Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 58

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 58
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 57 Það eru endalausar minningar sem hafa komið upp í huga minn síð- an 13. febrúar og mig langar að setja á blað nokkur minningabrot. Ég finn lykt af góðu sætabrauði og heyri söng. Þegar ég kem fram í eldhús brosir þú til mín þínu blíða brosi og býður mér góðan daginn. Svo förum við saman Klörurnar út í fjós að mjólka beljurnar, ég með litla skammelið sem afi hafði smíðað handa mér undir hendinni, alveg eins og ömmu skammel nema aðeins minna, og svo sit ég við hlið þér á meðan þú mjólkar og segir mér enn eitt spennandi ævintýrið eða stóra skáldsögu sem sögð er sem fram- haldssaga á hverjum morgni og frá- sögnin er svo lifandi að mér finnst ég sjá fyrir mér sögupersónurnar. Eins og mannfólkið sem þekkti þig og elskaði þá elskuðu dýrin þín þig líka. Amma er að fara í kvenfélagsferð og við afi og Gulli verðum að sjá um verkin, þar með talið að mjólka belj- urnar. En það var sama hver reynir, þær vilja hana Klöru sína sem talaði svo blítt til þeirra og syngur fyrir þær. Svo það voru góð ráð dýr. Afi stingur þá upp á því að við reynum að þykjast vera þú og ég er sett í föt- in þín með skupluna þína á höfðinu og þannig fer ég útí fjós og reyni að tala til kúnna eins og þú gerir, og það tekst. Við vorum hreykin ég og afi þann dag. Ég er átta ára og við erum að fá gesti frá Kanada og allt húsið þarf að vera hreint og fínt og við bökum og bökum. Ég er svo spennt, vil fá að vera með í öllu og þú leyfir mér það, ég fæ meira að segja að baka mínar eigin smákökur sem ég hef búið til „alveg úppúr mér“ og þótt ég sé núna nokkuð viss um að þær hafa ekki verið neitt voðalega góðar þá sagðir þú ekkert og leyfðir mér að bera þær á borð fyrir þessa merku gesti. Ég var svo heppin að geta verið nærri ykkur afa seinustu tvö sumur og gat því gefið litlu dóttur minni Sigurbjörgu Ósk tækifæri á að kynnast ykkur og þið henni. Þegar ég var að koma í heimsókn eitt sinnið sl. sumar ákvað ég að koma við í bakaríi og kaupa eitthvað gott með kaffinu, því þú varst ný- komin af spítala. En viti menn þegar ég opna dyrnar í Litla-Hvammi þá mætir mér ilmur af sætabrauði. Amma er að baka jólaköku og borðið er hlaðið af gómsætum fal- legum veitingum, og þú skilur ekk- ert í því að ég skuli hafa eytt aur- unum í bakaríinu. 31. janúar hringdir þú í Sigur- björgu Ósk því hún átti afmæli, þú varst svo hress og kát og þegar Sig- urbjörg Ósk söng fyrir langömmu sína öll lögin sem hún kann í símann þá heyrði ég dillandi hlátur þinn. En eftir símtalið vissi ég innst inni að þú varst að kveðja okkur. Elsku amma mín, nú hefur þín fjölskylda öll sameinast á ný á öðr- um og betri stað, pabbi þinn, mamma þín og öll systkini sem vegna fátæktar varð að skiljast að fyrir svo löngu en er loks saman á ný. Ég veit að þú munt áfram vaka yfir okkur og vernda okkur hin sem eftir erum. Um leið og ég bið Guð að taka þér opnum örmum, bið ég Guð að styrkja þig, Ísak afi, og alla þína nánustu. Klara Sigurbjörnsdóttir. Ég finn fyrir miklum söknuði þeg- ar ég hugsa til þess að amma Klara hafi kvatt þetta stig tilverunnar. En gleðin og ánægjan yfir því að vera afkomandi hennar (og afa) og þekkt þau er sorginni sterkari. Það er von- laust að koma á prent þeim tilfinn- ingum sem ég ber til þeirra. Það er því með lotningu sem ég rita nokkur minningarorð til litlu konunnar með stóra hjartað. Það hefur verið einstakt fyrir móður mína og systkini hennar að fæðast og alast upp við þær aðstæð- ur sem Undirveggur bauð upp á. En systkinakærleikur og samheldni þeirra dregur upp nokkuð skýra mynd af því uppeldi sem þau hafa fengið og vonandi náum við sem yngri erum að taka við því sem þau reyna að miðla til okkar. Það er til fyrirmyndar og eftirbreytni að til- einka sér þau viðhorf sem systkinin hafa hvert til annars og foreldra sinna. Þegar ég hugsa til ömmu og afa, skapgerðar þeirra, koma hugtök á borð við heilindi, auðmýkt, tryggð, hófsemi, réttlæti, iðni, einfaldleika, hógværð, trúrækni, þolinmæði og Gullnu regluna fyrst í hugann. Svo er hægt að krydda þetta með mikilli væntumþykju og hugrekki. Endalausar minningar birtast í huga mínum þegar ég hugsa til þess tíma sem ég fór í sveit til ömmu og afa nánast á hverju sumri. Minning- ar eins og þegar ég stóð rétt þriggja ára á hlaðinu á Undirvegg og sagði þeim að mamma og pabbi hefðu far- ið til „Norejes“ og ég væri á nýjum strigaskóm og margar fleiri. Amma og afi hafa svo hjálpað mér að minn- ast þessa tíma með því að segja mér frá ótal hlutum sem ég sagði eða gerði. Það var alltaf jafn gaman að hlusta þegar byrjað var að segja sögur af manni, það segir enginn betur sögur en amma og afi. Ást ömmu og afa hvors til annars er ein- stök. Það er mér sérstaklega eftir- minnileg stund á ættarmótinu á Undirvegg þegar þau voru að syngja saman og horfðu í augu hvort ann- ars. Þau hefðu ekki tekið eftir neinu þó að allir hefðu farið úr samkomu- tjaldinu því þau voru svo upptekin hvort af öðru. Áðan minntist ég á skapgerð ömmu, að hún hefði meðal annars verið trúrækin. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að hún hafi verið í betra sambandi við þann sem öllu ræður en við flest. Þegar ég var 21 árs og á spítalanum á leiðinni í uppskurð í baki var það mitt síðasta verk áður en ég fór að sofa kvöldið fyrir upp- skurð að hringja til Húsavíkur og tala við afa og ömmu. Þegar amma kveður mig með þeim orðum að hún ætli að biðja fyrir mér og hugsa til mín var ég viss um að hlutirnir myndu fara vel, sem þeir og gerðu. Ég er nokkuð viss að hún hefur oftar átt hlut að máli í bata þeirra sem henni tengdust. Elsku amma. Það var sárt að fá þær fréttir hinn 13. febrúar að þú værir dáin. Mér fannst að ég ætti eftir að eiga fleiri stundir með þér. En ég er þakkátur fyrir það sem þú hefur gefið mér og það eru forrétt- indi að njóta þess. Ég veit að þú heldur áfram að biðja fyrir okkur og hugsa til okkar. Þessa síðustu daga hefur þú verið efst í huga mínum þegar ég fer að sofa, rétt eins og þegar ég var á spítalanum. Nú þegar ég hugsa til þín framkallast alltaf mynd af þér í huga mínum og hún er alltaf eins. Þú ert í gulum og hvítum vinnukjól. Það sést í freknurnar á handleggjum þínum, þú hallar höfði þínu örlítið í aðra áttina og brosir beint frá hjartanu. Elsku afi. Guð gefi þér styrk til að takast á við það að missa þína heitt- elskuðu konu sem þú elskaðir af öllu þínu hjarta og fékkst verðskuldaða ást til baka frá ömmu. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson. Elsku amma. Okkur langar í örfá- um orðum að kveðja þig. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að sjá þig sitja í eldhúsinu í Litla- Hvammi með handavinnu eða að sýsla við eldhússtörf sem var þitt líf og yndi. Frásagnargleði þín var ein- stök og gleymdum við okkur oft við að hlusta á þig rifja upp gamla tíð. Það er margs að minnast, sér í lagi alls þíns fróðleiks og léttleika sem einkenndi þitt líf. Elsku afi, söknuður þinn er mikill en minning hennar geymum við í hjörtum okkar. Þú leiðir oss, drottinn, að lindunum hreinu. Þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti þá brátt aftur birtir. Þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Þýð. Óskar Ingim.) Við þökkum þér af alhug fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, elsku amma. Guð geymi þig. Heiðar, Elínborg og Sigríður. „Látin er gamla húsfreyjan frá Undirvegg, Klara Tryggvadóttir. Hún var gift valinkunnum sæmdar- manni, Ísak Sigurgeirssyni. Sambúð þeirra var slík að aldrei bar skugga á. Hann sópaði gólfin, hún gerði við sokkana hans. Þau sváfu saman.“ (K.T.) Elsku amma. Ætli þú hafir verið nema um sjötugt þegar þú fékkst sjálf þessa óborganlegu hugmynd að eigin grafskrift. Ég man hvað við hlógum öll innilega í eldhúsinu á Undirvegg þegar þú fluttir hana fyr- ir okkur með þinni smitandi glettni og settir svo upp alkunnan prakk- arasvip að lestri loknum. Síðan eru liðin rúm tuttugu ár. Alla tíð síðan hefur tilhugsunin um eftirmæli verið jafn fjarlæg og óhugsandi. Þú varst alltaf jafnung. Alltaf jafnvíðsýn og minnug og skýr. Alltaf jafneinstakur félagi, komin á tíræðisaldur. Með allt þitt ríkulega skopskyn veit ég að þú fyrirgefur okkur rit- stuldinn, ástæðan er einfaldlega sú að þetta verður ekki betur gert. Þó dálítið sé stiklað á stóru varðandi verkaskiptingu ykkar afa, þá skín í gegn inntak þessa farsæla hjóna- bands sem bráðum hefði fyllt 67 ár; ómæld virðing og traust sem ykkur tókst svo einstaklega vel að miðla af. Þegar það er skyndilega orðið staðreynd að þín nýtur ekki lengur við fyllumst við fyrst og fremst þakklæti fyrir allt sem þú gafst okk- ur fram til síðasta dags; allt sem þú kenndir, alla hlýjuna, sögurnar og skemmtunina og alla smitandi og heilbrigðu lífsgleðina. Einnig það verður ekki betur gert. Þú hafðir stundum orð á því hversu gaman væri að verða lítil aft- ur „og fá að rugla svolítið með okk- ur“. Í nýlegu bréfi til eins okkar varstu afsakandi yfir því að þú værir farin að rugla helst til mikið og sagð- ir: „Nú verður þú að taka ömmu litlu eins og hún er, til allrar lukku er nú bara til eitt eintak af svona mann- eskju...“. Þú getur ekki ímyndað þér hve þakklát við erum fyrir að hafa átt hlutdeild í þessu eintaki. Við hlökkum til að fá að rugla með þér aftur og geta sagt með stolti: „Þetta einstaka eintak er amma okk- ar.“ Elsku afi, þér vottum við innilega samúð. Jón Skúli, Ævar Ísak, Kristjana og Sævar Sigurgeirsbörn. Nú er Klara mín öll. Ég hef senni- lega ímyndað mér eins og svo marg- ir að hún yrði alltaf til staðar þarna í Litla-Hvammi. Klara hafði mjög djúpstæð áhrif á mig eins og alla aðra sem henni kynntust. Einlægni hennar, hlýja og skopskyn var það fyrsta sem ég tók eftir. Hún hafði einnig óvenju gott minni, sagði ein- staklega skemmtilega frá og fór með vísur og sögur sem hún hafði lært sem barn, án þess að hika, þó komin væri yfir nírætt. Samband þeirra hjónanna, Ísaks og hennar, var einn- ig svo einstætt og fallegt. Virðingin og ástin skein úr augum þeirra sem væru þau nýgift. Stund- irnar sem við áttum í Litla-Hvammi 7 eru mér ógleymanlegar. Þau hjón- in búin að hlaða á borðið krásum sem hún hafði bakað, síðan settust þau saman á bekkinn og ýmist sögðu sögur eða vildu heyra eitthvað af okkur. Svo var vísað til stofu þar sem langafinn brá á leik við langaf- abarnið og hlífði sér hvergi. Alltaf fylgdist hún vel með fjölskyldu sinni og mundi afmælisdaga allra, allt nið- ur í barnbarnabarnabörn. Vænt þótti mér um símtölin hennar til okkar. Oft var mikið hlegið enda ávallt stutt í glensið. Klara kunni að njóta þess sem hún hafði og þiggja það sem aðrir höfðu fram að færa og hún var frábær hlustandi. Kannski er það ekki síst þess vegna sem hún hafði svo mikið að gefa. Manni finnst maður svo miklu ríkari að hafa feng- ið að kynnast henni. Elsku Ísak og þið öll, sem hafið orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða henni samferða um lengri eða skemmri tíma, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Herborg Eðvaldsdóttir. „Það, sem er upphaf alls, má telja móður þess. – Þegar menn þekkja móðurina, vita þeir, hvers vænta má af börnunum. Hver, sem þekkir móðurina og fetar eins og barn í fót- spor hennar, hefur ekkert að óttast, þótt líkaminn farist.“ (Lao Tse.) Elskuleg amma mín er látin og hvílir nú í Drottins faðmi. Elsku amma mín. Þegar ég var strákur var ég nánast á hverju sumri í sveit hjá ykkur afa. Ég kom stundum í miðjum sauðburði að vori og var fram yfir göngur að hausti. Þessi tími sem ég var hjá ykkur er mér ógleymanlegur. Þú kenndir mér svo margt og hafðir mikil áhrif á mig. Þín góðhjartaða hlýja og ástúð markaði mig fyrir lífstíð. Þú varst einstaklega vinnusöm og létt í lund þrátt fyrir að hafa lifað tímana tvenna og kynnst miklum erfiðleik- um í æsku og sem ung kona. Nú í seinni tíð var samgangurinn orðið minni en áður en þrátt fyrir það mundir þú alltaf eftir öllum afmæl- isdögum sona minna og hringdir til okkar eða skrifaðir á yndislega fal- lega orðað kort á jólunum. Orð sem voru full af yndisleika og hlýju. Ég man þegar við fjölskyldan heimsótt- um ykkur afa síðastliðið sumar, við vorum seint á ferð en þú, manneskj- an komin á tíræðis aldur, tókst ekki annað í mál en að við stoppuðum hjá ykkur og þægjum veitingar. Og það engar smá veitingar. Fullt borð af kræsingum sem þú hafðir auðvitað bakað allar sjálf. Strákarnir mínir eru enn að tala um hlaðborðið henn- ar langömmu Klöru. Þetta lýsir svo vel hvernig þú varst, alltaf að hugsa um aðra og svo ótrúlega vinnusöm og dugleg. Þú varst alltaf svo já- kvæð og sást alltaf það besta í öllum. Það eru eiginleikar sem ekki eru öll- um gefnir. Við Ásta og synir okkar söknum þín um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista með þér. Þú kenndir okkur svo margt með frásögnum þínum, létt- leika og æðruleysi. Elsku afi minn, nú er lífsförunautur þinn horfinn til betri heima. Guð styðji þig og styrki. Þinn Ægir Rúnar og fjölskylda. Upp af þeim breiða firði Öxarfirði breiðir úr sér sveitin Kelduhverfi. Þar urðu í eina tíð ógnarleg um- brot, sem skópu m.a. undraverkið Ásbyrgi. Ofar í sveitinni reis þá einnig hamraveggur, og undir honum á ein- um stað kúrir lítill hvítur bær. Þar heitir á Undirvegg. Af sömu hóg- værð og bærinn virðist hafa tyllt sér undir hamarinn bjuggu þar sæmd- arhjónin Klara Tryggvadóttir og Ísak Sigurgeirsson. Oft var þar strokið mjúkri og heitri hönd um rjóðan barnsvanga og grannir fingur fóru um lítinn og úfinn koll. Fyrirlestrar um siðfræði og gæsku voru fluttir við suð frá eldavélinni og fræðsla um heimspeki og trúarbrögð var veitt undir tóft- arvegg. Hin breiða þekking var til staðar, og hún Klara gaf sér ætíð tíma til að hlusta, fræða og létta byrðar sem á litlum hjörtum hvíldu. Öllu var miðlað af kærleika og SJÁ NÆSTU SÍÐU 5   /      /    6   !  # 6#            $    $           4  7 +"  + && / HG  ,# ,) )5 -  /           7   4    !   $ !"#1# 42(")  * &)#( # (")  4'#( (7 (%# 42."  # %# 7 &  # (")  4 ) (")  ." * I$' ##,3#(")  / # / #%<)#)5          0 5    )&()# #)8H <+ 71              (8 ! +$  , &/ &   2 ! (* *) E)&$+3&' !"#%# 3&, 1  5E)&$+3&'(")  ) & E)&$+3&'(")  !"#E)&$+3&'%# !"$ ## "  # (")   # I$5 $% )#%# 7 ) I$5 $% )#%# 7 7  #  1%E)&$+3&' 5 5   /       $   /   6        !  # 6&  #       #$    E*0E 0 %' 4 " #(5 - /     $    94  &$     4       %4 #$     & 7)##0 ))#%# ) /+ #% (") 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.