Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 41 er í atóminu á annað borð. Með því er átt við að orkan getur aðeins tekið ákveðin gildi sem hægt er að tiltaka með sérstökum hætti, en orkan get- ur ekki tekið gildin milli þeirra. Til viðbótar getur hverfiþungi rafeind- arinnar einungis haft strjál gildi. Orka reikistjörnu sem hreyfist um sól er summan af staðarorku og hreyfiorku og getur tekið hvaða gildi sem er. Hverfiþungi reikistjörn- unnar er í aðalatriðum margfeldið af massa reikistjörnunnar, fjarlægð og hraða og er eins konar mælikvarði á magn snúningsins. Hann getur líka haft hvað gildi sem er en stærð hans er þó yfirleitt veruleg. Þegar rafeindin hefur lægstu orkuna, þegar sagt er að hún sé á lægsta orkustigi sínu, er hverfiþungi hennar hins vegar enginn. Hún er því ekki að snúast um kjarnann! Skammtafræðin segir okkur líka meira, eða eigum við að kalla það minna? Samkvæmt henni er ekki hægt að tala um brautarhreyfingar rafeindarinnar í atóminu. Aðeins er hægt að reikna líkindi þess að hún sé á vissum stað í atóminu. Við segjum því að aðeins sé hægt að reikna lík- indadreifingu hennar um kjarnann. Hverfiþungi rafeindarinnar segir nánar til um þessa dreifingu og sam- hverfu hennar; þegar hann er núll er líkindadreifingin kúlulaga. Skammtafræðin segir síðan til um þróun þessarar líkindadreifingar með tíma. Í jafnvægi breytist hún ekki. Verði kerfið fyrir truflun getur dreifingin breyst. Ekki þýðir að reyna að skilja nið- urstöður skammtafræðinnar út frá hugmyndum úr sígildri eðlisfræði Newtons og Maxwells. Óvissan um staðsetningu rafeindarinnar í atóm- inu er ekki vegna þess að við vitum ekki betur eða getum ekki mælt kerfið nógu vel. Óvissan er þáttur í eðli náttúrunnar. Skammtafræðin var samin vegna þess að niðurstöður tilrauna (náttúr- an sjálf) kröfðust þess að við los- uðum okkur við sígild hugtök eins og braut og staðsetningu án óvissu. Á þessu sést til dæmis að við get- um ekki búist við sömu eiginleikum þegar við breytum lengdarskala eða -kvarða (stærð) kerfis mjög mikið, þó að krafturinn milli eininga þess hafi sama form. Til gamans má einn- ig geta þess að við getum alltaf þekkt reikistjörnur í sundur, en all- ar rafeindir eru nákvæmlega eins! Við getum ekki merkt neina eina þeirra. Þessi merkilega staðreynd verður síðan til þess að lýsingin á víxlverkun tveggja rafeinda verður enn frábrugðnari lýsingu tveggja reikistjarna, þó svo að form kraft- anna sé eins. Þessi breyting með skölun kerfa er einnig þekkt í sígildri eðlisfræði. Við þekkjum öll hvernig vatn leikur við líkama okkar í sundi. Þegar baktería syndir í vatni er það hins vegar líkast því að við reyndum að synda í þykku sýrópi! Stærð skiptir máli. Hugsum okkur að við höfum verið að horfa á einhverja hreyfingu og stækkum síðan allar fjarlægðir í henni með beinni margföldun, til dæmis tífalt. Þá er sem sagt ekkert víst að nýja hreyfingin sé möguleg eða virðist eðlileg og náttúruleg. Ef lífverur koma við sögu í hreyfing- unni er meira að segja yfirleitt ekki hægt að margfalda þær upp með þessum hætti! Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði við HÍ. Geimskutlur eru meðal farartækja sem notuð eru við rannsóknir í geimnum og þau hraðfleygustu. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík annan hvern miðvikudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.