Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 39 ÓHÆTT er að minnka fitumagn í mat barna, að því er sérfræðingar við bandarísku hjarta- lungna- og blóð- rannsóknastofnunina (NHLBI) segja. Er þetta byggt á niðurstöðum lengstu og umfangsmestu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu máli. Mark- mið rannsóknarinnar var að svara tveimur spurningum: Mun minnkun fitu í mat barna leiða til minna kólest- eróls og er óhætt að draga úr því? Svarið við báðum spurningunum er eindregið já, segir Eva Obarzanek, verkefnisstjóri hjá stofnuninni. „Mik- ilvægustu skilaboðin eru þau, að þetta var afgerandi og vel gerð tilraun og að við getum dregið úr kólesterólmagni hjá börnum og gert það á öruggan hátt án þess að hafa slæm áhrif á þroska þeirra. Hingað til hafa ekki legið fyrir miklar upplýsingar um börn (og fitusnautt fæði). Barnalækn- isrannsóknir hafa verið fáar og aðeins staðið í eitt ár,“ segir hún. Nýja rannsóknin stóð í sjö ár og var unnin á sex læknamiðstöðvum og tóku yfir 650 börn þátt í henni, öll á aldrinum átta til tíu ára við upphaf rannsóknarinnar. Öll höfðu þau næst- um of mikið eða of mikið af LDL, eða svonefndu „slæmu“ kólesteróli. Engin áhrif á vöxt eða kynþroska Óttast var að ef dregið væri úr fitu- magni myndi einnig draga úr vexti á kynþroskaaldri en í ljós kom að minni fita í mat hafði ekki áhrif á vöxt, nær- ingu eða kynþroska meðan á rann- sókninni stóð. Mæla vísindamennirnir með því að foreldrar, læknar, mat- vælaiðnaðurinn og heilbrigðisþjón- ustan leggist á eitt um að styrkja hjörtu barna. Niðurstöður rannsókn- arinnar birtast í nýjasta hefti lækna- ritsins Pediatrics. Dr. Stephen Daniels, prófessor í barnalækningum við læknadeild Há- skólans í Cincinnati í Bandaríkjunum, segir að fara verði varlega þegar börn eigi við kólesterólvanda að etja „og það getur verið erfitt fyrir þau með allar þessar auglýsingar og að borða úti með vinum sínum. Skyndifæðuiðn- aðurinn veit hvað fólki finnst gott og hvernig á að freista þess með mark- aðssetningu.“ Aftur á móti bregðist iðnaðurinn við kröfum almennings og því meira sem fólk krefjist heilsusam- legra neysluhátta því líklegra sé að brugðist verði við. Sérfræðingar segja að best sé að hafa rétta neysluhætti fyrir börnum. „Maður á að láta börnin sín sjá að maður borði sjálfur heilsusamlegan mat,“ segir Pamela Kreppel, sér- fræðingur í næringu barna. „Ef mað- ur er að borða kartöfluflögur á maður ekki að segja börnunum að borða gul- rætur.“ Hún telur óráðlegt að hætta alveg að borða sætabrauð og flögur en rétt sé að takmarka neyslu þess. Obarzanek leggur til að börnum séu einungis gefnar fitusnauðar mjólkurvörur og ekki mikið af pítsum, að minnsta kosti ekki með miklum osti. Þá leggur hann til að börnum sé gefinn hamflettur kjúklingur og fisk- ur. Óhætt sé að hafa eitthvað af nautakjöti en skera eigi fituna burtu og ekki hafa það oft á borðum. Óhætt að minnka kól- esteról hjá börnum The New York Times Syndicate. Associated Press TENGLAR ..................................................... Tímaritið Pediatrics:http:// intl.pediatrics.org/ LÆKNAVÍSINDIN virðast vera að endurskoða hvað það nákvæmlega er sem veldur hjartaáfalli. Í mörg ár hafa læknar haldið því fram, að hjartaáföll megi rekja til þess, að hjartað geti ekki dælt út nógu miklu blóði. En samkvæmt nýrri rannsókn kann önnur gerð af hjartaáfalli – sem stafar af því að hjartað fyllist ekki nógu vel af blóði til að geta dælt til líkamans – að vera mun algengari en talið hefur verið. Þetta er svonefnd aðfallshjartabil- un og hrjáir aðallega eldra fólk og er algengari hjá konum, að sögn vís- indamanna. Oft er þetta ekki sjúk- dómsgreint, eða einkennin eru talin stafa af einhverjum öðrum öldrunar- sjúkdómi. „Við höfum hingað til talið að hjartabilun yrði einungis þegar samdráttargeta hjartans skertist,“ sagði dr. Dalane W. Kitzman, hjarta- sérfræðingur og aðstoðarprófessor við læknadeild Wake Forest-háskóla í Bandaríkjunum, sem er aðalhöf- undur rannsóknarinnar. Hugmyndin um aðfallshjartabilun var að mestu virt að vettugi þar til í byrjun níunda áratugarins og síðan hafa litlar framfarir orðið, segir Kitzman. „Þótt við höfum próf og töl- ur sem mæla samdráttargetuna höf- um við ekki slíkar tölur fyrir fylli- getu hjartans.“ Sérfræðingar segja að aðfallsbil- un, sem kemur í veg fyrir að líkam- inn fái nóg af súrefnisríku blóði, sýni sig oft sem andnauð sem er verri ef maður liggur eða vekur mann um miðja nótt. Mikil þreyta og bólgnir öklar gætu líka verið varúðarmerki. Rannsóknin stóð í tíu ár og var fylgst með um fimm þúsund manns, 66 ára og eldri, sem búa í fjórum bæjum í Bandaríkjunum. Af þeim 425 þátttakendum sem höfðu þjáðst af hjartabilun voru yfir helmingur, eða fimmtíu og fimm prósent, með aðfallsbilun og var tíðnin umtalsvert hærri meðal kvenna. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í læknarit- inu American Journal of Cardiology 15. febrúar. Öðruvísi hjartaáfall The New York Times Syndicate. TENGLAR .............................................. American Journal of Cardio- logy:www.cardisource.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.