Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 47
alltaf þegar ég labba framhjá húsinu
og sé hvað fólkið sem keypti húsið
ykkar hugsar vel um garðinn, sem
var lítið annað en sandur þegar þú
með þína grænu fingur hófst að
rækta hann. Ég veit að það gladdi þig
líka.
En sem betur fer fóruð þið afi ekki
langt frá okkur þegar þið fluttuð frá
Þorlákshöfn. Það er ekki löng leið á
Hvolsvöll en það var auðvitað sjaldn-
ar sem við hittumst. Mest saknaði ég
ykkar í kvöldkaffinu á aðfangadags-
kvöld en ég get ekki kvartað. Þið
fluttust í svo fallega íbúð á Kirkju-
hvoli þar sem ég veit að fór svo vel
um þig þar sem þú gast hugsað um
blómin þín í garðskálanum þínum
góða nærri sveitinni þinni. Í svo lang-
an tíma gat ég heimsótt þig amma
mín á þennan góða stað. Ég veit að þú
ert á góðum stað núna og ég vona að
þú syndir um í blómahafi, þannig
hugsa ég allavega til þín.
Guð blessi þig amma mín.
Elsku afi, ég veit að það eru erfiðir
tímar hjá þér núna og vona ég að góð-
ur guð gefi þér styrk til þess að horfa
fram á veginn.
Kveðja,
Anna Berglind Júlídóttir.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgr. Pét.)
Elsku amma mín, nú ertu búin að
fá hvíldina þína og komin þar sem allt
er í blóma. Mig langar að minnast þín
í fáeinum orðum og þá sérstaklega
með þakklæti fyrir okkar góðu stund-
ir og umhyggju í uppeldi mínu. Þú
varst mér bæði móðir og amma þar
sem ég ólst upp hjá ykkur afa frá
bernsku. Hjá þér gat allt dafnað,
hvort sem það voru blóm, dýr eða lítil
stelpa, því þú sýndir mikla alúð öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur. Í
minningunni um þig eru það blóma
og trjáræktin sem standa upp úr. Í
Þorlákshöfn var ekki auðvelt að
rækta blómagarða á fyrstu árunum
ykkar þar en með þolinmæði þinni
tókst þér það eins og svo margt ann-
að. Þú varst að vinna alla daga frá
vori fram á haust í garðinum þínum
og svo voru það inniblómin á veturna.
Það voru þínar bestu stundir að með-
höndla blómin frá fræi að blómstr-
andi blómi. Minningarnar um þig eru
margar en flestar vil ég geyma í
hjarta mínu. Nú að leiðarlokum vil ég
þakka þér, elsku amma, allt sem þú
hefur gert fyrir mig. Þú gafst mér
dýrmætt veganesti út í lífið, sem ég
mun varðveita. Guð geymi þig, amma
mín.
Guðbjörg Júlídóttir.
Hún Gústa frænka mín er búin að
fá hvíldina. Hún var búin að vera
ferðbúin um hríð og almættið fór um
hana mjúkum höndum er hún fékk að
sofna í stofunni sinni heima. Gústa
var af aldamótakynslóðinni, fædd
1907, og var því búin að upplifa mikl-
ar breytingar og framfarir á sinni
löngu ævi. Frá því að ég man fyrst
eftir mér hafa þau Gústa og Hjörleif-
ur maður hennar verið stór hluti af
lífi mínu og fjölskyldu minnar. Gústa
fæddist og ólst upp á merkisheim-
ilinu Múlakoti í Fljótshlíð, yngsta
barn hjónanna Guðbjargar Þorleifs-
dóttur sem hóf fyrst ræktun trjá-
garðs við sveitaheimili á Íslandi og
Túbals Magnússonar sem rak þar
gistiheimili ásamt búskap. En móðir
mín var svo heppin að vera sett þang-
að í fóstur eins árs gömul og var alltaf
tekin sem ein af fjölskyldunni. Þarna
ólst Gústa upp í einni fallegustu sveit
landsins við fallegan gróður og um-
svifamikinn gistihúsarekstur þess
tíma. Þarna var ákaflega gestkvæmt
og oft fjörugt enda var Múlakot
stundum nefnt Litla-Reykjavík.
Þetta hefur án efa haft mikil áhrif á
Gústu og gert hana að þeirri hlýju og
hrifnæmu manneskju sem hún var.
Þarna lærði hún að taka á móti gest-
um og eins og móðir hennar, fékk hún
mikinn áhuga á gróðurrækt sem
fylgdi henni æ síðan. Hún elskaði
sveitina sína og þá sérstaklega Múla-
kot. Þar komu þau Hjörleifur sér upp
hjólhýsi þar sem þau dvöldu flest
sumur eftir að þau hættu búskap.
Það koma upp ótal minningar á
kveðjustund og eru þær flestar
tengdar Fljótshlíðinni.
Þau hjónin bjuggu í mörg ár á
Efri-Þverá en fjölskylda mín á næsta
bæ Deild, en það var fyrst og fremst
fyrir tilstilli þeirra hjónanna að við
fluttum þangað. Þarna ólumst við
upp í nálægð við þau og börnin þeirra
Guðbjörgu og Júlí. Það var daglegur
samgangur á milli bæjanna og göt-
urnar á milli bæjanna náðu ekki að
gróa upp fyrr en mörgum árum eftir
að þau fluttu. Húsið er þau bjuggu
fyrst í á Efri-Þverá var gamalt og lít-
ið en mér fannst ég alltaf vera komin
inn í ævintýraheim þegar ég kom
þangað. Allt var svo snyrtilegt og fal-
legt og þar voru margir fallegir hlutir
sem mér fannst svo gaman að skoða.
Gústa var mjög listræn og hafði
næmt auga fyrir því hvernig hægt
væri að koma hlutum haganlaga fyr-
ir.
Listsköpun hennar kom fram í
mörgu. Einu sinni er ég var ungling-
ur var ég að reyna að skreyta afmæl-
istertu sem ég ætlaði að gefa og átti í
hinu mesta basli. Kom þá Gústa
óvænt í heimsókn og eftir skamma
stund var komin margra hæða terta
líkt og brúðarterta puntuð með rós-
um sem hún bjó til. Fallegri terta
hafði örugglega ekki sést þar í sveit-
inni. Á Þverá var ákaflega gest-
kvæmt og það voru fyrst og fremst
húsbændurnir sem fólk sóttist eftir
að hitta. Gústa með sinni hægð, hlýju
og gestrisni var búin að fylla borðin
með kræsingum áður en við var litið
og Hjörleifur með sinni alkunnu glað-
værð og gríni hafði ofan af fyrir gest-
unum. Var þá sama hvort gestirnir
komu langt að eða af næsta bæ eða
hvort það voru börn eða fullorðnir.
Öllum var jafn-vel tekið. Þegar þau
seinna byggðu nýja húsið á Þverá var
ekki síður gaman að koma í heim-
sókn. Eru mér í fersku minni
skemmtilegu jóla- og nýársboðin og
afmælisveislurnar. Þá var stundum
slegið upp balli í kjallaranum en þau
hjónin kunnu svo sannarlega að
skemmta sér og öðrum. Það var erfitt
að sjá af þessu góða fólki til Þorláks-
hafnar en þangað fluttu þau um 1960.
Ég veit að þau undu sér þar mjög vel
og eignuðust marga vini. Gústa kom
þar upp fallegum skrúðgarði sem
ekki var auðvelt þar um slóðir, enda
fékk hún viðurkenningu fyrir. Oft
komu þau austur í hjólhýsið sitt í
Múlakoti og komu alltaf við í Deild
færandi hendi með splunkunýjan fisk
beint úr sjónum! Fyrir 16 árum fluttu
þau Gústa og Hjörleifur aftur í
heimahagana. Þau komu sér upp fal-
legu heimili á Dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og þar hafa
þau átt gott ævikvöld í nálægð við
sonardóttur sína Guðbjörgu og fjöl-
skyldu hennar.
Síðast er ég heimsótti Gústu var
hún orðin mjög veikburða og lá alveg
fyrir, en hún kvartaði ekki. Hún var
ákaflega þakklát fyrir alla þá að-
hlynningu sem hún fékk og sagði að
sé liði bara vel, þótt ég sæi annað.
Frá móður minni á ég að færa
kveðjur með þakklæti fyrir tryggð og
hlýju alla tíð.
Hjörleifi, börnum hans og ættingj-
um sendi ég og fjölskylda mín inni-
legustu samúðarkveðjur. Dýrmætar
minningar um góða konu munu lifa.
Hrefna.
Ég varð 10 ára sumarið 1945 er
leiðir okkar Ágústu lágu fyrst saman
að Búðarhóli í Vestur-Landeyjum.
Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til
veggja á Búðarhóli á þeim árum og
svaf öll fjölskyldan ásamt mér og ein-
um öðrum hjálpardreng í baðstof-
unni. Þetta var mikið rigningarsumar
og man ég vel að þegar fór að líða á
sumarið var gerð súrheysgryfja á
bak við bæinn þar sem það leit ann-
ars út fyrir heyskort, ef ekki tækist
að bjarga heyi í súrhey, sem þá þótti
mikil nýlunda.
Það sumar kom líka fyrsta sláttu-
vélin á bæinn er var dregin af hest-
um, þeim Trausta og Fróða, en
Trausti var mikil dásemdarskepna
með ólíkindum barngóður og hafði
ótrúlegt langlundargeð gagnvart
börnunum og fullorðnum. Tíu ára
hnokki hafði svo sem ekki miklum
skyldum að gegna en þó finnst mér í
minningunni að ég hafi alltaf haft nóg
að gera. Ég dafnaði einstaklega vel
hjá Ágústu, því ég hafði lengst um 9
sentimetra er ég kom heim í sept-
ember og er ég viss um að Ágústa á
stóran þátt í hvað ég varð hár og þori
ég að fullyrða að hún á stóran part af
mér, svo vel þreifst ég hjá henni.
Árið eftir voru þau hjónin flutt að
Efri-Þverá í Fljótshlíð og þar var ég
hjá þeim næstu sumur og þá fékk ég
að vera fram yfir réttir um haustið,
sem var hámark tilverunnar í huga
ungs drengs. En þau áttu líka við erf-
iðleika að stríða. Hekla gaus 1947 en
þeim tókst að yfirstíga alla erfiðleika
og búið dafnaði. Svona var lífið og líf-
ið var dásamlegt með Ágústu og það
er svo margt að minnast á, í þá gömlu
góðu daga.
Ég hafði það orðið fyrir vana eftir
að ég varð eldri og mátti vera að því
að líta yfir farinn veg, að heimsækja
þau hjónin þegar ég átti leið um, fyrst
í Þorlákshöfn og síðar að Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli. Alltaf var tekið á móti
mér eins og ég væri týndi sonurinn, í
hvert sinn er ég kom í heimsókn.
Þetta þótti mér einkar vænt um þar
sem þau hjónin í huga mér hafa verið
mér einstaklega góð. Ég var ekki sá
eini af fjölskyldunni er bast vinar-
böndum við heimili Ágústu og Hjör-
leifs, því systir mín Guðrún kom
þangað oft í heimsókn og tengist
einnig vinarböndum við alla fjöl-
skylduna.
Það var langur vinnudagur á
bóndabæjum á þessum árum og það
þótti sjálfsagt að húsmóðirin ynni við
heyskapinn með öllum öðrum heim-
ilisstörfum og skyldum þar sem má
segja að allt hafi verið gert í hönd-
unum er þurfti til heimilisins, jafnt
sápa sem annað.
Hjörleifur sagði mér síðar að það
hafi verið Ágústa sem ákvaðað þau
færu að búa. Hugur hans hafði staðið
til sjómennsku, en eins og svo oft vill
verða var það konan sem fékk ráðið
því að hún vildi ráða og þau fóru að
búa.
Það voru sterk bönd á milli Múla-
kots og Efri-Þverár á þeim árum en í
Múlakoti bjuggu þá hjónin Ólafur
Tubals, bróðir Ágústu og landskunn-
ur málari, og Lára konan hans.
Einnig var þá á lífi Guðbjörg móðir
Ágústu er var landsfræg fyrir trjá-
og blómagarðinn sinn að Múlakoti.
Það sem mér kom einkennilegast fyr-
ir sjónir var að í garði Guðbjargar að
Múlakoti var njóli notaður við gang-
stíga og er það í eina skiptið á ævinni
sem ég hef séð „illgresið“ njóla notað
til að fegra garð. Finnst mér það lýsa
betur en nokkuð annað næmi Guð-
bjargar fyrir umhverfi sínu og þá sér-
staklega blómum og jurtum, eins og
garður hennar bar vott um.
Áhuga Guðbjargar á blómum hafði
Ágústa erft í ríkum mæli og fór það
ekki fram hjá neinum er kom á heim-
ili Ágústu og Hjörleifs að Ágústa
hafði mikið yndi af blómum og má
segja að blóm hafi verið lífsupp-
spretta Ágústu, en það fer jafnan
saman áhugi fólks á því fallega í
gróðri jarðar og góður hugur til
manna og dýra. Samband þeirra
Ágústu og Hjörleifs var allsérstætt
en það duldist engum sem umgekkst
þau að þar fóru samlynd og samstiga
hjón sem lifðu hvort fyrir annað og
þótti vænt hvoru um annað.
Með þessum línum, sem eru aðeins
lítill hluti minningarinnar um sam-
verustundir okkar og sem streymdu
um huga mér er ég frétti um andlát
vinar míns og að hluta til fósturmóð-
ur minnar, Ágústu Túbals. Ég kveð
þig með öllu hjarta og þakka Guði
fyrir að það skyldi vera hans vilji að
leiðir okkar skyldu liggja saman. Ég
þakka þér fyrir hina mörgu kossa er
ég þáði frá þér, allar þínar góðu óskir
mér til handa og þær góðgerðir er þú
veittir mér í gegnum árin.
Megi Guð vera með þér og þínum
um alla eilífð og gæta Hjörleifs vel
þar sem ég veit að það verður erfitt
fyrir hann að sætta sig við fráhvarf
þitt, svo nátengd sem þið voruð hvort
öðru.
Kristófer Magnússon.
Fleiri minningargreinar
um Ragnheiði Ágústu Túbals bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 47
✝ Sigurbörg Vig-fúsdóttir var
fædd 30. september
1917 á Hofi á Höfð-
aströnd. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hornbrekku á Ólafs-
firði 16. febrúar sl.
Foreldrar hennar
voru Soffía Sigfús-
dóttir og Vigfús
Þorsteinsson. Systk-
ini hennar voru
Steindór Stefán,
Gestur og Aðalbjörg
sem er ein eftirlif-
andi systkinanna.
Sigurbjörg giftist 26. desem-
ber 1936 Árna Gunnlaugssyni
frá Ólafsfirði. Börn þeirra eru:
1) Þórdís Árnadóttir, f. 1939,
gift Trausta Aðalsteinssyni og
eiga þau tvær dætur og fjögur
barnabörn. 2) Gunnólfur Árna-
son, f. 1941, giftur Lilju Minny
Þorláksdóttur og eiga þau fimm
börn og átta barnabörn. 3)
Soffía Árnadóttir, f. 1942, var
gift Kristni Vilhjálmssyni, f.
1933 d. 1999, eiga þau tvö börn.
4) Vigfús Árnason, f. 1944, var
giftur Sigríði Rut Pálsdóttur og
eiga þau tvö börn
og eitt barnabarn.
5) Hannes Árnason,
f. 1947. Sambýlis-
kona hans er Guð-
ríður Torlacius og
eiga þau einn son.
Hannes á auk þess
son frá fyrra hjóna-
bandi og eitt barna-
barn. 6) Álfheiður
Árnadóttir, f. 1949,
gift Þorgeiri Mark-
ússyni og eiga þau
fjögur börn og tvö
barnabörn. 7)
Gunnþór Árnason,
f. 1958, giftur Sigurlaugu Guð-
rúnu Sverrisdóttur og eiga þau
eina dóttur. 8) Oddný Árnadótt-
ir, f. 1962, gift Guðmari Guð-
mundssyni og eiga þau eina
dóttur.
Sigurbjörg starfaði mikið
heima við sökum stærðar fjöl-
skyldunnar en jafnframt sem
fiskverkakona alla sína starfs-
ævi á Ólafsfirði.
Útför Sigurbjargar Vigfús-
dóttur fer fram frá Ólafsfjarð-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 14.
Elsku amma.
Áður en ég kveð þig að fullu og
öllu langar mig að minnast þín með
nokkrum orðum. Í dag þegar
mamma kom heim úr vinnunni
klukkan hálfþrjú og sagði mér að
þú hefðir farið um morguninn fyllt-
ist ég saknaðar og í allan dag hef
ég vafrað um húsið eins og vofa. Í
hvert sinn sem ég hugsa til þess að
ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur
finnst mér ég verða svo óumræði-
lega smá og lítil. Reyndar langar
mig fátt meira en að geta horfið
aftur til þess tíma þegar ég var lítil
og þú komst suður í heimsókn. Það
var alltaf svo spennandi þegar þú
varst að koma. Ég vaknaði á hverj-
um degi fyrir allar aldir og læddist
inn til þín, settist við rúmstokkinn
og svo horfði ég á þig þar til þú
vaknaðir. Og mikið var það nú
gaman að vakna vitandi af þér inni
í Örnu herbergi. Reyndar áttum
við okkar daga saman bara tvær
einar, eins og þegar öll fjölskyldan
fór til Englands og örverpið var
skilið eftir heima. Það var bjartur
sumardagur þegar þau fóru og ég
man að þú fórst með mig út á róló.
Ég var nú ekkert alltof kát að vera
skilin eftir heima og kvartaði í þig,
en þú brostir bara, sagðir að ég
gæti bara farið með næst og svo
gafstu mér rúsínur. Það þurfti ekki
meira til að gera mig ánægða.
Núna þegar ég lýt til baka er ég
alveg óendanlega þakklát fyrir
dagana sem við áttum saman, þar
sem allir dagar voru skemmtidag-
ar. Persónulega fannst mér alltaf
skemmtilegast þegar við fórum í
kleinubaksturinn. Þá sótti ég
rauðu piparkökuformin mín og
fékk að gera nokkra kleinukarla og
kerlingar. Og þó þau kæmu oft
hálfskrítin og skæld úr pottinum
var ég ákaflega stolt.
Elsku amma, ef ég ætti að finna
eitt orð til að lýsa þér væri það
dugnaður, þú varst alltaf að gera
eitthvað hvort sem þú varst í eld-
húsinu að gera heimsins besta
plokkfisk eða sast í stólnum að
prjóna leista eða hekla smekki. En
nú verð ég að kveðja þig, það geri
ég með sorg í hjarta en líka vissu
um að þú verðir við hliðið til að
taka á móti mér, þegar þar að
kemur.
Meðan sólargeislarnir dansa í
gluggatjöldunum
Og rykmaurarnir svífa í loftinu
Ligg ég rúminu mínu
Og hugsa til þess tíma
þegar þú varst meðal okkar.
En nú ertu farin, elsku amma mín,
og þó að sólargeislarnir haldi áfram
að skína,
og dagarnir halda áfram að líða
Verður ekkert eins og áður,
því ástin sem ég bar í hjarta mínu til þín
Er nú fullt saknaðar.
En amma,
meðan sólin skín,
og snjórinn fellur,
mun ég alltaf eiga minningarnar,
minningar um ömmu á Ólafsfirði
og kandís í ísskápnum,
og kleinur,
og soðið brauð,
og þig að stússast í eldhúsinu.
Þín ömmutelpa,
Lilja Þórunn.
Ein af mínum dýrmætustu
æskuminningum er um þig, elsku
amma mín. Sumrunum sem ég
kom til Ólafsfjarðar og fékk að
dvelja hjá þér í Vesturgötunni mun
ég aldrei gleyma. Þú sast aldrei
auðum höndum, hafðir alltaf eitt-
hvað fyrir stafni og þar á meðal að
snúast í kringum mig, eldaðir allt-
af hafragraut fyrir mig á morgn-
ana svo ég yrði nú stór og sterk og
stappaðir fisk og kartöflur í kvöld-
matinn.
Mér leið alltaf svo vel hjá þér,
amma, og mér fannst alltaf svo
gaman.Við fórum í berjamó uppá
fjall eða inn í sveit og tíndum fullt
af berjum sem við gerðum sultu og
saft úr. Þú varst alltaf að prjóna
eða hekla á okkur ömmubörnin
milli þess sem þú steiktir kleinur
og soðbrauð. Þú komst alltaf suður
til okkar í heimsókn og man ég
hvað mér fannst gaman að labba
heim úr skólanum vitandi að þú
værir heima að taka á móti mér.
Þú sást alltaf svo vel um okkur öll,
stoppaðir í sokkana þegar þeir
voru orðnir vel götóttir og prjón-
aðir á okkur aðra í leiðinni. Mér
fannst svo gaman að fá að gera
kleinur með þér, kleinurnar þínar
voru alltaf bestar og miklu betri en
bakarískleinur.
Elsku amma mín, ég á svo góðar
minningar um þig, eins og þegar
ég fótbrotnaði rétt áður en
mamma og pabbi fóru í utanlands-
ferð og auðvitað varst þú strax
komin til að sjá um mig og passa
okkur systkinin.
Ég óska þess nú að þú sért hjá
afa á himnum og að einn dag mun-
um við öll hittast ný. Hvíl í friði,
elsku amma.
Ávallt þín ömmustelpa,
Arna Lísbet.
SIGURBJÖRG
VIGFÚSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.