Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 43
Í síðasta mánuði hófust fram-
kvæmdir við nýjan 1.900 fermetra
verslunarkjarna í miðbæ Hafnar,
sem opnaður verður í sumar. Það
er Kaupfélag Austur-Skaftfellinga,
KASK, sem reisir húsið en félagið
mun ekki sjálft vera með verslun-
arrekstur í húsinu. KASK verður
eignaraðili og leigir Kaupás rekst-
urinn í stærstum hluta hússins og
mun þar að auki leigja smærri
verslunum og þjónustufyrirtækj-
um aðstöðu í húsinu.
Áður fyrr var KASK umsvifa-
mesti atvinnurekandi sýslunnar og
rak þar mest alla verslun og stóra
útgerð auk ýmiss konar þjónustu
og framleiðslu. Seinni árin hefur
félagið hætt útgerð og hefur dregið
verulega saman seglin í verslun og
er stefnan sú að láta öðrum eftir at-
vinnurekstur og þjónustu á meðan
kaupfélagið sjálft starfar fyrst og
fremst sem eignarhaldsfélag og
fjárfestir í öðrum fyrirtækjum.
Pálmi Guðmundsson, kaup-
félagsstjóri KASK, segir að hlut-
verk kaupfélagsins sé í rauninni að
breytast yfir í að verða eignar-
haldsfélag og bygging miðbæjar-
kjarnans sé liður í þeirri þróun.
„Mikið af þeim rekstri sem við vor-
um í hefur núna flust í sjálfstæð
hlutafélög eins og Goða, og Borgey
á sínum tíma. Í versluninni gerðist
þetta þannig að við seldum rekst-
urinn en eigum og rekum áfram
fasteignirnar.“
Nýi miðbæjarkjarninn verður
alls rúmir 1.900 fermetrar og sam-
anstendur af tveimur húsum sem
tengjast saman með yfirbyggðri
göngugötu. Stóra húsið verður um
1.160 fermetrar og þar verður al-
hliða verslun frá Kaupási, sem í
dag heitir KÁ. Í hinu húsinu, sem
verður á tveimur hæðum, verða
skrifstofur á efri hæðinni og versl-
anir og þjónustufyriræki á þeirri
neðri.
Þá er ætlunin að færa bakaríið,
sem KASK á ennþá og rekur, inn í
stóru bygginguna við hlið KÁ
þannig að framleiðsla og verslun
bakaríisins verða á einum stað í
kjarnanum.
Huga að fjárfestingu í
nýjum atvinnutækifærum
„Þessi hugmyndafræði er búin
að eiga sér langan aðdraganda og
það eru í rauninni mörg ár síðan
KASK setti sér það markmið að
byggja þarna upp miðbæjarkjarna.
Nú er staðan sú að við verðum ekki
með rekstur þarna, nema á bakarí-
inu, sem er ekkert forgangsatriði
heldur er aðalatriðið að tryggja að
hér verði rekið bakarí. Það kann
síðan vel að stofnað verði sérstakt
hlutafélag um rekstur þess í fram-
tíðinni.“
Að sögn Pálma hefur kaupfélag-
ið horft á ýmis atvinnutækifæri á
Hornafirði með fjárfestingu í huga
til að stuðla að uppbyggingu at-
vinnulífsins á staðnum. „Við ákváð-
um að fjárfesta í eignarhaldsfélag-
inu Gagnvirkri miðlun, og með því
erum við að reyna að styðja hér
ákveðna nýsköpun. Við teljum að
það sé hlutverk kaupfélagsins hér á
staðnum, sem er í eigu íbúanna hér
og þeirra sem eru hér á hverjum
tíma, að við sköpum aðstæður og
einhvern ramma fyrir slíka starf-
semi, hvort sem það er með hluta-
fjáreign eða með leigu á aðstöðu. Í
tilfelli Gagnvirkrar miðlunar kaup-
um við ákveðið hlutafé en erum
auðvitað að horfa til þess að við get-
um haft áhrif á að hér byggist upp
einhver störf hér í kringum Gagn-
virka miðlun.“
Þegar miðbæjarkjarninn rís
mun talsvert húsnæði losna í Vöru-
húsinu, þar sem KASK rak um ára-
bil stærstu verslun sýslunnar og
hefur leigt Kaupási þar reksturinn
undir merkjum KÁ. Pálmi segir
ýmsar hugmyndir uppi um nýtingu
Vöruhússins, sem er um 1.200 fer-
metrar á þremur hæðum. Hann
segir til greina koma að mynda
eignarhaldsfélag um húsið með
öðrum aðilum sem sjái sér hag í að
gera á því breytingar og leigja það
út.
Hefur vonandi áhrif á ungt
fólk varðandi búsetu
Svipða átti sér stað þegar KASK
hætti rekstri Mjólkurstöðvarinnar
fyrir nokkrum árum og stóð uppi
með gott matvælavinnsluhús.
Stofnað var eignarhaldsfélag um
húsið sem síðan leigir nýsköpunar-
fyrirtækinu Norðurís húsið, en það
fyrirtækið vinnur bragðefni úr
fiskúrgangi.
„Það er þetta sem við horfum á í
sambandi við Vöruhúsið, að mynda
um það eignarhaldsfélag sem gæti
skapað þessar aðstæður fyrir t.d.
starfsemi Gagnvirkrar miðlunar.
Við vitum að það er hér ákveðin
vöntun á húsnæði framundan, jafn-
vel fyrir skólana vegna þess að það
eru að koma stórir árgangar og það
þarf pláss fyrir þá.“
Pálmi segir að menn voni að mið-
bæjarkjarninn, ásamt þeirri upp-
byggingu sem bæjarfélagið og rík-
ið eru að fara af stað með í
Nýheimum, eigi eftir að hafa áhrif
á þá sem vilja búa á Hornafirði og
sérstaklega það yngra fólk sem
hefur áhuga á að fara út land. „Það
hefur áhuga á tvennu, hvernig er
að búa og lifa þar og hins vegar
hvaða atvinnutækifæri höfum við.
Við vitum að það er ekki nóg að
geta útvegað atvinnu. Það þarf
ákveðið umhverfi og hluti af því er
að verslunin geti verið samkeppn-
ishæf og boðið sambærileg verð og
þjónustu og gerist á suðvestur-
horninu og þessi kjarnahugmynd
er það sem sveitarfélagið þarf á að
halda til að geta boðið upp á sam-
keppnishæfa þjónustu, það er al-
veg ljóst.“
þrátt fyrir fækkun íbúa undanfarin ár
Eiríkur P.
aldraða.
Fyrstu stoðirnar risu fyrir skömmu í nýjum verslunarkjarna í miðbæ Hafnar. Við hliðina munu Nýheimar
rísa með framhaldsskóla, bókasafni og nýherjabúðum.
tekinn í notkun á Höfn í síðasta mánuði.
g í atvinnulíf-
ir samfélagið
ginu Hornafirði búa nú um
s. Ólíkt mörgum byggðar-
andsbyggðinni ríkir þar
g bjartsýni á framtíðina, þar
ru sér þess meðvitandi að
um sér næstur. Eiríkur P.
heimsótti Höfn á dögunum
bæjarstjóra Hornafjarðar
stjóra Austur-Skaftfellinga
gingaframkvæmdir og
ggingu í samfélaginu.
ið byggingu verslunarkjarna í síðasta mánuði
arninn mun leysa Vöruhúsið, sem sést í bak-
það hefur verið stærsta verslunarhús.
YFIRGNÆFANDI meiri-hluti lækna hér á landi, eðaátta af hverjum tíu, erfylgjandi uppbyggingu á
miðlægum gagnagrunni á heilbrigð-
issviði, samkvæmt könnun sem Ís-
lensk erfðagreining lét Gallup gera í
byrjun mánaðarins. Um leið var gerð
könnun meðal almennings þar sem
um 90% þeirra sem afstöðu tóku lýstu
sig fylgjandi gagnagrunninum.
Í ljósi þessara niðurstaðna segir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, að fyrirtækið árétti
þá afstöðu sína að það muni fara að
samþykktum alþjóðasamtaka lækna
og hins alþjóðlega vísindasamfélags,
en í drögum að samþykktum alþjóða-
samtaka lækna segir að við upplýs-
ingaöflun úr sjúkraskrám verði miðað
við ætlað samþykki sjúklings en ekki
skriflegt, líkt og stjórn Læknafélags
Íslands hefur farið fram á. Vonast
fyrirtækið til þess að víðtæk sátt náist
nú um gagnagrunninn
og viðræður geti hafist
að nýju við Læknafélag
Íslands, sem slitið var í
síðasta mánuði, þar sem
vilji meirihluta starfandi
lækna sé í andstöðu við
vilja stjórnar lækna-
félagsins.
Eftir að Læknafélagið
sleit viðræðunum óskaði
Íslensk erfðagreining
eftir því við félagið að
viðræður hæfust á ný.
Þeirri ósk var hafnað.
Kári Stefánsson sagði
við Morgunblaðið í gær,
þegar könnunin var
kynnt, að í kjölfar neit-
unar Læknafélagsins um nýjar við-
ræður hefði Íslensk erfðagreining
ákveðið að láta Gallup kanna afstöðu
allra starfandi lækna í landinu til
gagnagrunnsins.
Könnunin meðal lækna fór fram
símleiðis dagana 9. til 12. febrúar sl.
Leitað var eftir svörum frá 779 lækn-
um, sem eru að störfum hér á landi.
Ekki náðist í 100 lækna og 97 neituðu
að svara. Fjöldi svarenda var því 582,
eða svarhlutfall upp á 74,7%, en þar af
tóku 73 ekki afstöðu til spurningar-
innar sem var þessi: „Ertu fylgjandi
eða andvíg(ur) uppbyggingu á mið-
lægum gagnagrunni á heilbrigðissviði
ef farið er eftir öllum skilmálum al-
þjóðasamtaka lækna og vísindasam-
félagsins?“ Af þeim 509 læknum sem
tóku afstöðu sögðust 57,2% vera mjög
fylgjandi uppbyggingu gagnagrunns-
ins og 26,7% voru fremur fylgjandi
þannig að fylgjandi spurningunni
voru í heild 83,9% þeirra sem afstöðu
tóku. Mjög andvíg gagnagrunninum
voru 11,8% lækna, 2,2% sögðust vera
fremur andvíg og hvorki fylgjandi né
andvíg voru 2,2%. Andvígir læknar
voru því í heild 14%.
Til viðbótar þessu gerði Gallup
könnun 7. til 19. febrúar sl. meðal al-
mennings á öllu landinu á aldrinum
16–75 ára. Svarendur voru 800 en þar
af tóku 72 ekki afstöðu. Þar var spurt:
„Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því
að settur verði saman gagnagrunnur
á heilbrigðissviði?“ Niðurstaðan var
sú að 82,8% voru fylgjandi en 10,6%
andvíg. Sömu spurningar var spurt
meðal almennings fyrir ÍE í maí á síð-
asta ári og þá voru 81,3% fylgjandi en
8,7% andvíg gagnagrunninum.
Tillaga um skriflegt samþykki
skiptir minna máli nú
Kári sagði það eðlilegt að við jafn-
stórt verkefni og gagnagrunninn væri
afstaða þeirra könnuð sem koma til
með að taka þátt í verkefninu, þ.e.
læknar.
„Það er ljóst að í þessu máli er
stjórn Læknafélagsins svolítið úr takt
við hinn almenna félagsmann. Mikil-
vægt er að koma þessum niðurstöð-
um könnunarinnar til þeirra sem ætla
að koma að þessari vinnu á einhvern
hátt, þannig að þeim sem okkur
styðja í þessu máli líði kannski svolítið
betur,“ sagði Kári.
Hann minnti á að í þeim viðræðum
við Læknafélagið sem höfðu átt sér
stað, áður en þeim var slitið, hefði Ís-
lensk erfðagreining tekið stórt skref
með því að fallast á að nota skriflegt
samþykki við öflun heilsufarsupplýs-
inga. Það hefði verið töluvert á skjön
við þá hefð sem ríkti í alþjóðlegu vís-
indasamfélagi og þær tillögur sem
væru að koma fram um allan heim,
þ.e. einróma á þann veg að miða við
ætlað samþykki sjúklings en ekki
skriflegt. Kári sagði að með könnun-
inni nú skipti minna máli að fallast á
skriflegt samþykki þar sem vilji
stjórnar Læknafélagsins væri á skjön
við hinn almenna
félagsmann, læknana
sem annast sjúk-
lingana.
„Þegar niðurstöður
þessarar könnunar eru
skoðaðar í samanburði
við afstöðu stjórnar
Læknafélagsins þá má
ekki gleyma því að
stjórnin er kosin á að-
alfundi. Aðalfundurinn
er ekki fundur hins al-
menna félagsmanns
heldur fulltrúa sem eru
langflestir kjörnir af
stjórnum læknafélaga.
Aðalfundurinn er því
fulltrúafundur og því
ætti það ekki að koma á óvart að svo-
lítið gap myndist á milli stjórnarinnar
og hins almenna félagsmanns. Að því
sögðu tel ég að Sigurbjörn Sveinsson
sé hinn ágætasti formaður síns félags;
skýr, skemmtilegur og vel virkur sem
formaður, þó svo að við séum með
býsna ólíkar skoðanir á þessu máli,“
sagði Kári ennfremur.
Vinnuaðferðum breytt skipti al-
þjóðasamtök lækna um skoðun
Með því að árétta að Íslensk erfða-
greining muni fara að samþykktum
alþjóðasamtaka lækna og hins alþjóð-
lega vísindasamfélags sagði Kári það
ekki eiga við ef alþjóðasamtökin
myndu setja saman sérstaka ráðlegg-
ingu í sambandi við miðlægan gagna-
grunn á Íslandi sem yrði öðruvísi en
sú afstaða sem þau tækju til heil-
brigðisupplýsinga almennt.
„Það sem við erum að segja er að
við förum að þeim skoðunum og þeim
vilja sem hið alþjóðlega vísindasam-
félag tjáir og þeim vilja sem alþjóða-
læknasamtökin tjá um það hvernig
eigi að nota heilbrigðisupplýsingar
sem verða til við það að heilbrigðis-
þjónusta sé veitt. Í dag er vilji hins al-
þjóða samfélags að þessar upplýsing-
ar eigi að nota og megi nota með
ætluðu samþykki. Ef það breytist í
framtíðinni þá komum við til með að
breyta okkar vinnuaðferðum. Þetta
er ekki bara okkar vilji sem fyrirtæk-
is heldur er þetta tjáð skýrt og skor-
inort í lögunum um gagnagrunninn
og leyfinu sem byggist á þeim lög-
um,“ sagði Kári.
Hann sagði könnunina sýna að 14%
lækna væru andvíg gagnagrunninum.
Þeir yrðu að sætta sig við þau lög sem
giltu í landinu og sætta sig við vilja
mikils meirihluta sinna starfsbræðra,
sem væri í samræmi við vilja Alþingis
og meirihluta þjóðarinnar. „Þar sem
ég ólst upp þótti mjög mikilvægt ef
menn gátu haldið sig innan ramma
laganna,“ sagði Kári Stefánsson við
Morgunblaðið.
Átta af hverj-
um tíu læknum
fylgjandi
Kári Stefánsson
Könnun Gallup fyrir Íslenska
erfðagreiningu á afstöðu lækna og
almennings til gagnagrunnsins