákvæði tollalaga
með kærum og málin hafi endað á
þann veg að samkvæmt tollalögum
beri að afgreiða mál með þeim hætti
sem tollayfirvöld gera.
Þegar Sveinbjörn er spurður
hversu oft tilfelli sem þessi komi upp
segist hann ekki hafa haldbærar töl-
ur en að þetta sé algengt umkvört-
unarefni. Hann segir að tollayfirvöld
hafi síður en svo gaman af því að
standa í þessu stappi við viðskipta-
vini en þeim sé uppálagt að fara eftir
þessum alþjóðlegu reglum.
Hann segir að það sé eflaust mis-
munandi eftir löndum hvernig staðið
er að því að framfylgja þessum skil-
yrðum í tollalögum en á hinum
Norðurlöndunum þar sem hann
þekkir til um framkvæmdina segir
hann að hún sé með svipuðum hætti
og hér á landi.
Verðið metið að
nýju eftir listaverði
Morgunblaðið/Þorkell
Samkvæmt tollalögum ber að greiða toll af verði vöru og kostnaði við að
koma henni til landsins en til eru undantekningar frá þeirri reglu.
Keypti bækur fyrir tæplega 2.000 krónur
en átti að borga 4.700 krónur í virðisaukaskatt
Í KJÖLFAR fréttar af rakaskemmd-
um í viðarhúsgögnum frá löndum eins
og Indlandi, Mexíkó, Indónesíu og
Kína í vikunni hafa Morgunblaðinu
borist ábendingar um að stundum
myndist einnig sprungur í parketi
sem flutt er inn frá Asíu.
Harðviðarval ehf. og Parket ehf.
eru meðal þeirra verslana sem selja
parket frá Asíu. Að sögn fram-
kvæmdastjóra verslananna tveggja
eru viðskiptavinir ánægðir með park-
et frá Asíu og kvartanir því mjög fá-
tíðar.
„Fyrir 10 árum hófum við að flytja
inn parket frá öðrum löndum en
Skandinavíu, meðal annars Asíu.
Verksmiðjan sem við höfum skipt við
í Asíu er í eigu Svía og Bandaríkja-
manna en þegar við kynntumst henni
var hún í Svíþjóð og fluttist síðan til
Asíu. Ástæður voru ódýrt vinnuafl og
skattaívilnanir,“ segir Einar Gott-
skálksson, framkvæmdastjóri Harð-
viðarvals ehf. „Allt hráefni sem verk-
smiðjan vinnur úr er flutt til Asíu frá
Evrópu og Kanada. Ekki er sama frá
hvaða verksmiðju er keypt þegar
keypt er frá Asíu. Gæðin eru misjöfn.
Vinsældir Asíu-parketsins aukast
sífellt hér á landi og er tjónahlutfall á
því parketi ekki meira en á öðru park-
eti sem við flytjum inn. Ljóst er að
innflutningur okkar á parketi frá Asíu
væri ekki svo mikill sem raun er ef
viðskiptavinir okkar væru óánægðir
með efnið. Kvartanir eru sem betur
fer mjög fátíðar.“
Einar segir ástæður galla í parketi
geta verið margvíslegar. „Viðkom-
andi er til dæmis með gamalt gólf í
húsinu sínu og tekur ekki eftir því að
raki er í því. Hann hafi verið með
teppi áður en það hleypir rakanum
upp. Um leið og parket er komið á
lokar það rakann inni, viðurinn þolir
það ekki og því getur hann sprungið.
Önnur ástæða er einfaldlega galli í
parketinu. Sjaldnast er það svo að
viðurinn sé ekki nægilega þurr fyrir
íslenskar aðstæður enda eru parketin
frá Asíu ekki bara fyrir íslenskan
markað heldur líka þann sænska,
norska, kanadíska og finnska svo
dæmi séu tekin en í öllum þessum
löndum er svipað rakastig.“
Ráðlagt að hækka rakastigið
„Við höfum verið með parket frá
Asíu í sölu hjá okkur en í mjög litlu
magni, vinsælustu parketin koma frá
Evrópu,“ segir Ívar Atlason, fram-
kvæmdastjóri Parket ehf.
„Ariket nefnist asíska parketið en
það er samlímt og með rakastig á
milli 7 til 8%.“ Aðspurður segir Ívar
engar sprungur hafa komið fram í
þessu parketi hjá fyrirtækinu sem
vitað er um og engar kvartanir borist.
„Þess má geta að viðmiðunarraka-
stig, sem telst vera það besta, er 55 til
65% en rakastig í íbúðum fólks hér á
landi er oft mjög lágt. Oft á tíðum er
maður að mæla rakastig allt niður í
27% og lægra. Ástæður sprungu-
myndananna eru oft einmitt þær að
viðurinn inniheldur hærra rakastig
en á mörgum íslenskum heimilum.
Það er samt ekki eingöngu hægt að
kenna efninu um heldur líka óheil-
brigðu rakastigi á heimilum fólks.
Mín ráð eru því þau að fólk reyni að
hækka aðeins rakastigið í íbúðum sín-
um.“
Engar kvartanir borist
Þegar haft var samband við Baldur
Þór Baldvinsson, formann Meistara-
félags húsasmiða, vegna kvartana um
parketin frá Asíu, sagði hann að ekki
hefðu neinar kvartanir borist inn á
borð til þeirra. Þá hafði Neytenda-
samtökunum borist símtal vegna
þessa en ekki neitt formlegt erindi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dæmi eru um að sprungur myndist í parketi sem flutt er inn frá Asíu en
kunnugir segja að það skipti máli hvaða verksmiðju verslað er við.
Sprungumyndanir í parketi frá Asíu
Kvartanir
mjög fátíðar
VIÐSKIPTAVINUR á bensínstöð
lenti nýverið í því að fá ekki þjón-
ustu við að setja rúðuvökva á bíl-
inn þar sem hann dældi sjálfur
bensíni á bílinn sinn. Afsala þeir
sér þjónustunni sem dæla sjálfir?
Talsmenn bensínstöðvanna
þriggja, Olís, Skeljungs og Esso,
sögðu sömu þjónustu gilda fyrir
alla viðskiptavini.
„Þeir sem dæla sjálfir hjá Olís fá
ávallt alla þjónustu ókeypis eins og
við að setja rúðuvökvann á, skipta
um rúðuþurrkur og ljósaperur,
bæta á smurolíu, undirbúa bílinn
fyrir vetrarfrostið og svo framveg-
is,“ segir Thomas Möller, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs þjón-
ustustöðva Olís. „Einnig þrífum við
framrúður á öllum bílum sé þess
óskað hvort sem bílstjórinn dælir
sjálfur eða ekki,“ segir Thomas.
Guðný Rósa Þorvarðardóttir,
markaðsstjóri Skeljungs, og Berg-
þóra Þorkelsdóttir, rekstrarstjóri
þjónustustöðva Esso, taka í sama
streng og Thomas og segja að á
þeim stöðvum sem viðskiptavinum
gefist kostur á að kaupa eldsneyti
á lægra verði með því að dæla
sjálfir geti þeir fengið sömu þjón-
ustu og aðrir viðskiptavinir. „Sem
dæmi um þjónustu hjá Skeljungi
má nefna aðstoð við að mæla olíu
og setja á bílinn frostlög, rúðu-
vökva og rúðuþurrkur. Á dælunum
eru einnig fötur með sápublönduðu
vatni sem viðskiptavinum gefst
kostur á að nota til að þvo fram-
rúður sínar. Ef starfsfólk hefur tök
á býðst það gjarnan til að þvo
framrúður en að öllu jöfnu gengur
fyrir þjónusta við að dæla elds-
neyti,“ segir Guðný Rósa. Berg-
þóra segir að hjá Esso sé einnig
stefnan að afgreiðsla á þjónustu-
eyjum og ádæling eldsneytis gangi
alltaf fyrir.
Þjónusta á bensínstöðvum
Spurt og svarað um neytendamál
FRÁ og með 1. mars næstkomandi
verður sett gjald fyrir hvern útgef-
inn greiðsluseðil frá Orkuveitu
Reykjavíkur sem nemur tvöhundr-
uð krónum auk virðisaukaskatts.
Guðmundur Þoróddsson, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, segir
gjaldið hafa verið ákveðið í desemb-
er en mörg ár hafi tekið að flytja
kostnaðinn af þessum seðlum yfir á
þá sem nota þá. „Við höfum einfald-
lega ekki verið í stakk búin til þess
innheimtulega séð fyrr en núna.
Ákveðið var, samfara þessum
aukna kostnaði, að lækka raf-
magnskostnað sem nemur 10% til
almennra notenda og að bjóða nýj-
an taxta á heitu vatni til snjó-
bræðslu en hann er 50% lægri en
áður. Síðarnefnda lækkunin á þó
eingöngu við þegar ekki er mjög
kalt í veðri.“ Guðmundur segir enn-
fremur að bréf hafi verið sent öllum
viðskiptavinum Orkuveitunnar
vegna þessara breytinga en einnig
til þess að hvetja fólk til að sameina
alla reikninga fyrir rafmagn og
heitt vatn á einn seðil svo borga
þurfi einungis eitt seðilgjald.
„Framvegis verða allir reikning-
ar fyrir rafmagn og heitt vatn sam-
einaðir á einn greiðsluseðil hjá
þeim viðskiptavinum Orkuveitunn-
ar sem fá reikninga sína senda í
pósti. Þeir viðskiptavinir sem ekki
vilja sameina reikninga sína á einn
greiðsluseðil eru í bréfinu beðnir
um að láta þjónustuver okkar vita,“
segir Guðmundur og bætir við að
þessar breytingar séu gerðar bæði
til sparnaðar og þæginda fyrir fyr-
irtækið og kaupendur.
Rafrænn greiðslumáti
fólki að kostnaðarlausu
Í bréfinu er jafnframt verið að
hvetja landsmenn til að fara í raf-
rænan greiðslumáta, til dæmis með
því að greiða reikninga með boð-
greiðslum VISA eða nota bein-
greiðslur þar sem orkureikningar
eru skuldfærðir mánaðarlega af
bankareikningi viðkomandi. „Slík
þjónusta er fólki að kostnaðarlausu
en ef fólk kýs þennan háttinn er
sent uppgjör einu sinni á ári. Við
vorum með um 40% af okkar reikn-
ingum í rafrænum greiðslum en nú
sýnist okkur allt stefna í að hlut-
fallið fari upp í 60%. Hér er því um
verulegt hagræði að ræða því
kostnaðarsamt er að vera með
greiðsluseðla á pappír.“
Gjald tekið fyrir greiðslu-
seðla Orkuveitunnar
Rafmagnskostnaður til almennra notenda lækkar um 10%
KOMIN er á markað sérstök
bolluveisla frá framleiðandanum
Kötlu ehf. Í bolluveislunni er að
finna vatnsdeigsbollumix,
jurtaþeytirjóma og súkkulaðihjúp
allt í einum pakka en einnig er
hægt að kaupa vörurnar hverja í
sínu lagi.
Vörurnar fást í öllum verslunar-
keðjum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vatnsdeigs-
bollumix
Nýtt