Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 49
✝ Lauritz EdwardKarlsson fæddist
á Eskifirði 12. októ-
ber 1916. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Hulduhlíð á Eskifirði
hinn 18. febrúar síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna Karls
Jónassonar, frá Svína-
skála við Reyðarfjörð,
f.14.4. 1886, d. 5.12.
1956, og Augustu Jón-
asson, frá Stavanger í
Noregi, fædd Ander-
sen, f. 24.7. 1887, d.
6.10. 1966. Systkin:
Jensína María, f. 19.5.1915, d. 7.4.
1997; Egill, f. 20.6. 1920, d.
25.3.1994; Aðalbjörg, f. 24.04.1923;
Guðbjörg, f. 27.2.1926, d. 15.10.
1940. Hinn 24.11. 1945 kvæntist
Lauritz eftirlifandi eiginkonu sinni,
Björgu Ágústu Andrésdóttur frá
Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, f.
26.3. 1926. Foreldrar hennar voru
hjónin Valgerður Kristjánsdóttir, f.
5.3. 1901 á Vöðlum í Vöðlavík, d.
15.11. 1975, og Andrésar Sigfússon-
ar, f. 10.8.1893 í Stóru-Breiðuvík d.
9.2.1981. Börn þeirra eru: 1) Jó-
hanna Valgerður, f. 21.9. 1946,
starfsmaður á barna-
heimili, maki Helgi
Björnsson, f. 3.6.
1945, vörubifreiða-
rstjóri, börn þeirra
Lára Björg, f. 1.8.
1968, Björn Þór, f.
26.3. 1974, maki
Hjördís Ósk Sig-
tryggsdóttir, f. 12.9.
1978, Sigurlaug
Huld, f. 4.1. 1987. 2)
Björgólfur, f. 18.10.
1950, vélstjóri, maki
Sigríður Gróa Her-
mannsdóttir, f. 1.11.
1953, starfmaður Ís-
landspósts, börn þeirra Lena Sif, f.
22.5. 1977, maki Kristinn Uni Una-
son, barn þeirra er Andreas Snær,
f. 15.3. 2000, Hermann Torfi, f. 2.8.
1981, Björg Ágústa, f. 20.10. 1982.
3) Karl Sigfús, f. 3.8. 1959, skatt-
stjóri Austurlands, maki Guðbjörg
Gunnarsdóttir, f. 30.3. 1959,
þroskaþjálfi, barn þeirra Lauritz
Freyr, f. 7.7. 1994. Fósturdóttir
Karls, dóttir Guðbjargar, er Sunna
Ólafsdóttir, f. 7.9.1982. Útför Laur-
itz Edwards Karlssonar fer fram
frá Eskifjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Farsælli ævi er lokið, Lárus er
frjáls og laus við þrautir eftir lang-
varandi veikindi. Hann var kvæntur
Björgu móðursystur okkar og ljúfar
minningar tengjast honum frá
fyrstu tíð.
Í mörg ár vann Lárus hjá Kaup-
félagi Eskifjarðar og hafði meðal
annars þann starfa að taka á móti
strandferðaskipunum. Á hverju vori
var það okkur mikið tilhlökkunar-
efni að komast frá Vestmannaeyjum
í sveitina til ömmu og afa austur í
Breiðuvík. Ferðast var með strand-
ferðaskipunum Esju eða Heklu sem
komu við á hverri höfn og var ferðin
æði löng ungum sálum. Var það því
óblandin gleði og léttir að sjá Lárus
þegar lagst var að bryggju á Eski-
firði. Hlýtt brosið og alúðlegt við-
mótið bauð okkur velkomnar og svo
var haldið heim til þeirra hjóna áður
en lagt var í síðasta áfangann. Húsið
þeirra er afar fallegt. En það var
ekki einungis ytra útlit heldur var
og er sérstök tilfinning að koma inn
á heimilið. Svo hlýtt, notalegt og
innilegt, umvefjandi viðmót Lárusar
og Bjargar fékk okkur til að gleyma
erfiðleikum um stund. Elskan og
hlýjan var allt um kring. Fagnaðar-
fundir ættingja og vina, hlátur og
kátína, angan af nýlagaðri kjötsúpu,
ilmandi bakkelsi, uppbúin rúm og
umhyggjan fyrir hverjum og einum.
Margt megum við læra af sam-
ferðafólki eins og Lárusi. Hann var
vandaður maður, áreiðanlegur, hæg-
ur, hlýr og kíminn. Aldrei hallmælti
nokkurri manneskju og ekki hafði
hann mörg orð um hlutina, en var
ævinlega boðinn og búinn að greiða
götu þeirra er til hans leituðu.
Hann fylgdist vel með þjóðmálum,
las mikið og var fróður, var áskrif-
andi að norskum blöðum sem báru
með sér framandi andblæ og spenn-
andi var að skoða.
Í fallegum garðinum kringum hús-
ið áttu hjónin sinn sælureit þar sem
þau höfðu gróðursett og ræktað svo
myndaði skjól fyrir svölum vindi.
Lárus fæddist á Eskifirði og ólst
þar upp. Sem unglingur stundaði
hann sjó og reri á Víkingi, báti sem
faðir hans átti. Seinna hóf hann að
vinna í verslun og síðan á sýsluskrif-
stofunni. Hann var farsæll í sínum
störfum.
Lárus hafði yndi af tónlist og
söng. Hann var einn af stofnendum
kórsins Glaðs sem lengi starfaði á
Eskifirði. Eftir að kórinn var lagður
niður söng hann oft ásamt nokkrum
félögum úr kórnum við ýmsar at-
hafnir og á skemmtunum. Lárus
söng einnig með Eskjukórnum.
Hann var náttúruunnandi og hafði
ánægju af gönguferðum og ferðalög-
um. Fjölskyldan var þó mikilvægasti
þátturinn í hans lífi. Hann kynntist
eftirlifandi eiginkonu sinni, Björgu
Andrésdóttur frá Stóru-Breiðuvík,
og hófu þau búskap á Svínaskála þar
sem þau bjuggu í tvö ár. Þaðan
fluttu þau inn á Eskifjörð og bjuggu
um tíma í Kaupfélagshúsinu áður en
þau fluttu í sitt eigið hús árið 1950
þar sem þau bjuggu upp frá því.
Lárus undi hag sínum vel í faðmi
fjölskyldunnar þar sem stutt var til
barna og barnabarna. Þau hjón voru
samhent og samrýnd og ekki er
hægt að nefna annað svo hitt komi
ekki upp í hugann. Umhyggja þeirra
fyrir ættingjum og vinum var ein-
stök.
Nú þegar Lárus er horfinn verður
tómarúmið sem hann skilur eftirekki
fyllt. Við hefðum svo gjarnan viljað
fylgja honum síðasta spölinn og hug-
ur okkar verður hjá ástvinum sem
við sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Gunnhildur og Bryndís
Hrólfsdætur.
LAURITZ EDWARD
KARLSSON
þeim sem vildu takast á við verkefnin
sem framundan voru.
Og það var rösklega gengið til
verka í Sandfellshaga. Björn var
ágætlega verklaginn og duglegur og
átti auðvelt með að tileinka sér og
nýta þá nýju tækni sem var að bjóðast
á þessum árum. Það var ráðist í að
byggja bæði íbúðar- og útihús. Árið
1960 var byggt í Sandfellshaga nýtt
og glæsilegt íbúðarhús á tveimur
hæðum, tvær íbúðir, fyrir eldri og
yngri hjónin, og á árunum 1956 til
1981 voru byggð ný útihús fyrir nær
allan búpening og stór vélageymsla. Á
þessum árum byggðu menn að mestu
leyti sjálfir með hjálp góðra granna
og þá gjarnan í vinnuskiptum, og
þannig var það í Sandfellshaga. Það
var ekki slegið slöku við þegar verið
var að reisa hús eða rækta tún, og oft
var vornóttin stutt yfir lambfénu. Við
öll þessi störf kom sér vel verklagni
húsbóndans sem meðal annars var
ágætur járnsmiður og reisti af eigin
rammleik stóra skemmu úr stáli með
aðstoð sona sinna. En það var í fleiri
horn að líta en að byggja og rækta.
Þau Ásta og Björn eignuðust sex
börn og það gefur auga leið að það
hefur verið nokkur viðbót við dags-
verkið á mestu uppbyggingar- og at-
hafnaárunum að annast og ala upp
barnahópinn, en krakkarnir voru táp-
miklir og fjörugir, og engin lognmolla
þar sem þeir fóru. En þau hafa öll
launað uppeldið ríkulega með tryggð
við föðurhúsin, og þá sérstaklega
yngri bræðurnir hin síðari árin.
Af því sem að framan er sagt má
öllum ljóst vera að oft hefur dagsverk
hjónanna í Sandfellshaga verið nokk-
uð langt og þó er ekki allt talið.
Það kom snemma í ljós að Björn
var góður félagi í leik og starfi, og
þess vegna bárust að honum mörg
trúnaðarstörf. Hann var á yngri árum
félagi í Ungmennafélagi Öxfirðinga
og sinnti þar stjórnarstörfum og for-
mennsku í nokkur ár. Hann var félagi
í Búnaðarfélagi og Fjárræktarfélagi
Öxfirðinga, einnig fulltrúi sinnar
sveitar í Búnaðarsambandi og Rækt-
unarsambandi N-Þing, svo og í Kaup-
félagi Norður-Þingeyinga. Í öllum
þessum félögum og kannske fleirum
voru honum falin trúnaðarstörf um
lengri eða skemmri tíma og vitnar það
um hversu mikill félagsmálamaður
hann var, tillögugóður og ráðsnjall.
Árið 1982 var Björn kosinn oddviti
Öxarfjarðarhrepps, hafði áður verið í
sveitarstjórn, og gegndi því starfi til
ársins 1994. Sýnir það hvers trausts
hann naut meðal sveitunga sinna. Í
stjórnartíð hans gengu miklar breyt-
ingar yfir í Öxarfirði. Ber þar hæst
uppbyggingu Silfurstjörnunnar sem
hófst árið 1988, og sameiningu Öxar-
fjarðar- og Presthólahrepps árið 1990
svo og Fjallahrepps árið 1993. Tel ég
á engan hallað þótt sagt sé að bæði
þessi mál hafi fyrst og fremst náð
fram að ganga fyrir eldmóð og áhuga
Björns,
Upphaf matfiskeldis við Öxarfjörð
má alfarið rekja til Björns. Það var
hann sem í upphafi fékk þá hugmynd
að setja rör niður í sandinn fyrir botni
flóans, til vatnsöflunar, og síðan leiddi
eitt af öðru. Rörin nægðu ekki til öfl-
unar vatnsins, en sönnuðu tilvist
æskilegra eldisvökva í jarðlögunum.
Þá var gripið til þess ráðs undir for-
ustu Björns að stofna hlutafélagið
Seljalax til að vinna að frekari rann-
sóknum. Þær leiddu til borana sem
gáfu mjög góðan árangur sem áfram
varð grundvöllur fyrir uppbyggingu
Silfurstjörnunnar. Og alltaf var það
Björn Benediktsson sem var í broddi
fylkingar. Hann lagði á ráðin, hann
samdi bréf og fór til viðræðna þar
sem þess þurfti með, og hann stóð
daglangt úti á sandi við hin ýmsu störf
þegar svo bar undir. Heima í Sand-
fellshaga var opið hús handa rann-
sóknarmönnum og öðrum þeim sem
verkefnum tengdust og þess þurftu
með, þar sem húsfreyjan Ásta gekk
um beina.
Að sjálfsögðu var Björn ekki einn
að verki, hann hreif menn með sér
með eldmóði og áhuga, og frá honum
stafaði þeim krafti sem til þurfti að
drífa málin áfram. Sama var að segja
um sameiningu sveitarfélaganna, Þar
var það framsýni Björns og dugnaður
sem réð mestu um framgang málsis.
Í öllu þessu ferli komu oft upp álita-
mál sem tekist var á um, jafnvel af
mikilli hörku, og sum þeirra býsna
óþægileg, en þá komu hæfileikar hans
kannske best í ljós.
Björn var ekki skaplaus maður, en
hann kunni vel að stilla skap sitt, og
gætti þess ávallt í hita leiksins að
segja ekki of mikið heldur gefa sér
tíma til að hugsa og finna réttar
lausnir. Með því vann hann sér traust
samstarfsmanna sinna og vissa virð-
ingu andstæðinganna, enda voru ráð
hans holl oftar en ekki.
Það er hverjum manni nauðsynlegt
sem stendur í ströngu, sækir mál og
ver, og tekst á um skoðanir og tilfinn-
ingar, að eiga sér athvarf og það átti
Björn svo sannarlega. Konan sem
hann valdi sér að lífsförunaut, hún
Ásta, stóð ávallt eins og klettur við
hlið hans. Jafnt í erli dagsins við bú-
skap, byggingar og barnauppeldi,
sem og huglæg átök um menn og mál-
efni, var hún tilbúin að styðja hann og
styrkja, og aldrei vissi ég hana hvika
af þeim vettvangi hver sem í hlut átti,
og urðu þó deilumálin á stundum
óþægilega persónuleg. Það er hverj-
um manni ómetanlegt að eiga við hlið
sér slíkan lífsförunaut, og óvíst að
Björn hefði náð þeim árangri sem
hann gerði án hennar.
Það var ekki fyrr en með tilkomu
Silfurstjörnunnar sem samskipti okk-
ar Björns hófust að nokkru ráði, Við
þekktumst lauslega sem ungir menn
hvor í sinni sveit. Við skólagöngu
barna okkar, sem voru á sama aldri
og skólasystkini, fjölgaði fundum og
kynnin urðu meiri. Og þá kynntist ég
líka börnunum í Sandfellshaga, fjör-
ugum og miklum fyrirferðar á stund-
um, ef til vill einum um of stöku sinn-
um, en græskulausum, heiðarlegum
og hreinskiptnum.
Þegar hlutafélagið Seljalax var
stofnað varð Björn þar stjórnarfor-
maður. Með tilkomu Silfurstjörnunn-
ar varð hann stjórnarformaður þar,
en mér var þá falið að stýra Seljalaxi.
Þá hófust samskipti okkar í auknum
mæli og á þeim vettvangi áttum við
mikið og náið samstarf um margra
ára skeið, þótt umsvifin hafi minnkað
síðari árin og aldrei bar skugga á það
samstarf þótt ekki værum við alltaf
sammála.
Mér varð óvenju mikið um þegar
ég frétti lát vinar míns Björns í Sand-
fellshaga. Mér fannst ég hafa misst
svo mikið. Við höfðum unnið mikið
saman að félags og framkvæmdamál-
um, og þegar ég var í vanda með ein-
hver úrlausnarefni var gjarnan fyrsta
hugsunin að leita til hans. Þangað var
gott að koma, vinum að mæta og
gjarnan hollráð að hafa. Og fyrir kom
að hann leitaði álits míns um sín mál-
efni.
Ekki svo að skilja að við værum
alltaf sammála, nei aldeilis ekki, en
það var gott að deila við Björn og rök-
ræða málin
Kæri vinur, að leiðarlokum er mér
söknuður efst í huga. Söknuður yfir
því að sjá á bak svo góðum dreng fyrir
aldur fram, og þó að ævistarfið hafi
verið orðið bæði mikið og gott og síð-
asta verkefninu með rafstöðina að
ljúka þegar kallið kom var ýmislegt
eftir sem þú varst að vinna að eins og
Græna verkefnið, sem gott hefði verið
að njóta þín við. En ég vil líka þakka,
þakka fyrir að hafa átt þess kost að
kynnast þér og starfa með þér, það
hafa verið mér þau fræði sem ég hefði
ekki numið á skólabekk.
Við hjónin þökkum þér af alhug
vináttu þína og tryggð og biðjum þér
blessunar á nýjum dvalarstað. Ástu,
börnunum og öðrum aðstandendum
sendum við innilegar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að blessa þau og
styrkja.
Þórarinn og María, Vogum.
Með Birni Benediktssyni er fallinn
í valinn einn ötulasti baráttumaður
okkar litla samfélags í Öxarfirði. Það
var mikil gæfa fyrir Öxarfjarðar-
hrepp að fá að njóta krafta hans, slík-
ur var áhuginn fyrir því að bæta og
byggja upp okkar fámenna sveitar-
félag.
Í áratugi var Björn oddviti Öxar-
fjarðarhrepps. Björn var fyrsti odd-
viti sameinaðs sveitarfélags eftir sam-
einingu Öxarfjarðarhrepps og
Presthólahrepps árið 1990 og átti
stóran þátt í því að leggja grunninn að
þeirri sterku stöðu sem sveitarfélagið
hefur í dag. Einmitt í sameiningar-
málinu sýndi hann hvað framsýnn
hann var á nauðsyn þess að menn
stæðu saman í varnarbaráttu fá-
mennra byggða og barðist af einurð
fyrir sameiningunni þrátt fyrir mót-
byr. Það var þó í atvinnumálum hér-
aðsins sem gáfur og dugnaður Björns
komu hvað best í ljós. Hann átti stór-
an þátt í stofnun og uppbyggingu
margra af helstu fyrirtækjum sveit-
arfélagsins og sat í stjórn margra
þeirra. Í þessu sambandi nægir að
nefna fyrirtæki eins og Seljalax hf.,
Fjallalamb hf. og Silfurstjörnuna hf.
en í því síðasttalda starfaði hann einn-
ig um árabil sem skrifstofumaður og
sölustjóri. Að öllum öðrum ólöstuðum
átti hann drýgstan þátt í nýtingu þess
jarðvarma sem er í iðrum Öxarfjarð-
ar, bæði til fiskeldis og einnig til hús-
hitunar, og var hann einn aðalfrum-
kvöðullinn að stofnun Hitaveitu
Öxarfjarðarhéraðs. Björn var mikill
bóndi og var um árabil einn af stærstu
og áhrifamestu sauðfjárbændum
sýslunnar. Á því sviði, eins og öðrum,
sýndi hann og sannaði að þar fór
framsýnn maður með næmt auga fyr-
ir fallegu sauðfé, sem árangur hans á
þessu sviði ber glöggt vitni um.
Svona er lengi hægt að telja upp
þau framfaramál sem Björn vann að
og hrinti í framkvæmd. Oft var á
brattann að sækja, en ötullega og
ódeigur gekk hann fram í því að fylgja
málum eftir og afla til þeirra þess
fjármagns sem til þurfti til þess að
láta hjólin snúast.
Það sýnir best kjark og þrautseigju
Björns að þegar hann, fyrir þremur
árum, veiktist hastarlega þá lét hann
ekki deigan síga heldur reif sig upp af
ótrúlegum krafti. Og þrátt fyrir
heilsubrest og að hann væri sannar-
lega búinn að skila sínu til samfélags-
ins hélt hann ótrauður áfram að
leggja sitt af mörkum. Áhugi hans á
framförum í héraðinu varð til þess að
hann tók að sér að vinna, fyrir fyr-
irtæki á svæðinu, að því að fram-
leiðsla þeirra fengi vistvæna eða líf-
ræna viðurkenningu hjá Evrópu-
bandalaginu. Því miður entist Birni
ekki aldur til þess að ljúka því verki
eins og hann hefði kosið og leggur það
ríka ábyrgð á okkur sem eftir stönd-
um til þess að því verði lokið með
sóma.
Af þessu má ljóst vera að missir
samfélags okkar er mikill. Ekki ein-
ungis sjáum við á eftir góðum vini og
félaga, heldur einnig ötulum baráttu-
manni sem alla tíð vann sín störf af
trúmensku og til heilla fyrir héraðið.
Missir okkar er mikill en meiri er þó
missir ástvina hans, konu hans Ástu
Björnsdóttur, barna þeirra og ann-
arra ættingja. Megi Guð varðveita
minningu um góðan dreng og styrkja
ættingja í þeirra miklu sorg.
Sveitarstjórn
Öxarfjarðarhrepps.
Það var mikil harmafregn sem okk-
ur barst að morgni laugardagsins 17.
febrúar sl. að vinur okkar og fyrrver-
andi samstarfsmaður Björn í Sand-
fellshaga hefði orðið bráðkvaddur á
heimili sínu kvöldið áður. Það er mik-
ill sjónarsviptir þegar menn eins og
Björn Benediktsson hverfa frá okkur
en hann setti svo sannarlega svip á
sitt samfélag.
Björn var mikill baráttumaður fyr-
ir sitt sveitarfélag og var einn af þeim
fyrstu hér í sveit sem áttuðu sig á að
sauðfjárrækt gat ekki ein staðið undir
blómlegu atvinnulífi í sveitunum við
Öxarfjörð. Hann talaði oft um að önn-
ur atvinnuuppbygging yrði að koma
til, til að mæta óhjákvæmilegum sam-
drætti í sauðfjárræktinni. Í þessu sem
svo mörgu öðru var Björn framsýnn
og með þetta að leiðarljósi beitti hann
sér fyrir stofnun Seljalax hf. og sat í
stjórn félagsins frá stofnun til dauða-
dags, fyrst sem stjórnarformaður og
síðar sem stjórnarmaður. Seljalax
hafði það hlutverk að kanna aðstæður
fyrir botni Öxarfjarðar til fiskeldis.
Niðurstöður þessara tilrauna leiddu
síðan til þess að Silfurstjarnan hf. var
stofnuð árið 1988 og var Björn aðal-
hvatamaður að uppbyggingu þess
fyrirtækis. Hann var stjórnarformað-
ur frá stofnun til 1993 og stjórnar-
maður til 1999. Hann var jafnframt
starfsmaður fyrirtækisins frá stofn-
un, bæði sem skrifstofumaður og
sölustjóri til 1999 er hann lét af störf-
um vegna aldurs. Silfurstjarnan var
Birni mjög hugleikin, hann sinnti þar
sínum störfum af mikilli trúmennsku
og ávann sér trúnað og virðingu við-
skiptavina fyrirtækisins. Það kom oft
í minn hlut að fara utan til að hitta við-
skiptavini Silfurstjörnunnar, þá sér-
staklega til Boston, þá var oftar en
ekki eitt af því fyrsta sem þeir spurðu
um: Hvernig hefur hann Björn það?
Birni var það alltaf ljóst að til þess að
fiskeldi gæti þrifist í strandeldisstöð
eins og Sifurstjörnunni yrðum við að
skapa okkur sérstöðu hvað varðaði
gæði og hreinleika framleiðslunnar,
annars yrðum við ekki samkeppnis-
færir. Björn vann að slíku verkefni
fyrir Silfurstjörnuna og fleiri fyrir-
tæki í Norður-Þingeyjarsýslu, honum
tókst því miður ekki að ljúka þessu
verkefni eins og hann hefði kosið áður
en hann var kallaður burt, en vonandi
tekst okkur sem eftir lifum að ljúka
þessu verki og láta draum hans ræt-
ast. Eftir að Björn lét af störfum í
Silfurstjörnunni sat hann síður en svo
aðgerðarlaus því hann átti sér þann
draum að byggja vatnsaflstöð við ána
heima í Sandfellshaga, því verki lauk
hann nú fyrir skömmu. Björn veiktist
alvarlega árið 1997 og náði sér aldrei
fullkomlega eftir það, en alltaf var
áhuginn samur fyrir framgangi Silf-
urstjörnunnar. Það er okkur starfs-
fólki Silfurstjörnunnar mikill heiður
að hafa fengið að starfa með Birni og
verða vitni að öllum þeim áhuga og
atorkusemi sem hann sýndi fyrir fyr-
irtækið.
Við vottum fjölskyldu Björns okkar
innilegustu samúð og óskum þeim
allrar blessunar þegar við kveðjum
þennan mæta mann.
F.h. starfsfólks Silfurstjörnunnar
Benedikt Kristjánsson.