Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 48

Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Benedikts-son fæddist í Hafrafellstungu í Öx- arfirði í Norður- Þingeyjarsýslu 6. júlí 1930. Hann lést á heimili sínu 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Björnsson, f. 3. desember 1896 á Parti í Aðaldal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, bóndi á Grásíðu í Kelduhverfi í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, síðar á Víðihóli á Hólsfjöllum og loks í Sandfellshaga í Öxarfirði, d. 26. mars 1970, og eig- inkona hans, Friðbjörg Jónsdóttir, ljósmóðir, f. 8. nóvember 1901 á Grjótnesi á Melrakkasléttu, d. 28. mars 1986. Einkabróðir Björns var Þorgils, f. 24. september 1925, d. 1. apríl 1990. Hinn 14. júní 1958 kvæntist Björn Jónínu Ástu Björnsdóttur handa- vinnukennara, f. 28. júní 1930 á Kópaskeri. Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson, fv. alþingis- maður og kaupfélagsstjóri KNÞ, f. 22. febrúar 1880 á Víkingavatni í Kelduhverfi, d. 10. júlí 1973, og Rannveig Gunnarsdóttir, f. 6. nóv- ember 1901 á Skógum í Öxarfirði, d. 29. janúar 1991. Börn þeirra Björns og Ástu eru: 1) Benedikt, skrúðgarðyrkjumeistari og garð- yrkjustjóri Fjarðabyggðar, f. 10. október 1958. Börn Benedikts eru 20. apríl 1998. 6) Björn Víkingur, búfræðingur og bóndi í Sandfells- haga í Öxarfirði, f. 3. ágúst 1968. Sambýliskona Víkings er Linda Björk Níelsdóttir, f. 9. mars 1972. Fóstursonur þeirra er Sigurður Al- exander, f. 1. júní 1990. Björn varð gagnfræðingur frá Akureyri 1948. Hann sótti nám- skeið í Bandaríkjunum 1956 um meðferð og viðhald dráttarvéla. Hann var bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði frá 1953 til 1990, var meðal frumkvöðla um sauðfjárrækt í héraði. Var jafnframt mikill áhugamaður og frumkvöðull um uppgræðslu gróðurlausra svæða og sjálfbæra nýtingu bænda á jarð- lendum sínum. Var einn fjögurra sem fyrstir hlutu Landgræðslu- verðlaunin. Starfaði mikið að félagsmálum og var meðal annars formaður Ungmennafélags Öxfirð- inga, í stjórn Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga og lengi í sveit- arstjórn Öxarfjarðarhrepps, þar af oddviti 1982–1994. Björn beitti sér fyrir rannsóknum á jarðhitasvæði í Öxarfirði sem síðar leiddu til stofn- unar hlutafélagsins Seljalax hf., Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs og fiskeldisstöðvarinnar Silfurstjörn- unnar hf. Var stjórnar- og starfs- maður Silfurstjörnunnar frá stofn- un 1988 og til dauðadags. Síðustu æviárin vann Björn einkum að mál- um sem höfðu lengi verið honum of- arlega í huga og má þar nefna byggingu rafstöðvar í Sandfells- haga og að koma á samvinnu fyr- irtækja í Norður-Þingeyjarsýslu um framleiðslu og sölu á lífrænum afurðum. Útför Björns fer fram frá Skinnastaðarkirkju í Öxarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ásta Kristín, f. 18. október 1982, Heiður, f. 10. maí 1984, d. 21. júní 1984, Björn Bene- dikt, f. 13. maí 1986, og Karl Kristján, f. 21. desember 1987. 2) Rannveig, sérfræðing- ur við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, lektor við Háskólann á Akureyri, f. 2. nóvem- ber 1959. Dóttir Rann- veigar er Hugrún Lísa, f. 7. apríl 1982. 3) Páll, tölvunarfræðingur hjá Prentsmiðjunni Odda hf., f. 15. mars 1963. Eiginkona Páls er Kristbjörg Lára Kristjánsdóttir, f. 2. ágúst 1960. Börn þeirra eru Emil Þór, f. 30. mars 1984, Kristján Oddur, f. 6. október 1989, Björn Ingi, f. 14. júlí 1996, og Páll Ragnar, f. 3. júlí 1998. 4) Gunnar, búfræð- ingur og bóndi í Sandfellshaga í Öx- arfirði, f. 26. október 1965. Sam- býliskona Gunnars er Karin Anna Maria Englund, f. 27. október 1967. Börn þeirra eru Karin Charlotta Victoria, f. 29. september 1989, Maria Susanna Birgitta, f. 30. ágúst 1991, Elvar Þór, f. 28. september 1993, og Nils Benedikt, f. 7. október 2000. 5) Björn Guðmundur, fiskeld- isfræðingur, bókari og rekstrar- stjóri, f. 3. ágúst 1968. Sambýlis- kona Guðmundar er Herdís Fjóla Kristinsdóttir, f. 28. apríl 1976. Börn þeirra eru Jóhanna Kristín, f. 25. júní 1996, og Friðbjörg María, f. Elsku Bangsi, pabbi okkar, tengda- faðir og afi. Við kveðjum þig með söknuði sem orð fá ekki lýst, en einnig gleði og þakklæti fyrir allan þann yndislega tíma sem við fengum að hafa þig á meðal okkar. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Ásta, börnin og fjölskyldur. Okkur langar til þess að minnast afa okkar með nokkrum fallegum orð- um. Við munum eftir honum eins og við sáum hann oftast; glaðan og spaugsaman og alltaf til í að sjá já- kvæðu hliðarnar á málunum. Afi virt- ist ávallt vita og kunna allt og hann breytti alltaf rétt. Hann var góður afi sem lét sér afar annt um fjölskylduna sína og okkur þótti öllum ákaflega vænt um hann. Elsku afi, þú stóðst þig svo vel í veikindum þínum og sýndir mikla baráttu og jákvæði sem er ómetanleg. Við erum stoltar og ánægðar yfir því að þú hafir getað látið þinn innsta draum rætast áður en þú kvaddir þennan heim. Við söknum þín. Þínar afastelpur, Hugrún Lísa og Ásta Kristín. Björn mágur minn í Sandfellshaga var í mörgu einstakur maður, og við skyndilegt fráfall hans koma ótal myndir upp í hugann, af nánum sam- skiptum okkar Lísu og barna okkar við Ástu, Bangsa og börn þeirra í meira en fjóra áratugi. Birni verður best lýst sem miklum frumkvöðli, enda stálgreindur og hugurinn frjór, og sífellt var hann að hugleiða ein- hverjar nýjungar á hinum ólíkustu sviðum. Hann var mikill bóndi, hag- sýnn með afbrigðum, smiður góður, ræktunarmaður og næmur á velferð lands og bústofns. Að eigin frum- kvæði bar hann fræ og áburð á ógróna grýtta melkolla í heimalandi sínu, sem síðan nýttust fagurgrænir að hausti til beitar og augnayndis öll- um, enda verðlaunaður fyrir að verð- leikum. Af mörgu er að taka og aðeins fátt eitt rakið hér. Þó hygg ég að hans verði lengst minnst sem frumkvöðuls við undirbúning að fiskeldi í Öxarfirði og stofnun Silfurstjörnunnar hf., sem nú er undirstaðan í atvinnumálum sveitarinnar. Þar vann hann ótrúlegt brautryðjandastarf í áraraðir við leit að hentugu vatni og góðri staðsetn- ingu fyrir fiskeldi lax og silungs í strandeldi, allt unnið launalaust og að mestu á eigin kostnað. Og þá var ekki verið að bóka eftirvinnutímana, sem oftast voru kvöldin og næturnar, en það voru þær stundir sem helst mátti spara frá búskaparstreðinu. Gaman væri að hitta þá sporgöngumenn ungra manna í dag, sem feta mundu í spor Björns Benediktssonar, ég held þeir séu ekki margir. Auðvitað naut Björn aðstoðar margra góðra manna við framkvæmd áhugamála sinna, en frumkvæðið var hans og launin í framtíðinni. Hann var sá sem fram- kvæmdi, og hér er aðeins fátt eitt talið af þeim áhugamálum hans, sem urðu að veruleika, til gagns fyrir búskap og samfélag. En ljúfustu minningar okkar Lísu eru bundnar við árlegar samveru- stundir í Sandfellshaga, oftast tvisvar á sumri en stundum oftar. Þá var tækifærið notað til frjórra skoðana- skipta í fullri sátt um vandamál líð- andi stundar og lausnir til framtíðar. Stundum var farið í berjamó, í önnur skipti í heyskap, eða í veiði niður í Sand og svo mætti lengi telja. Þá verð ég að minnast eins þáttar í fari hans, en það var hin nær ótakmarkaða hjálpsemi sem hann sýndi, þegar mik- ið lá við. Þetta fengum við fimm félag- ar að reyna eftir að við keyptum veiði- rétt í Bakkafirði 1962, en þá hófust árlegar sumarferðir okkar norður til framkvæmda og veiða. Þá var Björn ætíð boðinn og búinn til að rétta fram hjálparhönd. Og oftar en ekki biðu okkar góðgerðir eða gisting, þegar aftur var snúið. Stöndum við allir félagarnir og fjölskyldur okkar í mik- illi þakkarskuld við þau hjónin, Ástu og Björn, fyrir nær 40 ára átroðning. Að lokum sendum við Lísa Ástu og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir allar samverustundirnar. Gunnar K. Björnsson. Höfðingi er fallinn. Hugumstór göfugur hugsjónamaður. Hamhleypa til orðs og verka. Skarpgreindur, kjarnyrtur, einkar snjall. Ótrúlegur maður. Húmoristi, heimsmaður, bóndi, bústólpi. Þannig kom Björn fyrir sjónir eftir stutta viðkynningu. Og ekki dró af er fram í sótti, uppfinn- ingamaður, náttúrufræðingur, hönn- uður, verkfræðingur, fiskeldisfræð- ingur, markaðsmaður, framkvæmdastjóri, allt í senn, og verkmaður góður. Endaði svo sem orkumálastjóri á eigin búi eftir að hafa skemmt sér við að virkja bæj- arlækinn síðustu árin. Eftir hann stendur eitt glæsilegasta fiskeldisfyr- irtæki landsins, fagurt mannlíf í fal- legri sveit, reisulegt bú, gott fólk, ein- stök eiginkona, sorgmædd og einmanna um stund, en stolt af sínum bónda. Það var einfaldlega mannbætandi að kynnast manninum Birni Bene- diktssyni. Við áttum því láni að fagna nokkrir samverkamenn á Orkustofn- un fyrir hálfum öðrum áratug er fisk- eldisævintýrið var í algleymi. Þá var átaksverkefni hleypt af stokkunum að kanna náttúruleg skilyrði til fiskeldis víða um land. Björn fylgdist vökulum augum með, oddvitinn sjálfur í Öx- arfjarðarhreppi, ný búskapargrein í uppsiglingu, ný atvinnutækifæri í sveit sem stóð höllum fæti. Riðan hafði fellt fé í Kelduhverfi, tímaspurs- mál hvenær hún kæmist yfir Jökulsá í næstu sveit, enginn til að taka við blómlegum búum, börnin uxu úr grasi og höfðu að fáu að hverfa, sneru ekki heim að lokinni skólagöngu, kvóta- kerfið komið á. Björn málaði skýrum litum. Skilyrði til sauðfjárræktar hvergi betri, hreint og fagurt land, endalausar heiðar, ofgnótt af hreinu vatni. Tærar ískaldar uppsprettur um alla sveit og óvirkjaður jarðhiti í gos- beltinu miðju. Og við að sjálfsögðu sama sinnis, um að smjör drypi af hverju strái, fágæt náttúruleg skil- yrði til fiskeldis í sveitinni, þarna hin- um megin í gosbeltinu. Spurningin snerist bara um að finna réttu skil- yrðin á einum og sama staðnum, nóg af jarðsjó, og nóg af köldu og heitu vatni. Aðal vandamálið var líka aug- ljóst, það var nóg af sandi, miklu meira en nóg. Það vissu Björn og samsveitungar. Þeir höfðu þegar haf- ið glímuna. Voru farnir að dæla niður rörum með heimatilbúnum aðferðum, til að ná sér í fiskeldisvatn, með all- góðum árangri. Seljalax hf., fyrirtæki heimamanna nýstofnað, Björn kom- inn með fiskeldisker á báruna niður við Skógalón nærri jarðhitanum, til- raun með seiðaeldi hafin. Margra tuga kílómetra akstur að heiman og heim til að sinna þeirri tilraun dag- lega, víðáttan mikil, jökulár og sandar farartálmar. Þá hófust tilraunaboran- ir, í fyrstu næst jarðhitanum. Í upphafi gekk allt á afturfótunum, holurnar ýmist hrundu eða fylltust jafnóðum af sandi og tvísýnt var um árangur af átaksverkefninu. Lítill bor notaður til verksins og ekki miklu til kostað. Mér var ætlað að dvelja á svæðinu svo sem um vikutíma. Vik- urnar urðu fjórar samfelldar, og margar síðar. Þá kynntist ég Birni Ben., sem heimamenn kölluðu Bangsa. Hann hafði vakandi auga með borverkinu, sem fór að ganga betur, og er bormenn fóru í frí, fórum við Björn ásamt Jóni bónda á Núpi að dæla niður vatnsrörum í eina af sand- fylltu borholunum, með aðferð heima- manna. Stóð sú glíma í 20 klst. þar til holan var beisluð, og úr varð fyrsta ol- íugashola landsins, sjálfrennandi og 107°C heit í botninn. Að morgni stóð hún undir 0,2 kg gasþrýstingi, og er holan var opnuð á kúluloka, heyrðist gott púff og megna olíulykt lagði um svæðið. Björn skemmti sér konung- lega og ég, jarðfræðingurinn, fullyrti að þetta hlyti að stafa af tjöruhampi og snittolíu frá píparanum á Húsavík. Björn var á öðru máli. Þar við sat á annað ár, nema hvað sæst var á að þarna væri líklega hið sanna þing- eyska loft á ferðinni. Rúmu ári síðar kváðum við á Orkustofnun loks uppúr um það að olíugas væri á ferðinni. Fiskeldissagan er talsvert lengri. Að sumri loknu og fimm vel heppnuðum borholum, kvað Björn hins vegar upp úr um það að öll okkar verk hefðu ver- ið vita gagnslaus. Við stæðum í ná- kvæmlega sömu sporum og í upphafi – og engu nær. Svo hnífskörp var greining hans. Blað skilur bakka og egg. Og allir álitlegustu kostirnir þeg- ar skoðaðir. Hér hefði margur játað sig sigraðan, en ekki Björn bóndi. Of mikið var í húfi. Jarðfræðingar á Orkustofnun voru hvattir til dáða, meira rannsóknarfé sótt af rómuðu harðfylgi og sumarið eftir fundust ótrúlega hagstæð skilyrði til fiskeldis, ofgnótt af köldu, fersku og ísöltu vatni og nóg af volgu vatni, og það allt sam- an í þjóðbraut í miðri sveit. Grunn- urinn að Silfurstjörnunni hf. var lagð- ur, og þó vantaði aðeins eitt. Það vantaði kaldan jarðsjó, og það í miklu magni, og voru nú góð ráð dýr. Jarð- fræðingarnir komnir í þrot. Þá var það Björn bóndi og sveitungar sem réðust til atlögu við Norður-Íshafið og lögðu drenlögn í báruna fyrir opnu hafi, þar sem stórbrimin loka fyrir ósa Jökulsár á Fjöllum. Og þótt ótrúlegt kunni að hljóma þá tókst þeim ætl- unarverkið. Slagurinn var harður og oft tvísýnt um árangur, en bændurnir leystu málið með framkvæmd sem á enga sína líka í heiminum, fram- kvæmd sem talin var á mörkum skyn- semi og nær dæmd til að misheppn- ast. Mann setur hljóðan og tekur ofan fyrir íslenskri bændastétt og ein- stakri þrautseigju. Saga Silfurstjörnunnar í Öxarfirði er öll með sömu ólíkindunum, stöðin reist þar sem skilyrði voru best, upp- byggingin öll unnin af þvílíkri ráð- deildarsemi að fádæmum heyrir, sem og fiskeldið sjálft, reksturinn og markaðssetning afurðanna. Þar fór Björn bóndi fyrir, úr einu hlutverkinu í annað frá byrjun. Þarna er eina stóra fiskeldisstöðin í landinu held ég sem ekki hefur farið á hausinn. Yfir 1.000 tonn af „gourmet“ matfiski eru framleidd þar á ári, og seld hæsta verði. Afurðirnar keyrðar þrisvar í viku, 50 vikur á ári, yfir allt Ísland frá Öxarfirði til Keflavíkur, og þaðan sendar með flugi í fínustu veitingahús austan hafs og vestan, Boston, New York, París og Róm. Þróunarstarf sem í háskólaumhverfi væri. Saga Silfurstjörnunnar verður ekki öll sögð hér, en fyrir þessu öllu fór Björn bóndi í Sandfellshaga. Margir lögðu hönd á plóg og yngra fólk sem þátt tók í ævintýrinu hefur nú tekið við. Þegar ekið er fyrir Tjörnes, um Kelduhverfi í Ásbyrgi og áfram yfir Jökulsá á Fjöllum norður Öxarfjörð austanverðan um kjarrlendið hjá Skinnastað og Lundi í átt til Kópa- skers, verður Silfurstjarnan á vegi manns á hægri hönd, norðvestan Öx- arnúps, við Núpsvatn í Núpsmýri. Hún lætur lítið yfir sér, snyrtileg, lág- reist, hreinleg, með stærstu mann- virkin neðanjarðar, ósýnileg, sjólagn- ir, vatns og hitalagnir. Þarna er eitt blómlegasta atvinnufyrirtækið í hér- aðinu, sem sneri vörn í sókn og flótt- anum úr sveitinni. Einhvers staðar má greina hitaveitulögn frá Ærlækj- arseli að Silfurstjörnunni, norður að Kópaskeri og suður í Lund, tugi kíló- metra. Fæstir sem hjá garði fara átta sig á því grettistaki sem lyft var í þessari fögru sveit. Ég vil fyrir hönd fjölmargra sam- starfsmanna minna á Orkustofnun þakka vinskap og velvild Björns bónda og fjölskyldu hans í okkar garð. Sérstakar þakkir flyt ég frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fyrir árvissar móttökur Björns og samstarfsmanna í Silfur- stjörnunni á styrkþegum skólans og leiðsögn um fyrirtækið. Skólinn legg- ur lykkju á leið sína og metnað í að sýna nemendum úr öllum heimshorn- um hvernig einstæð samnýting nátt- úruauðlinda fer fram við nyrstu höf, þar sem jarðhitanýtingin gegnir lyk- ilhlutverki. Ástu okkar vottum við Sigrún dýpstu samúð, svo og fjölskyldunni allri. Manni hlýnar um hjartaræturn- ar að hugsa til ykkar allra, og síðasta afreks Björns, virkjunarinnar, sem sér til þess að þið getið bruðlað með orkuna heima fyrir, hitað upp útihús, gangstéttir, gróðurhús og heita potta, og það allt úr ísköldum silfurtærum og svalandi bæjarlæknum. Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur, Orkustofnun. Ég sit við eldhúsborðið að morgni þorraþrælsins 17. febrúar þegar sím- inn hringir. Guðmundur bróðir svarar í símann, en kemur aftur að vörmu spori til baka með þá fregn að Björn í Sandfellshaga sé látinn, hafi hnigið niður á stéttinni heima við húsið sitt í gærkveldi, nýkominn heim frá Akur- eyri. Mér verður mikið um þessa frétt og sit lengi hljóður. Þetta er svo óvænt. Að vísu hafði Björn átt við vanheilsu að stríða hin síðustu ár, en upp á síðkastið hafði heilsan farið batnandi og virtist í góðu lagi. Fyrir tveimur kvöldum höfðum við hjónin verið á heimleið frá Kópaskeri, og skruppum heim í Sandfellshaga til að sækja smápakka. Þá fór sem oft áður að ekki var staðar numið fyrr en inni við eldhúsborð á því góða heimili, og þar var setið og spjallað langt fram á nótt, og þá var heilsan í besta lagi eftir ástæðum. Þarna við eldhúsborðið var ég m.a. að biðja Björn að skrifa niður gamla sögu sem hann hafði sagt mér, og tók hann því vel. Mér verður hugsað til þessarar síð- ustu samverustundar, sem engum datt í hug þá að yrði sú síðasta, og svo margra annarra með þeim hjónum Birni og Ástu í Sandfellshaga, Það var ekki alltaf af miklu tilefni sem leiðir lágu saman, en gjarnan teygðist úr þeim fundum því umræðuefnin voru óþrjótandi, áhugamál Björns mörg og brennandi, og frásagnir lifandi og skemmtilegar. Björn sleit barnsskónum á Víðir- hóli á Hólsfjöllum, þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs. Árið 1938 fluttist fjölskyldan að Sandfellshaga í Öxarfirði, og eftir það var heimili Björns þar til æviloka, Það hljóta að hafa verið átta ára dreng mikil viðbrigði að flytjast af afskekkt- um bæ á Hólsfjöllum í fjölmennið í Sandfellshaga, en þar var þá tvíbýli sem endranær og mannmargt, og Sandfellshagi sem næst í miðri sveit. Í Sandfellshaga ólst Björn svo upp á heimili foreldra sinna og eldri bróður við leiki, störf og skólagöngu þess tíma. Skólagangan var ekki löng, að- eins einn vetur í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar eftir barnaskóla, sem þó nægði honum til gagnfræðaprófs. Þegar grannkona Björns hældi hon- um síðar fyrir þá frammistöðu að ljúka gagnfræðanámi á einum vetri, svaraði Björn: „Þetta er ekki rétt hugsun, góða mín. Það er fleira menntun en það sem lært verður af bókum. Það er ekki síður mikils virði að vera í skóla með góðum félögum og læra að umgangast fólk.“ Þannig var lífssýn Björns, hann mat svo mikils mannleg samskipti. Árið 1958 gekk Björn að eiga Ástu Björnsdóttur frá Kópaskeri, og flutt- ist hún til hans að Sandfellshaga þar sem þau tóku smám saman við bús- forráðum af eldri hjónunum. Það var vor í lofti í mörgum skiln- ingi og eldmóður í ungu fólki sem var að hefja búskap á þessum árum. Ís- lenskur landbúnaður var að rétta við eftir hin svonefndu kreppuár, vélvæð- ing nýlega hafin í landbúnaði sem gjörbreytti möguleikum til ræktunar og fóðuröflunar og bændur hvattir til dáða þannig að framtíðin brosti við BJÖRN BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.