Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 36
36 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Konur
Hvatt til reglulegrar
klamydíu-skoðunar.
Sjúkdómar
Ný, óvenjuleg meðferð
við heilablóðfalli
Ófrjósemi
Pör nýta Netið til
kaupa á mannaeggjum.
Börn
Minna kólesteról
ógnar ekki þroska.HEILSA
SÚ hugmynd, að mönnum hætti til
að deyja ungir vegna þeirrar streitu
er fylgi því að fara út á vinnumark-
aðinn, á ekki við rök að styðjast,
samkvæmt niðurstöðum könnunar
bandaríska tryggingafræðingsins
Barböru Blatt Kalbens. Umfangs-
mikil athugun hennar á því hvers
vegna karlmenn séu í raun „veikara
kynið“ leiddi í ljós að samspil mis-
munar í krómósómum og hormónum
annarsvegar og atferlisþættir hins-
vegar gegna stærra hlutverki.
„Dánartíðni karla er hærri um svo
að segja allan heim, í öllum aldurs-
hópum og fyrir fæðingu, og allar göt-
ur aftur til fjórtándu aldar,“ sagði
Kalben, sem er tryggingafræðingur í
Seattle í Bandaríkjunum. Hefur hún
nýlokið þriggja ára könnun á mun-
inum á milli dánartíðni meðal karla
og kvenna.
Kalben nefnir að niðurstöður
kannana á vegum Sameinuðu þjóð-
anna frá 1998 sýni að ævilíkur við
fæðingu séu meiri hjá konum en
körlum í 154 löndum, og aðeins í
Nepal sé þessu öfugt farið. Jafnvel
fyrir fæðingu eiga karlar undir högg
að sækja. Niðurstöður Kalbens sýna
að hverjar hundrað konur verða
þungaðar að 107 til 170 drengjum, en
samkvæmt manntali Bandaríkjanna
frá 1998 lifa aðeins 105 drengir fram
að fæðingu á hverjar hundrað konur.
„Eftir fæðingu er munurinn á dán-
artíðni karla og kvenna mestur um
22 ára aldur þegar tíðnin er rúmlega
þrefalt meiri hjá körlum en konum,“
segir Kalben. Athugun hennar leiðir
hana að þeirri niðurstöðu að ástæð-
urnar fyrir muninum á dánartíðni
karla og kvenna séu líffræðilegar og
erfðafræðilegar, auk þess að vera
félagslegar, menningarlegar, um-
hverfislegar og atferlisbundnar.
„Vísbendingar eru um að hormón-
ið estrógen, sem er fyrst og fremst
kvenhormón, verndi konur, en horm-
ónið testósterón, sem er fyrst og
fremst karlhormón, hafi slæm áhrif,“
segir Kalben í niðurstöðum sínum,
sem enn hafa ekki verið birtar. Einn-
ig leiði áhættusamt atferli, eins og til
dæmis reykingar, til þess að ævin
styttist, reykingamenn deyi að jafn-
aði níu árum yngri en þeir sem ekki
reyki.
En Kalben kemst einnig að þeirri
niðurstöðu að ekki séu vísbendingar
um að meiri atvinnuþátttaka karla
valdi hærri dánartíðni. Vinnandi
konur hafi oft lægri, og stundum
mun lægri, dánartíðni en konur sem
ekki vinna.
Kalben telur ekki að dánartíðni-
tölur muni jafnast milli kynjanna á
næstunni. En hún segir að karlmenn
deili þessum örlögum með öllum
karldýrum. Athugun hennar á dán-
artíðni meðal annarra dýra, þ. á m.
hringorma, krabba, skeldýra, skor-
dýra, köngulóa, skriðdýra, fiska og
prímata, sýna að hjá næstum öllum
tegundum er dánartíðni lægri hjá
kvendýrum.
Gen fremur en vinna valda
því að menn deyja ungir
Karlar eru í raun
„veikara kynið“ enda
deyja þeir fyrr en
konur. Svo er einnig um
enn frumstæðari dýr.
New York. Reuters.
Reuters
Vinnan göfgar manninn.
Bróðir minn er þroskaheftur og á síðustu mán-
uðum finnst mér hann hafa verið dapur. Geta
þroskaheftir þjáðst á geði? Og ef svo er, hvað er
þá til ráða?
ÁÐUR en spurningunni er
svarað er rétt að gera grein fyr-
ir því hvað það merkir að vera þroskaheftur.
Þeir teljast þroskaheftir sem eru undir 70 í
greindarvísitölu og hafa skerta hæfni til aðlög-
unar gagnvart öðrum, samfélaginu og um-
hverfinu. Oft er talað um ófullkominn þroska
hugans, sem einkennist af því að ekki hefur
þroskast eða þróast eðlilega færni hvað varð-
ar: Mál-tal, hreyfigetu-samhæfingu, félagslega
færni og vitræna getu. Þeir sem eru á milli 80-
89 í greindarvísitölu teljast tornæmir, 90-109
meðalgreindir. Greindarskertum eða þroska-
heftum má skipta í flokka eftir því hve þroska-
hefting þeirra er alvarleg. Vægt þroskaheftir
með greindarvísitölu 50-69 svara til 9-12 ára í
vitsmunaþroska, talsvert þroskaheftir með
greindarvísitölu 35-49 svara í þroska til 6-12
ára, mikið þroskaheftir með greindarvísitölu
milli 20-34 svara í þroska til 3-6 ára og mjög al-
varlega þroskaheftir með greindarvístölu und-
ir 20 svara til yngri en 3 ára í þroska. Flestir
þroskaheftir eru í hópi vægt þroskaheftra eða
85%, 10% talvert þroskaheftir, 3-4% mikið
þroskaheftir og 1-2% mjög alvarlega þroska-
heftir.
Þroskaheftir geta þjáðst á geði eins og aðrir.
Geðræn vandamál, eða öðru nafni geðraskanir,
eru jafnalgeng og jafnhátt hlutfall þeirra hjá
þroskaheftum og öðrum. Þeir skera sig því á
engan hátt úr í þessu tilliti. Að greina geð-
röskun hjá þroskaheftum getur verið erfiðara
því að þeir eiga ekki alltaf jafnauðvelt með að
tjá sig og gera grein fyrir líðan sinni eins og
aðrir með fulla greind. Þannig getur oft verið
mjög erfitt að fá upplýsingar frá hinum
þroskahefta til að átta sig á því hvort hann er
t.d. haldinn þunglyndi og/eða geðklofa-
sjúkdómi (þar sem einkennandi eru rang-
hugmyndir eða ofskynjanir). Þeir sem eru al-
varlega þroskaheftir eru margir hverjir með
lítinn sem engan talþroska og geta þá fyrst og
fremst tjáð sig með hegðun og látbragði. Því er
afar þýðingarmikið fyrir þá sem fást við geð-
raskanir hjá þroskaheftum að þeir setji sig vel
inn í hegðun og látbragð þess þroskahefta til
að átta sig betur á líðan hans.
Sömu lögmál gilda um meðferð hjá þroska-
heftum og öðrum hvað lyf varðar, en að sjálf-
sögðu hindrar greindarskorturinn oft að hægt
sé að beita hugrænni atferlismeðferð eða sál-
lækningu. Viðtalsmeðferð er hægt að beita að
vissu marki en að sjálfsögðu er aðeins hægt að
beita henni hjá þeim sem eru vægt greind-
arskertir en ekki hjá þeim sem eru alvarlega
greindarskertir og meðtaka ekki almennt hið
talaða orð. Alvarlegar geðraskanir trufla oft
meira líf hins þroskahefta en annarra. Þar
mætti nefna sem dæmi djúpt þunglyndi, geð-
hvarfasýki eða geðklofa. Þannig getur djúpt
þunglyndi haft áhrif á einbeitingu og minni.
Geðhvarfasýki veldur oft dómgreindarleysi í
oflætisástandinu og við geðklofa truflast
margt, eins og einbeiting, minni, afstrakt
hugsun og að vinna samtímis úr fleiri en einu
áreiti. Hjá hinum þroskahefta geta þessar al-
varlegu geðraskanir dregið svo úr vitrænni
getu hans að hann þarfnast hjálpar með það
sem hann var áður fær um, eins og ýmsar at-
hafnir hins dagleg lífs. Margir þeirra sem eru
vægt þroskaheftir og með geðræn vandamál
gætu búið sjálfstætt án mikillar hjálpar og
jafnvel stundað vinnu.
Alvarlegar geðraskanir leiða samt til þess að
hinn þroskahefti þarfnast meiri aðstoðar, hann
þarf að búa í sambýli og fá hjálp og að fylgst sé
með honum. Það er því ekki síður nauðsynlegt
að þeir þroskaheftu fái meðferð og hjálp ef
þeir stríða við geðraskanir. Vandamál á geði
trufla oft meira þeirra líf en annarra og því
þýðingarmikið að þeir fái viðeigandi meðferð
og lækningu.
Ef bróðir þinn sem er þroskaheftur stríðir
við þunglyndi er hægt að hjálpa honum með
lyfjameðferð, þ.e. með þunglyndislyfjum, alveg
eins og þeim sem ekki eru þroskaheftir. Best
er að þú leitir með bróður þinn til geðlæknis til
að fá greiningu og viðeigandi meðferð.
Geta þroskaheftir þjáðst á geði?
eftir Kristófer Þorleifsson
Þroskaheftir geta þjáðst á
geði eins og aðrir. Geðræn
vandamál, eða öðru nafni
geðraskanir, eru jafnalgeng
og jafnhátt hlutfall þeirra
hjá þroskaheftum og öðrum.
Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði, félags-
leg og vinnutengd
málefni til sérfræðinga á
vegum persona.is. Senda
skal tölvupóst á persona-
@persona.is og verður svarið
jafnframt birt á vefsetri
persona.is
SVAR
NAFLASTRENGIR, sem er jafn-
an hent eftir að börn fæðast,
gætu reynst mikil náma af efn-
um til að gera við heila sem
skemmst hafa af völdum áfalla
og annarra kvilla. Engar siðferð-
islegar hindranir eru á þessu,
líkt og er á notkun fósturvefja,
að sögn vísindamanna.
Við tilraunir á dýrum, að
minnsta kosti, virðist sem frum-
ur úr naflastrengjum hraði veru-
lega bata eftir heilablóðfall. Eru
þær einfaldlega settar út í blóð-
rásina og þarf ekki að græða
þær beint í heilann.
Þótt enn eigi eftir að kanna
ýmis smáatriði nánar segist dr.
Paul R. Sanberg, við Háskólann í
Suður-Flórída, vonast til að geta
prófað þetta á heilaáfallssjúkl-
ingum innan eins eða tveggja
ára.
Hann segir rannsóknir sínar
benda til að úr naflastrengjum
sé hægt að fá mikið af svo-
nefndum stofnfrumum, sem eru
grunnfrumur er geta breyst í
svo að segja hvaða líkamsvef
sem er, án þeirra siðferðislegu
vandamála er fylgi töku slíkra
fruma úr fósturvefjum.
Sanberg sagði ennfremur að
einn eða tveir strengir ættu að
veita nóg af stofnfrumum til að
meðhöndla einn heilablóðfalls-
sjúkling, ef þær aðferðir sem nú
eru notaðar reynast heppilegar.
Hægt væri að frysta frumurnar
og grípa til þeirra eftir þörfum.
Naflastrengir til
heilaviðgerða?
San Francisco. AP.
Associated Press
Deilur um hvert sækja beri „viðgerðarefni“ í læknavísindum
framtíðarinnar verða sífellt meira áberandi.