Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 59
ÞEGAR umræður
fóru fram um Schen-
gen-samkomulagið á
Alþingi var ítrekað
spurt hvað það myndi
kosta Íslendinga að
taka að sér landamæra-
vörslu fyrir Evrópu-
sambandið. Fátt varð
um svör. Við umræð-
urnar sagði Halldór Ás-
grímsson utanríkisráð-
herra að kostnaðurinn
væri ekki aðalatriðið,
ákvörðunin um aðild að
Schengen væri „fyrst
og fremst pólitísks eðl-
is“ og fjallaði um það
hvar Ísland vildi standa
í alþjóðlegri samvinnu.
Ekki efast ég um að þetta hafi verið
sannfæring ráðherrans en á því hlýt-
ur þjóðin þó að eiga heimtingu að vita
hver kostnaðurinn er af því að gerast
landamæraverðir fyrir Evrópusam-
bandið. Svo miklir hugsjónamenn
geta menn vart leyft sér að gerast í
Evrópupólitík að hagræn rök verði
nánast aukaatriði.
Á málþingi sem Samtök um vest-
ræna samvinnu, Varðberg og stjórn-
málafræðiskor HÍ efndu til um
Schengen-samstarfið sl. miðvikudag
sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra að sá kostnaður sem bók-
færður hefði verið hjá dómsmála-
ráðuneytinu vegna Schengen á
árunum 1997–1999 væri um 130 millj-
ónir, á árinu 2000 væri hann áætlaður
um 200 milljónir og í ár væri gert ráð
fyrir 135 milljóna króna útgjöldum.
Þá sagði dómsmálaráðherra að af
u.þ.b. 4 milljarða króna
kostnaði við stækkun
Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar væri áætlað
að um 700 milljónir kr.
stöfuðu af kröfum um
aðskilnað farþega í sam-
ræmi við Schengen-
reglurnar en tók þó
jafnframt fram að end-
anlegur kostnaður lægi
ekki fyrir.
Þrír milljarðar
en ekki einn
Nú virðist það vera að
gerast sem marga grun-
aði, að reynt yrði að
bókfæra tilkostnaðinn
vegna Schengen þannig að útgjöldin
virtust sem minnst. Í grein sem birt-
ist í Morgunblaðinu 20. janúar síðast-
liðinn komu fram staðhæfingar sem
ganga þvert á þær tölur sem stjórn-
völd halda nú að okkur. Í greininni,
sem fyrrverandi forstjóri Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar, Ómar Krist-
jánsson, ritar, segir meðal annars:
„Meðal þess kostnaðar sem íslenska
þjóðin hefur tekið á sig og fellur undir
þátttökugjaldið að Schengensam-
komulaginu eru sérhannaðar bygg-
ingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
á Keflavíkurflugvelli sem munu kosta
þjóðina þrjá milljarða króna að
minnsta kosti samkvæmt nýjustu
upplýsingum. Hluti byggingarinnar,
sem í heild mun kosta um fjóra millj-
arða, er stækkun flugstöðvarinnar
sem nauðsynlegt var að ráðast í. Sá
hluti er, að mínu mati og sumra ann-
arra sem sátu í byggingarnefnd
vegna stækkunar flugstöðvarinnar,
ekki nema einn fjórði hluti heildar-
byggingarkostnaðarins.“ Hér er því
haldið fram að byggingarkostnaður
vegna Schengen-aðildar sé ekki tæp-
ur milljarður eða 700 milljónir einsog
dómsmálaráðherra nefnir heldur þrír
milljarðar.
Eins og fram kemur eru þetta orð
manns sem setið hefur í byggingar-
nefnd flugstöðvarinnar. Hann segir
ennfremur „að rekstrarkostnaður
ríkisins og hinna ýmsu rekstraraðila í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna
Schengenaðildar skiptir hundruðum
milljóna á ári. Það má kalla það ár-
gjaldið í Schengen. Við vegabréfa-
skoðun vegna aðildarinnar þarf a.m.k.
40 til 50 starfsmenn á ári. Auk þess
þurfa flestir rekstraraðilar, flugrek-
endur, verslunar- og þjónustuaðilar í
flugstöðinni að nánast tvöfalda starf-
semi sína, þ.e. starfsemi verður að
vera vegna þeirra sem eru utan
Schengen og hinna sem eru innan
Schengen“.
Fátt er svo með öllu illt
Ekki er það þó svo að Schengen
boði ekki eitthvað gott að mati Ómars
Kristjánssonar. ,,Kosturinn við þessa
aðild, það er eini kosturinn sem ég sé,
ef kost skal kalla, er að Íslendingar
þurfa sjálfir ekki að sýna vegabréf
þegar þeir koma inn í þátttökulönd
Schengensvæðisins. Greiðslan fyrir
þennan þægindaauka er margir millj-
arðar í þáttökugjald og hundruð millj-
óna á ári í framtíðinni.“
Þessi orð stangast óneitanlega á við
staðhæfingar sem ríkisstjórnin held-
ur fram um tilkostnaðinn við Schen-
gen og virðast mér röksemdir fyrr-
verandi forstjóra Flughafnarinnar
sannfærandi. Ekki trúi ég því að ég sé
einn á þeirri skoðun að þær upphæðir
sem hér eru nefndar séu nokkuð háar
greiðslur fyrir hugsjónastarf ís-
lenskra stjórnmálamanna sem langar
til að eiga greiða leið til Brussel.
Og rétt í lokin, þurfa menn ekki yf-
irleitt að bíða skemur í biðröðum eftir
passaskoðun en eftir farangrinum í
erlendum flughöfnum eða er þetta
misminni hjá mér?
Hvað kostar
Schengen?
Ögmundur
Jónasson
Stjórnmál
Ekki trúi ég því að
ég sé einn á þeirri skoð-
un, segir Ögmundur
Jónasson, að þær
upphæðir sem hér eru
nefndar séu nokkuð
háar greiðslur fyrir
hugsjónastarf íslenskra
stjórnmálamanna sem
langar til að eiga greiða
leið til Brussel.
Höfundur er þingmaður.
flugvél standa vegna þess að mótor
er bilaður. Það tekur um tvo mán-
uði að fá slíkan tilbaka frá framleið-
anda vegna lagfæringa. Mikil fjár-
hagsleg áhætta var þess vegna
tekin þegar þessi eini aukamótor
Flugleiða var leigður. Hann fór
héðan, á flugvél sem kom gagngert
til mótorskipta. Leigður til þriggja
mánaða og væntanlegur aftur í apr-
íl. Núna stendur ein flugvél félags-
ins mótorlaus. Þetta var ófyrirséð,
að sjálfsögðu. Til þessa eru auka-
mótorar! RB211-mótorinn sem
hefði átti að fara undir væng Flug-
leiðavélar, er nú að afla öðru flug-
félagi tekna. Ég get einungis vonað
að leigutekjur vegna þessa séu
hærri en kostnaður Flugleiða við að
hafa flugvél sína standandi mótor-
og tekjulausa á rampinum fyrir
framan skýli 8 á Keflavíkurflugvelli.
Þetta allt hlýtur að vera réttlæt-
anlegt, annars hefði Valdimar Sæ-
mundsson, yfirmaður tæknideildar
Flugleiða, aldrei veitt þessu blessun
sína. Að afla viðhaldsverkefna er
ekkert smámál. Hjá tæknideild
Flugleiða er hvorki markaðs- né
söludeild. Deild sem starfar allt árið
við að afla viðhaldsverkefna og
samræma önnur við eigin skoðanir
flugflotans hér. Einungis ofnotað
faxtæki og óuppfærð heimasíða er
til staðar.
Þetta er vandi tæknideildar,
ágætu hluthafar og aðrir lesendur.
Ef faglega og markvisst hefði verið
unnið að því að afla tæknideild
Flugleiða verkefna, – og það er af
nógu að taka, hefðu uppsagnir flug-
virkja í janúar verið óþarfar. Núna
stefnir hins vegar í, að tæknideildin
verði undirmönnuð, þannig að varla
hafist undan að sjá um viðhald eigin
flugvéla vegna skorts á flugvirkjum.
Var þetta markmiðið í upphafi?
Þegar uppsagnafár flugvirkja
reið yfir í janúar, hóf stjórn Flug-
virkjafélags Íslands strax mikla leit
að vinnu fyrir félagsmenn sína.
Þetta bar árangur. Erlend flugfélög
og ráðningarstofur komu hingað til
að ræða við reynda og vel þjálfaða
flugvirkja. Voru kaupendur og selj-
endur ánægðir. Braathens í Noregi
hefur boðið 21 flugvirkja, ásamt
mökum til viðtals í Stavangri. Mig
svíður það hins vegar, að tækni-
deild hafi reynt að fá fyrirfram
ákveðinni tímaáætlun Braathens og
væntanlegra starfsmanna þeirra ís-
lenskra breytt, þannig að menn sem
í uppsögn hjá Flugleiðum eru, var
meinað að fara í viðtal til Noregs.
Þetta er lágkúra. Er ekki nóg að
lítillækka menn með því að segja
þeim upp atvinnu sinni, fjárhags-
öryggi og koma fjölskyldulífi þeirra
í uppnám? Þarf að lítillækka þá
meira sérstaklega? Ég minntist
nefnilega hátíðlegs loforðs Valdi-
mars Sæmundssonar og Sigurðar
Helgasonar forstjóra, á uppsagna-
fundinum í janúar síðastliðnum,
sem hljóðaði þannig „að Flugleiðir
aðstoði eftir megni menn við at-
vinnuleit með því að veita þeim leyfi
frá störfum ásamt flugferðum til
starfsmannaviðtala í útlöndum“.
Misskilningur yfirstjórnar tækni-
deildar og þeirra sem á uppsagn-
arlista eru hefur verið leiðréttur, og
á ekki að eiga sér stað aftur. Mánu-
daginn 26. febrúar fer fyrsti hópur
10 flugvirkja, ásamt mökum þeirra
til Sola-flugvallar í Stavangri í boði
Braathens. Þar verða þeim kynntir
staðhættir og vinnuaðstaða, ásamt
fleiru tengdu barnafjölskyldum,
skólum og þess háttar. Hinn hóp-
urinn, sem í eru 11 flugvirkjar
ásamt mökum, fara á sama stað 5.
mars næstkomandi.
Góða ferð félagar og vegni ykkur
vel.
Höfundur starfar í tæknideild
Flugleiða og er ritstjóri
Flugvirkjans, fréttablaðs FVFÍ.
HINN 15. febrúar
sl. fóru fram á Alþingi
Íslendinga umræður
um það hvort lögleiða
eigi ólympíska hnefa-
leika. Þar kom ýmis-
legt fram sem ekki
verður farið nánar út í
hér en þegar upp er
staðið virðist sem
kjarninn í máli þeirra
þingmanna sem töluðu
á móti lögleiðingunni
sé sá að þeim líkar
ekki eðli íþróttarinnar.
Þannig voru ákveðnir
þingmenn jafnvel
fylgjandi því að banna
fleiri íþróttir sem hafa
í sér það markmið að koma höggi á
andstæðinginn. Þrátt fyrir rök-
semdafærslur fylgjenda hnefaleika
varðandi mun á áhuga- og atvinnu-
hnefaleikum, lága slysatíðni miðað
við margar íþróttir o.fl.
virðist þessum þing-
mönnum ekki haggað í
afstöðu sinni. Því
finnst mér mikilvægt
að koma eftirfarandi á
framfæri.
Bráðlega mun hópur
íslenskra áhugahnefa-
leikara leggja í keppn-
isferð til Bandaríkj-
anna. Ég veit það fyrir
víst að í þessum hópi
eru einstaklingar sem
hafa lagt á sig þrot-
lausar æfingar og hafa
til að bera mikinn
metnað og áhuga á að
standa sig vel í íþrótt
sinni. Ég óska þeim alls hins besta,
en ég er viss um að það mun auka á
sárindi þeirra í garð íslenskra
stjórnvalda að sjá félaga sína þar
ytra sem eru svo lánsamir að hafa
leyfi til að stunda íþrótt sína og hafa
virkilega möguleika á að sinna þess-
um hugðarefnum sínum. Það hlýtur
að vera erfitt að vera ekki treyst til
þess að velja sér tómstundir í takt
við áhuga manns. Það hlýtur að
vera niðurlægjandi að koma heim af
erfiðri hnefaleikaæfingu og hlusta á
ákveðna þingmenn vanvirða alla
vinnuna manns með athugasemdum
á borð við það að hnefaleikar séu
ekki íþrótt.
Það er allt í lagi að hafa skoðun
og viðhorf þessara þingmanna eiga
auðvitað rétt á sér sem slík. Það er
hinsvegar mikil ábyrgð fólgin í því
að fá að taka ákvörðun fyrir aðra og
því finnst mér það ekki sanngjarnt
að viðkomandi þingmenn byggi
ákvörðun sína að mestu leyti á því
viðhorfi að þeim sé illa við eðli
íþróttarinnar. Þótt sumum sé illa
við hnefaleika eru þeir líf og yndi
annarra og þeirra viðhorf á jafn
mikinn rétt á sér. Með því að loka
ólympíska hnefaleika úti er hinsveg-
ar einungis verið að traðka á mögu-
leikum þeirra sem áhugann hafa.
Hinir hafa nefnilega engu að tapa,
þeir geta haldið sínu striki og sleppt
því að stunda hnefaleika.
Að taka ákvörðun fyrir aðra
Valgerður
Jónsdóttir
Hnefaleikar
Það hlýtur að vera
erfitt, segir Valgerður
Jónsdóttir, að vera ekki
treyst til þess að velja
sér tómstundir í
takt við áhuga.
Höfundur er tónmenntakennari.