Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 71

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 69 Mjög got t verð ! H TH H Ö N N U N Loksins þvotta- efni sem hreinsar þvottinn sem tekið hefur í sig lit úr öðru efni í þvotti. ÞVOTTAEFNI FYRIR LITASMIT FYRIR VÉLÞVOTT Bíldshöfða 6 · Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 · Akureyri · Sími 462 2700 www.brimborg.is Opið frá 9 - 18 virka daga og 11 - 16 laugardaga Verð 3.050.000 kr. Leitaðu að notuðum bíl á brimborg.is með öflugri og hraðvirkri leitarvél. Komdu í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 og skoðaðu fjölda notaðra úrvals- bíla. Settu öryggið á oddinn og tryggðu þér góðan bíl. Einstakir Skrd:4/1999. Ekinn 17.000 km Vél:2435 cc, 5 strokka LPT, 193 hö. Sjálfskiptur. Búnaður m.a. Rafmagn í rúðum Samlæsing Rafdrifnir speglar Geislaspilari, 8 hátalarar Leðuráklæði Fjarstýring fyrir samlæsingu ABS bremsukerfi Hiti í sætum Dagljósabúnaður Álfelgur 16" Kastarar í stuðara Vökvastýri Barnasæti Þverbogar Hiti í hliðarspeglum Málmlitur Spólvörn 6 Líknarbelgir Hleðslujafnari Velti- og aðdráttarstýri Bifreiðin er til sýnis í neðri sal Brimborgar. Volvo V70 XC 4X4 STW KRAFTUR á öllum fjórum verða einkunnarorð sýningarviku B&L á fjórhjóladrifnum bifreiðum, sem hefst laugardaginn 24. febrúar. Sýningin spannar breitt svið, eða allt frá tröllauknum jeppum að fjöl- nota bifreiðum. Í fréttatilkynningu segir: „Sýn- inguna heldur B&L í samvinnu við Útilíf og Aukaraf, með það fyrir augum að hún nái jafnframt yfir sem flestar nýjungar á sviði auka- búnaðar fyrir fjórhjóladrifnar bif- reiðar annars vegar og útivistar- búnaðar hins vegar. Sem dæmi um aukabúnað má nefna svonefnt GSM-start, en það er búnaður hannaður af Aukarafi, sem gerir kleift að fjarstýra ekki aðeins bif- reiðum í gang um GSM-síma heldur einnig upphitunarkerfum í sum- arbústöðum, svo að dæmi séu nefnd. Jafnframt má nefna til sög- unnar tölvustýrðar driflæsingar, spólvörn og nýjar vélar. Þá verður til sýnis fyrsti tölvustýrði 35“ bílinn sem hækkar sig og lækkar eftir að- stæðum. B&L er umboðsaðili 4 bifreiða- framleiðenda og á sýningunni getur að líta það nýjasta í 4X4 frá þeim öllum. Sem dæmi má nefna 35“ breytta Range Rover og Discovery og 38“ og 44“ breyttan Defender. Frá breska framleiðandanum Land Rover verður einnig til sýnis Free- lander með nýja 6 strokka vél. Frá BMW verður nýi X5 jeppinn, sem hefur m.a. hlotið hæstu einkunn sem gefin hefur verið í árekstr- aprófun bandarísku stofnunarinnar IIHS (Insurance Institute of Highway Safety). Fyrir þá sem vilja ekki vera á allra stærstu gerð í innanbæjarakstrinum verður nýi Renault RX4 til sýnis en hann sam- einar í einum bíl kosti fólksbíls og jepplings. Þá verður á sýningunni Starex, nýr fjölnota bíll frá Hy- undai sem er m.a. innréttaður með færanleg sæti, og frá Hyundai verður einnig til sýnis nýr Santa Fe, 6 strokka jeppi á fólksbílaverði. “ Sýningin Kraftverk 2001 verður í sýningarsal B&L, Grjóthálsi 1, frá 24. febrúar til 4. mars, að báðum dögum meðtöldum. Opnunartími er frá 9 til 18 virka daga, 10 til 16 laugardaga og 12 til 17 sunnudaga. 4X4-sýn- ing hjá B&L ÍÞRÓTTADAGUR FÁÍA, Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, verður haldinn á öskudaginn, 28. febrúar, í Austurbergi samkvæmt venju og hefst kl. 14. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda en áður en hún hefst mun fara fram stutt minningarathöfn um Þorstein Einarsson þar sem fram koma m.a. nokkrir ungir glímumenn og sýna íþrótt sína. Aðgangur er ókeypis og eru all- ir velkomnir sem áhuga hafa með- an húsrúm leyfir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) var stofnað árið 1985. Eins og nafn þess gefur til kynna var markmið stofnendanna að stuðla að og efla áhuga eldra fólks á nauðsyn líkamshreyfingar og iðkun íþrótta við þess hæfi og skiptir engu máli hvar það býr á landinu. Einn aðalhvatamaður að stofn- un þessa félagsskapar var Þor- steinn Einarsson, fyrrum íþrótta- fulltrúi, sem þá hafði látið af störfum nokkrum árum áður fyrir aldurs sakir. Þorsteinn andaðist 5. janúar sl. 89 ára að aldri. Mestan hluta þess tíma sem lið- inn er frá stofnun félagsins var Þorsteinn ein aðaldriffjöðrin í starfi þess. Hann var síhvetjandi og óþreyt- andi í áróðri sínum fyrir málefn- inu og sýndi það með eft- irminnilegum hætti í verki, ræðu og riti. Íslenska glíman var Þor- steini mjög hugstæð og hann studdi framgang hennar af heil- um hug allt til síðasta dags. Síðustu árin hefur félagið kynnt starfsemi sína á íþróttadegi FÁÍA, á öskudeginum, í íþróttamiðstöð- inni í Austurbergi í Reykjavík. Þar hafa komið fram fjölmargir hópar eldra fólks frá hinum ýmsu félagsmiðstöðvum í Reykjavík og nágrenni og sýnt bæði dansa og margskonar leikfimiæfingar við sitt hæfi. Frá íþróttahátíð F.Á.Í.A. í Austubergi. Íþróttahátíð FÁÍA á öskudaginn FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar hefur sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Fundur Foreldraráðs Hafnar- fjarðar, er haldinn var þriðjudaginn 20. febrúar 2001, hefur kynnt sér ætlun Hafnarfjarðarbæjar um að bjóða út kennsluþátt Áslandsskóla. Foreldraráð Hafnarfjarðar fagnar áhuga bæjaryfirvalda á að bæta skólastarfið og koma fram með nýj- ungar. En þar sem útboðið gefur væntanlegum rekstraraðilum val um áherslur í skólastarfi vill Foreldra- ráð gera fyrirvara um endanlega nið- urstöðu í málinu og minnir einnig á að úr lögum um grunnskóla nr. 66/ 1995 –16. gr., segir: Við hvern grunn- skóla skal starfa foreldraráð sem fjallar um og gefur umsögn til skól- ans og skólanefndar um skólanám- skrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið. Því óskar Foreldraráð eftir nánari samvinnu og kynningu um skólahald í Áslandsskóla ef þessi tilraun fer í framkvæmd.“ Óska eftir nánari samvinnu um skólahald í Áslandsskóla JÓHANN Breiðfjörð heldur fyrir- lesturinn „Í sjöunda himni“ í sal 101 í Odda í Háskóla Íslands sunnudaginn 25. febrúar kl. 14. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Jóhann heldur fyrirlestur- inn á eigin vegum og leigir einungis aðstöðuna í Odda. Í fréttatilkynningu segir: „Þessi fyrirlestur er ekki fyrir viðkvæmar sálir þar sem fjallað verður um mál- efni sem geta rist djúpt í hugann, hjartað og sálina. Fyrirlesarinn mun segja frá eigin reynslu af því að drukkna og því sem hann skynjaði í þær 3–5 mínútur sem líkaminn var látinn. Fyrirlesturinn var áður hald- inn hinn 25. nóvember en verður endurtekinn vegna fjölda fyrir- spurna. Það skal tekið sérstaklega fram að umfjöllunin er ekki trúar- legs eðlis heldur einungis byggð á beinni skynjun og reynslu. Markmiðið með umfjölluninni er að lýsa upp þetta dimma málefni og kenna fólki að nýta meðvitundina um dauðann sér í hag. Hún getur nefni- lega verið okkar mesti fjörgjafi og getur verið fyrsta skrefið í áttina að lífshamingju. Í þessari reynslu er líka að finna fegurð sem gæti sefað ótta margra og hlýjað einhverjum um hjartaræturnar.“ Fyrirlesarinn, Jóhann Breiðfjörð, hefur meðal annars starfað sem hug- myndasmiður, hönnuður og ráðgjafi fyrir Lego í fimm ár og haldið fjölda fyrirlestra um skapandi hugsun fyrir almenning og innan fyrirtækja. Segir frá eigin reynslu af því að „drukkna“ FERÐAFÉLAG Íslands efnir til skíðagönguferðar á Mosfellsheiði sunnudaginn 25. febrúar. Þetta verður fyrsta skíðagöngu- ferð vetrarins og byggist að sjálf- sögðu á veðri og færð en snjór hefur verið af skornum skammti til þessa. Nú telja menn lag að komast loksins á gönguskíðin. Fararstjóri í þessari ferð er Gest- ur Kristjánsson og þátttökugjald 1.200 krónur fyrir fullorðna. Brott- för er frá BSÍ kl. 10.30 og komið við í Mörkinni 6. Skíðagöngu- ferð á Mos- fellsheiði VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð býður mánudaginn 26. febrúar til stofnfundar félagsdeildar á Seltjarnarnesi. Fundurinn verður í fundarsalnum að Eiðismýri 30 og hefst kl. 20.30. Gestir verða m.a. Steingrímur J. Sigfússon og Svanhildur Kaaber sem munu ræða um málefni flokks- ins og stjórnmál líðandi stundar. Einnig verður fjallað um málefni Seltjarnarness og starf bæjarstjórn- ar. Allir velkomnir. Vg stofnar félagsdeild Seltjarnarnes KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru haldnar í fundarsal Norræna hússins. Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14 verður kvikmyndin um Lottu í Ólátagötu, gerð eftir söguAstrid Lindgren sýnd. Aðgangur er ókeypis og börn á öllum aldri eru velkomin. „Lotta í Ólátagötu er kotroskin og óþekk fimm ára stelpa. Þessi morg- unn virðist ósköp venjulegur, sólin skín inn um gluggann og blái bollinn hennar Lottu stendur á borðinu, full- ur af súkkulaði. En Lotta er alveg æf því að mamma hennar hefur sagt henni að fara í þessa leiðinlegu peysu sem klæjar undan. Oj, hvað mamma getur verið leiðinleg! Lotta laumast til að taka skæri og klippa stórt gat á peysuna ...“ segir í fréttatilkynningu. Kvikmynda- sýningar fyrir börn AÐALFUNDUR Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, haldinn 22. febrúar sl., hvetur íbúa Reykjavíkur til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslu 17. mars um framtíð Reykjavíkur- flugvallar og kjósa með áfram- haldandi staðsetningu hans í Vatnsmýrinni. Fundurinn áréttaði einnig fyrri samþykktir um að fram- kvæmdum við nýja flugstöð fyr- ir innanlandsflug verði hraðað. Flugmenn vilja flugvöll- inn kyrran

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.