Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 50

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hallgrímur Pét-ursson var fæddur á Hofi í Hjaltadal 9. apríl 1923. Hann lést 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Pálsson, f. 19.12. 1884, d. 7. 9. 1966, bóndi á Hofi í Hjaltadal, og Anna Ingibjörg Jónsdóttir á Hofi, f. 9.12. 1880, d. 14.1. 1967. Hall- grímur ólst upp á Hofi og fluttist að Kjarvalsstöðum í sömu sveit árið 1947 og hóf þar búskap. Hann kvæntist 27. jan- úar 1948 Svövu Antonsdóttur frá Reykjum í Hjalta- dal, f. 4.1. 1926 í Stóragerði, og hafa þau búið á Kjar- valsstöðum síðan. Börn þeirra eru: Grímur Páll, f. 29.1. 1950, búsettur í Reykjavík, og Ásta Guðleif, f. 24.4. 1951, búsett á Spáni. Útför Hallgríms verður gerð frá Hóladómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sumarið 1947 fluttist ungur maður frá Hofi í Hjaltadal til búskapar nið- ur að Kjarvalsstöðum í sömu sveit. Þessi maður hét Hallgrímur Péturs- son. Pétur faðir hans átti þá Kjar- valsstaði og var jörðin föðurleifð hans. Hallgrímur var að hefja lífs- starfið sem ekki lauk fyrr en tæpum 54 árum síðar er fjárbóndinn var kallaður af vettvangi þar sem hann var að huga að kindum sínum í fjall- inu fyrir framan Kálfsstaði. Líklega hefði hann ekki getað óskað sér betri kvaðningar til þeirrar ferðar sem öll- um er búin, óumflýjanlega. Ég kom í heiminn sama árið og Hallgrímur hóf búskap. Sjálfum finnst mér það nokkur forréttindi að hafa fæðst inn í bændasamfélagið sem var þá að vísu að breytast með vélvæðingunni sem gekk yfir sveit- irnar á 6. áratug síðustu aldar. Samt náði ég að kynnast ýmsum þeim gild- um sem þá voru í heiðri höfð, eins og nægjusemi og nýtni, samhjálp og félagsskap nágranna, sjálfsbjargar- viðleitni, hagleik og útsjónarsemi að búa sér í hendur. Alla þessa eigin- leika átti Hallgrímur í ríkum mæli. Hann fæddist og ólst upp í torfbæ á tíma þar sem mannshöndin ein varð að vinna flestöll störf. Hann lifði alla þá gífurlegu breytingu sem varð á seinni hluta 20. aldar í tækniþróun í landbúnaði. Hann tileinkaði sér tæknina fram að því marki sem hon- um hugnaðist, en hann var líka mót- aður af þeim gildum sem áður var getið og lét ekki lífsgæðakapphlaupið trufla sig eða villa sýn. Ungu hjónin sem byrjuðu sinn bú- skap á Kjarvalsstöðum vorið 1947 voru samhent frá upphafi og þeirra beið mikið verkefni við uppbyggingu jarðarinnar. Árið 1949 reis stein- steypt íbúðarhús niðri á Járnhrygg. Árið 1952 kom Ferguson-dráttarvél- in, með þeim fyrstu í Hjaltadal, og sama ár var byggt fjós og hlaða. Á næstu árum reis ein byggingin eftir aðra jafnframt því sem ræktun var færð út og búið aukið. Sannaðist nú enn máltækið gamla að hollur er heimafenginn baggi. Kom þá að góðu haldi hagleikur og smíðaleikni því að mestum hluta reisti Hallgrímur byggingar sínar sjálfur og ærið mörg verkfærin bjó hann sér í hendur í smiðju sinni, sem hann hafði líka gert sjálfur. Ungur maður á Hofi byggði hann smiðjukofa og bjó sér til eld- smiðju með fátæklegum verkfærum. Eftir það komu mörg áhöld og nytja- hlutir úr aflinum á Hofi. Búskapur- inn allur einkenndist af natni og snyrtimennsku. Draslaraháttur í umgengni hefur aldrei sést á Kjar- valsstöðum svo lengi elstu menn muna. Hallgrímur var sérlega minnugur á það sem hann las og heyrði og at- hugull á sitt umhverfi. Hann lét það oft eftir sér að leggja hnakk á hest sinn og ríða út, heimsækja kunningja eða kannske bara skreppa yfir í Kol- beinsdal á vit ósortinnar náttúru eyðibyggðar. Lengi mátti ausa úr hans fróðleiksbrunni um mannlíf og atburði í Hjaltadal á liðinni öld. Aldr- ei sást Hallgrímur skipta skapi, jafn- an fréttafús og viðræðugóður og stutt í gamansemi og hjartanlegan hlátur þegar spaug bar á góma. Og þótt hann hefði gaman af spjalli um menn og málefni var eftirtektarvert hve varkár hann var í umsögnum, hallmælti aldrei öðrum og tók lítið undir ef viðmælandi sýndi hvatvísi í tali um náungann. Aldrei var asi á Hallgrími. Alltaf hafði hann nægan tíma. Einn var sá hæfileiki Hallgríms sem margir munu minnast. Það var hversu frábærlega hann var nærfær- inn við skepnur, einkanlega við burð- arhjálp. Mér er nær að halda að sauðburðurinn hafi verið næsta hvíldarlítill tími hjá Hallgrími. Yfir- leitt hefur þá hver bóndi nóg með sig, en Hallgrímur mátti bæta við sig sí- felldu hjálparkalli nágrannanna hvaðanæva þegar heimaráðin þraut við burðinn. Það er sérkennileg til- viljun að síðustu árin hafa búið skóla- lærðir dýralæknar sitt hvoru megin, bæði á Nautabúi og Kálfsstöðum svo að Hjaltdælingar eru sem betur fer engum heillum horfnir í þessu efni. Fréttin um andlát Hallgríms minnti mig óþægilega á hversu allt er í heiminum hverfult og hversu slæmt er að geyma til morguns það sem hægt væri að ljúka í dag. Lengi hafði ég ætlað mér að fá Hallgrím með mér fram í Hof þar sem við ólumst upp báðir, hann einungis 24 árum fyrr í aldri og fluttist burtu nokkrum vik- um áður en ég fæddist. Í huga mín- um hafði ég hlakkað mjög til þess- arar ferðar, ganga saman um götur þar sem „hugann grunar við grassins rót, gamalt spor eftir lítinn fót“. Þetta var samt ekki komið í fram- kvæmd og raunar aldrei nefnt við Hallgrím. – Nú verður sú ferð aldrei farin og fyrir mig er það óbætanlegt. Hallgrímur Pétursson frá Hólum í Hjaltadal er stórt nafn í hugum Ís- lendinga fyrir að yrkja passíusálma. Hallgrímur Pétursson á Kjarvals- stöðum orti enga sálma en hann kunni vel að yrkja landið sitt og sam- búðina við náungann með nægju- semi, hógværð og hjálpfýsi. Hann var orðinn einn eftir búandi þeirra bænda sem byggðu Hjaltadalinn á bernskuárum mínum. Nú finnst mér dálítið eins og horfinn sé síðasti bóndinn úr dalnum mínum og þar með ákveðin kjölfesta æskustöðv- anna. – Hjaltadalur er ekki samur og hann var. Eftirlifandi eiginkonu Hallgríms, börnum þeirra og öðrum ástvinum sendi ég hugheilar kveðjur og bið þeim allrar blessunar. Hjalti Pálsson frá Hofi. Frændi minn, Hallgrímur Péturs- son, bóndi á Kjarvalsstöðum í Hjalta- dal, er látinn. Mig langar til að minn- ast hans hér nokkrum orðum. Hallgrímur, eða Halli á Kjarvals- stöðum eins og hann var oft nefndur af kunnugum, var systkinabarn við móður mína, Sigrúnu Sigurjónsdótt- ur frá Nautabúi í Hjaltadal. Ég kynntist honum fyrst, svo að ég muni, sumarið og haustið 1945. Þá vann hann oft við að byggja nýtt steinhús foreldra minna á Ingveld- arstöðum í sama dal þar sem þau voru að koma sér upp sumardvalar- aðstöðu fyrir fjölskylduna. Hallgrímur var sérkennilegur maður og mjög eftirminnilegur. Hann hafði svo sannarlega séð tím- ana tvenna. Þegar hann mundi fyrst eftir sér, þetta á árunum 1927–1928, á hans ástsæla Hofi í Hjaltadal, voru vinnubrögð í sveitum Íslands í öllum grundvallaratriðum þau sömu og þau höfðu verið á 19. öld. Það var slegið með orfi og ljá, rakað með hrífu, og strákar gengu dagsdaglega á sauð- skinnsskóm. Síðan komu framfarirnar í fram- kvæmdum: nýjar byggingar, bílar, hestasláttuvélar, rakstrarvélar, vél- knúnar dráttarvélar, heybindivélar o.m.fl. Hallgrímur var manna fljót- astur að taka upp og tileinka sér og sínu búi þessar nýjungar. Enda var maðurinn snjall. Hann hafði sérstaklega gott auga fyrir því verkfræðilega í hlutunum. Það lék allt í höndunum á honum. Afbragðs- smiður var hann, bæði á málm og tré. Hallgrímur var líka hjálpsamur maður og þess nutu nágrannar hans og frændur á margvíslegan hátt, ekki aðeins um viðgerðir, skeifusmíði og annað slíkt. Hann var einnig, svo að nefnt sé dæmi, um árabil helsti ljós- faðir kvígna og kúa, og raunar fleiri taminna spendýra, í Hjaltadal, og þótt víðar væri leitað, þegar bjátaði á. Hallgrímur Pétursson var hafsjór af þjóðlegum fróðleik, einkum um at- vinnuþróun 20. aldar í landbúnaði, svo og um skagfirskar ættir o.fl. Ein- hver viðtöl um þessi efni munu hafa verið tekin við hann; er það vel. En hefði hann lifað lengur hefði mörgu mátt bjarga frá gleymd. „Hallgrímur á Kjarvalsstöðum veit allt,“ sagði maður á stofnfundi samtaka um verndun máls og menningararfs varðandi vinnubrögð í íslensku sam- félagi áður fyrr, sem haldinn var á Hólum 28. maí 2000. Hallgrímur hafði ekki aðeins séð heldur tekið virkan þátt í breytingunum. Það var mikil vinátta milli míns fólks og Hallgríms og hans góðu konu, Svövu Antonsdóttur. Yngri dóttir mín, Hrund, var í sveit hjá þeim á Kjarvalsstöðum í fimm sum- ur, 1982–1986, og hafði af því bæði uppeldi, gagn og yndi. Frændi minn, Hallgrímur Péturs- son á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, dó sviplega við störf sín. Kannski var það þess háttar dauðdagi sem hann hafði helst óskað sér. Mælt er að föð- ursystir hans, móðuramma mín, hafi sagt: „Ég vildi helst deyja við hríf- una.“ Og þennan veg eigum við öll eftir að ganga. Þegar ég minnist frænda míns, Hallgríms Péturssonar, er mér þökk efst í huga. Ég og Svava, konan mín, sendum Svövu á Kjarvalsstöðum, Grími og Ástu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Andri Ísaksson. Hann Halli frændi er farinn. Þeir sem þekktu hann vita að hér hefur mjög sérstakur maður kvatt heim- inn. Ég kynntist Halla fyrst þegar ég var átta ára, þegar foreldrar mínir sendu mig í sveit til hans og Svövu konu hans. Í fyrstu skildi ég voðalega lítið í þessum manni sem þótti svo gaman að totta pípuna sína og hlusta á veðurspána í útvarpinu. En þegar ég fór að eldast fór ég virkilega að meta hann og hans kímnigáfu. Halli hugsaði rosalega vel um sín dýr, hann þekkti hverja á með nafni og mundi undan hvaða rollu hún var komin og hversu mörg lömb hún átti um sumarið. Fyrir bæjarkrakka eins og mig litu ærnar allar meira og minna eins út og ég var því síund- randi yfir hversu glöggur hann var. Þær ær sem voru orðnar gamlar og lúnar fengu oft að lifa í góðu yfirlæti á bæjartúninu. Og hrossin voru líka í góðu yfirlæti. Einn hestur var vinur Halla, hann Blesi. Báðir voru skap- stórir en höfðu farið í gegnum margt saman. Stundum mátti heyra Halla segja eitthvað við klárinn sem mér þótti afskaplega undarlegt þar sem augljóst er að hross skilja ekki mannamál. En eftir margar mis- heppnaðar tilraunir við reiðskap brá ég til þess bragðs að herma eftir frænda og svei mér þá, það virkaði, klárinn minn hann Rauður byrjaði að fylgja Halla í reiðtúrunum! Kannski skiptir það ekki máli hvað dýrin skilja, bara ef þau skynja að við virðum þau? Ég á mjög margar góðar endur- minningar frá mínum sumrum í sveit. Síðan hefur alltaf verið jafn- gaman að koma í heimsókn á Kjar- valsstaði og heyra bæði Halla og Svövu segja frá og annast búskapinn. Elsku Svava, Ásta og Grímur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur – ég vildi ég gæti verið hjá ykkur núna. Ykkar gamla vinnukona, Hrund Andradóttir, Greenwich, Connecticut, Bandaríkjunum. Mín fyrstu kynni af Halla eins og hann var oftast nefndur voru frá fyrstu barnsárum mínum á Hofi í Hjaltadal. Þar var þá tvíbýli og var hann sonur bóndans á á öðru býlinu og faðir minn bóndi á hinu býlinu. Hann var þá 17-18 ára. Fyrir mér ungum drengnum var þetta barngóð fjölskylda sem var ávallt gott að koma til. Ég bar mikla virðingu fyrir Halla því hann var smiður góður og smíðaði stundum eitthvað skemmti- legt fyrir okkur krakkana, enda ekki mikið um leikföng á þeim tíma. Þarna myndaðist vinátta sem hefur haldist ævilangt. Fjölskylda mín fluttist frá Hofi þegar ég var níu ára, að Tumabrekku í Óslandshlíð. Síðla verur 1947 lést faðir minn og þar sem móðir mín hafði látist 1940 leystist fjölskyldan upp og til stóð að ég færi til ömmu minnar á Blönduósi, sem ég þekkti mjög lítið. Halli kom þá að máli við mig og sagði mér að hann og Svava Antonsdóttir hefðu ákveðið að hefja búskap á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal og hann vildi gjarnan fá snúningalipran strák sér til aðstoðar og leist mér vel á það þar sem ég þekkti hann vel frá veru minni á Hofi, þó fannst mér að þetta væri rangt gagnvart ömmu minni sem var mjög góð kona, en mér fannst ég ætti að HALLGRÍMUR PÉTURSSON Frænkan og vinurinn hún Katrín Sigfúsdóttir, Kata frænka, varð að játa sig sigraða af þeim veikindum sem marga fellir, krabbameininu. Kata sem bjó í Kaupmannahöfn þurfti að heyja baráttuna í nokkurn tíma áður en hún fékk hvíldina. Það koma margar minningar upp í hug- ann þegar maður hugsar til Kötu frænku. Hún sem alltaf var svo kát og tilbúin til að taka á móti manni þegar maður kom til Kaupmanna- hafnar. Það kom ekkert annað til greina en að gista hjá henni í Tåst- rup og skipti þá ekki máli þó börnin fylgdu með. Já það var eiginlega al- veg sama hver átti í hlut, allir voru velkomnir til Kötu. Það stóð aldrei betur á en þegar maður var á ferð- inni, bara gat ekki hitt á betri tíma. Á þessari stundu langar okkur fjöl- skylduna að þakka fyrir samveru- KATRÍN SIGFÚSDÓTTIR ✝ Katrín Sigfús-dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. október 1944. Hún lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Unnur Guðjóns- dóttir leikkona, f. 25.6. 1913, hún er látin, og Sigfús Sveinsson, f. 22.2. 1916. Bræður Katr- ínar sammæðra eru Jón Ragnar Björns- son og fósturbróðir Ingi Péturs, hann er látinn. Katrín giftist Sigurjóni Jónas- syni 1962 og áttu þau þrjú börn: Ingi Péturs, f. 1.5. 1962, Unnur, f. 12.5. 1965, og Sigfús, f. 28.6. 1966. Þau skildu. Katrín var búsett í Danmörku og var sambýlismaður hennar John Linde. Útför Katrínar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. stundirnar sem voru alltof fáar. Samveru- stundir sem eru ógleymanlegar. Já, það var nú meira fjörið. En lífið er ekki bara dans á rósum. Stærsta áfall- inu varð hún fyrir þeg- ar hún missti elsta barnið sitt, hann Inga. Hann sem var nýbyrj- aður að búa og átti svo mikið eftir að gera. Það er mikið áfall að missa ástvini sína og einmitt þá er svo margt sem maður skil- ur ekki. Hver er tilgangurinn spyr maður oft sjálfan sig. Elsku Fúsi, John, Unnur, Siddi og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin um Kötu frænku verður ætíð sveipuð gleði og vissum ljóma. Blessuð sé minning hennar. Þuríður Kristín Kristleifs- dóttir, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölskylda. Að morgni 12. febrúar, á afmæl- isdaginn minn, er hringt til mín og mér tjáð að besta æskuvinkona mín sé látin, hún hafði barist við krabba- mein um nokkurra mánaða skeið. Kata, Hildur systir og ég vorum óaðskiljanlegar vinkonur öll okkar æskuár í Eyjum, margt var brallað á Kirkjuveginum og á Heiðó. Þau voru ófá skiptin sem við sváfum saman og þá var sko fjör, hlustað á „Kanann“ og dansað fram á nótt, svo stundum þótti foreldrum okkar nóg um. Aldrei gátum við farið út á kvöld- in nema hringja hvor í aðra og ákveða í hverju við ættum að vera, við urðum alltaf að vera eins. Árið 1959 fórum við Hildur í sum- arskóla í Danmörku. Því miður gat Kata ekki komið með okkur en það var ákveðið að pabbi okkar kæmi og næði í okkur þegar skólinn væri bú- inn í september, og þá fengi Kata að koma með. Við skrifuðumst alltaf á og svo kom bréf, þar sem Kata sagði okkur að nú væri að koma þjóðhátíð og það yrði sko frábær þjóðhátíð. Við Hildur grétum báðar heila helgi því okkur langaði svo heim. Eftir helgina kemur annað bréf, búið var að fresta þjóðhátíðinni um viku svo það var grátið tvær helgar í röð. Við vorum voða spenntar þegar skólan- um lyki, að fá Kötu og pabba til okk- ar, allar skólasystur okkar biðu spenntar eftir vinkonunni frá Ís- landi sem við höfðum talað svo mikið um. Svo kom Kata, alltaf jafn glæsi- leg með fallegu stóru brúnu augun sín. Við áttum yndislegan tíma saman í Danmörku sem seint gleymist. Ári seinna fór ástin að gera vart við sig hjá okkur, það gerðist allt svo hratt. Við báðar orðnar mömmur 17 ára, Kata og Nonni með Inga og ég og Bói með Pálma og þá hófst alvara lífsins. En hér læt ég staðar numið um sameiginlegt lífshlaup okkar í æsku sem var svo yndislegt. Kata og Nonni fluttu til Dan- merkur og áttu þá þrjú yndisleg börn, Inga, Unni og Sigfús. Kata og Nonni slitu samvistir en voru alltaf bestu vinir. Kata sagði mér oft hvað sér fyndist það mikilvægt. Árið 1990 deyr Ingi, frumburður þeirra, aðeins 28 ára gamall, úr syk- ursýki og var það mikið áfall, sem Kata átti erfitt með að sætta sig við. Elsku Kata ég vildi að þú hefðir ekki verið svona langt í burtu því samskiptin urðu ekki eins mikil eftir að þú fluttir, stöku sinnum bréf og símhringingar af og til og heimsókn- ir þegar þú varst stödd á Íslandi. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra í árgangi 1944 í Vestmanna- eyjum. Elsku skólasystir, við þökk- um þér fyrir öll yndislegu árin sem við áttum saman í leik og í starfi, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Far þú í friði. Elsku Fúsi, Unnur, Siddi, John og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra, minning um yndislega konu mun lifa með okkur. Kristrún Axelsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.