Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Kannski geta orð Stephans G.
Stephanssonar aftur orðið vísbend-
ing um hug hans:
Nú skal strjúka hlýtt og hljótt
hönd við streng sem blær í viðnum,
grípa vorsins þrá og þrótt
– þungafullt, en milt og rótt –
úr þeim söng sem sumarnótt
syngur djúpt í lækjarniðnum.
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólskins rönd um miðja nátt,
aukið degi í æviþátt,
aðrir þegar stóðu á fætur.
Eins og áður sagði var Agnar oft
að heiman eins og sjómanna er vandi,
en hann átti því láni að fagna að eiga
einstaklega góða konu, Margréti
Helenu Magnúsdóttur, einnig skag-
firskrar ættar. Hún reyndist honum
afar góður lífsförunautur; vakti yfir
velferð heimilisins og var börnum
þeirra frábær móðir. Hún stendur
því ekki ein í sorg sinni nú, heldur
umvafin ást, umhyggju og þakklæti
barnanna sinna fimm, sem eru ein-
staklega samhentur og góður hópur.
Aðdáunarvert var hve vel þau stóðu
saman í veikindum Agnars og voru
foreldrum sínum mikill styrkur.
Þeim öllum, svo og tengdabörnum og
barnabörnum, sendi ég, Guðrún kona
mín og börnin okkar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Sigfúsar Agn-
ars Sveinssonar.
Sverrir Sveinsson, Reykjavík.
„Hann var skipstjóri til margra
ára,“ sagði Andri þegar ég bað hann
um að segja mér eitthvað um Agnar
föðurbróður sinn áður en ég hitti
hann í fyrsta sinn. „Það má kannski
segja að hann sé svoldið hrjúfur …
svona eins og skipstjórar gjarnan
eru,“ bætti hann við eftir andartaks
umhugsun; „hann er jaxl.“ Ekki ætla
ég að draga það í efa að Agnar hafi
verið jaxl; þrautseigur og þolgóður.
En hitt segi ég fullum fetum að hlý-
legra „hörkutóli“ hef ég þá aldrei
kynnst. Víst átti hann það til að bölva
hressilega svona til áhersluauka,
hann var ekki mikið fyrir að skafa ut-
an af hlutunum og það hnussaði í hon-
um ef manni varð það á að hrósa hon-
um. En það þurfti ekkert sérstakt
næmi til að vita að þetta var allt hluti
af brynjunni; það vantaði einhvern
veginn allan sannfæringarkraft í
bæði blótið og fussið; hann var miklu
mýkri en hann vildi vera láta.
Brynjan sem hann valdi sér; þessi
sérkennilega blanda af ákveðinni
kaldhæðni og að því er virtist kæru-
leysi, klæddi hann ágætlega … en
augun kjöftuðu alltaf frá. Í þeim sá ég
aldrei annað en ótakmarkaða hlýju,
húmor, lífsreynslu og heilan hafsjó af
tilfinningum. Og það er þetta tilfinn-
ingahaf; þessi viðkvæmni sem bók-
staflega krefst þess að menn komi
sér upp einhverjum varnarmúrum
eigi þeir að lifa af. Varnarmúrarnir
hans Agga voru úr margs konar múr-
steinum; hörkutólið var hlutverk sem
hann brá sér stundum í en aðalútrás-
ina fékk hann vafalítið í gegnum tón-
listina. Agnar var nefnilega listrænn
með eindæmum; spilaði eins og engill
á píanó, samdi fjölmörg gullfalleg lög
og orti ekki síðri ljóð. Í þeim brutust
fram til skiptis þeir þættir sem rík-
astir voru í fari hans; tilfinninganæm-
ið og kímnigáfan.
Agnar var náttúrubarn í eðli sínu
… honum var meinilla við höfuðborg-
ina og enn verr við útlönd. Það leyndi
sér sjaldnast þegar við hittum hann í
borginni að hann var dálítið eirðar-
laus og gat ekki beðið eftir því að
komast heim. Hins vegar lék hann á
als oddi þegar við sóttum þau Lenu
heim; þá settist hann við píanóið og
spilaði af fingrum fram, fór með dæt-
ur okkar að gefa hestunum brauð og
sagði sögur eins og honum einum var
lagið. Svo fagmannlega bar hann sig
að við fákana að litlu frænkur hans
trúa því enn að Aggi eigi alla hesta á
Íslandi … nema fjóra sem þær hafa
víst nokkuð öruggar heimildir fyrir
að einhver annar eigi.
En hafi Agnari liðið vel heima hjá
sér þá bókstaflega ljómaði hann af
vellíðan eina viku á hverju sumri þeg-
ar stórfjölskyldan; börnin hans,
tengdabörn og barnabörn komu sam-
an í Gröf á Höfðaströnd og eyddu þar
vikunni saman. Þar kom berlega í ljós
að listrænir eiginleikar þeirra hjóna
og hæfileikinn til að koma auga á
spaugilegu hliðarnar á mannlífinu
höfðu skilað sér til afkomendanna.
Þar voru settir upp heilu söngleik-
irnir, frumsamin leikrit og alls konar
uppákomur. Þá var mikið sungið …
og enn meira hlegið.
Augu manna eru misjafnlega mál-
glöð, ef svo má að orði komast – en
augu Agnars tjáðu manni mun meira
en tunga hans. Í þeim var oftar en
ekki einhver glettnisglampi enda
gerði hann óspart góðlátlegt grín að
bæði mönnum og málefnum. Hins-
vegar gleymi ég aldrei ástúðinni í
augum hans þegar hann horfði á
Lenu sína kvöldið sem ég hitti þau
saman í síðasta sinn. Þau sátu þétt
saman í sófanum á Kirkjusandi;
lögðu stöku sinnum hönd á hné hvort
annars á milli þess sem þau kýttu
svolítið um kveðskap. Agnar fór með
hvern ljóðabálkinn á fætur öðrum og
af og til hnippti Lena í hann og leið-
rétti eitt og eitt vísuorð. Agnar mald-
aði í móinn, svona af gömlum vana …
áður en hann breytti svo bragnum
eins og Lena lagði til. Þarna sátu þau
ennþá þétt saman; eftir áratuga sjó-
ferð í blankalogni og brælu, skini og
skúrum; þessi skipstjóri og stýrimað-
urinn hans. Þessa mynd mun ég
geyma í huga mér enda hef ég aldrei
kynnst krúttlegri hjónum en Agga og
Lenu. Einhverju sinni lagði ég það
meira að segja til að þau létu fram-
leiða svona litlar Agga og Lenu dúkk-
ur til að selja í verslunum. Ég sagðist
sannfærð um að þær myndu slá í
gegn. Viðbrögðin voru einföld: Lena
skellihló en Agnar horfði á mig í for-
undran, hristi höfuðið og fussaði svo í
fimmtán mínútur þar á eftir.
Agnar var mikill gæfumaður.
Hann átti meira en flestir af hlýju,
húmor, hæfileikum og greind. En
fjársjóður hans fólst þó fyrst og
fremst í því að eiga lífsförunaut sem
stóð við hlið hans í blíðu og stríðu,
fimm samrýnd börn sem erft hafa
margt af því besta í fari þeirra hjóna;
í stuttu máli: fjölskyldu sem kann að
gleðjast saman á góðri stund en veit
líka hvenær þörf er á að menn þjappi
sér saman og takist á við þau vanda-
mál sem við blasa. Það má því segja
að Agnar hafi verið farsæll skipstjóri
bæði á sjó og landi. Hann missti aldr-
ei mann fyrir borð; það yfirgaf eng-
inn skútuna. Launin eru ómetanleg;
eftir stendur áhöfnin, álút í bili en
engu að síður samrýnd og sterk.
Við ræddum aldrei „eilífðarmálin“
við Agnar og vitum því ekki hvernig
hann sá fyrir sér þessa hinstu för.
Hitt þykjumst við viss um að hann
mun glaður falla í faðm foreldra sinna
hinum megin. Við biðjum algóðan
Guð um að styðja og styrkja Lenu,
börnin þeirra; Imbu, Magnús, Sjöfn,
Fúsa og Hellu, tengdabörn og barna-
börn nú þegar leiðir skilja að sinni.
Agnari þökkum við hjartanlega
samfylgdina og óskum honum góðrar
„heimkomu“.
Inger Anna Aikman,
Andri Þór Gunnarsson.
Agnar frændi er látinn. Agnar var
móðurbróðir minn en milli þeirra
systkina hefur ávallt ríkt mjög inni-
legt samband sem varð til þess að við,
börnin þeirra, höfum einnig tengst
sterkum böndum. Mér fannst alltaf
gaman að fá að koma í heimsókn á
Krókinn og vera með Hellu frænku
minni en hún er þremur árum eldri
en ég. Ávallt var tekið á móti manni
með kostum og kynjum og andrúms-
loftið á heimilinu var hlýlegt og létt.
Eftir því sem maður eltist fækkaði
ferðunum á Krókinn en alltaf var
jafnyndislegt að koma til þeirra Agn-
ars og Lenu eða hitta þau fyrir sunn-
an.
Agnar og Lena voru samhent hjón,
þótt lífshlaup þeirra hafi oft verið erf-
itt. Þau nutu þess að vera saman og
kom það best í ljós hin síðari ár eftir
að þau bæði voru hætt að vinna. Þá
höfðu þau nóg að gera við að spila
bridds, fara í gönguferðir, ferðalög
o.fl. Eitt aðaláhugamál Agnars voru
hestarnir hans og þótti honum gam-
an að stússast í kringum þá. Agnar
var einnig „staðarhaldari“ í Gröf,
sumarsetri fjölskyldunnar, og alltaf
urðu fagnaðarfundir þegar við hitt-
um þau hjónin, annaðhvort á Krókn-
um eða í Gröf þegar við fórum norður
í okkar árlega „Grafarfrí“.
Haustið 1999 urðu miklar breyt-
ingar á högum mínum er ég fluttist
norður á Sauðárkrók, ein með son
minn. En það var ekki að spyrja að
Agnari og Lenu, þau tóku mér tveim
höndum og eignaðist ég nýja foreldra
á sama andartaki og ég kom norður.
Ég var ávallt velkomin á Hólaveginn
og Björn Snær naut samskiptanna
við þau út í ystu æsar og hændist að
þeim. En Agnar var algjör barna-
gæla eins og Imba amma og ekki er
hún Lena mín eftirbátur í þeim efn-
um. Alltaf var jafngott að koma við á
Hólaveginum eftir langan vinnudag
og fá kaffi og með því í eldhúsinu og
sitja og spjalla um ýmis málefni. Og
ekki kom það sjaldan fyrir að kaffi-
tárið varð að matarbita því alltaf var
til aukabiti í pottinum hjá þeim. Birni
Snæ fannst mjög gaman að fá að fara
í hesthúsið með Agnari frænda eða
bara skreppa í búðina með honum.
En svo bregðast krosstré sem önn-
ur tré og Agnar var ekki búinn að
vera lengi á eftirlaunum þegar áfallið
kom, krabbamein hafði greinst í
lunganu. En hann tók þessari frétt
með stóískri ró og taldi kjark í aðra
og fór í læknismeðferðina af æðru-
leysi. En meinið neitaði að víkja, það
breiddist út, en alltaf var það Agnar
sem var rólegastur allra. Í síðasta
skiptið sem ég talaði við hann, tveim-
ur dögum áður en hann lést, var hann
á leið á sjúkrahúsið en hann tjáði mér
að hann yrði kominn heim daginn eft-
ir og vænti þess að við Björn Snær
kæmum í heimsókn þá. En Agnar
kom ekki heim aftur og heimsóknin
bíður annarra stunda, sem einhvern
tímann koma. Ég verð að eilífu þakk-
lát fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista við Agnar en vildi óska að sá
tími hefði orðið lengri.
En við hittumst aftur á öðrum stað
síðar og tökum upp þráðinn þar sem
frá var horfið.
Elsku Lena, Imba, Maggi, Sjöfn,
Fúsi, Hella, tengdabörn og barna-
börn, megi góður Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Bylgja Björnsdóttir.
Frændi minn og vinur Sigfús Agn-
ar Sveinsson er látinn, við hefðum öll
viljað hafa hann svo miklu lengur
meðal okkar, en vegir Drottins eru
órannsakanlegir. Agnar var einstak-
ur maður sem gaf mikið af sér. Ég
minnist heimsókna hans til okkar á
Hlíðarveg 17 á Siglufirði, þá klappaði
hann manni á kollinn, knúskyssti og
talaði við mann eins og fullorðinn
mann, spilaði svo á píanóið í stofunni
lög sem maður hafði aldrei heyrt áð-
ur, sum samin af honum sjálfum, önn-
ur eftir Mills-bræður o.fl. Hann lék á
sinn sérstaka hátt á píanóið og vagg-
aði sér eftirminnilega í takt við lögin
Ég furðaði mig á því hvers vegna
hann spilaði svo mikið á svörtu nót-
urnar, – það er djassinn sagði hann,
hann hljómar best á þær svörtu.
Agnar var á árum áður skipstjóri á
Blátindi, 70 tonna bát í eigu Kaup-
félags Skagfirðinga, á honum kom
hann alloft til Siglufjarðar til að
landa, bíða af sér brælu eða í slipp á
vorin. Þótti mér þá gaman að heim-
sækja hann um borð, var maður alltaf
velkominn, með honum á bátnum
voru kynlegir karlar sem gaman var
að hlusta á og spjalla við. Þeir spiluðu
mikið brids, gáfu stórugjöf og spiluðu
einungis game-sagnir, það var oft
glatt á hjalla og mikið hlegið. Manni
þótti mikið til um að þekkja þá á Blát-
indi og var látinn vita af vinunum ef
hann var í höfn. Seinna keypti Agnar
Blátind ásamt félögum sínum, en lét
þá af skipstjórn.
Um nokkurra mánaða skeið bjó ég
heima hjá Agnari og Lenu er ég var í
Fjölbrautaskólanum, verð ég ævin-
lega þakklátur fyrir þann tíma. Þar
kynntist ég hve góðan húmor Agnar
hafði, hann læddi upp úr sér setn-
ingum og sögum, sem urðu úr hans
munni skemmtilegar. Hann sá yfir-
leitt spaugilegri hliðar tilverunnar,
kunni að gera grín að sjálfum sér, en
hafði mjög ákveðnar skoðanir á flest-
um málum. Hann var jafnaðarmaður,
sem fór ekki í manngreinarálit. Fólki
leið vel í návist hans, hann hafði góða
nærveru eins og sagt er.
Agnar var mikið náttúrubarn og
unni Skagafirði, hafði víðtæka þekk-
ingu á landinu frá fjöruborði til fjalls-
tinda. Hann var óþreytandi við að
miðla þekkingu sinni á staðháttum,
var búinn að fara víða ríðandi á hest-
um eða gangandi, ýmist í göngur um
haust, sem náttúruunnandi um sum-
ur, eða um vetur að veiða rjúpur.
Mér fannst alltaf jafngaman að
fara upp á Nafir með Agnari að sinna
hestunum hans. Að sjá hann tala við
hestana og láta vel að þeim var ein-
stakt, þetta voru vinir hans og hann
var vinur þeirra. Þeir komu oftast
þegar hann kallaði í þá, ef ekki, þá
þegar hann sýndi brauðpokann.
Agnar var einstaklega barngóður,
þannig að börn soguðust að honum
og leið vel í návist hans. Í ágúst sl.
dvöldum við foreldrar mínir og systk-
ini í Gröf á Höfðaströnd vikuna á eftir
Agnars fjölskyldu, átti hann þar tvo
hesta sem hann bað mig að líta eftir.
Kom hann nokkrum dögum seinna að
sækja þá. Áður en hann lagði af stað
ríðandi yfir á Sauðárkrók teymdum
við undir ungviðinu, við mikinn fögn-
uð þess. Hann hafði alltaf tíma til að
gleðja börnin. Enda hlotnaðist hon-
um sú gæfa í lífinu að varðveita barn-
ið í sjálfum sér.
Elsku Lena, ég votta þér og öðrum
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Árni Sverrisson.
Þeim mönnum sem settu svip á hið
frjálsa sjómannasamfélag á Krókn-
um upp úr miðri 20. öldinni fækkar
nú óðum. Þegar ég sem barn fór að
sækja á bryggjurnar rétt fyrir 1960
blönduðust skemmtilega saman
reyndir formenn gamla tímans og
ungir menn sem voru að byrja feril
sinn sem trilluformenn. Umhverfið
var bryggjan, báturinn, línan, netin,
færin, beitan og að sjálfsögðu fisk-
urinn. Menn ræddu veðrið, miðin,
fiskiríið og fólkið. Hraðinn var minni
en í dag, heimurinn manneskjulegri,
einfaldari og án kvóta. Í hópi ungu
mannanna var Sigfús Agnar Sveins-
son eða Agnar Sveins eins og hann
var yfirleitt kallaður. Myndarlegur
og hraustur maður sem þá kvæntur
var Helenu móðursystur minni eða
Lenu Magg., og því í fjölskyldunni.
Fyrsti báturinn hans var Sævaldur,
lítil trilla með stýrishúsi og hvalbak.
Þær voru ekki allar svo vel búnar
trillurnar í þá daga. Ég fékk stundum
að fara með á sjóinn og innan
skamms átti sjómennskan allan hug
tíu ára stráks. Og fyrirmyndarsjó-
maðurinn var Agnar. Sumarið 1961
réri ég fyrst með Agnari sem þá var
kominn á mun stærri trillu, Önnu
Jónu SK 88. Unglingurinn kominn í
fast skipsrúm, farinn að róa á línu eða
færi. Næstum því fullgildur og farinn
að beita.
Unglingsárin eru mikil mótunarár
og með sjómennskuna í framtíðar-
draumum þessara ára varð Agnar
mér lærimeistarinn. Duglegur og
ósérhlífinn var hann en þó mildur og
hlýr við syfjaðan eða sjóveikan háset-
ann. Svo sterk fyrirmynd varð Agnar
mér á þessum árum að ég vildi gera
flest eins og hann. Það var ekki bara
að ég vildi verða skipstjóri eins og
hann, beita eins og hann og fiska eins
og hann, heldur vildi ég ganga eins og
hann og jafnvel vera með stór eyru
eins og hann. Mér tókst bara að verða
útskeifur. Saman áttum við þrjú sum-
ur, fyrst á fyrrnefndri Önnu Jónu og
síðari tvö sumrin á Stíganda SK 9,
nýendurbyggðum sex tonna hekkbát
sem mér fannst gott skip. Mest var
fiskað á línu og færi en stundum með
net. Og vorið 1962 veiddum við fugl á
fleka við Drangey, veiðar sem ekki
eru lengur leyfðar. Á þessum árum
lærði ég hjá Agnari að meta Drang-
ey, djásn Skagafjarðar. Hann þekkti
þar hverja syllu og hvern klett og
miðin allt í kring. Hvergi held ég að
honum hafi fundist skemmtilegara að
róa með línu en á Sandinum, Skerja-
grunninu eða Kerlingarhryggnum og
hafa Drangey sem afdrep og svefn-
stað ef á þurfti að halda. Eyjan með
fuglinn, eggin, hrikaleikann og alla
söguna sogaði Agnar til sín og mig
með. Þessi sumur og þetta umhverfi
var mér þroskandi tími og góður
skóli, ekki síðri en þeir skólar sem
kenna manni á bókina. Fyrir þennan
tíma vil ég nú að leiðarlokum þakka
Agnari. Ég vil líka þakka Agnari
samveruna vorið 1969 þegar við á
Stíganda glímdum við grásleppuna
og þorskinn á hafísblönduðum
Skagafirðinum, svo og sumarið 1976
þegar ég reri síðast undir stjórn hans
og þá á Blátindi sem hann stýrði
lengst allra sinna báta, eða hátt á
annan áratug. Í bæði þessi skipti fékk
ég ekki bara skipsrúm hjá Agnari
heldur einnig húsaskjól og hið besta
atlæti á heimili þeirra Lenu.
Þótt hér hafi verið lítilega stiklað á
þeim stutta tíma sem ég fékk að njóta
og taka þátt í sjómannsferli Agnars
spannaði sjómennskan stærstan
hluta starfsferils hans eða nærri
hálfa öld. Þetta eru því aðeins svip-
myndir af sjómanni og skipstjóra. En
Agnar var ekki bara sjómaður og
veiðimaður. Hann var á síðari árum
einnig afgreiðslumaður og hestamað-
ur en fyrst og fremst var hann þó fjöl-
skyldumaður. Snemma bundust þau
heitum Lena frænka og hann og sam-
an eignuðust þau fimm börn sem öll
hafa komist upp og bera foreldrum
sínum gott vitni. Agnar var ham-
hleypa til flestra verka sem hann tók
sér fyrir hendur bæði í starfi og leik.
Jafnvel samskipti hans við Bakkus
konung voru um tíma því marki
brennd. Stundum var því mótbyr og
þungur sjór í lífinu en mannkostir
Lenu og hans efldu og bættu ást
þeirra og samlíf. Fyrir um aldarfjórð-
ungi sagði hann sig svo frá hirð þessa
konungs og eftir það fékk fjölskylda
hans að njóta óskiptrar væntum-
þykju hans, atorku og lífsgleði.
Þegar við Karitas hittum Agnar
tíu dögum fyrir andlát hans var hann
ótrúlega ern og kímnigáfan enn til
staðar. Hann hafði m.a. orð á því að
það væri eins gott að sjúkdómurinn
færi ekki í höfuðið á sér til þess að
hann ætti ekki á hættu að fara kjósa
annan flokk en hingað til! Hann vissi
að hverju stefndi en var sáttur við líf-
ið sem honum var gefið í 70 ár. Hann
lifði stundum hratt og á köflum var líf
hans eins og skip á sjónum sem rís á
öldutoppum og fellur í öldudali. Í lok-
aróðrinum varð risið hæst enda aldan
stærst. Æðrulaus og þakklátur sigldi
hann á vit forfeðra sinna umvafinn
fjölskyldunni. Um leið og ég þakka
Agnari vináttuna og samfylgdina
vottum við hjónin eftirlifandi eigin-
konu hans, Lenu, börnum og öðrum
ástvinum þeirra samúð okkar. Bless-
uð sé minning Sigfúsar Agnars
Sveinssonar.
Magnús Jónsson.
SIGFÚS AGNAR
SVEINSSON
Fleiri minningargreinar um
Sigfús Agnar Sveinsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.