Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 62
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Sigtryggsson í Kaupmannahöfn víkur ósjaldan að mér góðu, og nú sendi hann mér hluta af blaðinu Jótlands- póstinum með athyglisverðri grein um mannanöfn eftir Per- nille Jacobsen. Hún fjallar eink- um um vinsældir og óvinsældir danskra nafna. Tökum fyrst nafnið Birgir, á dönsku Børge. Það var gríðar- lega vinsælt í Danmörku á fyrsta hluta 20. aldar. Frá 1910 til 1930 fengu 19.200 danskir drengir þetta nafn, en frá 1994 enginn, enda hefur það þá fengið tæpitungumerkinguna „typpi“. Birgir er fornnorrænt nafn og merkir líklega sá sem bjargar eða bjargast. Lítum svo okkur nær. Nafninu bregður örsjaldan fyrir í gömlum bókmenntum okkar, t.d. er aðeins einn í Sturl- ungu. Í fyrsta manntali okkar, 1703, er líka aðeins einn, Birgir Guðmundsson, 7 ára „niðursetn- ingur“ á Þverárhlíðarhreppi í Mýrasýslu. Síðan hverfur nafn- ið langa hríð, en skýtur upp kolli nálægt aldamótunum 1900, bæði sunnanlands og norðan. En allt í einu verður það mjög vinsælt. Við vorum að vísu spor- inu á eftir Dönum. Vinsældabylgjan hér reis hæst 1921–1950. Þá fá 443 sveinar Birgis-nafn. Vinsældir þess hafa lítillega dalað að til- tölu, en þó eru um 1.200 í þjóð- skránni. Kirsten er danska gerðin af því nafni sem er Kristín hjá okk- ur. Kirsten var um hríð geysi- vinsælt í Danmörku. Árin 1940– 1950 fengu það 21.974 meybörn, en svo er sköpum skipt, að árið 1998 fengu nafnið Kirsten að- eins 14 meybörn. Við höfum hins vegar haldið langri og mikilli tryggð við nafn- ið Kristín. Það hefur öldum saman verið meðal allra vinsæl- ustu kvenheita og er heldur í sókn ef eitthvað er. Frá 1920 til 1950 var Erik al- gengasta nafn drengja í Dan- mörku, en allt í einu datt það niður, tolldi ekki í tískunni, og enginn veit hvers vegna. Kannski hefur fólk verið orðið leitt á því, segja danskir nafn- fræðingar. Tíðni nafnsins Eiríkur hefur hins vegar verið ótrúlega jöfn hér á landi. Það hefur hvorki verið sjaldgæft né mjög algengt, en heldur er nafnið á niðurleið að tiltölu. Fyrr á tíð var nafnið lang-algengast í Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Slettuhali Nafnið er margt, og mörg eru nöfn (mittere þýðir að senda). Heitir mulier menja Sjöfn, mikið er Eiríks frequens jöfn, eru svo slettur á enda.  Stungið í vasa a) Úr DV 23. jan. 2001: „Mæðginin höfðu ráðgert að búa saman í einbýlishúsinu í Grafarvogi, sem kostar samtals 21,9 milljónir króna, ásamt konu hans og börnum.“ b) Lofsverð varúð: „Drög að hugmynd að uppkasti að til- lögu.“ (Opinbert plagg.)  Ólafi Halldórssyni handrita- fræðingi á ég eftirfarandi að þakka. „Kæri skólabróðir. Ugglaust eru margir búnir að benda þér á þennan gamla máls- hátt, en ég sendi þér þetta samt til vonar og vara: ‘Erat (er ekki) héra að borgnara að hæna beri skjöld.’ Þetta stendur í Morkin- skinnu (útgáfu Finns Jónsson- ar, Kaupmannahöfn 1932, bls. 363.13–14), en í Huldu (Forn- manna sögu VII, bls. 116.15–16) er sami málsháttur orðaður lítið eitt á aðra lund: ‘Era héra að borgnara þótt hæna beri skjöld.’ Með bestu kveðjum.“ Umsjónarm.: Ekki voru þeir nú margir, en ég á von á að fleira gott sé í vændum.  Og vonin brást ekki. Stefán Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóa- firði færði mér þetta góða les- mál: „Sæll og blessaður, Gísli. Gaman þótti mér að sjá í síð- asta þætti þínum [1.094] mál- tækið: Eigi er hana at borgnara, þótt hæna beri skjöld. Ég hafði ekki alls fyrir löngu lært það af föður mínum, Vilhjálmi Hjálm- arssyni. Hann rakst á það við lestur Íslendingaþátta, í Gull- Ásu-Þórðar þætti. Þetta er eitt af þremur slíkum, sem lögð eru í munn Ingimari af Aski. Hann átti í deilum við söguhetjuna og naut Þórður fulltingis Víðkunns Jónssonar, frænda Gull-Ásu og síðar Eysteins konungs. Gerði Ingimar þrjár atlögur að Þórði en varð frá að hverfa og lét þá þessi orð falla: 1) „Stingið mér hér í“, kvað reka, hún stóð ein saman. 2) „Eigi er hana að borgnara, þótt hæna beri skjöld.“ 3) „Úrt járn“ kvað kerling og átti kníf deigan. Í Íslendingasagnaútgáfu Svarts á hvítu (1987) eru tvær útgáfur af þessum þætti, önnur sýnu betri og ítarlegri. Með bestu kveðju.“ Umsjónarmaður þakkar þetta kærlega og hefur ekki áð- ur séð lýsingarorðið úr, en væntanlega merkir það deigur, samanber nafnorðið, svo sem í úrkoma.  Fransiskus sendir, og skilji nú hver sem vill: Um Lubbu á veika von, en vonar þó lon og don, og ef lyktina nemur, í loftköstum kemur le petit garçon.  Hlymrekur handan kvað: Grámann var gríðarleg kempa sem guði tókst misvel að lempa; bágt hefur verið fyrir börnin og Kverið, að það hékk á öxlum hans hempa. Auk þess þykir umsjónar- manni handan við mörkin, þeg- ar í fréttum ríkissjónvarpsins er talað um að „þaga“ í hel í stað þess að þegja. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.098. þáttur Grundvallarkraftur- inn í öllu starfi Röskvu er baráttan fyrir því að allir hafi jafnan aðgang að námi, óháð efnahag og öðrum félagslegum aðstæðum. Þar gegnir Lánasjóður íslenskra námsmanna lykilhlut- verki. Röskva sýndi ákveðni við endurskoð- un úthlutunarreglna síðastliðið vor og niður- staðan varð einhver mesta útlánaaukning LÍN í mörg ár. Allir þeir þrír þættir sem áhrif hafa á upphæð námslána breyttust námsmönnum til hagsbóta. Langt er þó í land með að LÍN standi undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður. Röskva sér fjölmörg sóknarfæri í áframhald- andi baráttu fyrir hærri námslánum og þau vill Röskva nýta. Í janúar vann Stúd- entaráð sigur hjá um- boðsmanni Alþingis þegar hann féllst á að yfirstjórn LÍN hefði ekki með fullnægjandi hætti rökstutt að upp- hæð námslána dygði námsmönnum til fram- færslu. Álitið skapar námsmönnum sterka stöðu við endurskoðun úthlutunarreglna LÍN í vor og þá stöðu vill Röskva nýta til að hækka grunnfram- færsluna og frítekju- markið. Stúdentar geri sjálfir framfærslukönnun Til að skapa stúdentum enn frek- ara sóknarfæri vill Röskva að stúd- entar sjálfir taki af skarið og fram- kvæmi vandaða framfærslukönnun meðal námsmanna. Samkvæmt lög- um LÍN á að byggja upphæð náms- lána á raunverulegri framfærslu- þörf. Augljóst er að framfærslu- kostnaður námsmanna er hærri en 66.500 krónur á mánuði. Með vand- aðri könnun sýnum við fram á nauð- syn hærri grunnframfærslu og styrkjum málflutning okkar veru- lega. Afnám tekjutengingar við maka Röskva brást samdægurs við dómi Hæstaréttar í Öryrkjabandalags- málinu svonefnda og lét reyna á hvort tekjutenging LÍN við maka stæðist lög. Málið er nú fyrir mál- skotsnefnd LÍN og Röskva mun fylgja því eftir alla leið til að fá tekju- tenginguna afnumda. Röskva vill bæta þjónustu LÍN, t.d. með því að breyta símatímum, einfalda lánsyfirlit og halda áfram netvæðingu sjóðsins. Röskva vill rýmka reglur um námslok og rýmka reglu LÍN um 5 ára hámarksnáms- tíma. Í Stúdentaráðskosningunum 27. og 28. febrúar er kosið um lánasjóðs- mál. Þar er kosið um það hvort setja eigi á oddinn hækkun grunnfram- færslu eða lækkun skerðingarhlut- falls. Röskva leggur höfuðáherslu á hækkun grunnframfærslunnar. Grunnframfærslan, 66.500 kr. á mánuði, er sú grundvallartala sem allt lánasjóðskerfið miðar við, þ.e. sú upphæð sem gert er ráð fyrir að námsmaður þurfi á mánuði. Með hækkun þessarar grunntölu hljóta allir námsmenn hækkanir. Lækkun skerðingarhlutfallsins leiðir til hækkunar námslána hjá mörgum. Slík breyting gagnast hins- vegar mest þeim sem hæstar tekjur hafa fyrir og þeir tekjuminnstu eru skildir eftir. Þeir sem mesta hækkun fá með 10% lækkun skerðingarhlut- falls eru námsmenn með rúmlega 1.700.000 kr. í árstekjur. Þeir tekju- minni fá litla hækkun og þeir sem eru undir frítekjumarkinu alls enga. Jafnrétti til náms Málið snýst um forgangsröðun. Lánin í dag eru of lág. Ef hækka á lánin er óviðunandi að þeir sem minnst hafa séu algjörlega skildir eftir. Eðlilegra er að hækka grunn- framfærsluna, enda skilar slík hækkun sér til allra og gefur náms- mönnum raunhæfan kost á að stunda nám sitt án aukavinnu. Um þessa forgangsröðun náðist breið samstaða allra námsmannahreyfing- anna á háskólastigi síðastliðið vor og þær náðu fram umtalsverðri hækk- un grunnframfærslunnar. Röskva hvetur stúdenta til að kynna sér vel stefnur fylkinganna í lánasjóðsmálum. Röskva sækist eft- ir umboði til að stúdenta til að leiða baráttu fyrir frekari hækkun grunn- framfærslu, hækkun sem skilar sér til allra og miðar þannig að því að tryggja að allir geti sótt sér háskóla- menntun óháð efnahag. Röskva vill hækkun námslána fyrir alla Sæunn Stefánsdóttir Stúdentar Í Stúdentaráðskosning- unum er kosið um lána- sjóðsmál, segir Sæunn Stefánsdóttir. Þar legg- ur Röskva höfuðáherslu á hækkun grunnfram- færslu, enda skilar hún sér til allra. Höfundur skipar 5. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. FYRIR allmörgum áratugum voru nokkrir kunningjar staddir í anddyri Hótels Borgar á leið í kaffi. Innri hurð- in var læst og á henni var miði sem á stóð „Flokksþing framsókn- arflokksins – Lokað“. Í því við vorum á leið út vatt sér inn Þórbergur Þórðarson rithöfundur, leit á miðann og las hann upphátt og bætti síðan við: „Þar eru nú gáfurnar og spekin.“ Viðbrögð okkar voru hlátur. Það var ekki of- sögum sagt af „gáfum og speki“ framsóknarforystunnar fyrir og eftir miðja síðustu öld. Mink- ur, mæðuveiki, hnupl verslunarfrels- is, endalaus skriffinnska í sambandi við leyfi til innflutnings og útflutnings og ótal nefndir til slíks stuðnings við bændur að þeir voru gerðir ómynd- ugir og alháðir hinni dauðu hendi samvinnustefnunnar, sem reytti af þeim það sem reytt varð og eignaði sér síðar sameignir bænda, sláturhús og mjólkurvinnslustöðvar. Nefndarfargan framsóknarflokks- ins gaf þó nefndarmönnum, sem voru yfirleitt framsóknarmenn, einhverjar reytur fyrir nefndarstörfin. Með viðreisnarstjórninni 1959–71 urðu þáttaskil. Lagasetningin 1960, „sem boðaði algera kerfisbreytingu... útflutningssjóður lagður niður og út- flutningsbætur afnumdar, frjáls inn- flutningur ýmissa (um 60%) vöruteg- unda og innflutningsskrifstofa lögð niður...“ (Íslandssaga – Einar Lax- ness). Með þessum aðgerðum og öðr- um ráðstöfunum var einokun styrkt- arfyrirtækja Framsóknarflokksins rofin og verslunarfrelsi komið á sem leiddi til þess að Samband íslenskra samvinnufélaga koðnaði niður og lauk með því að fyrirtækið var gert upp snemma á tíunda áratug síðustu aldar og Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, kastaði rekunum. En framsóknarfor- ystan hélt lífi og snemma á níunda áratug aldarinnar tókst þáverandi sjávarútvegsráðherra að gerast „guð- faðir kvótáns“ og hóf þar með aðför að almennum veiðirétti landsmanna, sem lauk með því að veiðiréttur var gerður að eign. Þetta orsakaði hrun sjávarbyggðanna vítt um land. Þess- ar aðgerðir „guðföður kvótans“ eru hliðstæða við tilraunir framsóknar- forystunnar til þess að eigna sér verslunarréttinn fyrr á öldinni. Hvorttveggja var og er aðför að per- sónubundnum rétti hvers og eins, stangast á við alla rétt- arvitund siðaðra þjóða og er einsdæmi. Þetta tókst með stuðningi sjálfstæðisflokksins – forystunnar á níunda og tíunda tug aldarinnar. Enda finna margir leggja framsóknarfnyk af þeim ágæta flokki eins og nú er komið. Annað hjartans mál framsóknarforystunnar er „áldraumurinn“ sem hófst með heimkomu formanns og varafor- manns Framsóknar- flokksins frá Osló sæll- ar minningar og með fullyrðingum þeirra um álver á Aust- urlandi, með tilheyrandi afhendingu allra fallvatna norðan Vatnajökuls til Norsk-Hydro til frjálsrar virkjunar. Síðan hafa þessar persónur ásamt fylgjendum sínum ekki linnt látum til þess að áldraumar þeirra mættu ræt- ast. Þeir studdu og styðja með öllum ráðum „lífsbaráttu“ hagsmunaaðila Landsvirkjunar um að flæða mikinn hluta hálendisins og afskræma öll þau svæði með ruddalegri mannvirkja- gerð í þeim tilgangi að koma upp sel- stöðuálverum sem eru rekin með skattpeningum landsmanna og okur- orkuverði til niðurgreiðslu á orku til selstöðuveranna. Framsóknarmönnum virðist ekki nægja að hafa flutt inn í landið skað- vænleg meindýr og pestað sauðfé svo skera þurfti niður obbann af sauðfé landsmanna. Á haustdögum hóf nú- verandi landbúnaðarráðherra undir- búning herferðar gegn „Búkollu“, henni skyldi útrýmt með norsku kúa- kyni. En til allrar hamingju létu ís- lenskir bændur ekki lengur hlunnfara sig af „gáfuðum og spektarfullum“ framsóknarmönnum og kváðu niður ódáminn nú á nýrri öld. Vonandi er sú aðför framsóknarmanna að íslensk- um landbúnaði þar með úr sögunni. „Gáfurnar og spekin“ Siglaugur Brynleifsson Höfundur er rithöfundur. Framsókn Vonandi er aðför framsóknarmanna að íslenskum landbúnaði, segir Siglaugur Brynleifsson, þar með úr sögunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.