Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 67
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 65 TILEFNI þessara skrifa er grein sem birtist í Morgunblaðinu 1. febrúar undir fyrirsögninni ,,Mis- notkun lyfja fyrir börn“. Þar var farið hörðum orðum um lyfjanotkun barna, einkum örvandi lyfja. Málinu var síðan snúið að foreldrum eða umhverfi og megintilgangur lyfja- gjafar sagður þessum hópum til þægðar en alls ekki barninu sjálfu. Auðvitað er eðlilegt að vera spyrjandi gagnvart allri lyfja- notkun. Það gildir ekki einungis um geðlyf heldur öll lyf. Við eig- um að spyrja um markmið meðferðar og mögulegar aukaverk- anir. En hvað er það sem gerir geðlyfja- notkun hjá börnum svona sérstaka? Með reglulegu millibili koma viðvaranir frá hinum og þessum að- ilum. Þessir aðilar tengjast gjarnan börnunum, beint eða óbeint, og eiga það sameiginlegt að geta miðlað reynslu sinni til annarra. Og það er heldur ekkert óeðlilegt við það, ekki fyrr en farið að fordæma aðrar að- ferðir en sínar eigin. Lyfjameðferð- in er gjarnan gagnrýnd, sérstak- lega notkun örvandi lyfja. Eru þetta ekki bara ,,óþekk börn“ sem þurfa betri uppeldisaðferðir? Sjúk- dómsgreining á ofvirkniröskun byggist á nákvæmri sjúkrasögu, en hegðunarmatskvarðar og taugasál- fræðileg próf gegna einnig mikil- vægu hlutverki. Megineinkennin eru á sviði athyglibrests, hvatvísi og hreyfiofvirkni. Einkennin koma fram við mismunandi aðstæður, svo sem heima og í skóla. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt algengitölur á bilinu 3–5% meðal barna á grunn- skólaaldri. Rannsóknir sem miða við skilmerki Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) sýna hins vegar algengi á bilinu 1–2%. Örvandi lyf eru í dag algengasta lyfjagerðin í meðferð ofvirkni. Á Ís- landi eru í dag tvö slík skráð. Rítal- ín eða metýlfenýdat er langmest notað. Áhrif þess koma fram innan 30 mínútna með hámarki eftir 1–3 klst. og eru yfirleitt ekki merkj- anleg eftir 5 klst. Lyfið hefur áhrif á ofvirknieinkennin, bæði á sviði at- hyglibrests og hreyfi- ofvirkni-hvatvísi. Aukaverkanir koma fram hjá 4–6% barnanna. Algengast er svefnleysi, lystar- leysi, kviðverkir, höf- uðverkur og pirringur. Umdeildari eru vaxt- arseinkunaráhrif en niðurstöður nýrri rannsókna hafa þó sýnt að lyfin hafa ekki áhrif á endanlegan beinvöxt. Um er að ræða amfetamínskyld lyf og misnotkunar- hætta er fyrir hendi. Rannsóknir hafa hins vegar endurtekið sýnt að séu þessi lyf notuð í læknisfræði- legum skömmtum leiða þau ekki til aukinnar ávanahættu eða misnotk- unar heldur þvert á móti geta þau dregið úr vímuefnamisnotkun á unglingsárum. Greinarhöfundurinn, Karen Kinchin, vitnar reyndar í ný- lega rannsókn Cherland og Fitzpat- rick frá Kanada þar sem segir að geðrofseinkenni hafi komið fram hjá 9% barna sem fengu rítalín. Þessi niðurstaða ætti ekki að koma neitt á óvart þar sem geðrænar fylgiraskanir eru mjög algengar meðal barna með ofvirkniröskun. Þeim börnum sem ekki fengu rítal- ín var hins vegar ekki fylgt eftir í þessari rannsókn. Önnur fullyrðing hennar um að notkun örvandi lyfja ,,ógni öllum líffærum líkamans að meðtöldum heilanum eins og hundruð rannsókna sýna“ er ein- faldlega röng. Á hinn bóginn hafa fá lyf verið rannsökuð jafnítarlega og rítalín. Vegna öryggis lyfsins, ekki síst með tilliti til aukaverkana, er það oftast valið sem fyrsta lyf í meðhöndlun ofvirkni. Það er einnig rangt að lyfið drepi sjálfkvæmi og auki þráhyggjusýki. Þvert á móti öðlast barnið getu til að nýta hæfi- leika sína og vitsmunaþroska og þroskast eðlilega. Ljóst er að notk- un örvandi lyfja hefur aukist mjög á undanförnum árum. Orsökin er lík- lega margþætt, bæði er þjóðfélagið orðið sér betur meðvitandi um vanda þessara barna og greining- arvinna hefur aukist miðað við það sem áður var. En til hvers? Erum við að sjúkdómsgreina hegðun til að okkur foreldrunum líði betur eins og segir í áðurnefndri grein? Svarið er nei. Við erum ekki að sjúkdóms- greina ,,óþekkt“. Ofvirkni er í raun allt annað en það. Sjúkdómsgrein- ingin byggist á einbeitingarerfið- leikum, hreyfiofvirkni og hvatvísi. En eigum við ekki öll endrum og eins í slíkum erfiðleikum og alveg sérstaklega börn? Alveg örugglega en munurinn er sá að einkennin há ofvirka barninu við allar aðstæður, jafnt heima, í skóla og leik og í það miklum mæli að það getur hamlað eðlilegum þroska. En hvað þýðir að þessi börn þroskist ekki eðlilega? Einfaldlega að þau ná ekki að nýta hæfileika sína til fullnustu, hvorki námslega, félagslega né á öðrum sviðum. Undirritaður veit ekki hvað greinarhöfundi gengur til þegar hún fullyrðir að National Institute of Health og American Academy of Pediatrics hafi staðfest að engin líf- ræn skýring væri á ofvirkni og hefði aldrei verið. Í raun er þetta alveg ótrúleg fullyrðing. Það er eitt að hafa einhverja skoðun en annað að heimfæra uppá virtar stofnanir. Hið rétta er að það er eins með of- virkni og flestar aðrar geðraskanir að ekki hefur verið hægt að sýna fram á neina eina líffræðilega or- sök. Arfgengi er mjög mikilvægur þáttur í meingerð ofvirkni en það hefur endurtekið komið fram í tví- bura-, ættleiðingar- og fjölskyldu- rannsóknum. Tíðni ofvirkniröskun- ar meðal nærskyldra ættingja hefur sýnt sig vera 5–6-föld á við tíðnina almennt og mun hærri með- al eineggja en tvíeggja tvíbura. Á síðari árum hafa sameindarann- sóknir einkum beinst að breytileika í genum fyrir vissa boðefnaviðtaka í heilanum. Einnig hefur verið sýnt fram á afbrigðilega virkni á svæð- um framantil í heilanum, bæði með taugagreiningu og taugasálfræði- legum aðferðum. Með myndgrein- ingu sem bæði tekur til byggingar og starfsemi kemur fram mismunur milli einstaklinga með ofvirknirösk- un og viðmiðunarhóps. Truflun í starfsemi boðefna er talin meginor- sök í meingerð ofvirkni. Hefur meg- inathyglin beinst að boðefninu dóp- amíni en ljóst er að noradrenalín sem myndast frá dópamíni kemur einnig inn í þetta ferli. Lyfjameð- ferð hefur fyrst og fremst beinst að þessum boðefnum. Karen segir ,,að sjúkdómsgrein- ing ofvirkni er einfaldlega listi yfir hegðun sem veldur vandamálum og/ eða ónæði í skólum og á heimilum“. Þetta er einnig rangt, sjúkdóms- greining ofvirkni byggist á einkenn- um sem hamla eða koma í veg fyrir eðlilegan þroska barnsins. Hins vegar fylgja hegðunarerfiðleikar oft ofvirkni en ekki alltaf. Hún segir einnig að við eigum fremur að líta á samhengi umhverfisins en að gera barnið að vandamáli. Þetta orðalag er að mati undirritaðs einnig mjög mikil einföldun. Auðvitað skipta umhverfisþættir miklu máli. Það er hins vegar sjónarmið flestra að meðferð ofvirkni byggist á sam- settri meðferð, þar sem bæði koma til atferlismótandi þættir og ef nauðsyn krefur lyfjameðferð. Varð- andi atferlismeðferð breytir stutt meðferð yfirleitt ekki atferli of- virkra barna til langframa, heldur þarf að breyta uppeldisumhverfi barnsins þannig að uppeldisaðferðir byggist til lengri tíma á aðferðum atferlismótunar. Þetta er gert með- al annars með því að halda svoköll- uð þjálfunarnámskeið fyrir foreldra þar sem foreldrum er kennt að beita viðeigandi uppeldisaðferðum, m.a. umbunarkerfum. Kennarar þurfa á sama hátt að fá ráðgjöf og kennslu um atferlismótunaraðferðir sem beita má í skólastofum. Jafn- framt er talið mikilvægt að foreldr- ar, kennarar og eftir atvikum barn- ið sjálft fái fræðslu um athyglisbrest með ofvirkni, ein- kenni, orsakir, horfur og meðferð- araðferðir. Ýmis önnur meðferðar- úrræði hafa verið reynd, svo sem hugræn meðferð og félagshæfni- þjálfun, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á árangur þessara að- ferða þótt þær virðist geta gert nokkurt gagn ef þær eru notaðar samhliða öflugri atferlismótun. Rannsóknir benda ekki til þess að hefðbundin samtalsmeðferð eða leikmeðferð hafi áhrif á einkenni of- virkniröskunar. Niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar frá Norður-Ameríku þar sem meðferð- arárangur 579 barna var borinn saman sýna fram á ótvíræð áhrif lyfjameðferðar. Sé atferlismeðferð beitt samhliða má hins vegar lækka lyfjaskammtinn og auk þess vara áhrif lengur eftir að lyfjameðferð hefur verið hætt. Að lokum vil ég aðeins ítreka að lyfjameðferð á ekki að beita, frekar en öðrum meðferðarformum, nema að vel athuguðu máli. Hins vegar getur lyfjameðferð í vissum tilfell- um haft mikil og jákvæð áhrif á líf þessara barna. Umræða og rök- studd gagnrýni er eðlileg þegar vel- ferð barna er annars vegar en rang- færslur og jafnvel samsæris- kenningar eins og fram koma í umræddri grein Karenar Kinchin eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu ofvirkra barna og fjölskyldna þeirra. ÖRVANDI LYF OG HINN ÞRÖNGI VEGUR DYGGÐARINNAR Gísli Baldursson Það er sjónarmið flestra, segir Gísli Baldursson, að meðferð ofvirkni byggist á samsettri meðferð, þar sem bæði koma til atferlismótandi þættir og ef nauðsyn krefur lyfjameðferð. Höfundur er sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum við Landspítala – háskólasjúkrahús. TIL SÖLU FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 1, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Hlíðarvegur 48, Ólafsfirði, þingl. eig. Sigríður Guðmundsdóttir og Konráð Þór Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðviku- daginn 28. febrúar 2001 kl. 10.00. Hrannarbyggð 13, Ólafsfirði, þingl. eig. Gunnólfur Árnson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 21. febrúar 2001. Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 10. mars kl. 14.00 á Hverfisgötu 105, 3. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF HELGAFELL/HLÍN 60010304 VI Fræðslufundur kl. 13.30  HELGAFELL/HLÍN 60010224 VI Fræðslufundur kl. 13.30. Gönguskíðaferð sunnudag- inn 25. febrúar á Mosfells- heiði. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10.30. Fararstjóri Gestur Krist- jánsson. Verð kr. 1.200. Uppselt er orðið í nokkrar sum- arleyfisferðir, greiðið staðfest- ingargjaldið strax til að tryggja pöntun ykkar. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.