Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 46

Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í kosningabaráttunni á síðasta ári var oft gert grín að forsetaefninu vegna þessa. Sumir sáu þó ekkert spaugilegt við þennan ágalla forsetans og bentu á að hann gæti valdið ægilegum alþjóðlegum kreppum ef honum yrði fótaskortur á tungunni í viðræðum við leið- toga annarra ríkja. Allir vissu að hann væri illa að sér í al- þjóðamálum, en þar leyndist mörg púðurtunnan sem hætt væri við að forsetinn kveikti í með ógætilegu orðavali. Banda- ríkjamenn gætu meira að segja orð- ið að athlægi á alþjóð- legum vett- vangi. Þeir ættu að líta sér nær, sem hafa áhyggjur af að ógætilegt orðaval kveiki í púð- urtunnum. Í Bandaríkjunum eru nefnilega sum orð svo ræki- lega á bannlista, að menn geta fyrirgert pólitískum frama að eilífu með því að setja út úr sér eitthvað sem líkist þeim. Þannig fór til dæmis fyrir aðstoð- armanni borgarstjórans í Wash- ington fyrir réttum tveimur ár- um. Hann var að lýsa því fyrir samstarfsfólki sínu að nú þyrfti að spara á öllum vígstöðvum til að ná tökum á fjármálum borg- arinnar. Aðstoðarmaðurinn sagði að til að ná árangri þyrfti að vera „niggardly“ í öllum ákvörðunum sem vörðuðu fjár- útlát. Hann hafði vart sleppt orðinu þegar púðurtunnan fuðraði upp. Það var alveg sama hve margir fræðingar komu fram á sjón- arsviðið og sóru og sárt við lögðu að þetta orð hefði ekkert með skammaryrði yfir svarta að gera, heldur þýddi einfaldlega að vera nánasarlegur, saman- saumaður eða sparsamur. Orðið var of líkt skammaryrðinu. Það er hægt að líkja þessu við að menn lægju undir ámæli fyrir að nota orðið „skynvilla“, af því að það er svo líkt orðinu „kyn- villa“, sem enginn upplýstur maður notar lengur. Í öllum hamaganginum bauðst maðurinn til að segja af sér. Þá var nú meira að segja samtökum blökkumanna, NA- ACP, nóg boðið og þau báðu honum griða. Borgarstjórinn þorði hins vegar ekki öðru en að láta þennan ómögulega mann fara. Nýlega komst aðstoðarrík- isstjóri Kaliforníu í fréttir vegna ræðu nokkurrar sem hann flutti í Sacramento, höf- uðborg ríkisins. Tilefnið var að febrúarmánuður er tileinkaður sögu svartra Bandaríkjamanna. Í ræðunni þuldi aðstoðarrík- isstjórinn upp ýmis samtök svartra, þar á meðal mörg sem höfðu orðið „negro“ í heiti sínu. Það var gott og blessað, en í eitt skiptið í ræðunni mismælti hann sig og sagði „N-orðið“. Reyndar sagði hann víst aldrei orðið allt, en byrjunin hljómaði líkt og hann hefði ætlað að segja það í stað „negro“. Fjölmiðlar ruku upp til handa og fóta og skýrðu nákvæmlega frá atburðum. Í fréttatímum sjónvarps og útvarps og í dag- blöðunum var ræða aðstoðarrík- isstjórans rakin, skýrt frá við- brögðum almennings, pólitískra samherja hans og andstæðinga og rætt við hann fram og til baka um þessi heiftarlegu mis- tök, sem hann sór og sárt við lagði að hefðu einfaldlega verið mismæli. Hvergi í þessum frétt- um öllum kom fram hvaða ægi- lega orð hann hafði sagt, eða næstum sagt. Það var þó auð- velt að ráða í það af samheng- inu að hann hafði sagt, eða næstum sagt, „nigger“. Þetta orð þykir vissulega ákaflega niðrandi og svartir Bandaríkjamenn segja tengsl þess við þrælahald svo órjúf- anleg, að það hljóti ávallt að vera versta orð sem hægt er að velja yfir blökkumenn. Banda- rískir fjölmiðlar segja að við- urkennt sé um allan heim, að þetta sé hið hraklegasta smán- aryrði. Þar gætu þeir þó ofmet- ið tilfinningu útlendinga fyrir bandarískum menningarheimi, til dæmis er vart hægt að reikna með að íslenskir ungling- ar, sem hafa hlustað á svarta rappara, allt frá Niggers With Attitude fyrir áratug og fram á þennan dag, og nota orðið nán- ast sem gæluheiti yfir kynþátt- inn, átti sig almennilega á þessu. Aðstoðarríkisstjórinn mun að öllum líkindum ekki hrekjast úr starfi fyrir N-orðið, enda við- urkenna allir að hann hefur ver- ið manna iðnastur allan sinn feril við að efla skilning og tengsl milli kynþátta. Það var jú ástæða þess að hann var fenginn til að halda ræðuna. Það er ekki víst að hún sleppi eins vel konan, sem stjórnar bókasafni í Sacramento þar sem sett var upp sýning til að heiðra sögu Bandaríkjamanna af jap- önskum uppruna. Hún rifjaði upp sögu japanskra innflytjenda í Sacramento og nefndi meðal annars að þeir hefðu búið í hverfi sem gekk undir ákveðnu heiti. Og þar mun hún hafa not- að „J-orðið“. Auðvitað kom aldrei fram berum orðum í fjöl- miðlum hvað hún sagði, en lík- lega hefur hún talað um „Jap“ hverfið. Enn varð allt vitlaust. Enginn deilir um að bæjarhlutinn var kallaður þessu heiti áður fyrr, en nú er „J-orðið“ niðrandi skammarheiti og bannað að taka það sér í munn. Þykir þar litlu skipta þótt um sé að ræða sögulega upprifjun. Kannski væri best fyrir for- setann orðheppna að halda sig í útlöndum! Á hálu svelli George W. Bush Bandaríkjaforseti þykir ekkert sérstaklega orðheppinn maður. Hann á það til að tafsa dálítið, stundum finnur hann ekki réttu orðin og þá segir hann eitthvað allt annað en hann kannski ætlaði sér. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu ✝ RagnheiðurÁgústa Túbals fæddist í Múlakoti í Fljótshlíð 13. desem- ber 1907. Hún lést á heimili sínu, Kirkju- hvoli á Hvolsvelli, að kvöldi 17. febrúar síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Guð- björg Aðalheiður Þorleifsdóttir, f. 27.7. 1870, d. 1958, og Karl Túbal Magnússon, f. 30.12. 1867, d. 1946. Systkini Ágústu voru: Guðbjörg Lilja, f. 23.5. 1894, d. 6.1. 1975; Ólafur, f. 13.6. 1897, d. 27.3. 1964; og Þur- íður Soffía, f. 22.1. 1902, d. 20.6. 1997. Uppeldissystur hennar voru Vigdís Eyjólfsdóttir, f. 26.8. 1893, látin, og Soffía Gísladóttir, f. 31.12. 1915. Ágústa giftist 6.1. 1935 Hjörleifi Gíslasyni, f. 16.4. 1913, frá Langa- gerði í Hvolhreppi. Foreldrar hans voru Guðrún Halldórsdóttir, f. 15.3. 1878, d. 3.7. 1961, og Gísli Gunnarsson, f. 1.11. 1868, d. 14.2. 1954. Börn Ágústu og Hjörleifs eru: 1) Guðbjörg Karlotta, f. 23.8. 1940, maki Hörður Björgvinsson, f. 25.6. 1940. Þeirra börn eru: Hjör- leifur, f. 27.6. 1961, maki Þórunn Alexandersdóttir, f. 21.2. 1963, og eiga þau þrjú börn; Ragnheiður Björg, f. 10.5. 1964, maki Ás- geir Arnar Jónsson, f. 23.4. 1962, og eiga þau tvær dætur. 2) Júlí Heiðar, f. 21.2. 1942, maki Auður Helga Jónsdóttir, f. 5.7. 1940. Dætur þeirra eru: Margrét, f. 22.2. 1964, maki Andrés Guðbjörn Kolbeinsson, f. 22.7. 1960, og eiga þau tvö börn; Anna Berglind, f. 27.8. 1968, maki Halldór Kristinn Viðarsson, f. 19.4. 1965, og eiga þau einn son. Þá átti Júlí fyrir dótturina Guðbjörgu, sem ólst upp hjá þeim Ágústu og Hjörleifi. Maki hennar er Kristinn Jónsson og eiga þau fimm börn. Móðir Guðbjargar er Sigríður Konráðsdóttir, f. 20.2. 1937. Ágústa og Hjörleifur áttu sitt fyrsta heimili í Vestmannaeyjum, en 1937 hefja þau búskap á Búð- arhóli í Landeyjum. Árið 1946 flytjast þau í Fljótshlíðina, í Efri- Þverá, og til Þorlákshafnar 1960. Á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hafa þau átt heimili síðan 1986. Útför Ágústu fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var fallegur dagur, snemma sumars árið 1954, er við Bogi föður- bróðir minn riðum inn Fljótshlíðina. Reka skyldi fé inn á Emstrur, afrétt Hvolhreppinga, og var okkur ætlað það hlutverk að fara með hestana inn í Þórólfsfell, en þangað var fénu ekið. Rétt vestan við Hlíðarenda var stefna tekin að litlum bæ uppi í hlíðinni. Þetta er nú Efri-Þverá, segir Bogi og nú skulum við athuga hvort ekki er heitt á könnunni hjá henni Gústu. Húsmóðirin var ein heima og innan stundar var kaffið til og hlaðið borð af meðlæti. Þetta voru mín fyrstu kynni af minni góðu tengdamóður, en varla hefur henni þá dottið í hug frekar en mér, hve oft eg ætti eftir að njóta gestrisni hennar á komandi árum. Gústa fæddist og ólst upp í Múla- koti í Fljótshlíð, dóttir hjónanna Guð- bjargar Þorleifsdóttur og Karls Túb- als Magnússonar, sem þar bjuggu og ráku gistiheimili ásamt hefðbundn- um búskap þess tíma. Þá nýtti Guð- björg hverja stund sem gafst til að byggja upp garðinn sinn og ávann sér að launum hylli allra þeirra sem gróðri unna. Gústa leit alltaf með stolti til bernskustöðvanna í Múlakoti og garðsins sem móðir hennar gerði, enda erfði hún ríkulega áhugann á öllum gróðri, utandyra sem innan. Henni runnu því vissulega til rifja þau örlög sem staðurinn hefur hlotið hin síðari ár. Árið 1960 flytjast þau Gústa og Hjölli til Þorlákshafnar, en þangað hafði fjölskylda mín einnig flutt árið áður. Þá gerðist eg tíður gestur á heimili þeirra og lagður var grunnur að samleið okkar á lífsins braut. Í Þorlákshöfn byggðu þau hjón sér hús á Oddabraut 21 og áttu sér þar fallegt heimili. Eins og móðir hennar nýtti Gústa hverja stund sem gafst til að vinna í lóðinni, kom upp fallegum garði og uppskar viðurkenningu fyr- ir. Það segir sína sögu um dugnað og áræði hennar, að 54 ára gömul tók hún að sér nýfædda sonardóttur sína og ól hana upp. Hvert sumarleyfi nýttu þau hjón til að ferðast um landið, eftir að þau settust að í Þorlákshöfn, nokkuð sem ekki hafði gefist tækifæri til áður. Þá gafst þeim tvisvar tækifæri til að koma með okkur til Þýskalands. Þar naut hún Gústa sín vel í gróðursæld- inni og talaði oft um fegurðina þar. Upplifði hún gjarna ævintýrið með því að skoða myndböndin frá ferð- unum. Þau voru fyrstu íbúar sem fluttu inn á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli, bæði komin í nágrenni við æskustöðvarnar. Hin síðari ár var heilsa Gústu á þrotum enda árin orð- in mörg. Hún andaðist á heimili sínu 17. þ.m., 93 ára gömul. Að leiðarlokum vil eg þakka minni ástkæru tengdamóður samfylgdina og bið góðan Guð að blessa minningu hennar og gefa tengdaföður mínum styrk í sorg sinni. Hörður. Nú þegar ég kveð hana Ágústu tengdamóður mína hinsta sinni leitar margt á hugann á langri leið, hátt í fjörutíu ára samfylgd, sem nú er að ljúka. Hún tók mér svona með varúð í fyrstu, en eftir því sem árin urðu fleiri þróaðist vinátta okkar og vænt- umþykja sem hélst til síðasta dags. Atvikin höguðu því svo til að stutt var á milli heimila okkar og oft var hlaup- ið milli húsa, bara svona til að hittast og eiga tal saman, eða staldra við með henni í garðinum, sem hún unni svo og naut sín best við að hlúa að blóm- um og gróðri. Hún var svo sannar- lega með græna fingur og allt sem hún tók að sér lifnaði við í höndum hennar. Þetta voru hennar bestu stundir, innan um blóm og runna. Og hún fékk svo sannarlega að sjá ár- angur, því þar sem áður var sandur og auðn fóru nú tré að rísa upp og gleðja augað. Þetta voru góð ár og gaman að hugsa til baka. Oft var farið saman í ferðalög og útilegur, sem hún tók þátt í af lífi og sál og hvergi leið henni betur en þeg- ar farið var inn á fjöll og afrétt, langt frá ys og þys, og dvalið í kyrrð og friði öræfanna. Árin líða og fólk eldist, tíminn líður hratt og í kring um 1985 taka tengdaforeldrar mínir sig upp frá Þorlákshöfn og flytja á gamlar slóðir, en nú á Dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, sem þá var verið að taka í notkun og voru þau fyrstu vistmenn sem þar fluttu inn. Þar áttu þau heima síðan og þar áttu þau góða daga, við fjallasýn sem var þeim svo kunnugleg. Saman áttum við sælu- reit inni í Fljótshlíð. Í túninu heima, gat hún Gústa sagt, því þar var hún fædd og þar ólst hún upp á miklu myndarheimili, þar sem skáld og listamenn gengu um garða og það var ekki amalegt fyrir unga heimasætu að alast upp við þær aðstæður. Múla- kot var nafli alheimsins í sveitinni og þar var oft margt um manninn og fólk sótti þangað heim. Fallegur gróður og fallegt landslag hefur sjálf- sagt laðað að og góðir húsráðendur, það var gaman að heyra hana rifja upp liðna tíma og sárt þótti henni að sjá hvað tímans tönn var búin að vinna á þessu myndarlega býli, en það er svo önnur saga. Þarna í túninu hennar eyddum við saman átján sumrum og allir frídagar notaðir til að geta átt þar stund saman. Það var líka alltaf sól og blíða í minningunni. Fegurð jökuls og fjalla óendanleg, tíminn nánast staðið í stað, við fugla- söng og fossanið. Ég sá í blaði fyrir nokkum árum fallegt ljóð sem á svo vel við þennan stað og heitir Haust- kvöld í Fljótshlíð. Frá bernsku hefur mig haustið heillað hin hljóðlátu rökkurkvöld. Er litadýrðin í laufum trjánna ljómar og tekur völd. Þá ilmar sætast hinn einæri gróður sem endar sitt stutta skeið. Öllu sem lifir er afmörkuð stundin og er því á sömu leið. Haustdagur liðinn, til hafsins er blika á himinn roða slær. Brekkugróðurinn breytir litum og blágresið töfra fær. Sæl er stundin um sólarlagið til saknaðar þó ég finn. En aftur að morgni mun árdegisbirtan uppljóma jökulinn. (P.E.) Öll erum við sem gróður sem vex og dafnar og fellur svo að lokum. Hún Gústa mín náði háum aldri og það tók líka sinn toll, líkaminn þreyttur og lú- inn og ég veit að hún þráði líka hvíld- ina. Eitt langar mig sérstaklega að þakka, það hve vel var hugsað um hana síðustu árin, þegar hún var hætt að geta séð um sig sjálf. Allar þær góðu starfsstúlkur sem sýndu henni ástúð og umhyggju og nærgætni, það eitt gleymist ekki og ætti að vera bet- ur metið í þjóðfélaginu. Að leiðarlok- um biðjum við henni blessunar í nýj- um heimkynnum og þökkum langa samfylgd. Helga. Elsku amma mín. Mig langar með örfáum orðum að kveðja þig, það er sárt til þess að hugsa að þú sért farin og komir aldrei aftur. En við getum þó huggað okkur við að þú varst orðin þreytt og áttir skilið hvíld. Þú áttir langa og góða ævi og það var gott að eiga þig fyrir ömmu og langömmu. Þú varst búin að lofa mér því að deyja ekki fyrr en ég kæmi til Íslands og við það stóðstu. Við munum sakna þín mikið. Guð geymi þig elsku amma. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja, Margrét, Andrés og börn. Elsku amma. Það hefur nú aldrei verið mín sterkasta hlið að hripa orð niður á blað en það er ekki erfitt þegar ég hugsa til þín og skrifa mínar bestu minningar um þig. Það er mikil bless- un að hafa fengið að alast upp með ömmu í næsta húsi. Þær voru nú ekki svo fáar ferðirnar sem ég skoppaði „austurí“ til þín. Og iðulega þegar ég labbaði inn um hliðið á Oddabraut 21 varst þú á hnjánum að snyrta blóma- beðin. Hvergi sá maður fallegri garð en garðinn þinn. Það var nú ekki mik- ið til af garðskreytingum á þessum tíma, en þú varst nú ekki í neinum vandræðum hvað það snerti því að allir kuðungarnir og allar skeljarnar fannst mér heimsins fallegasta skraut. Eftir að þið afi fluttuð á Hvolsvöll var ansi skrítið að labba framhjá húsinu, geta ekki stokkið inn og hitt þig amma mín í eldhúsinu og séð afa liggjandi á svefnbekknum undir stóra og fallega veggteppinu. Enn þann dag í dag dreymir mig að ég sé stödd í gamla húsinu ykkar og þesssi sjón blasir við mér. Ég gleðst RAGNHEIÐUR ÁGÚSTA TÚBALS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.